Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 21 I>V íþróttir i 3 i/ÖKiBOBIWVWaHPHHHHHHi da hjá Anderiecht á næstunni? „Þurfum breyt- ingu sem fyrst“ - segir Amór Guðjohnsen um stöðu mála • Arnór Guðjohnsen. „Það liggur Ijóst fyrir að það þarf að verða einhver breyting og það sem fyrst. Við eigum mikilvæga leiki í Evrópukeppninni í mars og síðan í bikarkeppninni og þá þarf allt að vera komið í fastar skorður,“ sagði Arnór Guðjohnsen, íslenski lands- liðsmaðurinn hjá Anderlecht, í samtali við DV í gærkvöldi er hann var spurður um stöðu mála hjá félag- inu. Anderlecht á ekki lengur raunhæfa möguleika á að verja meistaratitil- inn, er orðið það langt á eftir efstu liðum. „Það má segja að mikið hafi breyst frá síðasta keppnistímabili. Viö höfum misst snjalla leikmenn á borð við Scifo og Vercauteren og Lozano hefur verið meiddur lengi og er ekki enn séð hvort hann getur yfirleitt leikið knattspyrnu framar. En samt eru þetta ekki nógu góðar afsakanir að mínu máti. Félagið keypti ekki riógu góða leikmenn í stað þeirra sem voru seldir en samt erum við eftir sem áður með ágætt hð sem hægt væri að ná miklu meiru út úr. í fyrra lékum við skipulagða sóknarknattspyrnu undir stjórn Ari- es Haan en nú er spilaður villtur fótbolti, ekkert kerfl. Það er sífeht verið að skipta um stöður innan liðs- ins og ég lék t.d. hægri bakvörð gegn Club Briigge á dögunum en var síðan í minni gömlu stöðu sem hægri tengi- liður gegn Liege á laugardaginn var,“ sagði Arnór. -VS ttleik: DV-mynd G.Bender ilfleikur Isinki í gær mætast aftur í kvöld og í þriðja skipti annað kvöld. Síðan fer íslenska liðið til i Svíþjóðar og leikur þar tvo landsleiki í um næstu helgi. i -VS HandknatUeikur - 2. deild kvenna: ÍBV og Þór eru með góða slöðu - Þór vann Gióttu en tapaði í Eyjum Þórsstúlkur frá Akureyri fengu tvö dýrmæt stig er þær unnu hð Gróttu á Seltjarnamesi á fóstudagskvöldið. Þór leiddi í hálfleik, 8-6, og vann leik- inn með einu marki, 15-14. í fyrri hálfleik var Þórsliðið sterk- ari aðilinn á vellinum og náði Gróttuliðið aldrei að komast yfir. Síðari hálfleikur hófst með mikilli baráttu, komst Grótta yfir, 19-9, um miðjan hálfleikinn. Skiptust liðin svo á að skora og tvísýnt hvort liðið færi með sigur af hólmi. Þór var þó sterk- ari og skoruðu þær sigurmarkið þegar tvær og hálf mínúta var th leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki á þeim tíma og lauk því leiknum eins og fyrr sagði 15-14 fyrir Þór. Gróttuhðið er skipað mjög ungum og efnilegum stúlkum, flestar spila þær enn í öðrum aldursflokki. Mest bar á þeim Þuríði Reynisdóttir og Sigríði Snorradóttir og léku þær oft Essen heldur áfram: nn á fórum araliðinu! ecker fer til Wanne Eickel því fengiö þrjá þýska landsliðsmenn á skömmum tíma og bjartir tímar hljóta að vera framundan hjá félaginu. Fyrirliöi Essen, Van der Heausen, hef ur einnig ákveðiö að hætta aö leika með Essen eftir yfirstandandi keppnis- tímabil en hann mun verða aöstoöar- þjálfari liösins. Þá hefur enn einn landshðsmaðurinn lýst því yflr aö hann muni hætta hjá liöinu en það er Wolfgang Kubitzki. Thomas Happe einnig ákveðiö að hætta hjá Essen og svo auðvitaö Alfreö Gíslason. Fyrirsjá- anlegt er þvi algert hrun hjá meistara- liði Essen, sjö leikmenn famir eða eru á fórum og miklir erfiðleikar framund- an. vörn Þórs grátt. I Þórsliðinu voru það Inga Huld Pálsdóttir með 5 mörk og Valdís Hallgrímsdóttir með 4 mörk sem voru atkvæðamestar. • Mörk Gróttu: Þuríður 5/2, Sigr- íður 4, Elísabet 2, Brynhildur og Helena 1 hvor og Laufey 1/1. • Mörk Þórs: Inga Huld 5/2, Valdís 4, Sólveig 3, Þórunn 2, Steinunn 1 mark. Leikinn dæmdu þeir Egill Markús- son og Magnús Pálsson og dæmdu þeir þokkalega. Þess má þó geta að Egill er Gróttumaður. Þórsliðið fór til Vestmannaeyja á laugardeginum og spilaði þar við ÍBV. Heimamenn unnu í þeirri við- ureign með einu