Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 8
 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1988. Utlönd Ókunnugt um mútur Rannsókn fer nú fram á því hvort Edwin Meese, dómsmálaráðherra Banda- ;janna, hafi átt þátt i tilraunum til að múta ísraelskum embættismönnum. Símamynd Reuter Edwin Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hann hafi haft nokkra vitneskju um tilraunir til að múta háttsettum ísraelskum embættismönnum vegna samnings um íraska olíuleiðslu. Meese upplýsti í gær að hann hygð- ist ekki segja af sér embætti dómsmálaráðherra vegna þessa máls. Hann hefði á engan hátt átt þátt í samningunum um olíuleiðsl- una frá 1986. Þó svo að í Hvíta húsinu sé áfram lýst yfir trausti á Meese viðurkenna sumir embættismenn undir fjögur augu að svo geti farið að Meese neyð- ist til að segja af sér ef hann verður ákærður. Meese hefur játað að hafa átt í bréfaskiptum við háttsettan ísraelsk- an embættismann árið 1985. í frétt- um hefur þess verið getið að um hafi verið að ræða Shimon Peres sem þá var forsætisráðherra en er nú utan- ríkisráðherra. Meese kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að bréfaskipt- unum. Ekki vill hann heldur segja frá innihaldi bréfanna. Peres segist aldrei hafa verið boðn- ar mútur en staðfestir að ísraelar hafi fullvissað Bandaríkjamenn um að þeir myndu ekki gera árás á leiðsl- una sem flytja átti olíu um Jórdaníu til hafharborgarinnar Aqaba við Rauðahafið. Dollari hækkar Bandaríski dollarinn hækkaði nokkuð á gjaldeyrismörkuðum í gær. Ha;kkunin var einkum komin til af því að taiið var að Japanir myndu festa kaup á miklu magni af bandarískum ríkisskuldabréfum en í þessari viku fara slík brét', að verðmæti 27 milljarðar dollara, á markað. Er þar um ársfjórðungs- lega sölu á ríkisskuldabréfum að ræða. Dollarinn ior ailt upp i 1.695 \ þýsk inörk og 129,6 japönsk yen í gær en það er hið hæsta sem hann hefur komist l'rá því um miðbik nóvembermánaöar síðastliöins. Sætta slg vlð hækkanir Pólskir neytendur virtust í gær ætla að sætta sig viö hækkanir þær sem þá uröu *á neysluvörum í landinu. Þótt færri væru í verslun- um í Varsjá í gær en endranær var ekki hægt aö tala um að neytendur sniðgengju þær þrátt fyrir allt að fjörutíu prósent hækkanir á mat- vöru og fleiri nauðsynjum. Að sögn fréttamanna iótu flestir sér nægja að gretta sig yfir nýju verðmiðun- um en keyptu vöruna engu aö síöur. Brauö hækkaði í gær í Póllandi úr 32 zlotíum í 46. Fyrsta flokks smjör úr 170 í 230 og sykur úr 110 í 165. Um leið og þessar nýju verð- hækkanir tóku gildi felldi pólska ríkisstjórnin gjaldmiðil landsins um nær sextán prósent, miðað við dollar. Ekki endurkjörínn í fyrstu umferð Guimlaugur A. Jónssan, DV, Lundi; „Ég er dálítið vonsvikinn,“ voru fyrstu ummæli Mauno Koivisto er ljóst var aö honum hafði ekki tekist að tryggja sér sigur í fyrstu umferð finnsku forsetakosninganna. Er úr- slit lágu fyrir í gærkvöldi var ljóst að Koivisto hafði aðeins fengið 47,9 prósent atkvæða en þurfti að fá 50 prósent eða meira til að ná endur- kjöri þegar í fyrstu umferð. Það kemur nú til kasta kjörmanna, 301 talsins, að velja forseta Finnlands um miðjan mánuðinn. Enginn efast þó um að Koivisto verði valinn þá enda hafði Harry Holkeri, forsætis- ráðherra og formaður Hægri flokks- ins, sagt í lokaumræðunum fyrir kosningamar að kjörmenn hans myndu væntanlega styðja Koivisto ef þessi staða kæmi upp. Ymsir telja að þessi ummæli Hol- keris hafi gert það að verkum að hann fékk minna fylgi en búist hafði verið við. Hins vegar fékk Paavo Váyrynen, formaður Miðflokksins, meira fylgi en spáð hafði verið eða 20,1 prósent og hreppti annað sætið. Holkeri fékk 18,1 prósent og varð að gera sér þriðja sætið að góðu. Þá kom einnig á óvart að Kivistö, formaður þjóðardemókrata, fékk 10,4 prósent en honum hafði verið spáð mun minna fylgi. Spennan í sambandi við þessar kosningar hefur einungis verið um hvort Koivisto næði 50 prósent at- kvæða þegar í fyrstu innferð og hver myndi hreppa annað sætið. í báðum tilfellum urðu úrshtin öðmvísi en síðustu skoðanakannanir höfðu bent til. Góð frammistaða Váyrynens nú er tahn lofa góðu fyrir hann um gott gengi í forsetakosningunum eftir sex ár þar sem Koivisto hefur lýst því yfir að hann muni aðeins sitja eitt kjörtímabh í viðbót. Váyrynen var enda kampakátur er úrshtin lágu fyrir og sagði að nú væri tími til kom- inn að ríkisstjóm Holkeris segði af sér og viðræður hæfust um myndun nýrrar ríkisstjómar með þátttöku Miðflokksins. Þrír í viðbót fangelsaðir Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi létu í gær fangelsa þrjá andófsmenn til viðbótar í aðgerðum sem beint er gegn óopinberri friðar- og mannréttinda- hreyfingu landsins. Aðgerðir þessar hafa verið harðlega gagnrýndar af v-þýskum sijóm- völdum. Þá hafa ahs ellefu andófsmenn verið fangelsaöir frá því aðgerðir Iögregl- unnar hófust fýrir um tveim vikum. Taka málstað Palestínunianna Embættismenn Valíkansins tóku á afgerandi máta upp hanskann fyrir Palestínumenn í gær, í yfir- lýsingu sem gefin var út ei'tir fund Jóharmesar Páls páfa II. með Huss- ein Jórdaníulconungi. í yfirlýsingunni segir að Vatíka- nið Iiti svo á að vandamál Palest- ínumanna séu alþjóölegt réttlætis- mál, engu síöur mikUvægt en tilvera og öryggi ísraelsrUds og allra annarra ríkja í þeim heims- hluta. Nefta að fiara hefm Þúsundir af fómarlömbu m hung- ursneyðarinnar í Eþíópíu hafa nú safnast saman umhverfis bæinn Korem og neita að snúa aftur til síns heima, þar sem neyðarastoð sú sem þar bíður þeirra er ekki nægilega mUdl til að réttlæta gönguna þangað. Um hundrað og sextíu raanns hafa sest að rétt fyrir utan bæinn en nokkur þúsund dveljast nokkm tjær honum. Margir ungir menn em einnig hræddir við aö sækja þá aðstoð sem )eim stendur til boða af ótta við aö yerða teknir, í her landsins. , *, Mauno Koivisto náði ekki endurkjöri í fyrstu umferð finnsku forsetakosninganna en enginn efast um að hann verði valinn forseti af kjörmönnum um miðjan febrúar. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.