Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 33 Fólk í fréttum Helgi Olafsson Helgi Ólafsson stórmeistari er aðstoðarmaður Jóhanns Hjartar- sonar á skákmótinu í St. John í Kanada. Helgi er fæddur 15. ágúst 1956 í Rvík og varð unglingameist- ari íslands í skák 1970, skákmeist- ari íslands 1978 og 1981. Hann náði fyrsta áfanga stórmeistaratitils á Reykjavíkurskákmótinu 1984 og öðrum áfanga á-alþjóðlega skák- mótinu í Neskaupstað 1984. Helgi náði síðasta áfanga stórmeistara- titils á alþjóðlega skákmótinu í Bronshöj í Danmörku 1985 og hefur tpflt á öllum ólympíuskákmótum frá 1976. Hann er nú þriðji stiga- hæsti skákmaður á landinu og varð nýlega í öðru sæti á hraðskákmóti stórmeistara í St. John. Helgi var skákfréttamaður Þjóðviljans 1976-1983, NT og Tímans 1983-1987 og er nú skákfréttamaður á Þjóö- vUjanum. Systur Helga eru Guð- laug, f. 22. febrúar 1954, kennari í Rvík, sambýlismaður hennar er Geir Rögnvaldsson, starfsmaður Sölusambands lagmetisiðnaðarins, Karitas, f. 18. júní 1958, sjúkraþjálf- ari í Rvík, sambýlismaður hennar er Ari Ólafsson eðlisfræðingur, og Anna Vigdís, f. 21. desember 1959, kennari í Rvík. Foreldrar Helga eru Ólafur Helgason, fyrrv. bankastjóri Út- vegsbankans, og kona hans, Sigríð- ur Aðalheiður Helgadóttir. Föðursystkini Helga eru Guð- mundur, rekstrarstjóri Lands- virkjunar, Kristín, móðir Gunnars Kvaran fréttamanns, og Þóra, móð- ir Þórunnar Björnsdóttur söng- stjóra. Ólafur er sonur Helga, bankastjóra Útvegsbankans, bróð- ur Ásmundar biskups. Helgi er sonur Guðmundar, prófasts í Reyk- holti, bróður Katrínar, móöur Jóhanns Briem listmálara. Bróðir Guðmundar var Ágúst, afl Ólafs Skúlasonar vígslubiskups. Guð- mundur var sonur Helga, b. í Birtingaholti, Magnússonar, al- þingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Helga í Birt- ingaholti var Katrin Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússon- ar, forföður Reykjaættarinnar. Móðir Helga bankastjóra var Þóra Ásmundsdóttir, prófasts í Odda, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsen. Móðir Ólafs var Karitas Ólafsdóttir, prests á Stóra-Hrauni í Flóa, bróður Jóns biskups. Bróðir Ólafs var Tómas, afi Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns. Ólafur var sonur Helga, lektors og sálma- skálds, Hálfdánarsonar, bróöur Guðjóns, afa Helga Hálfdanarsonar skálds. Móðir Ólafs var Þórhildur Tómasdóttir Fjölnismanns, pró- fasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sæmundssonar. Móðir Karitasar var Kristín ísleifsdóttir, prests í Arnarbæli, Gíslasonar og konu hans, Karitasar Markúsdóttur. Móðir Karitasar var Kristín Þor- grímsdóttir, systir Guðrúnar og Gríms Thomsen. Móðursystkini Helga eru Sigurð- ur, prófessor í stærðfræöi við MIT, Skúli læknir og Sigríður, gift Páli Sigurðssyni deildarmeinatækni. Sigríður Aðalheiður er dóttir Helga, augnlæknis á Akureyri, Skúlasonar, prófasts í Odda, Skúla- sonar, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Gíslasonar. Móðir Skúla á Breiðabólstað var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðar- enda í Fljótshlíð, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, foríoður