Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988.
13
Fréttir
Bjami Grímsson kaupfélagsstjóri:
Bara póstverslun og
sjoppur úti á landi
- tap á Kaupfélagi Dýrfirðinga
,'Við höfum ekki þaö lausafé að
geta staðið undir þessu. Þegar tap
síðustu ára er tekið saman sést að
þetta eru mestmegnis vextir.
Breytingar á tekjum og gjöldum
eru ekki svo miklar. Það er bara
íjármagnskostnaðurinn sem hefur
flogið upp,“ sagði Bjami Grímsson,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýr-
firðinga á Þingeyri. Félagið hefur
enn ekki gert upp reikninga sína
en Bjarni sagði það enga launung
að tap heföi verið á rekstrinum.
„Það hefur bæði verið tap á versl-
un og fiskvinnslu. Útgerðin hefur
hins vegar staðið undir sér,“ sagöi
Bjami.
Bjarni benti á að flestöfl fyrirtæki
hefðu sýnt góða afkomu áriö 1986
en þá var verðbreytingarstuðuU í
ársuppgjörinu miðaður viö verð-
bólguárið 1985. Verðbólgan 1986
hefði hins vegar verið mun minni.
Nú hefði dæmið hins vegar snúist
við. Nú væri miðað við verðbólg-
una 1986 en hún hefði hins vegar
orðið mun meiri á árinu 1987.
„Þetta breytir þvi þó ekki aö allur
aðbúnaöur atvinnurekstrar á
landsbyggðinni hefur veriö erfiður.
Verslunin hefur verið það slæm að
menn verða að fara aö huga að því
ástandi úti á landi að þar verði
bara póstverslun og sjoppur," sagði
Bjami. -gse
Kaupfélag Skagfiröinga:
Enn
tapar
kaupfélag
Kaupfélag Skagfirðinga var
rekiö með 39 mifljón króna tapi í
fyrra. Hagnaöur varð af venju-
legri starfsemi upp á 60 mifljónir.
Sá hagnaður brann hins vegar
upp í fjármagnskostnaöi upp á
tæpar 100 miHjónir króna Það
var einkum verslunarrekstur
kaupfélagsins sem dró það niöur.
Þrátt fyrir tapiö á kaupfélagið
enn 470 milljónir í eigið fé.
Ólafur Friðriksson kaupfélags-
stjóri hefur verið gerður að
framkvæmdastjóra verslunar-
deildar Sambandsins og hættir
hann 1. maí. Þá tekur við Þóróifur
Gíslason sem verið hefur kaup-
félagssfjóri á Þórshöfii.
-gse
VÆRIEKKI RETT AÐ KAUPA SER IMÝJAIM BIL A GOÐU VERÐI?
NVAÐ ER FRAMUNDAN i EFNAHAGSAÐGERÐUM?
- tap á Kaupfélagi Húnvetninga
HAG-PORT
Keflavik
Ámi S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri:
„Afkoman hjá okkur er alls ekki
nógu góð. Tap á Kaupfélaginu var 9
mifljónir króna. Það er síðan einnig
tap á Sölufélaginu,“ sagði Ámi S.
Jóhannsson, kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Húnvetninga á Blönduósi.
Ámi sagði ástæöuna fyrst og fremst
vera slæma afkomu landsbyggðar-
verslunar og landbúnaðar. Kaup-
félagið er með verslunina en
Sölufélagið rekur hins vegar slátur-
hús og annan þjónustuiðnað við
landbúnaðinn.
„Afstaða ríkisvaldsins til slátur-
húsanna gengur einfaldlega ekki
lengur. Við erum bundnir því að
kaupa vöruna á ákveðnu verði og
seþa hana aftur á verði sem aftur er
ákveöið. Fyrir mismuninn eigum við
að reka húsin, standa undir vaxta-
kostnaði og í ofanálag stendur rikis-
sjóður ekki í skilum við okkur. Hann
skuldar okkur hér 50 milljónir vegna
vangreiddra útflutningsbóta og öll-
um húsunum um 500 milljónir. Síöan
má ekki flytja út nema 1.800 tonn á
þessu verðlagsári svo húsin sitja
uppi meö 2.500-3.000 tonn af fram-
leiðslu þessa árs þegar farið verður
aö slátra í haust.
Þetta kerfi er rekið með semingi á
sama tima og engum peningum er
varið til þess að breyta því. Nýlega
kom önnur skýrslan í röð sem segir
að fækka eigi sláturhúsum. Samt er
enga hvatningu að finna frá ríkis-
valdinu til þess.
