Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Jarðaifarir Sigrún Jónsdóttir frá Patreksfiröi, Hjallavegi 10, Reykjavík, lést 24. apríl síöastliðinn. Hún fæddist 8. septemb- er 1918 á Patreksfiröi, dóttir Jóns Indriðasonar og Jónínu Jónsdóttur. Árið 1943 gekk hún aö eiga eftirlif- andi eiginmann sinn, Garðar Jó- hannsson frá Svínárnesi á Látra- strönd. Stofnuðu þau heimili á Patreksfirði. Þau eignuðust sjö böm. Hallur Kristjánsson, fyrrverandi póstfulltrúi, Úthlíð 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 10.30. Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Skip- hyl, Leifsgötu 7, andaöist í Landa- kotsspítala 25. apríl. Jarðarfórin fer fram þriðjudaginn 3. maí frá Foss- vogskirkju kl. 13.30. . Eyjólfur Snæbjörnsson, Heiðargerði 92, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 15.00. Guðrún Guðjónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 15.00. Kristinn Björnsson rafvirkjameist- ari, Ásgarði 3, Keflavík, er andaðist 24. apríl, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 14.00. Andlát Sesselía Ólafsdóttir frá Litla-Laug- ardal, Tálknafirði, lést á Hrafnistu aðfaranótt 28. apríl. Sigrún Þórarinsdóttir, Tunguvegi 2, lést á Sólvangi 26. apríl. Hólmsteinn Helgason, útgerðarmað- ur á Raufarhöfn, andaðist í Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl. Eyþór Aðalsteinn Thorarensen lyfa- fræðingur, Akureyri, er látinn. Gisli Bjarnason, fyrrverandi vél- stjóri, Efstalandi 8, Reykjavík, lést í Hátúni lOb 27. apríl. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Felli, Bisk- upstungum, lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 28. apríl. Rannveig Þór lést að Droplaugar- stöðum 28. apríl. Margrét Þórarinsdóttir, Háaleitis- braut 26, Reykjavík, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu ísafirði 29. apríl. Páll Kr. Pétursson, Ljósheimum 14, lést á Landspítalanum 28. apríl. Sigrún Jónsdóttir frá Patreksfirði, Hjallavegi 10, Reykjavík, lést 24. apríl síðastliðinn. Bjarni Viggósson, Hafnargötu 13, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalan- um 27. apríl. Erla Kristjánsdóttir frá Súganda- firði, Álftahólum 4, Reykjavík, lést á heimili sínu 29. apríl. Hólmsteinn Helgason, útgerðarmað- ur á Raufarhöfn, lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl. Margrét Þórarinsdóttir, Háaleitis- braut 26, Reykjavík, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu ísafirði fóstudaginn 29. apríl. Sigrún Þórarinsdóttir, Tunguvegi 2, lést á Sólvangi þann 26. ap- II. Rannveig Þór lést á Droplaugarstöð- um að kvöldi 28. apríl. Páll Kr. Pétursson, Ljósheimum 14, Reykjavík, lést í Landsspítalanum fimmtudaginn 28. apríl. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Felli í Biskupstungum, til heimilis í Miö- túni 7, lést á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur 28. apríl. Ragnar Á. Sigurðsson sparisjóðs- stjóri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstaö þann 29. apríl. Sigríður Gísladóttir húsfrú, Esju- bergi, Kjalamesi, lést á Borgarspítal- anum fóstudaginn 29. apríl. Steinn Egilsson, Hátúni 8, lést í Landakotsspítalanum 29. apríl. Menning Leikur í málverki Theodór Júlíusson i hlutverki sínu sem Tevje i Fiðlaranum á þakinu. Leikfélag Akureyrar sýnir: Fiðlarann á þakinu. Verkið er byggt á sögum Shalom Alelc- hem. Handrit: Joseph Stein Söngtextar: Sheldon Harnik Tónlist: Jerry Bock Þýðing leiktexta: Egill Bjarnason Þýðing söngtexta: Egill Bjarnason og Þórarinn Hjartarson. Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlistarstjóri: Magnús Blöndal Jó- hannsson Leikmynd og umsjón með búnlngum: Sigurjón Jóhannsson Höfundur dansa: Juliet Naylor Leikstjóri: Stefán Baldursson Mikið vatn hefur mnnið til sjávar síðan nyólkurpósturinn Tevje náði fyrst eyrum heimsins með söngv- um sínum og góðlátlegu spjaUi við Guð. Hann kom með mjólkurvagninn sinn og fjölskylduáhyggjur inn í bandaríska söngleikjahefð þar sem steppandi glanspíur höfðu ráöið ríkjum um langan aldur. Þó að þetta leikform nái seint einhverri dramatískri dýpt tókst þó höfund- um Fiðlarans að slá á nýja strengi og yfirfæra mannlega gamansemi og hlýju úr sögunum um rússneska gyðinginn Tevje yfir í söngleikinn og allar götur síðan hefur verkið notið mikilla vinsælda. Söngleikurinn, sem fyrst var sýndur á Broadway árið 1964, var síöan settur upp víðs vegar um heim, m.a. hér í Þjóðleikhúsinu 1969 og á Húsavík tíu árum síðar, svo að margir þekkja verkiö og ennþá fleiri lögin úr því. Hvers vegna þá að vera að setja það upp enn einu sinni? Sérstak- lega þar sem það er mjög í tísku nú um stundir að amast ákaflega við sýningum söngleikja á fjölum atvinnuleikhúsanna. Mega menn- ingarpostular vart vatni halda af vandlætingu og keppast við að vísa- öllum slíkum vélvæddum popptón- leikum norður og niður. Víst er um það að norður fór Fiðlarinn, þar sem Leikfélag Akureyrar frum- sýndi verkið síðastliðið föstudags- kvöld. Auövitað er von um góða aðsókn einn þáttur í þeirri ákvörðun L.A. að taka enn einu sinni söngleik til sýningar á vordögum. Það hefur áður gefist vel. En forráðamenn Leikfélagsins sýna að þeir vilja vanda vel til sýningarinnar og fá líka góða gesti til liðs við sig. Einn þeirra er Sigurjón Jóhanns- son sem gerir leikmyndina. Hún er í rauninni risavaxið málverk í stíl rússneska málarans Marc Cha- gall, mannsins, sem málaði í kröftugum litum, m.a. alls kyns ævintýraverur, fisléttar og jarð- bundnar í senn. Fólkið í myndum hans svífur um ofar húsaþökum og ýmis fyrirbrigði, tengd minning- um frá æsku hans í Rússlandi, koma oft fyrir, svo sem fiðluleikar- inn, hænurnar og kýrnar, fólkið, blómin og þorpin. Verkum Chagalls fáum við að kynnast af eigin raun á Listahátíð nú í vor en það er fiðlarinn hans sem gefur þessum söngleik nafn. Hann verður tákn fyrir alla þá sem bjóða aðstæðunum birginn og lifa af hinar ótrúlegustu hremmingar þar sem hann stendur á húsmæni og spilar af list, þrátt fyrir að hann Leiklist Auður Eydal eigi sífellt á hættu að hrapa niður og hálsbrjóta sig. Leikmynd Sigurjóns er þannig að menn reka upp stór augu þegar þeir ganga í salinn og við blasir heil ævintýraveröld, máluð í sterk- um litum. Þessi bakgrunnur virðist við fyrstu sýn spennandi lausn og til þess fallinn að skapa nýjan ramma um þetta gamalkunna verk, enda kemur það á daginn þegar sýning hefst. Stefán Baldursson er leikstjóri og yfirbragö sýningarinnar er vandað og áreynslulaust. Hér sem oftar tekst Stefáni að laða fram allt það besta í hverjum manni. Hópatriðin eru líka sérstaklega vel unnin, svo að athygli vekur. Af slíku mætti nefna kráratriði en þar gera þeir út um kvennamál- in, ny ólkurpósturinn og slátrarinn, Lazar