Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. Jaröarfarir Menning Guðmundur Stefán Guttormsson, sem andaðist 22. janúar, verður ■ jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Útfor Kristínar Stefánsdóttur, Þela- mörk 26, Hveragerði, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. fe- brúar kl. 10.30. Daisy Saga Jósefsson, Fornhaga 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Gestur Ólafsson, frá Efri-Brúnavöll- um á Skeiðum, verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 14. Helga Sigurðardóttir, áður til heim- ilis á Laugavegi 140, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Árnason, frá Ásgarði í Vestmannaeyjum, Hólmgarði 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 4. fe- brúar kl. 15. Eyjólfur Þorvaldsson, fyrrverandi skipstjori, Fornhaga 23, verður jarð- sunginn 3. febrúar kl. 15 frá Foss- vogskirkju. Skúli Skúlason lést 16. janúar. Jarð- arfórin hefur farið fram í kyrrþey.' Eyjólfur Guðmundsson lést 20. jan- úar sl. Hann fæddist 5. apríl 1894 í Móakoti í Ölfusi. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Björnsson og Guðrún Helgadóttir. Eyjólfur vann lengst af sem verkstjóri við gatnagerð borgarinnar. Hann giftist Sigríði Magnúsdóttur en hún lést árið 1977. Þeim hjónum varð átta barna auðið. Útfór Eyjólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sr. Hannes Guðmundsson lést 23. janúar sl. Hann fæddist í Elfros, Sa- skatchewah í Kanada 23. mars 1923. Foreldrar hans voru Elísabet Jóns- dóttir og Guðmundur Guðmundsson. Hannes lauk námi í guðfræðideild Háskóla íslands 1955. Hann var skip- aður sóknarprestur í Fellsmúlapre- stakalli í Rangárvallaprófastsdæmi 10. júlí 1955 og þjónaði þar til dánar- dægurs. Sr. Hannes kvæntist Guðnýju Margréti Sveinsdóttur. Þau shtu samvistum. Útför Hannesar verður gerð frá Fríkirkjunni. í Reykjavík í dag kl. 13.30. Markús Þórhallsson er látinn. Hann fæddist í Reykjavík 8. maí 1931. For- eldrar hans voru Þórhallur Jónasson og Kristín Jóhannesdóttir. Markús lauk prófi í rafeindaverkfræði í Þrándheimi 1957. Að námi loknu réðst hann til Rafmagnsveitna ríkis- ins og starfaði þar til 1961 er hann fór til starfa hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, þar starfaði hann til dánardægurs. Markús var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Hrund Hansdóttir. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi eiginkona hans er Hjör- dís Sigurjónsdóttir og eignuðust þau saman 4 böm. Útíor Markúsar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 13.30. THkyimiiigar Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur aðalfund í safnaðarheimilinu í kvöld, 2. febrúar, kl. 20.40. Talsvert erindi Ungur og glæsilegur klarínettu- leikari, Guðni Franzson, hefur að undanfómu verið talsvert í sviðs- ljósinu. Er skemmst að minnast einleiks hans í Klarínettukonsert Webers með Sinfóníuhljómsveit- inni fyrr í vetur og leiks hans í Klarínettukvintett Mozarts á veg- um Kammersveitar Reykjavíkur. En Guðni er þó fyrst og fremst þekktur fyrir að leika nýja músík, bæði íslenska og erlenda, og hefur þó nokkuð af verkum verið samið sérstaklega fyrir hann og klarínett- una. Á síðustu listahátíð lék Guðni t.d. nokkur ný íslensk verk, sem voru samin fyrir hann af yngstu tónskáldunum, og var gerður að því góður rómur. Guðni var með einleikstónleika í Norræna húsinu í fyrradag. Þar lék hann verk eftir Stravinsky, Berio og Ingvar Lidholm og verk eftir Þórólf Eiríksson, Hákon Leifsson og Atla Ingólfsson úr íslensku deildinni. í upphafi tónleikanna var flutt af segulbandi kompósisjón eftir Guðna sjálfan, Hallgríma II frá 1987, undarleg súpa af klarínettu- hlaupum og stökkum, fiór- eða fimmfoldum og hljómaði ágætlega. Tónlist Guðni Franzson klarínettuleikari á einleikstónleikum í Norræna. Síðan kom Amicizia eftir Svíann Lidholm og þar mátti vissulega heyra margt fallegt án þess að maður fengi nokkra skýra ákveðna mynd í kollinn. Það er eins og þessi músík (og þar er Lied eftir Berio meðtalin) sé hálfgerð