marki, 16-15. Ekki er unnt að birta stöðuna í 2. dehd kvenna þar sem HSÍ hefur ekki séð sér fært um að halda tilskildum gögnum til en þó er ljóst að ÍBV og Þór standa best að vígi um að vinna sér sæti í 1. deild. ÁS/EL Knattspyma: Ingi Bjöm afturíFH? Ingi Björn Albertsson, mesti markaskorari í íslenskri knatt- spyrnu frá upphafi, hefur mikinn hug á að leika með FH-ingum í 2. deildarkeppninni í sumar. Hann þjálfaði FH og lék með liðinu árin 1981 og 1984-86. Ingi Björn fór til síns gamla félags, Vals, sl. sumar en lék fáa leiki, enda kjörinn á þing fyrir Borgaraflokkinn og miklar annir því fylgjandi oghætti á miðju tímabilinu. „Ég verð að bíða um sinn með að ákveða mig endanlega því ég veit ekki strax hve mikið og lengi ég verð bundinn af þingstörfunum. En ég hef áhuga á að leika með FH í sumar,“ sagði Ingi Björn í spjalh við DV í gærkvöldi. -VS Þorbjörn Guðmundsson, leikmaður með 1. deildar liði Vals í handknattleik, náði þeim merka áfanga um síðustu helgi að leika sinn 500. leik með meistaraflokki Vals þegar Valur lék gegn Þór á Akur- eyri. Þorbjörn lék fyrst með meistaraflokki árið 1972 en varð fastur maður í meistaraflokksliði Vals árið 1974. Á myndinni sést Smári Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, afhenda Þorbirni fagran blómvönd fyrir leikinn á Akureyri um helgina. GK/Akureyri Kicker dregur erlenda leikmenn í dilka: Ásgeir í 2. sæti í landsliðsklassa - fimm Norðurlandabúar í 6 efstu sætunum: Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi: íþróttafréttamenn íþróttatímarits- ins Kicker hafa gert úttekt á frammistöðu erlendu leikmannanna sem leika í Véstur-Þýskalandi og í nýjasta hefti blaðsins er listinn yfir þá sex bestu birtur. Þar kemur fram að Ásgeir okkar Sigurvinsson er í öðru sæti í lands- liðsklassa en enginn erlendu leik- mannanna komst í heimsklassa aö þessu sinni. í fyrsta sætinu er norski varnarmaðurinn Rune Braseth sem leikur með Werder Bremen. í þriðja sætinu er Jean-Marie Pfaff, belgíski markvörðurinn hjá Bayern Múnchen og fjórði er Daninn Morten Olsen hjá FC Köln. Svíinn Robert Prytz, sem leikur með Bayer Uerd- ingen er í fimmta sæti og sjötta og síðasta sætið skipar danski leikmaö- urinn Bjame Goldbæk sem aðeins er 19 ára gamall og leikur með Schalke. Af upptalningunni má sjá að fimm af sex bestu útlendingunum í vestur- þýsku knattspyrnunni koma frá Norðurlöndum. Þess má geta að Ásgeir Sigurvinsson skipaði efsta sætið í landshðsklassanum árið 1984. Enska bikarkeppnin: Everton líklega gegn Liverpool! - Arsenal mætir Manchester United Svo gæti farið að risarnir á Mer- seyside, Everton og Liverpool, mættust í 5. umferð ensku bikar- keppninnar í knattspymu. Ef Ever- ton tekst að sigrast á Middlesboro- ugh á útivelli annað kvöld mætast félögin á Goodison Park þann 20. fe- brúar. Everton, handhafi enska meistara- titilsins, geröi aðeins jafntefli við Middlesboro úr 2. deild á heimavelli sínum á laugardaginn í 4. umferðinni og má því halda vel á spilunum ann- að kvöld. Everton er eina liðið sem hefur sigrað Liverpool á þessu keppnistímabili - það var í deildabik- arnum snemma í vetur. Þessi hð leika saman í 5. umferð- inni: Arsenal-Manchester United Birmingham-Nottingham Forest Man. Gity/Blackpool-Plymouth Midd.boro/Everton-Liverpool N ewcastle-W imbledon Port Vale-Watford Portsmouth-Bradford QPR-Luton Tvö af frægustu félögum Englands mætast á Highbury, Arsenal og Manchester United, en Man. Utd lagði Arsenal einmitt þar í 1. dehd- inni fyrir skömmu. Portsmouth komst í 5. umferðina í gærkvöldi með því aö sigra Sheffield United 2-1, en leik liðanna var frest- að á laugardaginn. -VS HIN ARLEGA FIRMAKEPPNI Knattspyrnudeildar Ármanns verðúr haldin dagana 6. og 7. febr. Þrenn verðlaun verða veitt. Þátttökutilkynningar: Þráinn, sími 680158 - Smári, simi 84589

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.