Wolfe. Nú eða brúðkaupið, þar sem Juliet Naylor dansahöf- undur á stóran þátt í því að allt gengur upp en hún hefur unnið mjög vel með hópnum og dansat- riðin smella furðuvel saman. Sabbatsbænin er eitt af fallegustu atriðinum í sýningunni og draum- farir Tevjes með draugalegum tilþrifum voru prýðisvel útfærðar og svo mætti lengi telja. Það er meira en lítið mál að púsla rúmlega fimmtíu manns, þegar flest er, inn á sviðið, en allt gengur það upp og leikmyndin er, eins og fyrr segir, nýtt á margvíslegan hátt. Þar sem virðist vera heOl flötur við fyrstu sýn opnast skyndilega gluggi, hurð eða hlið, þegar við á, og frábærlega vel unnin lýsing Ing- vars Björnssonar fullkomnar svo myndina. Mjólkurpósturinn Tevje er leik- inn .af Theodór Júlíussyni sem leikur þennan góðlátlega og grand- vara mann samkvæmt þeirri hefð sem hefur myndast um hlutverkið. Theodór er orðinn mjög öruggur leikari og túlkun hans fær hér meiri fyllingu en oft áður. Söngat- riðin fer hann vel með. Samleikur hans og dætranna er með ágætum en mikill hluti at- burðarásarinnar fjallar um það hvernig á að finna dætrunum góða eiginmenn. En þar sem Tevje á hvorki meira né minna en fimm slíkar, þar af þijár gjafvaxta, er þetta ærið verkefni. Og þegar þær vilja sjálfar ráða hverjum þær giftast þá vandast fyrst málið. Anna Sigríður Einarsdóttir leik- ur Goldu, konu Tevjes. Hún er róleg og jarðbundin en mætti vera ákveðnari, meiri valkyrja. Eldri dæturnar þrjár, Tzeitel, Hodel og Chava, eru leiknar af þeim Arnheiöi Ingimundardóttur, Margréti Kr. Pétursdóttur og Erlu Rut Harðardóttur sem leika allar mjög þekkilega. Þær Arnheiður og Erla sleppa bærilega frá söngnum en Margrét hefur fallega og þjálf- aða rödd og söng ljómandi vel, bæði sem Hodel og eins sem hin draugalega Fruma-Sarah. Fjöldinn allur af leikurum kemur fram og of langt mál að telja þá alla upp. Aðeins má minnast á Sunnu Borg í hlutverki Yentu, hjú- skaparmiðlarans, en hún teflir á tæpasta vað í bægslaganginum. Gunnar Rafn Gunnarsson fer vel með hlutverk klæðskerans hægl- áta og Skúli Gautason er dálítið litlaus í hlutverki Perchik, stúd- entsins, sem einn sér hvert stefnir og reynir að vara viö hættunni. Þá skal til viðbótar aðeins nefna Þráin Karlsson sem er alveg stórgóður í hlutverki slátrarans. Yfirleitt voru gervi og búningar, sem voru fengnir að láni frá Sví- þjóð, í góöu lagi. Þó var rabbíinn, sem Árni Valur Viggósson lék, þar undantekning, hans gervi hefði þurft að lagfæra, það var ósköp klúðurslegt. Magnús Blöndal Jóhannsson er tónlistarstóri. Hann stjórnar 12 manna hljómsveit sem leikur undir í verkinu og á stóran þátt í því hversu vel tekst til með tónhstina sem auðvitað er lykilatriði í sýn- ingunni. Þó að leikendur komist, sem von- legt er, misjafnlega frá einsöngsat- riöum eru mörg kóratriðin prýðileg og sama gildir um hljóm- sveitina. Það er alltof einstrengingslegt sjónarmið að fordæma alla söng- leiki sem shka og í sjálfu sér er ekkert athugavert við það að leik- húsin hafi vel unnar uppfærslur á söngleikjum á verkefnaskrá sinni á meðan listrænn metnaður ræður ferð í verkefnavali aö öðru leyti og flutningur slíkra verka ýtir ekki öðrum verkefnum til hliðar. Mannlegur hljómur sagnanna um mjólkurpóstinn Tevje og dætur hans hefur löngum höfðað til áhorfenda. Tevje vih lifa í friði við Guð og menn en