Thorarense- nættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Steinunn Bjarnadóttir land- læknis Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur landfóg- eta Magnússonar. Móðir Helga var Sigríður Helgadóttir lektors Hálf- dánarspnar, systir Ólafs langafa Helga Ólafssonar í fóðurætt. Móðir Sigríöar er Guðlaug, systir Ingi- bjargar, móður Þóris Ölafssonar, viðskiptafræðings og skákmanns. Guðlaug var dóttir Þórðar, verka- manns i Rvík, Kristjánssonar og konu hans, Sigríðar Þorkelsdóttur. Móðir Þórðar var Ragnhildur Hreggviðsdóttir. Móðir Ragnhildar var Guðný Þórðardóttir, b. á Hjarð- arfelli, Jónssonar, forföður Hjarö- arfellsættarinnar, fóður Guðmundar, langafa Gunnars Guðbjartssonar, formanns Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, og Alexanders Stefánssonar alþingis- manns. Systir Guönýjar var Elín, langamma Rebekku, móður Þor- steins Geirssonar ráðuneytisstjóra. Bróðir Guðnýjar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Afmæli Júlíana K. Bjömsdúttir -»■ ■ ■ Júlíana K. Björnsdóttir, Garðs- homi, Álftanesi, er áttræð í dag. Jtilíana er fædd á Geithóli í Staðar- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún giftist Sveini Erlendssyni, f. 26. júlí 1904, d. 7. desember 1986, b. og hreppstjóra á Grund á Álfta- nesi. Foreldrar hans voru Erlendur Bjömsson, b. og hreppstjóri á Breiðabólstað á Alftanesi, og kona hans, María Sveinsdóttir. Börn Júlíönu og Sveins em Erlendur, f. 6. ágúst 1932, yfirþingvörður á Sel- tjamamesi, sambýliskona hans er Valborg Bjamadóttir læknaritari. Böm Erlends og fyrri konu hans, Guðfríðar Stefánsdóttur, eru Þor- gerður lögfræðingur, fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi, gift Kristjáni Sigurgeirssyni, lögfræð- ingi Landsbankans, Júlíana, kennari í Rvík, sambýlismaöur hennar er Guðbjöm Bjömsson, læknir í Rvik, Sveinn, lögreglu- þjónn í Rvík, kvæntur Soffiu Sæmundsdóttur, og Hugborg nemi, sambýlismaður hennar er Gunn- laugur Marinósson nemi. María, f. 18. maí 1936, póststarfsmaður í Kópavogi, gift Bjama Guðmunds- syni, bílstjóri hjá forseta íslands, börn þeirra em Sveinn, verkamað- ur í Rvík, Salbjörg, gift Þórhalli Óskarssyni, starfar við fiskeldi, og María nemi. Auður, f. 11. febrúar 1940, gift Gunnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sérleyfisbif- reiða Guðmundar Jónassonar, böm þeirra eru Guðmundur bif- vélavirki og Guðrún bankastarfs- maður. Systkini Júliönu em Sæmundur, f. 27. janúar 1911, b. í Hrútatungu í Staðarhreppi, giftur Þorgerði Tómasdóttur sem er látin, Þórunn, f. 22. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1984, meinatæknir í Rvík, Sigríöur, f. 15. maí 1919, gift Jóni Benedikts- syni sem er látinn, bílstjóra í Rvík. Foreldrar Júlíönu voru Björn Þórðarson, b. á Geithóli, og kona hans, Sólveig Sæmundsdóttir. Björn var sonur Þórðar, b. á Gil- haga í Hrútafirði, Sigurðssonar, b. í Núpsseli í Miðfirði, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar í Núpsseli var Helga Tómasdóttir, stúdents á Ás- geirsá, Tómassonar. Móðir Þórðar var Helga Þórðardóttir, b. í Ytri- Knarrartungu á Snæfellsnesi, Jónssonar. Móðir