Við vanrækjum okkar besta mark-
að, heimamarkaöinn, og flyfjum út
allt okkar besta kjöt. Helftin af D1
kjötinu, sem slátrað er hér, fer beint
út. Það eru engar áætlanir gerðar
fram í tímann um. hver markaðs-
staða þessarar afurðar á að vera. Það
er ennþá gengið út frá því að við eig-
um aö borða allt af sauðkindinni.
Hver maður, sem borðar eina kóte-
lettu, á einnig aö borða eitt rif. Af
hverju má ekki gera ráð fyrir að slög-
in fari í dýrafóður? Það vantar
áætlanir fram í tímann um hvaða
vöru við ætlum að bjóða og á hvaða
verði. Þegar sú áætlun er komin get-
um við farið að reka þetta eins og
atvinnugrein," sagði Árni S. Jó-
hannsson. -gse
Bílaeign landsmanna hefur aukist mikið og má raunar tala um sprengingu undanfarin tvó ár. Það er þvi viða erfitt
að koma þessum þarfa þjóni fyrir. Hér er hvert bilastæöi upptekið. Myndin er tekin frá Hótel Sögu og sér yfir
bilastæðið hjá Háskólabiói og gömlu Loftskeytastöðinni. DV-mynd GVA
Nýir Daihatsu Charade árg. 1988
framdrifnir, 3ja og 5 dyra
Okkar verð frá kr.
340.000,
Söluaðili:
BILASALAN BUK
Skeifunni 8, simar 68-64-77 og 68-66-42
Sjúkrahús fækka sjúkraplássum
- neyðarástand fyrirsjáanlegt í sumar
Sjúkrahúsin standa frammi fyrir
miklum skorti á starfsfólki í sumar,
meðan á sumarleyfum stendur. Þessi
skortur mun leiöa af sér fækkun
sjúkrarúma og lokun einhverra
deilda á flestum sjúkrahúsum. Þegar
um miðjan maí fer að gæta áhrifa
af manneklunni á spítölunum og
eykst þá um leið álag á starfsfólk
heimahjúkrunar og heimilishjálpar
sem jafnvel býst við neyðarástandi.
Borgarspítalinn hefur þegar
ákveðið að fækka um 27 rúm á tveim-
ur öldrunardeildum en þessi rúma-
fiöldi samsvarar heilli sjúkradeild.
Auk þess verður fleiri deildum lokað
frá miöjum maí til loka september.
„Líklega má fullyrða að aldrei hafi
svo mörgum deildum verið lokað í
einu, svo þetta er eitt erfiðasta tíma-
bilið í sögu stofnunarinnar," sagði
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri á Borgarspítalan-
um í samtali við DV. Anna Bima
vildi þó taka fram að úrræði yröu
fundin fyrir alla þá sjúklinga sem
nú liggja á spítalanum og enginn
yrði sendur heim sem ekki væri fær
um það. Hins vegar hefði lokunin
áhrif á þá sjúklinga sem þurfa öldr-
unarþjónustu í framtíðinni.
Á Landspítalanum fengust þær
upplýsingar að ekki væri búið að
ákveða hvemig brugðist verði viö
manneklunni.
Jónína Pétursdóttir, forstöðumað-
ur heimilishjálpar Félagsmálastofn-
unar, sagði í samtali viö DV að
sumarið liti mjög illa út. „Það hlýtur
að skapast neyðarástand ef öldr-
unardeildum verður lokað í sumar.
Við verðum vör við aukna eftírspurn
núna en ástandið er raunar hvorki
betra né verra en verið hefur. Mann-
ekla hijáir heimilishjálpina en af-
leiðingar lokananna eru líklega ekki
komnar í Ijós ennþá. Þaö verður ekki
fyrr en eftir miðjan maí,“ sagði Jón-
ína.
Margrét Þorvaröardóttir, fram-
kvæmdastjóri heimahjúkrunar,
sagði að um þessar mundir væri
mjög mikið að gera og reiknaði hún
jafnvel með auknu álagi á starfsfólk
heimahjúkrunar í sumar. Biðtími
eftir að fá heimahjúkrun í dag er allt
upp í 3 vikur. „Við finnum fyrir
ákveðnum toppi í eftirspurninni
núna. Þetta er þaö sem gerist á
hverju sumri þegar sumarfrí byija á
spítölunum. Það skapast oft hálfgert
vandræðaástand en við erum sæmi-
lega mannaðar, svo maöur vonar
bara það besta," sagði Margrét. -JBj
Greiðum besta
kjötið niður
í útiendinga