það gengur nú svona og svona. Vondir menn með vélaþras ofsækja gyöingasamfélag- ið þar sem hann býr með sínu fólki og dapurlegur undirtónninn og sá bakgrunnur verksins, sem allir þekkja, öfsóknir og hreinar útrým- ingarherferðir gefa verkinu trag- íska vídd. Þó að söngleikurinn um fiðlarann sé orðinn gamalþekktur og söng- lögin mörg hver satt að segja ansi lúin og slitin af ofspilun þá ber sýn- ing L.A. yfir sér ærinn þokka. Hér hefur náðst mjög góð sam- vinna og vahnn maður í hverju rúmi. Sterk og djörf leikmynd Sig- urjóns og vönduð sviðsetning undir stjórn Stefáns lyfta sýningunni upp úr meðalmennskunni og gera það að verkum að hér er á ferð mjög ásjáleg sýning sem aðstandendur mega vera ánægðir með. Og ef aö líkum lætur verður fiðl- afinn á þakinu hjá þeim Leikfélags- mönnum eitthvað fram á sumarið. Tórúeikar Tónlistarskólinn í Reykjavík í dag, mánudag, heldur blásarakennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík tón- leika í húsnaeði skólans að Laugavegi 178 og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum munú þeir nemendur sem útskrifast úr blásarakennaradeild í vor flytja verk eft- ir Hándel, Vivaldi, RachmaninofT o.fl. Á morgun, þriðjudag, kl. 20.30 verða söng- tónleikar á vegum skólans í Norræna húsinu. Tónleikar þessir eru síðari hluti einsöngvaraprófs Anders Josephssonar bariton og mun hann flytja sönglög eftir Áma Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Tore Rangström, Maurice Ravel og Beet- hoven. Anna G. Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Tillcynningar Málfræðideildin Kvistur heldur fund að Brautarholti 30 mánudag- inn 2. mai kl. 20.30. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Sumarferðalag verður ákveðið. Græna línan kemur í heimsókn. Upplestur og kaffiveitingar. Hliðum að Heiðmörk lokað Vegna aurbleytu í vegum og eldhættu hefur hliðum að Heiömörk við Jaðar, Silungapoll og Vífússtaði verið lokað fyr- ir allri umferð um stundarsakir til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og gróðri. Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund í Félagsheimilinu fimmtudaginn 5. maí kl. 20.30. Gestir fundarins verður konur úr kvenfélagi Seljahverfis. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Félag íslenskra leikara Um síöustu áramót tók Sigríður Þor- valdsdóttir leikari við formennsku í Félagi íslenskra leikara af Arnóri Benón- ýssyni í kjölfar ráðningar hans sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en hann hafði gegnt formennsku félagsins í rúm tvö ár. Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldur fund á Hallveigarstöðum þriðju- daginn 3. maí kl. 20.30. Kvenfélagið Fjallkonurnar verður með hattafund þriðjudaginn 3. mai kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirlgu. Konur úr öðru kvenfélagi koma í heimsókn. Skemmtiatriði og kaffi- veitingar. Sprakk Nýlega var sett á laggirnar hljómsveit sem ber nafnið Sprakk. Hún leikur öll vinsælustu lögin auk þess sem nýtt frumsamið efni er væntanlegt frá þeim félögum. Hljómsveitina skipa: Hafþór Guðmundsson, trommur, Kjartan Valdi- marsson, hljómborð, Haukur Hauksson, söngur, Þórður Guðmundsson, bassi og Eðvarð Lárusson, gitar. Um þessar mundir er sveitin að vinna að hljómplötu sem stefnt er á að komi út með vorinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.