Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 34
46
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988.
LífsstOl
Reykingar á vinnustöðum
Þeim ákvæðum laganna er varða
opinberar stofnanir og almenn-
ingsfarartaeki virðist vera fram-
fylgt sem skyidi í flestum tilfellum.
Það er einna helst að reykinga-
banni á vinnustöðum og veitinga-
húsum sé erfitt að framfylgja.
Árið 1985 var sett reglugerð um
tóbaksvamir á vinnustöðum, en
markmiðið var að starfsmenn, sem
ekki reykja, yrðu „ekki fyrir skaða
og óþægindum af völdum tóbaks-
reyks á vinnustað sínum“ (reglur
um tóbaksvarnir á vinnustöðum,
nr. 487/1985). í tóbaksvamalögun-
um er einnig tekið fram að yfir-
manni stofnunar sé heimilt að leyfa
reykingar í þeim hluta húsnæðis
sem ætlað er starfsfólki en þess
skai gætt að reykingar valdi þeim
ekki óþægindum sem ekki reykja.
Það fellur undir VinnueftirUt rík-
isins að hafa eftirlit með að þessum
ákvæðum laganna sé framfylgt. Á
Reykjavíkursvæðinu em fimm
starfandi eftirlitsmenn og er þeim
úthlutað sérstöku yfirráðasvæði.
Að sögn Jens Andréssonar eftirlits-
manns hefur ástandið á vinnu-
markaðnum „falhð í ljúfa löð“.
Kvartanir vom tíðar rétt eftir að
lögin vom sett, að sögn Jens, en
þeim hefur fækkað stórlega.
Reyklaus svæði
á öldurhúsum
Þrátt fyrir að reykingabann sé
Reykingabann á opinberum stöðum er i flestum tilfellum virt á íslandi.
almennt virt þar sem það er í gildi
er eitt ákvæði laganna sem virðist
vera óvirkt hér á landi. Þetta er
ákvæði um reyklaus svæði á veit-
ingahúsum.
I lögunum er tekið fram að veit-
ingahús skuli „hafa afmarkaðan
fiölda veitingaborða fyrir gesti sína
Heilsa
sem séu sérstaklega merkt að við
þau séu tóbaksreykingar bannað-
ar“.
Lögunum ekki framfylgt
Samkvæmt könnun DV í veit-
ingahúsum á höfuðborgarsvæðinu
em fá veitingahús sem bjóða upp á
reyklaust svæði fyrir gesti sína.
Það skal tekiö fram að ekki var
hringt í öll veitingahús á höfuð-
REYKINGAVENJUR
ÍSLENDINGA 1987
(18-69ÁRA)
4.00%
25.00%
B Reykja daglega
■ Aldrei reykt
g Hætti r að reykja
□ Reykja stundum
15.00%
borgarsvæðinu og er eflaust hægt
að finna fleiri sem bjóða slíka þjón-
ustu.
Þeir veitingamenn, sem DV hafði
samband við, tóku flestir fram að
gestir, sem þess æsktu, gætu fengið
borð þar sem ekki væri reykt.
Öskubakkar yrðu fiarlægðir af því
borði og jafnvel af borðum í næsta
nágrenni. En um reyklaus svæði
sem slík væri ekki að ræða.
Þau fáu veitingahús, sem bjóða
upp á reyklaus svæði, bjóða ýmist
upp á takmarkaðan fiölda borða
eða eingöngu á virkum dögum. Um
helgar, þegar flestir fara út að
borða, er erfitt og nánast ógerlegt
að hafa afmarkað, reyklaust svæði.
Slíkt svæði myndi standa autt að
sögn viðmælenda DV.
Enginn grundvöllur
Flestir veitingamenn, sem haft
var samband við, vom sammála
um að grundvöllur fyrir reyklaus-
um svæðum væri ekki fyrir hendi
á íslandi. Ema Hauksdóttir hjá
Sambandi veitinga- og gistihúsa
sagði að margir smærri veitinga-
salir væm sérstaklega fila í stakk
búnir að skipta matsölunum í tvö
svaeði.
„í byrjun vom veitingamenn til-
búnir að reyna þetta og margir
merktu borð reyklaus," sagði hún,
„en eftirspumin minnkaði smám
saman og núna er hún nánast eng-
in. Það væri einnig eðlilegra að
svona kæmi tíl vegna eftirspumar
en væri ekki sett í lög.“
Einn viðmælenda DV kvaðst
gjaman vilja bjóða gestum sínum
reyklaust veitingahús en treysti
sér ekki til þess. Þeir sem ekki
reykja þurfa því að sifia undir tó-
baksreyk við matarborðið í flestum
tilfeUum.
