Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Page 31
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. 43 pv_____________________Kvikmyndir Laugarásbíó/Rósary morðin: Morð og siðferði Rósary morðin (The Rosary Murderes) frá 1987 Framleiðandi: Robert G. Laurel Handrit: Elmore Leonard, byggt á sam- nefndri sögu William X. Kienzle Leikstjóri: Fred Walton Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Charles Durning og Belinda Bauer Donald Sutherland á fáa sína líka hvað varðar afkastagetu, að leika í 50 kvikmyndum á 23 árum verður að teljast mikil afkastageta. í Rósary morðunum fer Sutherland með hlut- verk fóður Boh Kosler, fijálslynds kaþól^ks prests sem hundinn er þagnareiði gagnvart morðingja sem drepur hvern prestinn og nunnuna á fætur öðru. Kosler reynir þess í stað að rannsaka atferh morðingjans og hvaö vakir fyrir honum, en það mun vera eina leiðin til að stöðva hann. í ljós kemur að morðinginn átti dóttur sem lést fyrir nokkrum árum og vill hann tengja dauöa hennar vanköntum kaþólskrar trú- ar. Ásamt prestinum blandast blaða- kona í rannsókn morðanna og er hún leikinn af Belindu Bauer. Blaðakon- an fær það verkefni að rannsaka morðin, en þegar þau gerast viða- meiri færist það í hendur reyndari blaðamanna. Og eftir situr hún með sárt ennið, orðin heilluð af kaþólsk- um presti. - Þessi hliðarsöguþráður hefði mátt missa sig, enda lítil spenna sem þar myndast, hins vegar er morðmáhð ágætlega framkvæmt, nema hvað það skortir nokkuð á til að geta tahst spennandi. En alltaf er spennandi viðfangsefni að velta fyrir sér siðferðilegri stöðu kaþólskra presta þegar þeir standa annars veg- ar gagnvart þagnareiðnum og hins vegar lagalegu réttlæti. Það kemur berlega fram í einu atriði myndar- innar, er prestur segir við mann sem hefur nauðgað dóttur sinni: Biddu 5 maríubænir og farðu fimm sinnum með faðirvorið. Dæmi hver fyrir sig. Leikur Donald Sutherlands er með ágætum í þessari mynd. Hann er þó farin að sýna örlítil merki þreytu, enda hlýtur að vera nokkuð lýjandi að leika í meira en tveimur myndum á ári. Það mæðir of htiö á öðrum leik- urum til þess að hægt sé að mæla frammistööu þeirra. En bakgrunn- urinn (leikmyndin) og nokkuð mögnuð tónhst gera sitt til að hæta upp Rósary-morðin eða talnabanda- morðin. -Gkr Skátar - héraðssamtök Fyrir íslenska veðráttu 5 ára ábyrgð Samkomutjöld allar stærðir LEITIÐ UPPLYSINGA ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER í FYRIRRÚMI * vAFMÆLISAFSLÁTTUR Við erum W p7 P' 'w 75 ára 11 X M á þessu ári og Igk ára bjóðum þvi upp á afmælisafslátt Eyjaslóð 7, sími 62-17-80 Donald Sutherland og Charles Durning í hlutverkum feðranna. Eittumslag.. ..engin biö! 'rs- S-th/5/Ti 6-1, íiJTO'ÚrV*-- .. ÚP , Cif, Utvegsbanki Islands hf Starfsfólk Útvegsbankans segir biðrööum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Þú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og millifærum samdægurs. P>ú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.