Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. 7 Fréttir Svenir Stormsker miður sín eför úrslHjn í söngvakeppninni: „Ekkert í heiminum er ömuriegra en 16. sætið“ Sextánda sætinu fagnaö: Sverrir Stormsker og Margrét Hreindóttir, kona hans, eftir úrslitin i Dublin. DV-myndir ELA „Eins og ég hef sagt áður í lífinu var mitt markmið aldrei að vera í kompaníi með Magnúsi Eiríkssyni og Válgeiri Guðjónssyni hvað varð- ar þetta margfræga sæti. Ég kem heldur ekki til með að sætta mig við orðinn hlut en þetta er ein- kennilegt," sagði Sverrir Storm- sker eftir Eurovision-keppnina á laugardagskvöldið. „Island er ekki komið á landa- kortið og það skiptir engu máli hversu gott lagið er því það kemst ekki að. Við erum illa kynnt þó við eigum sterkasta mann í heimi, fall- egustu konu, fallegasta forseta og fallegasta forsætisráðherrann og allt sé fallegast hjá okkur. Það er ekki það sem skiptir máli.“ Sendum ekki betra lag næstu tíu árin „Ég vil alls ekki halda því fram að einhver pólitísk sjónarmið ráði ferðinni. Ég vil meina að það verði ekki sent inn betra Eurovison-lag næstu fimm til tíu árin. Ég hefði búist við að lagið hefði orðið ofar- lega þar sem standard keppninnar hefur verið ótrúlega lágur fram að þessu. Ég átti fastlega von á að lenda innan við tíunda sætið. Nú veit ég ekki hvort ég stend við eitt- hvað af því sem ég hef lofað, þjóðinni til mikilla harma. Ég sleppi því að hengja mig og líka að taka þátt í keppninni á næsta ári. Engu að síður er ég ennþá ánægður með lagið mitt. Þetta er lag sem ætti að gera það gott hvar sem er í heiminum en það eru önnur sjón- armið sem ráða' í keppninni." - Ertu svekktur? „Ég er mjög svekktur. Mitt mark- mið hefur aldrei verið að lenda í sextánda sæti í Eurovision og mér þykir ekkert auðvirðilegra. Sext- ánda sætið í Eurovision fyrir íslendinga er neðar en þijátíu. Það er ekkert í heiminum ömurlegra en að lenda í þessu sæti - ekki neitt. Sem betur fer núna er ég ekki maður sem stend við mín lof- orð. Ég heyrði Hrafn Gunnlaugs- son eða Björn Emilsson segja allt er þegar þrennt er en þeir áttu við að þriðja lagið, sem við sendum í keppnina, myndi sigra. Ekki veit ég í hvemig skapi þeir félagar eru núna en ég get ímyndað mér að það sé svipað og mitt. Ég er ekki ánægð- asti maðurinn í heiminum - óneit- anlega ekki.“ Skítsama um alla banka - Nú spáðu veðbankar þessum úr- slitum? „Mér hefur alltaf verið skitsama um alla banka, hvort sem þeir heita veðbankar eða Útvegsbankar. Að íslandi sé ætlað að lenda í sextánda sæti er mér óskiljanlegt. Ef við leggjum saman einn og sex og fáum sjö er það heilög tala í Biblíunni og sennilega er það mottó íslensku þjóðarinnar að lenda númer sextán. Ég hefði verið miklu ánægðari með fimmtánda eða sautjánda sætið.“ - Heldur þú að æran sé farin heima? „Nei, við stóðum okkur vel á svið- inu og gerðum okkar besta eins og það heitir á húsmæðratali. Það get- ur vel verið að ég komi mér niður í kjallara og semji skúringakerling- arlag, þá mun það kannksi gera sig. Ég held áfram að spjara mig eftir þessa keppni. Þegar stigin voru ljós gat ég ekki annað en grát- ið úr hlátri. Þetta er fyndið. Mórallinn var aldrei betri hjá hópnum en þegar úrslitin voru kynnt. Okkur þótti þetta brandari ársins.“ Vaknaði á morgnana og drakk aðeins bjór „Ég hef staðið mig mjög vel hér í Dublin, vaknað á morgnana, pass- að mig á að drekka aðeins þá bjóra sem niér voru ætlaðir og greinilega líka passað að lenda í því sæti sem mér var ætlað. í rauninni tel ég ekki slæman félagsskap að lenda í kompaníi með Valgeiri og Magnúsi sem lagasmiður, bara að lenda í sextánda sæti finnst mér neðst af öllu neðarlegu. Mér varð hugsað til þess þegar úrslitin voru tilkynnt hvernig fólkinu liði heima. Það hlýtur að hafa verið í sama hlát- urskastinu og ég. Ég ætla að vona að þetta verði tekið fyrir í áramóta- skaupinu, ef ekki þá stend ég við öll mín fyrri loforð." - Hvernighefurþérfundistaðtaka þátt í keppninni? „Það sem mér er virkilega illa við í sambandi við íra eru þeir sjálfir. Andlitið er brosmilt en það höfðar til manns eins og kokkamennskan. Ef umstangið í kringum þessa keppni hefði snúist í kringum mig hefði ég orðið ánægður. Til dæmis á íþróttavellinum, þar sem kynn- ingin var tekin upp, vorum við að drepast úr kulda þó við settum upp þetta Eurovision-bros. Veikindi Stefáns skiptu engu máli í þessu - við hefðum lent í sextánda sæti hvort eð var.“ - Hvernig fannst þér sigurlag- ið? „Ég talaöi við þessa söngkonu fyrir nokkrum tímum og mér finnst hún vera sjarmerandi og hafa skemmtilegan söngstíl. Lagið er hins vegar hræðileg drulla. í þessum „local“ húmor, sem var inni hjá okkur þegar stigin voru gefm, þá gekk allt út á að hreski silfurrefurinn myndi lenda í öðru sæti. Við klöppuðum mikið þegar sú varð útkoman. Undir það síðasta var það okkar markmiö, dæmigerð íslensk illkvittni. Hann fór óskap- lega í taugarnar á okkur og átti það sannarlega skilið að lenda í öðru sæti.“ Eins og á vel heppnuðum miðilsfundi - Var ekki andrúmsloftið þrungið spennu? „Það var eins og á virkilega vel heppnuðum miöilsfundi. Menn voru að falla í trans varðandi hvort þeirra myndi vinna. Það stukku alhr upp þegar ljóst varð að silfur- refurinn var búinn að tapa. - En hvað datt þér fyrst í hug þeg- ar ljóst var að við værum í sext- ánda sætinu aftur. „Ég sá mynd af mér, Magnúsi og Valgeiri hangandi á snaga í Þjóð- leikhúsinu. Þrír verstu lagahöf- undur landsins að mati heimsins og þrír bestu lagahöfundar heims- ins að mati landans - íslenska tríóið. - Hvað ímyndar þú þér að þú mun- ir segja við sigurvegara söngva- keppninnar heima að ári? „Velkominn í kvartettinn.“ -ELA KYOLIC Lyktarlausi hvítlaukurinn. 20 mánaða kælitæknivinnsla gerir KYOLIC algerlega jafngildi hráhvítlauks. Engin sambærileg hvítlauksræktun eða framleiðsla fyrirfinnst í veröldinni. KYOLIC, líkami þinn finnur fljótt muninn. Helstu sölustaðir: Heilsu- og lyfjaverslanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.