handarbaka- vinna. í það minnsta naut hún sín ekki í meðförum Guðna, hvort sem það lá í beinni og ívið hörkulegri tónmyndun hans eða öðru. Ein- hvem veginn fannst mér „Flug“ Hákonar og „Bagatellur" Atla skemmtilegasta músíkin en þaö stafar eflaust af hlutdrægni. Þar verður þó aö undanskilja stykkin Leifur Þórarinsson þrjú frá 1920 eftir Stravinsky. Þau voru þama í algjörum sérflokki og ekki til umræðu á sama grundvelli og annað á prógramminu. Það er svo rosalegur munur á verkum meistaranna og allra hinna. Lokaverkið á tónleikunum var „Mar“ eftir Þórólf Eiríksson, verk fyrir einleiksklarínettu og „konkr- ethljóð“ á segulbandi. Það var verulega gaman að heyra í hvölun- um á bandinu en æðandi brim- hljóðin vom heldur gömul lumma. Og klarínetturöddin var ekkert sérlega áhugaverð. Það er fyllsta ástæöa til að fagna Guðna Franzsyni sem klarínettu- leikara. Þar á hann, með sínum sérkennilegu og dálítið einstreng- ingslegu tilraunum með tón og tækni, talsvert erindi. Ég vona bara að hann láti heyra frá sér aftur, fljótt. LÞ I.T.C. deildin Fífa heldur kynningarfund miövikudaginn 3. febrúar kl. 20.15 í Matstofunni Nýbýla- vegi 26 (áöur Lambi og fiski). Konur eru hvattar til aö mæta og kynna sér starf deildarinnar. Félag eldri borgara Goðheimum, Sigtúni 3. Opið hús í dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg, kl. 19.30 bridge. Háskólafyrirlestur Föstudaginn 5. febrúar 1988 heldur pró- fessor Martin Raff frá University Collage í London fyrirlestur á vegum læknadeild- ar Háskóla íslands í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlesturinn nefnist „Cell Divers- ification in the Mammalian Central Nervous System". Fyrirlesturinn hefst ki. 14 og er ölltim heimili aðgangur. Fress fannst í Bergstaðastræti Gulbröndóttur fressköttur fannst við Bergstaðastræti 20. janúar sl. Þetta er ungt, ógelt fress. Hann er ómerktur en með far eftir ól. Upplýsingar í síma 10539 eða 32877. Útivist Þriðjud. 2. febr. kl. 20: Strandganga í landnámi Ingólfs, 5. ferð. Tunglskinsganga, fjörubál. Nú verður gengið frá Skógartjörn við Álftanes um hið skemmtilega Hliðsnes inn að Lang- eyri við Hafnarfjörð. Missið ekki af áhugaverðri nýjung í ferðaáætlun Úti- vistar 1988 en með „strandgöngunni" er ætlunin að ganga með ströndinni frá Reykjavík í 22 ferðum. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Brottfor frá BSÍ, bensínsölu. Verð 350 kr., frítt fyrir böm með fullorðnum. Þorraferð í Þórs- mörk um næstu helgi. Fagnið þorra í fallegri vetrarstemningu. Gist í Básum. Með Útivist á útilegumannaslóðum og skiðaganga kl. 13 á sunnudag, 7. febr. Gullfoss í klakaböndum, ný ferð auglýst fljótlega. Munið árshátjðina í Skíðaskál- anum þann 12. mars. Ættfræðinámskeið Ný 8 vikna ættfræðinámskeið eru að fara af stað. Lærið að taka saman ættartölu og niðjatal og notið ykkur fyrsta flokks rannsóknaraðstöðu hjá Ættfræði- þjónustunni. Unnið er úr fjölda ættfræðiheimilda, m.a. manntölum til 1930 og kirkjubókum auk prent- aðra bóka. Skráning í síma 27101 kl. 9-21 daglega. Ættfræðiþjónustan tekur einnig að sér að rekja ættir fyrir fólk (5 ættliða ættartré). Ættfræðiþjónustan - sími 27101 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Kársnesbraut 38, 2. hæð, þingl. eig- andi María Guðrún Waíteredóttir, talinn eigandi Gísli Oddsteinsson og Steinunn Bergsd., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 4. febrúar ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs. Furugrund 62, 2. hæð t.v., þingl. eig- andi Erling Laufdal Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 4. febrúar ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Klemens Egg- ertsson hdl., Borgarskrifstofur, Björg- vin Þorsteinsson hdl., Magnús Norðdahl hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Heillum hoifinn Jóhann - Tefldi veikt í 6. skákinni og Kortsnoj jafnaði stöðuna Sjötta einvígisskák Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs í Saint John í Kanada var ólík fyrri skákum einvígisins. Þaö var eins og ólánsleikurinn úr 5. skákinni heföi