Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Menning
Fleiri sýningar,
meiri skúlptúr
Myndlistarannáll ársins 1987
Nú er komiö aö uppgjöri myndlist-
arársins 1987 en undirritaður hefur
árlega haft fyrir siö að taka saman
tölur um fjölda og tegundir myndhst-
arsýninga og sýningarstaöi á íslandi
og bæta við þær tölur eigin mati á
myndlistariðkuninni yfirleitt.
Eins og fyrri daginn liefur veriö
haföur sá háttur á að halda saman
upplýsingum um allar sýningar á
landinu á tilteknu ári, hvort sem er
í Reykjavík eða á Dalatanga, og draga
af þeim marktækar ályktanir.
Sjálfar tölurnar fara sjaldnast á
milli mála en hins vegar má alltaf
deila um flokkun sýninga eftir teg-
undurfi, sjá töflu 3 hér á eftir.
í stórum dráttum má segja að und-
ir „máíverk ýmiss konar“ séu flokk-
uð tvívíð myndverk, gerð með olíu-,
vatns- eða pastellitum á striga, papp-
ír eða krossvið.
Ekki er heldur allsendis ljóst hvað
átt er við með „skúlptúr", þar sem
myndlistarmenn fara nú hver yfir á
yfirráðasvæði annars í æ ríkara
mæli, en ég reyni þó að halda mig
við myndverk þar sem þrívídd og
massi skipta meira máli en htróf.
Liðurinn „sögufegar sýningar" á
við yfirlitssýningar ýmiss konar eða
sýningar þar sem meiri hluti verka
er meira en tíu ára gamall.
Hugtakið „nýhst“ hefur nú ekki
sömu merkingu og það hafði fyrir
tæpum áratug en þó held ég því til
streitu fyrir ýmiss konar tilraunir
með samsett verk og hugmyndalegar
skírskotanir sem eiga einhverjar
ættir að rekja til myndlistarstrauma
áttunda áratugarins.
Minna úti á landi
Önnur hugtök í töflu 3 ættu að
skýra sig sjálf.
Ef við htum fyrst á töflu 1 sjáum
við að listsýningar á landinu öllu eru
næstum því jafnmargar og á metár-
inu 1985.
Jafnframt sést að frá árinu 1978
hefur listsýningum á landinu fjölgað
um meira en helming.
Þessa fjölgun sýninga, eftir fremur
rýrt sýningarár árið 1986, má að
hluta rekja til fjölgunar sýningar-
staða en þeir hafa aldrei veriö fleiri,
eða 68 alls.
Þar munar mestu um mikla fjölgun
sýninga að Kjarvalsstöðum svo og
um framlag nýrra sýningarstaða á
borð við Gallerí Svart á hvítu og
FÍM-salinn, sjá töflu 2.
Hins vegar hefur sýningarstöðum
úti á landi fækkað stórlega, hafa ekki
veriö færri um árabil. Ef til vill eru
myndlistarmenn að þreytast á að
sýna í óupphituðum og óupplýstum
sölum samkomuhúsa víða um land.
Ættu yfirvöld á hverjum stað að
vinda bráðan bug að því að bæta
sýningaraðstöðu hjá sér og gera
þannig heimamönnum jafnt sem að-
komumönnum kleift að kynna
landsbyggðinni alls kyns myndlist.
Síðan kemur í ljós að erlendum
sýningum hefur fjölgað lítið eitt tölu-
lega en ekki hlutfallslega.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Eins og á fyrri árum var grafíkin
uppistaða flestra þessara erlendu
sýninga, og þá helst finnsk eða sam-
norræn grafík.
Oft og af smekkvísi
Ef litið er á töflu 2 sést að hvergi
hafa sýningar verið fleiri en að
Kjarvalsstöðum, 34, en Nýlistasafnið
er í öðru sæti með 25 sýningar á ár-
inu.
Rétt er að minna sérstaklega á
frammistöðu Nýlistasafnsins sem nú
heldur upp á 10 ára afmæli sitt en
sér jafnframt fram á vaxandi rekstr-
arerfiðleika. Á þessu ári hefur safnið
aðeins úr 300.000 krónum að moöa.
Af minni sýningarstöðum er það
helst aö frétta að Gallerí Svart á
hvítu stóð við flest þau loforö sem
gefin voru er það hóf starfsemi, sýndi
oft og af smekkvísi.
FÍM-salurinn hóf störf seint á árinu
en fullnægði þörfum þeirra hsta-
manna sem vildu sýna takmarkaðan
íjölda myndverka einhvers staðar
nálægt miðbænum.
Gallerí Gangskör var með stöðugar
sýningar á minni myndverkum og
Hafnargallerí við Hafnarstræti
sinnti nýgræðingum í myndlistinni
af kostgæfni.
Tveir nýir sýningarstaðir utan
Reykjavíkur, Glugginn á Akureyri
og Hafnarborg í Hafnarfirði, fóru
myndarlega af stað og lofar það góðu
um framtíð þeirra.
Því miður varð brátt um annan
sýningarstað, Hlaðvarpann við Vest-
urgötu, sem hafði þó ýmislegt sér til
ágætis.
Málverkið heldur sínu
Þegar litið er yfir tegundir sýninga
í töflu 3 sést gjörlaaö málverkið held-
ur sínu þótt hlutfahslega hafi
málverkasýningum fækkað frá því á
árinu 1986.