Lög um tóbaksvamir:
Ekki framfylgt sem skyldi?
„Það vantar töluvert á að ákvæð-
um laga um tóbaksvamir sé
framfylgt," sagði Þorvarður Örn-
ólfsson, framkvæmdasfióri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur, í
samtaU við DV.
Lögin, sem Þorvarður vísar til,
voru sett árið 1984. Þau kveða skýrt
á um að „tóbaksreykingar séu
óheinúlar í þeim hluta af húsnæði
stofnana, fyrirtækja og annarra
þar sem almenningur leitar að-
gangs í sambandi við afgreiðslu eða
þjónustu sem þessir aðilar veita“
(lög um tóbaksvamir, nr. 741/1984,
III. kafli, 9. grein).
Þetta þýðir að alls staðar þar sem
almenn afgreiðsla er veitt, s.s. í
söluturnum, verslunum, snyrti-
stofum, opinberum stofnunum og
bönkum, em reykingar óheimUar.
Lögin kveða einnig skýrt á um
að á „opinberum samkomum inn-
anhúss fyrir böm eða unglinga"
séu reykingar óheimilar. Það er því
ljóst að bannað er að reykja á
þijúbíói.
Hvað varðar almenningsfarar-
tæki er bannað að reykja í lang-
ferðabílum og í innanlandsflugi.
Reykingar em heimUaöar á af-
mörkuðum svæðum í flugvélum í
milUlandaflugi.
Meðfylgjandi kökurit sýnir reykingavenjur 18-69 ára íslendinga. Hlutfall
þeirra sem aldrei hafa reykt er nær jafnt hlutfalli þeirra sem reykja
daglega. (Heimild: Krabbameinsfélag Reykjavíkur.)
„Upp og ofan“
Kvartanir almennings um
reykingar á veitingastöðum faUa
undir heUbrigðisnefndir þess um-
dæmis sem veitingahúsin eru í. DV
Fá veitingahús á höfuðborgarsvæðinu bjóöa gestum sinum upp á reyk-
laus svæði. Þeir veitingamenn, sem DV haföi samband við, sögðu að
ástæðan væri einfaldlega sú að eftirspurn væri engin.
36.00%
hafði samband við HeUbrigðiseftir-
Ut Reykjavíkur.
Hjá HeUbrigðiseftirUtinu fengust
þær upplýsmgar að „það væri upp
og ofan“ hvemig þessum lögum
væri framfylgt. Þetta væri erfitt í
framkvæmd, ekki síst vegna þess
að almenningur þrýstir ekki á veit-
ingahúsaeigendur um reyklaus
svæði. Það er nánast undantekning
að kvartanir berist, samkvæmt
upplýsingum DV, og á meðan al-
menningur krefst ekki reyklauss
svæðis á veitingahúsum er nánast
ógerlegt að framfylgja þessum lög-
um.
Víða pottur brotinn
Að sögn Þorvarðar Ömólfssonar
hjá Krabbameinsfélaginu er víða
pottur brotinn í þessu máU.
„Ákvæði laganna hvað varðar
reyklaus svæði í veitingahúsum
virðist að mestu óvirkt. Þama er
um að ræða verulegt hagsmunamál
fyrir þann mikla meirihluta þjóð-
arinnar sem ekki reykir; að fá að
njóta matar síns án þess að sifia
undir tóbaksreyk. Við hefðum kos-
ið að meiri þrýstingur kæmi frá
almenningi á veitingastaðina, en
íslendingar virðast vera of hæ-
verskir í þessum efnum. Þetta er
verkefni sem verður að sinna betur
og ég vænti þess að viö munum fá
gott samstarf við veitingahúsaeig-
endur.“
Óviðunandi ástand
„Eins og er finnst mér ástandið
óviðunandi,“ sagði Þorvarður.
„Við erum orðin eftirbátar ná-
grannaríkja okkar á þessu sviöi
tóbaksvarna þó að viö höfum for-
ystu á mörgum öðrum sviðum. Það
hefur mikið áunnist í baráttunni
gegn reykingum en betur má ef
duga skal.“ -StB