Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 21
MÁNUDAGUR 2. MAl 1988. Fréttir 21 Fiskmarkaður Norðurlands: „Málin eru öll í biðstöðu núna“ - segir Þorleifur Þór Jónsson stjómarformaður Gylfi Knstjánsson, DV, Aknreyii: Eins og fram hefur komið ákvað aðalfundur Fiskmarkaðar Norður- lands hf. að halda framhaldsaðalfund í maí og nota tímann fram að þeim fundi til að kanna hug hluthafa til áframháldandi reksturs markaðar- ins. „Það er ósköp lítið um málin að segja á þessu stigi,“ sagði Þorleifur Þór Jónsson sem kjörinn var stjóm- arformaður fiskmarkaðarins á aðalfundinum á dögunum. „Við er- um að ræða við hluthafana og þeir eru að kynna sér niðurstöður aðal- fundarins. Á meðan málið er á þessu stigi er ekkert meira um það að segja.“ Sáralítill fiskur hefur borist til markaðarins þann tíma sem hann hefur starfað. Því kom framtíð mark- aðarins til umræðu á aðalfundinum, en raddir hafa verið uppi um að leggja hann niður vegna þess hversu lítill fiskur bærist til sölu. Þykir mörgum sem stórir hluthafar, sem hafa yfir miklum fiski að ráða, hafi hunsað markaðinn og ekki einu sinni selt fisk á markaðnum þótt þeir hefðu meira en nóg hráefni til vinnslu hjá sínum fyrirtækjum. Blanda (læddi yfir veginn i Langadal í liðinni viku. Af þeim sökum var Norðurlandsvegur lokaður um fíma. Vegfarendur urðu að leggja lykkju á leið sína og aka Svinvetningabraut. DV-mynd Geir Guðsteinsson Setfoss: Afsláttur sem mavga gleður Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Eldri borgarar á Selfossi, svo og öryrkjar, hafa verið að fá bréf frá bæjarstjórninni undanfarna daga, sem gleður þá mjög. Það er lækkun á fasteignagjöldum. Brynleifur Steingrímsson, læknir og forseti bæjarstjórnar, er formaður nefndar sem leggur á gjöldin. Eldri borgarar, sem hafa átt hér heima lengi, segja mér að núverandi fast- eignanefnd fari yfir framtöl fólks af miklu meiri nákvæmni nú en áður og afsláttur hafi þá á stundum verið handahófskenndur. Einstaklingur með 300 þúsund fær nú 100% afslátt. Einstaklingur með 300-389 þúsund fær 75% afslátt. Þeir sem eru með 389 til 504 þúsund fá 50% afslátt, en þeir sem eru með 505 til 675 þúsund fá 25% afslátt. Þeir sem eru með meiri tekjur fá ekki afsiátt. Hjón sem eru með allt að 440 þús- und fá 100% afslátt á fasteignagjöld- unum. 440-549 þúsund kr. fá 75% afslátt. Hjón með 550 til 668 þúsund fá 50% afslátt og hjón með 687 til 857 þúsund fá 25%. Viðskiptabann á S-Afríku Lagafrumvarp um viðskiptabann á S-Afríku og Namibíu hefur verið lagt fram á Alþingi og standa að því full- trúar allra flokka nema Borgara- flokksins. Fyrsti flutningsmaður er Kjartan Jóhannsson. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að óheimilt verði að flytja til íslands vörur sem upprunnar eru í S-Afríku eða Namibíu. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að með sam- þykkt þessa frumvarps fylgjum við fordæmi annarra Norðurlandaþjóða. -SMJ Vftni vantar Sparkað var í bifreiö af gerðinni Subaru Justy árgerð 1988 við versl- unarmiðstöðina Miðvang í Hafnar- firði á milli klukkan 10 og 14 laugardaginn 16. apríl. Möguleiki er að sparkað hafi verið í bifreiðina kvöldið áður, þá var bifreiöin við Bræöraborgarstíg í Reykjavík. Bifreiðin er mikiö dælduð aftarlega á vinstri hhð. Sparkið hefur verið fast og greinilegt að þaö er ekki eftir barn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hver var þarna að verki eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða eiganda bifreiðarinnar í síma 23783. HEFILL, breidd 26, 31 eða 41 cm. Mesta þykkt á þykkt- arhefli er 20 cm. Framdrif 7,5 m á mín. Nótbor á hefil- spindli með snúningi i báðar áttir. SÖG - 4800 snúningar á min. Blaðstærð 300 mm. Sagar allt að 95 mm þykkt efni. Hallastilling á sög úr 90” í 45°. Kúttland á kúlulegum. FRÆSARI - spindill 30 mm, lengd 160 mm. Snúningur í báðar áttir. Hraðaval 3800, 6100 eða 7800 snúningar á minútu. Mesta þvermál kúttar 270 mm. Hallastilling á spindli úr 90“ í 45°. Borðhæð er 80-83 cm. Þyngd 590 til 830 kg. Mótorar eru þrir 3ja fasa eða einfasa og tvíhraða. Hægt er að velja á milli 3 eða 4 hestafla mótora. Útvegum einnig sérbyggðar trésmíðavélar frá FELDER i Austurríki. KOMIÐ OG REYNIÐ SÝNINGARVÉL OKKAR ÁSBORG Smiðjuvegi 11, Kópavogi Sími 91-641212 Innlend verksmíð hefur sannað sig bæði í gæðum og endingu. ____________________Hafðu okkur með í ráðum.______________________________ Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til kl. 17:00 virka daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.