tekið sinn toll af einbeitingu Jóhanns. Hann var gjörsamlega óþekkjanlegur. Eftir aíleitan sext- ánda leik sinn sat hann uppi með stöðu þar sem hann gat nánast engan mann hrært. Kortsnoj herti smám saman tökin og Jóhann átti tapað tafl er hann bætti gráu ofan á svart með því að leika af sér manni í tuttugasta og fimmta leik. Með sigri í tveim síðustu skákun- um hefur Kortsnoj enn á ný sýnt fram á óbilandi baráttuþrek sitt og keppnishörku. Hann hefur náð að jafna stöðuna í einvíginu í 3-3 og nú getur allt gerst. Einvígið verður framlengt um tvær skákir sem tefldar verða á miðvikudag og föstudag. Dregið verður um það hvor stýrir hvítu mönnunum fyrst. Verði enn jafnt að framlengingunni lokinni tefla þeir bráðabana á laugardag. Fyrst hefur hvor um sig kiukkustund til umhugsunar; verði jafntefli þá tefla þeir hálftímaskák. Standi leik- ar þá enn jafnt tefla þeir 15 mínútna skákir þar til annar vinnur. Svo sannarlega er það sorgleg staðreynd að Jóhann skyldi ekki hafa náð að láta kné fylgja kviði í 5. einvígisskákinni og reka enda- hnútinn á sigurgönguna. Hinu má hins vegar ekki gleyma að fyrir- fram hefði 3-3 í einvígi við jafn reyndan og frægan stórmeistara sem Kortsnoj talist frábær árangur af Jóhanns hálfu. Enn hefur Jó- hann tækifæri til að koma skák- heiminum á óvart og leggja Kortsnoj að velli. Nú fyrst er ein- vígið orðið spennandi. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarson Enskur Ieikur 1. Rf3 Rffi 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 e6 6. Rc3 Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. b3 Enn beitir Jóhann „broddgaltar- afbrigðinu“ svonefnda sem gafst honum svo vel í 4. skákinni. Þá jafnaði hann tafliö og eftir ævin- týramennsku hans í miðtaflinu varð staöan svo erfið að Kortsnoj féll á endanum á tíma. Sumir hafa viljað gagnrýna byijunarval Jó- hanns og telja að hann hefði fremur mátt brydda upp á einhverju nýju sem Kortsnoj væri óviðbúinn. 9. - Rbd7 Nákvæmasta leikjaröðin. Eftir 9. - 0-0 er 10. Ba3! óþægilegt svar því að þá á svartur óhægt með að koma riddara sínum til d7 vegna vald- leysis drottningarpeðsins. Karpov tefldi þannig fyrst gegn Ungverjan- um Csom í Bad Lauterberg 1977. Takið eftir að svartur hefur ekki hug á að vinna leik með 10. - Rc6 og ógna drottningunni því að þar stendur riddarinn ekki eins lipur- lega og á d7. 10. Rb5!? Ný tilraun í stöðunni en áþekkum leik brá Kortsnoj fyrir sig í 4. ská- kinni (eftir 9. Be3 0-0 10. Hdl Rbd7 kom 11. Rb5). 10. - Rc5 11. Hdl d5?! Jóhann hugsaði sig lengi um. Mér virðist koma vel til greina að leika 10. - Rfe4!? því að vitaskuld strand- ar 11. Dxg7? á 11. - Bf6 og drottning- arhrókurinn fellur. Leikur Jóhanns er glannalegri þó að hann nái með honum að losa um stöð- una. 12. cxd5 exd5?! Svo virðist sem Jóhann hafi van- metið næsta leik Kortsnojs. Eftir 12. - Rxd5 er 13. e4 Bf6 14. Re5! hættulegt framhald en e.t.v. er 12. - Bxd5 skást. 13. Bh3! 0-0 14. Bb2 a6 15. Rc3 He8 16. Hacl Skák Jón L. Arnason Kortsnoj hefur náð þægilegri stöðu eftir byijunina en það er ekki fyrr en eftir næsta leik Jóhanns sem yfirburðir hans verða augljós- ir. Best er nú 16. - BiB til að gefa hróknum aukið svigrúm eftir e- línunni og valda g7-reitinn við- kvæma um leiö. 16. - Re6?? 17. Bxe6 fxe6 18. Ra4 b5 Svartur á ekki annars úrkosti en nú myndast veila á c5 sem Kortsnoj er fljótur að notfæra sér. 19. Rc5 Bc8 Hann getur ekki með góðri sam- visku gefið svartreita biskupinn fyrir riddarann. Þá sæti hann eftir með ónýtan hvitreita biskup og hvítur réði lögum og lofum yfir svörtu reitunum á miðborðinu. 20. Re5 Bf8 abcdefgh 21. Hc2 Einföld og sterk áætlun. Kortsnoj hyggst tvöfalda í c-línunni og auka enn þrýstinginn. Jóhann kemur engum vörnum við en hann flýtir fyrir ósigrinum með næstu leikj- um. 21. - a5 22. Hdcl Db6?! 23. Df4 Be7 24. Bd4 Dd6 25. Rcd3 Hf8? Úr öskunni í eldinn. 26. Bc5 - og Jóhann gaf. Hann tapar manni eftir 26. - Dd8 27. Rc6 eða 26. - Dc7 27. Rg6 Dxf4 28. Rxe7 + o.s.frv. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.