Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 23 Fréttir Sjúkrabilar við slökkvistöðina á ísafirði. DV-mynd BB, ísafirði ísafjörður: Færri útköll slökkviliðs en brunatjón samt mikið Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: „Það voru mun færri útköll hjá Slökkviliði ísaijarðar á síðasta ári en 1986 en brunatjón varð samt mikið. Þar ber fyrst að nefna brunann í kirkjunni, síðan í verslunarmiðstöð- inni Ljóninu," sagði Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttamann DV. Slökkviliðið var kallað út 32 sinn- um í fyrra en 1986 alls 48 sinnum. Það er athyglisverð fækkun milli ára. Einnig var fækkun milli áranna í sjúkraílutningum, aðstoð á sjúkra- húsum og við elliheimili eða 803 í fyrra en 926 árið 1986. Samt eru þessi útköll fleiri en almennt gerist annars staðar á landinu og gat Þorbjörn þess til viðmiðunar að í Hafnarfirði voru 105 útköll slökkviliðs á síðasta ári, 29 í Garðabæ og 16 í Bessastaða- hreppi. Sjúkraílutningar á þessu svæði, þar sem íbúar eru um 20 þús- und, voru 1324 á síðasta ári miöað við 803 fyrir 3500 manna svæði hér fyrir vestan. Þá gat hann þess að hér á ísafirði störfuðu þrír við sjúkra- flutningana og við það sem að þeim snýr. Hins vegar 23 á svæöinu við Hafnarfjörð. „.AJmsvif slökkviliðsins hér fyrir vestan eru því meiri en flesta grunar. Svæðið er stórt eða nær vestur til Þingeyrar og inn allt Djúp í sam- bandi við sjúkraflutninga. Örn Björnsson á skrifstofu útibús Alþýðubankans á Hvammstanga. DV-mynd Júlíus Guðni Antonsson Útibú Alþýðu- bankans - nú á Hvammstanga Júfius G. Antonsson, DV, V-Húnavatnssýslu: Útibú Alþýðubankans á Blönduósi opnaði afgreiðslu á Hvammstanga þann 21. janúar. Afgreiðsla hefur verið að Gauksmýri í Kirkju- hvammshreppi á síðastliðnu ári. Að sögn Arnar Björnssonar, útibús- stjóra á Blönduósi, hafa viðskipti Vestur-Húnvetninga vaxið jafnt og þétt við bankann. Örn sagði að fjöl- margir viðskiptavinir hefðu óskað eftir því að opnuð yrði afgreiðsla á Hvammstanga í staö þeirrar á Gauksmýri. Afgreiðslan, sem er í skrifstofuhúsnæði á efri hæð Höfða- brautar 6, verður opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 13.30 til 16 en að sögn Arnar er stefnt að því að opið verði á venjulegum opnunár- tíma bankans. Bílvelta í Hörgárdal Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bílvelta varð við bæinn Ytri-Bæg- isá í Hörgárdal á fóstudagskvöld. Ökumaður missti stjóm á bifreiðinni sem hafnaði utan vegar, en tvennt sem var í bifreiðinni slapp með skrámur. Talsvert var um árekstra á Akur- eyri um helgina enda mikil hálka á götunum. Þó voru þeir flestir minni háttar og ekki slys á fólki. Einn árekstranna var harður, hann átti sér stað rétt norðan við bæinn er ökumaður bifreiðar ætlaði fram úr annarri en haföi ekki nóg pláss til þess. Flytja varð báðar bifreiðarnar burt meö kranabíl. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bílamarkaöi DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bllasala og bílaumboöa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og I öllum verðflokkum. Vinningstölurnar 30. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 5.474.470. 1. vinningur var kr. 2.743.592 og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa. kr. 1.371.796 á mann. 2. vinningur var kr. 821.160 og skiptist hann á 360 vinningshafa, kr. 2.281 á mann 3. vinningur var kr. 1.909.718 og skiptist á 9.694 vinningshafa sem fá 197 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. Hárlos? Blettaskalli? Líflaust hár? Hárrækt meö akupunkt- aðferö ásamt rafmagns- nuddi og köldum leiser- geisla. 890 kr. tíminn. Laugavegi28 (2.hæð) Sími 11275 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar I bllakálf þurfa aö berast I slöasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar I helgar- blaö þurfa aö berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.