Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Fréttir Millilandaflugið: Munum tefla og hindra flugið eins og við getum - segir Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðumesja „Astæður þess að við aöhöfðumst ekkert þegar 500 manns fóru utan með Flugleiðavélum í morgun voru einkum tvær. í fyrsta lagi vildum við liðka til fyrir þeim stóra hópi útlend- inga sem hefur setið hér fastur síðan verkfallið hófst. Og í öðru lagi er 1. maí og við höfðum því margir annað að gera,“ sagði Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, í samtali við DV í gær. Magnús sagði að í dag og meðan á verkfallinu stæði yrði haldið uppi verkfallsvörslu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði að til þess að stöðva flugafgreiðsluna alveg þyrfti á milli 70 og 80 verkfallsverði. „Við erum ekki svo fjölmenn hér og því munum við baeði reyna að tefja afgreiðsluna og hindra eftir mætti,“ sagði Magnús Gíslason. Hann var inntur álits á stöðunni nú eftir að verkfallinu hefur verið aflétt í Reykjavík. Sagði Magnús að eflaust yrði reynt aö fá samninga heim í héruð og benti hann á í þvi sambandi aö 20 fyrirtæki á Suður- nesjum hefðu nú þegar undirritað nýja kjarasamninga við félagið og fleiri óskir hefðu borist um slíkt. Víða út á landi væri það sama að gerast og sagðist Magnús telja að auðvelt væri að ljúka verkfallinu með samningum í héraði. -S.dór Mjólk dreift í dag: Mjólkurskortur á moigun? Mjólk verður dreift í Reykjavík í dag eins og á venjulegum fimmtu- degi. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra Mjólkursamsöl- unnar, var þessi ákvörðun tekin til þess að mjólk dreifðist jafnt yfir allt sölusvæðiö. Ekki verður tekið á móti pöntunum, hvorki í dag eða á morg- un. Á venjulegum fimmtudegi eru keyrðir út um 110-120 þúsund litrar en dagsneysla er um 80-90 þúsund lítrar. í morgun fóru ekki nema tveir mjólkurbílar frá Selfossi með mjólk. Það var gert í samráði við Verslunar- mannafélag Ámessýslu. Guðmundur Eiríksson, yflrverkstjóri hjá Mjólkur- búi Flóamanna, sagöi að þeir ætluðu ekki að afgreiða neina bíla umfram það sem verslunarmenn samþykktu. Að sögn Péturs má því jafnvel búast við mjólkurskorti á morgun. Mjólk- ursamsalan mun dreifa þeirri mjólk sem til verður eftir kerfi sem hún kemur sér upp. -gse Farþegar að brjótast i gegnum röð verkfallsvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardaginn en þá kom til handa- lögmála. DV-mynd Ægir Már Þórarinn V. Þórarinsson: Eins og íran á tímum gíslatökunnar „Við erum að skipa sama sess á spjöldum sögunnar og íran á tímum gíslatökunnar. íslensk stjórnvöld eru með aðgerðaleysi sínu að bjjóta þær skuldbindingar sem þau hafa gengist inn á í alþjóðarétti. Ég á erf- itt ineð að trúa því að yfirmenn löggæslu í flugstöðinni skuli láta það afskiptalaust að landamærum ríkis- ins skuii vera lokað. Við eigum eftir að skoða þessa atburði og munum taka afstöðu út frá því,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, i morgun. -gse Refsiaðgerðir gætu hafist nú þegar „Tímasetiiing á refsiaögerðum Vinnuveitendasarabandsins hefur enn ekki verið ákveðin en þær geta hafist hvenær sem er og þess vegna í dag,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdasfjóri Vixmuveit- endasambandsins, í samtali við DV í morgun. Ekki er ólíklegt að beöið veröi með ákvöröun um refsiaðgerðimar frara yfir fund með saraninga- mönnum Vinnuveitendasam- bandsins og formönnum þeirra verslunannannafélaga sem felldu miðlunartillögu sáttasemjara á laugardaginn og eru því enn i verk- falii. Sá fundur hefst í Karphúsinu klukkan 13 í dag. -S.dór Samstaðan er öðmm til eftirbreytni - segir Magnús L. Sveinsson „Vissulega kom það mér á