Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Lesendur
Gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar. - Mjög hættuleg gatnamót, að mati bréfritara.
Umferðarljós við Vesturiandsveg:
Hættuleg gatnamót
Ingibjörg Óskarsdóttir skrifar:
Vegna kjallaragreinar, sem birtist
í DV 26. jan. sl. um ljósin á gatnamót-
um Höfðabakka og Vesturiandsveg-
ar, tek ég heils hugar undir með
greinarhöfundi, að þarna sé'búið að
skapa mjög hættuleg og undarleg
gatnamót.
Ég þarf að fara um þessi gatnamót
daglega og sama gildir um marga
sem vinna með mér. Við erum öll
sammála um að ástandið þarna er, í
einu orði sagt, hræðilegt.
Eftir breytinguna sl. haust á gatna-
mótunum hafa þau versnað um allan
helming fyrir þá sem koma þessa
leið til Reykjavíkur og þurfa að taka
vinstri beygju, upp Höfðabakkann.
En slæm voru þau fyrir.
Þarna er mjög mikil umferð á
annatimum og mikið um stóra flutn-
ingbíla og tæki sem bæði halda áfram
Vesturlandsveginn og keyra niður
Höfðabakkann. Þessi stóru farartæki
hefta alla yfirsýn yfir veginn fyrir
þá sem þurfa að taka vinstri beygj-
una.
Maður leggur af stað í beygjuna á
grænu ljósi, sér vel meðvitaður um
að þeir sem koma á móti og fara beint
eiga réttinn, en þegar gult ljós komi
og síðan rautt, eigi maður að vera
búinn að rýma gatnamótin.
En það gerist bara ekki svona
þarna, heldur bíður maður þarna á
gatnamótunum eins og illa gerður
hlutur og löngu komið rautt ljós, en
þeir sem koma á móti - enn á grænu.
Vitið þið að það er alveg hræðileg
tilfmning!
Fyrst eftir breytinguna hélt maður,
að þeir sem komu upp Ártúnsbrekk-
una væru að svína yfir á rauðu eða
„bleiku" eins og sumir kalla það, en
okkur til mikillar furðu reyndust
þeir fara yflr á grænu.
Er það ekki stefnan að gera um-
ferðina hættuminni? - Hvenær
eigum við von á að þetta verði lag-
fært?
Helvegur fóstureyðinganna
Ingvar Agnarsson skrifar:
Margar eru þjóðsögur þær sem
segja frá útburðarvæli. En orsök þess
var tahn sú að nýfædd börn hefðu
verið borin 'út, oftast af mæðrum sín-
um, sem ekki treystu sér til að taka
á sig þá þungu sök og fyrirlitningu,
sem þáverandi samfélag manna lagði
á ógiftar mæður.
Nú er öldin önnur og er það vel.
Enginn fyrirlítur ógifta móður. Hitt
er svo annað mál að samfélagið þyrfti
betur að styðja slíka móður til að
létta henni sómasamlegt uppeldi
barnsins.
En það eru ekki erfiðleikarnir einir
sem valda því að stór hluti barna er
deyddur nú til dags. Þar koma önnur
sjónarmið til greina, m.a. virðingar-
leysi fyrir lífi eigin atkvæmis.
Fjöldi fólks starfar nú að fóstureyð-
ingum. Þessi óhugnanlegi verknaður
er orðinn álitleg atvinnugrein og
kostaður af ríkinu, samfélagi allra
landsmanna. Hér eru vel þjálfaðir
lærdómsmenn að verki; læknar og
hjúkrunarfræðingar auk aðstoðar-
fólks.
Mig langar til að minnast á annað
atriði þessa máls og varpa því fram
hvort þess sé ávallt gætt að deyða
fóstrið á hreinlegan hátt. Því er hald-
ið fram að svo sé ekki. Margar af
eyðingaraðferðunum valdi fóstrinu
miklum þjáningum. Sé nú svo þá eru
þessar áðgerðir ekki réttlætanlegar.
- Á ekki ófætt barn, sem deyja skal,
jafnmikinn rétt á hreinlegri deyð-
ingu eins og t.d. önnur dýr sem deydd
eru?
Það er engum vafa undirorpið að
þjóð, sem árlega útrýmir allstórum
hluta nýrra þegna sinna (getnum en
enn ófæddum börnum sínum), er á
hættulegum villigötum, helvegi sem
hlýtur að liggja til æ meiri ófarnað-
ar. - Hví skyldum við íslendingar
ekki verða fyrstir þjóða til að afnema
þarflausar fóstureyðingar?