Þessi tafla sannar það sem margan
hafði grunað að skúlptúr er í mikilli
uppsveiflu á íslandi því að sú list-
grein er komin í annað sætið.
Á þeirri uppsveiflu hef ég ekki ein-
hhta skýringu. Samruni skúlptúrs
og málverks hefur mikið verið til
umræðu, málarar hafa reynt fyrir
sér á skúlptúrsviði og talsvert hefur
verið um samkeppni um opinbera
skúlptúra. Svona hlutir smita út frá
sér, búa beinlínis til jákvætt and-
rúmsloft kringum skúlptúrgerð.
Hönnun, það er arkitektúr,
keramík, glerhst, textíll o.íl., er svo
í þriðja sæti en var í öðru.
Örhtil aukning hefur orðið á graf-
íksýningum en sýningum með ný-
hstarlegu sniöi hefur fjölgað svo um
munar. Ekki treysti ég mér til að
hafa skoðun á þeirri fjölgun en trú-
lega er hún einn anginn af ívitnunar-
og rannsóknarstefnu póstmódernis-
mans.
Þá er mál að gera upp á milli sýn-
inga.
Ekki er hægt að horfa fram hjá
yfirlitssýningu á íslenskri afstrakt-
hst sem haldin var að Kjarvalsstöð-
um því að á Jienni var margt verka
sem gaman var að sjá í þessu sam-
hengi.
Hins vegar leið þessi sýning fyrir
allt of skamman undirbúning og
óljósar forsendur svo að minna varð
úr henni en ætla hefði mátt.
Margt í mörgu
Hvað aðrar sýningar á íslenskri
myndlist varðar þá standa mér fyrir
Á árinu uppgötvuðu íslendingar allt í einu ágæta listakonu, Louisu Matthiasdóttur.
Sýning Kristjáns Guðmundssonar á nokkrum skúlptúreiningum var án efa
meðal markverðustu listviðburða ársins.
hugskotssjónum sýningar þeirra
hjóna, Jóns Gunnars Amasonar í
Norræna húsinu og Rúríar að
Kjarvalsstöðum.
Af öðrum myndhstaruppákomum
vil ég nefna sýningar þeirra Kristins
G. Harðarsonar, Sigurðar Guð-
mundssonar, Grétars Reynissonar,
Jóns Axels, Huldu Hákonardóttur,
Helga Þorgils, Sigurðar Örlygssonar
og Georgs Guðna, allar í Gallerí
Svart á hvítu, sýningu Louisu Matt-
híasdóttur í Gallerí Borg, grafíksýn-
ingar Ragnheiðar Jónsdóttur
(Norræna húsinu) og Eddu Jóns-
dóttur (Gallerí Borg), skúlptúrsýn-
ingu Kristjáns Guðmundssonar
(Ásmundarsal), málverkasýningu
Hauks Dór (Kjarvalsstöðum), textíl-
sýningu Ingibjargar Styrgerðar
(Kjarvalsstöðum), viöhafnarsýningu
Tryggva Ólafssonar (Listasafni ASÍ),
sýningu Bjargar Örvar (Kjarvals-
stöðum) og Margrétar Jónsdóttur
(FÍM-salnum).
Ef litið er til erlendra sýninga er
engum blöðum um það að fletta, að
grafíksýningin „Graphica Atlantica"
var markverðasti myndhstarvið-
burður ársins 1987. Þar mátti hta
blóma vestrænnar grafíklistar í nú-
tíð.
í háum gæðaflokki
Margar aðrar erlendrar grafíksýn-
ingar voru einnig í háum gæðaflokki,
þar á meðal sýning Pieters Holstein
(Nýhstasafninu), Jacek Sroka (Gall-
erí Hallgerði), Heikko Arpa &
Maijettu Nuoreva (Gallerí Gang-
skör), Outi Heiskanen (Norræna
húsinu), Asgers Jöm (Norræna hús-
inu) og á nýrri sænskri grafík
(Norræna húsinu).
Fjöldi listsýninga
Tafla 1.
1978 1979 1980 1985 1986 1987
Listsýningar á landinu alls 125 167 188 272 215 264
Fjöldi sýningarstaða 23 30 45 60 55 68
Sýningar utan Reykjav. 22 24 25 52 48 36
Erlendarsýningar 39 49 53 47 38 44
Helstu sýningarsalir
og fjöldi sýninga
Tafla 2 ■
1978 1979 1980 1985 1986 1987
Kjarvalsstaðir 17 23 21 26 22 34
Norræna húsið 21 25 19 24 14 17
Nýlistasafnið 21 24 25
Gallerí Borg 19 15 16
Ásmundarsalur 4 13 15 12 9
Mokka 13 13 7
Listas. ASÍ 12 12
Slunkaríki isaf. 9 4
Gallerí Svartáhvitu 14
Galierí Gangskör 11
FÍM-salur 8
Tegundir sýninga
Tafla 3
1978 1979 1980 1985 1986 1987
Málverk ýmiss konar 56 58 76 147 143 131
Hönnun ýmiss konar 10 17 26 28 21 27
Grafík 16 24 18 25 19 21
Sögul. listsýningar 20 6 7
Skúlptúr 18 9 30
Ljósmyndir - 7 10 5 13 8 11
Nýlistir 20 20 20 11 10 15