Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 37
I
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Sviðsljós
Frá lokaæfingu skemmtikrafta á árshátíð verslunarskólanema. Eins og sjá má voru þeir margir sem tóku þátt í sýningaratriðunum.
Árshátíð Verslinga
Nemendur Verslunarskóla íslands héldu árshátíð sína fyrir skömmu með
pompi og prakt eins og venja er. Að þessu sinni var hún haldin í Hótel ís-
landi og mættu alls um 1300 gestir á árshátíð þeirra og fylgdust með fjöl-
breyttum skemmtiatriðum.
Á árshátíðinni mæddi mikið á kór skólans og dönsurum sem settu upp
dansatriði úr söngleiknum Fame. Dansatriðunum stýrði ameríski dansarinn
Sherlene Alicia Blake, en hinn þekktí sjónvarps- og tónlistarmaður, Jón Ólafs-
son, sá um að stjórna kórnum. Einnig var boðið upp á sérstaka skemmtidag-
skrá þar sem meðal annars var gert duglegt grín að kennurum skólans. Um
leikstjórn skemmtiatriða sá Kolbrún Halldórsdóttir, útvarpsmaður af rás 2.
DV-myndir BG
Dansarar sýndu dansa úr söngleiknum Fame með glæsilegum tilþrifum á
árshátíðinni.
Siguijón Sigurðsson, ísafirði:
Það er heldur fátítt nú á dögum
að menn vinni samfleytt í 50 ár
hjá sama fyrirtækinu en þeim
áfanga náði þó Lilja Guðmunds-
dóttir, verkakona á Flateyri. Hún
hefur unnið hjá frystíhúsinu
Hjálmi hf. síðastliðin fimmtíu ár
og vinnur enn af fullum krafti á
sjötugasta og þriðja aldursári.
Á árshátíð fyrirtækisins fyrir
skömmu tók Einar 0. Kristjáns-
son, forstjóri Hjálms, sig til og
afhenti Lilju farseðil til Kanada
sem þakklætisvott frá fyrirtæk-
inu fyrir trygga þjónustu í hálfa
öld. Lilja á fjórar systradætur í
Kanada sem hún getur nú heim-
sótt vegna þessarar gjafar. Lilja
hefur alla tíð verið heilsuhraust
og hefur engin áform um að
hætta á meðan verkstjórinn og
heilsan leyfa.
Á meðan Evrópubúar þreyja vet-
urinn baða Ástralíubúar sig í sumri
og sól. Meöal þeirra sem njóta veður-
blíðunnar þar eru prinsinn og
prinsessan af Wales, þau Díana og
Karl, sem eru í 10 daga opinberri
heimsókn þar í tilefni af því að 200
ár eru liðin síöan landnám Breta
hófst í álfunni. Er mikið um dýröir
hjá afkomendum þeirra um þessar
mundir þótt frumbyggjar séu mis-
hrifnir af afmælinu.
Ástralía er í breska samveldinu og
eru íbúar aðeins rúmar 15 milljónir
í þessu stóra landi. Þar af eru frum-
byggjar aðeins um 160 þúsund. Þeir
voru um 300 þúsund talsins þegar
Bretar komu tíl landsins. Þeim hefur
farið heldur fjölgandi nú á síöari
árum.
Díana virðir hér fyrir sér íturvaxna skrokka strandvarða í Ástraliu en hún og Karl eru nú i 10 daga opinberri
heimsókn í Ástraliu. Símamynd Reuter
Lilja Guðmundsdóttir hefur engin
áform um að hætta að vinna þó
hún sé 72 ára og hafi unnið í 50
ár á sama vinnustað.
DV-mynd BB
í hálfa öld hjá
sama fyrirtæki
Tvö hundruð ár
síðan landnám hófst
Ölyginn
ði...
Mikhaíl
Gorbatsjov
var í miklum erindagjörðum
í Washington fyrir stuttu
eins og flestum er kunnugt.
Hitt vita færri að hann gerði
ýmislegt annað sem ekki er
eins opinbert, eða reyndar
sá Raisa um þá hlið máls-
ins. Hann sendi hana til
þess að kaupa 20 stykki af
myndböndum með mynd-
inni Platoon sem Gor-
batsjov kvað vera hrifinn af.
Ætlunin var að gefa félög-
um í flokknum þessi eintök
í jólagjöf.
Stefanía
- prinsessa af Mónakó, sem
nýlega sleit samþandinu við
Mario sinn, er ævareið
þessa dagana út af fullyrð-
ingum sem nýlega voru
birtar. i þeim er staðhæft að
Stefanía hafi setið undir
stýri þegar Grace Kelly lét
lífið. Þessar sögusagnir
höfðu gengið áður, en fá
nú byr undir báða vængi.
Rainier fursti hafði reynt allt
sem hann gat til þess að
koma í veg fyrir birtingu
þessa skjals, en ekki tekist.
Joan Collins
virðist vera fallandi stjarna
ef marka má ritstjóra hins
virta bókaflokks Whö's
Who. Ritstjórar þessa upp-
flettirits sáu ástæðu til þess
í nýjasta hefti sínu að sleppa
henni í umfjölluninni og er
Joan Collins ævareið vegna
þessa. Uppflettirit þetta er
notað um allan heim. Joan
Collins heldur því fram að
það séu margir minni spá-
menn en hún sem skrifað
sé um, en ritstjórarnir láta
sig ekki.