Björns var Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Bálkastöðum í Staðarhreppi, Magnússonar. Móðir Júlíönu var Sólveig Sæ- mundsdóttir, b. á Vatnagarði í Garði, Einarssonar, b. á Miðhús- um, Árnasonar. Móðir Sólveigar var Þórunn Valgerður Guðmunds- dóttir, b. qg formanns á Litla-Hólmi í Leiru, Ámasonar og konu hans, Sólveigar Þorkelsdóttur. Marteinn Markússon Marteinn Markússon trésmiða- meistari, til heimilis aö Klapparstíg 13, Reykjavík, er áttræður í dag. Marteinn fæddist á Hafursstöðum í Hnappadal í Kolbeinsstaðahreppi og ólst upp í foreldrahúsum til fjórtán ára aldurs. Hann var í smalamennsku hjá foreldrum sín- um og víðar í sveitinni frá tíu ára aldri og í vinnumennsku í tvö ár að Ytri-Skógum í Kolbeinsstaða- hreppi til sextán ára aldurs. Marteinn fór þá til Reykjavíkur í trésmíðanám en meistari hans var Sigurður Halldórsson í Þingholts- stræti 7. Marteinn öðlaðist tré- smíðaréttindi 1928 og starfaöi síðan við smíðar í Reykjavík næstu sext- án árin en fór þá aö húa aö Straumi á Skógarströnd og síðar að Voga- tungu í Leirársveit þar sem hann var í átta ár. Jafnframt búskapnum vann Marteinn við smíðar í Leirár- sveitinni en fluttist síðan til Reykjavíkur og starfaði þar sem byggingameistari um nokkurt skeið. Hann hóf síðan störf við drykkjumannahælið að Gunnars- holti en þar hafði hann verkstjórn með hendi í tuttugu og tvö ár. Kona Marteins er Elísabet Jóna, f. 25.10.1910, dóttir Sigurðar, verk- stjóra hjá Hafnarfjaröarbæ, Þór- ólfssonar og Ingibjargar Jónsdótt- ur. Marteinn og Elísabet Jóna 'eiga tvö fósturbörn: Inga Sigurlaug Þor- steinsdóttir, f. 1.11. 1934, er gift Júlíusi Gíslasyni sjómanni, og Marteinn Hreiðarsson, f. 9.8. 1953, vélfræðingur og járnsmiður, er kvæntur Ásgerði Pálsdóttur. Marteinn átti þrettán systkini og komust tíu þeirra til fullorðinsára, en nú eru sex systkini hans á lífi. Þau eru: Halla Guðrún, ekkja eftir Guðmund Illugason; Hafsteinn, fyrrv. b. á Teitsbakka á Skógar- strönd, dvelst nú á dvalarheimilinu Höföa á Akranesi, ekkill eftir Helgu Bjarnadóttur; Benjamín, fyrrv. b. í Austurgörðum í Kolbeinsstaða- hreppi, en kona hans er Arndís Þorsteinsdóttir; Björn Svavar sem var b. í Stokkseyrarseli og síðar trésmiður í Reykjavík en býr nú í Kópavogi og er kona hans Sigríður Þórðardóttir; Ásta María. húsmóð- ir í Reyjavík, ekkja eftir Ólaf Kristjánsson bátsmann; Svein- björn, fyrrv. kennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík, en koná hans er Anna Jónsdóttir. Foreldrar Marteins voru Markús, b. á Hafursstöðum og Ölfuskrossi, Benjamínsson, f. 10.8.1873, d. 1930, og kona hans, Kristfríður Svein- björg Hallsdóttir, f. 3.8.1874, d. 1957. Föðurforeldrar Marteins voru Benjamín, b. á Hróbjartsstöðum í Hítardal, Jónsson og Katrín Mark- úsdóttir. Kristfríður var dóttir Halls, b. á Syðstu-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi, Björnssonar og Guðrúnar Gunnlaugsdóttur, b. á Óspaksstöðum. Hallur var bróðir Jósefs, skólastjóra á Hólum í Hjaltadal. Marteinn verður ekki heima á afmælisdaginn. Þorgeir Örn Elíasson Þorgeir Örn Elíasson, Keilufelli 47, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Þorgeir Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi 1954, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1958 og er búfræði- kandídat þaðan 1961. Þorgeir Örn 85 ára Jóhanna Sigurðardóttir, Austur- byggð 17, Akureyri, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára Elín Magnea Thoroddsen, Aðal- stræti 67, Patreksfirði, er áttræð í dag. 75 ára Sölvi Guttormsson, Hvamm- stangabraut 25, Hvammstanga, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Haraldur Þorvarðarson, Óðin^gqtu 20B, Reykjavík, er sjötugur í dag. Dýrleif Hermannsdóttir, Geitlandi 43, Reykjavík, er sjötug í dag. Gunnhildur Jónsdóttir, Ásgarði 1, Miðneshreppi, er sjötug í dag. Magnús Bjarnason, Birkihlíð, Reykholtsdalshreppi, er sjötugur í dag. . Jóhann Frimann Pétursson, Lækj- arbakka, Höíðahreppi, er sjötugur í dag. 60 ára Karen Birna Erlendsdóttir, Reykj- um, Dælustöð II, Mosfellsbæ, er sextug í dag. 50 ára Grétar Sigurðsson, Hjaltabakka 14, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Bergsveinn Gíslason, Mýrum, Mýrahreppi, er fimmtugur í dag. 40 ára Gunnvör Sverrisdóttir, Goðalandi 12, Reykjavík, er fertug í dag. Þóra Björk Jóhannesdóttir, Eyja- bakka 10, Reykjavík, er fertug í dag. Þorsteinn Sigurðsson, Asparfelli 10, Reykjavík, er fertugur í dag. Sveinn Sveinsson, Ljárskógum 16, Reykjavík, er fertugur í dag. Valgerður Stefánsdóttir, Hofgörð- um 4, Seltjarnarnesi, er fertug í dag. Birna Gunnarsdóttir, Hlíðartúni 7, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Pétur Sigurðsson, Greniteigi 28, Keflavík, er fertugur í dag. var í framhaldsnámi viö Búnaðar- háskólann í Ási í Noregi 1961-62. Hann starfaöi við sölumennsku á landbúnaðarvélum og verkfærum hjá Globus hf. 1962-65, hjá Dráttar- vélum hf. 1965-69, hjá Ana Traktor í Lundi í Svíþjóö 1969-71 og hjá Velti hf. 1971-72. Þorgeir var sölu- Birgir Jóhannesson, Lindar- Syeinn Marteinsson, Ægisstig 5, hvammi 6, Hafnarfiröi, er fertugur Sauðárkróki, er fertugur í dag. í dag. ’' * • stjóri hjá Ana Traktor 1972-77 og sölumaður hjá Globus hf. og síðar framkvæmdastjóri söludeildar þar frá 1977-85. Snemma árs 1985 keypti Þorgeir Vélaborg ásamt fé- lögum sínum, Þorfinni Júlíussyni og Magnúsi Ingþórssyni, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Vélaborgar. Vélaborg flytur inn landbúnaðarvélar. Þorgeir er tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Bergdís Helga Kristj- ánsdóttir og eiga þau eina dóttur, Elínu Örnu, sem nú er tvítug. Seinni kona hans er Sigurbjörg Júlíusdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Þórunni Ýr, sem nú er átta ára. Dætur Sigurbjargar og fósturdæt- ur hans eru María Þorgeirsdóttir, sem nú er tuttugu og fimm ára, og Hildur Þorgeirsdóttir, sem er tutt- ugu og þriggja ára. Foreldrar Þorgeirs eru báðir látnir en þau voru Elías, birgða- stjóri Landssímans, Kristjánsson, b. á Skerðingsstöðum í Reykhóla- sveit, Jónssonar, og kona hans, Randí hjúkrunarkona Þórarins- dóttir, kaupmanns á Seyðisfirði, Guðmundssonar. Þorgeir tekur á móti gestum í Skipholti70milliklukkan 17ogl9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.