óvart hve lítil þátttaka var í atkvæða- greiðslunni um miðlunartillöguna. Margir héldu að yfirborgaða fólkiö myndi koma og samþykkja tillög- una en þegar á reyndi varö maður var við hiö gagnstæða. Maður heyrði það víða aö sá hluti félaga í Verslunarmannafélaginu, sem nýtur yfirborgana, hafi ákveðið að skipta sér ekki af deilunni. Þetta fólk sagði sem svo: Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir því að hægt verði að ná lægstu laununum upp. Það virðist því vera komin upp al- menn samúð með fólkinu sem er á lægstu töxtunum og það er gott að vita af þvi og að hafa fengið að sjá það í verki,“ sagöi Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, í sam- tali við DV, spurður álits á lyktum kjaradeilunnar og því hve lítil þátt- taka var í atkvæðagreiðslunni um miðlunartillögu sáttasemjara. Magnús var spurður hvort það sem gerst hefur síðustu dagana yrði til þess að umræðan um að deildaskipta félaginu yrði að veru- leika? „Ég er viss um að það mál verður skoðað vel. Menn verða hins vegar að átta sig á því að það er ekki auðvelt að fá vinnuveitendur til að semja viö deildaskipt félag. Við höfum leitað eftir sérsamningum fyrir ákveðna hópa en fengið synj- un. Við báðum um sérsamninga vegna Kringlunnar og einnig vegna Flugleiða hf. en var sypjað. Vinnu- veitendur vilja nefnilega setja alla í sama ramma. Það kom í ljós í vetur þegar þeir voru búnir að semja við Verkamannasambandið, þá átti sá samningur að gilda fyrir alla. Þetta er því ekki auðvelt mál viðureignar. Miðstýringin í Garða- strætinu er alger en breytir þó ekki því að ég tel nauðsynlegt að deilda- skipta félaginu." Magnús sagði að margan lærdóm mætti draga af átökum síðustu viku. Hann nefndi þar fyrst hóp vinnuveitenda, sem kom fram á sviðiö og lýsti yfir andstöðu við láglaunapólitík Vinnuveitenda- sambandsins með því að koma og bjóða samninga upp á 42ja þúsunda króna lágmarkslaun. Þetta sagðist Magnús telja aö væru tímamót. Forkastanlegt „Þá hefur þessi vetur kennt okk- ur að verkalýðshreyfingin á ekki að standa að samningagerð eins og hún gerði. Það nær ekki máli að hluti af verkalýðshreyfingunni fari út í samningagerð án samráðs við aðra og semji um að fái aðrir meira þá fái þeir það líka, sem gengu á undan án nokkurs saimráðs. Þetta varð til þess að vinnuveitendur neituöu öllu öðru og þar með höíðu þeir sem fyrstir fóru samninga fyr- ir alla. Þetta er forkastanlegt," sagði Magnús. Loks sagðist Magnús lýsa aðdáun sinni á þeirri samstöðu og einingu sem var meðal verslunarmanna í þessari kjaradeilu og sagði hana meiri en sést hefði í áraraöir innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún væri til eftirbreytni fyrir aðra 1 hreyfingunni. -S.dór Onnur verkfallsalda er að skella yfir Á morgun hefur Bifreiðastjórafé- lagið Sleipnir, sem í eru ökumenn langferðabifreiða, boðað verkfall hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. í dag hefur verið boðaður samn- ingafundur með þeim og viösemjend- um þeirra hjá sáttasemjara. Á morgun hefst einnig verkfall ófaglærðs fólks á sjúkrahúsum og vistheimilum á Suðurlandi, en því var frestað í síðustu viku að ósk sáttasemjara. Komi til þess verkfalls er ljóst að flytja verður fólk í stórum stíl af sjúkrahúsum og vistheimilum og koma því fyrir annars staðar. Þessir deiluaðilar munu funda hjá sátta- semjara í dag. Þá hefur verið boðað verkfall í Ál- verinu á laugardaginn kemur hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Það eru um 20 verkalýösfélög, sem eiga aðild aö samningum viö Alfélagiö. Þessi deila fer því til sátta- semjara eins og allar deilur gera þegar búið er að boða verkfall. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.