í
BLAÐ
BURÐARFÓLK
t, ejtóttáíiw A'i'eArjjO :
1?
i
GARÐABÆR
Eiríksgötu Leifsgötu Markarflöt
Fjölnisveg Egilsgötu Sunnuflöt
Barónsstíg Þorfinnsgötu Brúarflöt
Lindarbraut Kriuhóla Asparlund
Miðbraut Hrafnhóla Efstalund
Vailarbraut Gaukshóla Einilund
Rauðagerði Haukshóla Gígjulund
Ásenda Skógarlund
Borgargerði Þrastarlund
Garðsenda
Eskiholt
Háholt
Hrísholt
t t ■)[ i
i
HÚSAVÍK
Leitað er eftir kaupum á hentugu íbúðarhúsnæði
fyrir héraðsdýralækni á Húsavík.
Tilboð sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arn-
arhvoli, 150 Reykjavík, fyrir föstudaginn 12. febrúar
1988
SNYRTISTOFAN
■■■■k VTfkTTV
HRUND
GRÆNATÚNI 1, KÓPAVOGI, SÍMI 44025
Andlitsbað • Collagenkúr • Súrefniskúr •
Húðhreinsun • Djúphreinsun • Litun •
Förðun • Vaxmeðferð •
Electrolysis - varanleg háreyðing
Remedial Electrolysis - fjarlægir háræðaslit
Handsnyrting • Fótaaðgerðir
Glænýr Ijósabekkur, meiriháttar speglaperur
Snyrtivöruverslun, mikið úrval af
Stendhal, Sothyz, Orlane, Chicogo.
Opið frá 9-22, laugardaga frá 9-18.
Snyrtifræðingar: Guðrún A.
Huld R.
Gréta P.
Auglýsing um enn
breytta framsetningu
Postulat:
Hægt er að mynda lokað kerfi innri orkuskipta sem
mynda eigin inertialramma og þessum ramma má
hraða miðað við aðra raunverulega inertialramma.
Þetta er gert á þann hátt að búið er til kerfi einnar
inertialmassamiðju sem er ætlað að láta elektrónu-
flæði virka til styttingar á eiginsveiflu efnis á svipaðan
hátt og við venjulega skriðþungatilfærslu. Elektrónu-
flæðið fæst úr innbyggðum þéttisgeymi.
Viðmiðun er að summa hraða í innri sveiflu og af-
stæður hraði sé föst.
Skýring: Það er viðtekin túlkun í eðlisfræði að heim-
spekilegar viðmiðanir um hvað gerist við hröðun og
háan afstæðan hraða gildi almennt og taki til orku-
skipta almennt. Þetta er ekki sannað. Heimspekivið-
miðanir segja ekki fyrir um hvað gerist í orkuskiptum
í minnstu einingu til þess að fá fram raunverulega
hröðun raunverulegs kerfis. Því er haldíð. fram hér
að þessi túlkun sé röng og að allt efni sé sveifla á
rúminu sjálfu og kerfi einnar inertialmassamiðju megi
hraða með tilliti til þessa rúms í gegnum orkuskipti
frá innri sveifluhraða í afstæðan hraða. Við það verð-
ur til sérstakt inertialkerfi sem ekki hlýðir lögmálum
inertialkerfis ytri skoðanda, það þýðir ekki að þau
lögmál séu ógild heldur að þau gilda ekki nema ork
utilfærslan sé innan sama inertialramma.
Af þessu leiðir svo að orkuskiptatækni, sem notuð er
í tækni og vísindum samtímans, fellur undir orku-
skipti innan sama inertialramma og í slíkum römmum
gildir að talning þeirra sveiflna, sem mynda lengd,
er tími. í römmum, þar sem tími er gildur þannig,
þar gilda viðhaldslögmál og að orkuskipti innan sama
inertialramma fara fram í fasa rammans þannig að
sérhver sveifla getur haft áhrif og orkuskipti við allar
aðrar. Þannig réttir inertialkerfið sig upp og sækir
innbyrðis til lægstu spennu sem almenn orkufærslu-
gerði í inertialrammanum.
Það verður ekki undan því vikist að rannsaka hvort
hægt sé tæknilega að búa til sjálfstæða inertialramma
sem taka upp eigin lágspennusókn en virða ekki
umhverfisramma.
Lesist í Ijósi auglýsingar um framsetningu í sama
blaði 5. mars 1985.
Þörsteinn Hákonarson