Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Fréttir Akureyri: Rís oriofs- heimilahverfl við Kjamaskóg? Gyifi Kristjónasan, DV, Akureyri: Miklar líkur eru á að á næsta ári hefjist framkvæmdir við nýja or- lofsheimiiabyggð nálægt útivistar- svæði Akureyringa í Kjamaskógi og hefur í því sambandi m.a. veriö rætt um land bæjarins Hamra sem er rétt noröan skógarins. Fjöldi verkalýðsfélaga viðs vegar af landinu, ekki síst af Reykjavík- ursvæðinu, á orlofsheimili á Akureyri sem nýtt eru af félags- mönnum. Þessum félögum var skrifað og undirtektir kannaðar varðandi hið nýja orlofsheimila- hverfl. Undirtektir voru yfirleitt mjög jákvæöar og ef fer sem horfir munu félögin selja íbúöir sínar í bænum og byggja á hinum nýja orlofsheimilastað. Kjamaskógur er útivistarparadís bæði aö vetri sem sumri. Nátt- úrufegurð er þar mikil og skjólsælt mjög. Þar hafa veriö sett upp leik- tæki fyrir böm og ýmislegt gert til að gera staðinn meira aðlaðandi. Á vetuma eru troðnar skíöagöngu- brautir um skóginn. Á Akureyri hefur nú veriö skip- aöur vinnuhópur fulltrúa úr skipulagsnefnd og atvmnumála- nefnd til að vinna aö framgangi málsins. Þáttur Akureyrarbæjar í uppbyggingu orlofsheimilabyggö- arinnar veröur skipulagning, gatnagerð og fleira í þeim dúr en talið er æskilegast að orlofsheim- ilabyggðin veröi rekin í samvinnu ýmissa aðila sem tengjast ferða- mannaiðnaði, auk þeirra verka- lýösfélaga sem þar koma til með aö byggja. Lokun frystihúsa rædd á Vestfjörðum: Verðmyndun á gjald eyri verði frjáls Siguijón J. Sigurðsson, DV, Isafirði: Fundur var haldinn í Félagi fisk- vinnslustöðva á Vestíjörðum í húsnæði Vinnuveitendafélags Vest- fjarða á ísafirði sl. mánudag. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum frystihúsum á Vestfjörðum til þess að ræða þann mikla vanda sem blas- ir við í greininni. Einnig mættu á fundinn þeir Arnar Sigmundsson formaður Sambands fiskvinnslu- . stöðva, Ágúst Elíasson fram- kvæmdastjóri þess, Finnbogi Alfreösson og Ólafur Jónsson frá fyr- irtækinu Framleiðni, sem er þjón- ustufyrirtæki fyrir frystihús Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Aðalumræðuefnið á fundi þessum var afkoma fiskvinnslufyrirtækj- anna og greinarinnar í heild. Konráð Jakobsson, formaöur Félags fisk- vinnslustöðva á Vestfjörðum, sagði í _ **0*’'' J- bbrrún Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 19500.- (sy stkinaafsláttur). Tímabil 23, maí - 28. maí. Vikunámskeið 29. maí - 3. júní — 5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið 19. júní - 1, júlí 3. júlí - 15. júlí — 17. júlí - 29. júlí 1. ágúst - 13. ágúst 14. ágúst - 26. ágúst Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, HafnarfirðL sími 652221, Missið ekki af plássi í sumar! 1 um Biskupstungum. samtali við blaðið að frjáls verð- myndun á gjaldeyri væri ein for- senda þess að afkoma fyrirtækjanna batnaði. Þá sagði Konráð að á fundin- um hefði komið fram sú tillaga að loka beri öllum frystihúsum á Vest- íjörðum til að pressa á yfirvöld að taka á málum greinarinnar með festu en ekki hefði sú tillaga hlotið hljómgrunn meðal fundarmanna. í ljósi þeirrar staðreyndar að eitt stærsta fiskvinnslufyrirtæki lands- ins, Grandi hf., hefur nú sagt upp 50 manns, var Konráð spurður hvort vestfirskt fiskvinnslufólk gæti átt von á uppsagnarbréfi á næstunni. Konráö kvað þess háttar aðgerðir ekki vera í loftinu „en ef ekkert verð- ur gert þá náttúrlega lokast húsin eitt af öðru.“ Konráö sagði það liggja ljóst fyrir að aðalvandinn væri sá að of lítið fengist fyrir afurðina vegna þess aö gengi krónunnar væri haldið allt of háu þrátt fyrir óðaverðbólgu í landinu. Sem dæmi um það nefndi hann að dollarinn hefði verið á 42 krónur í janúar 1986 og síðan hefði hann lækkað um 8% þrátt fyrir 6% gengisfellingu nú í febrúar- lok. Fundurinn á mánudag stóð frá kl. 14 fram til kvölds og í fundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun: Fundur í Félagi fiskvinnslustöðva á Vestfiörðum, haldinn 15. apríl 1988, telur að nú horfi verr um afkomu fiskvinnslu en gert hafi um ára- bil. Verðlækkun á erlendum mörkuð- um samhliða mikilh verðbólgu hefur kippt stoðum undan þeirri gengis- stefnu, sem fylgt hefur verið. Fundurinn telur óhjákvæmilegt að stjórnvöld grípi nú þegar til aögerða sem komi í veg fyrir stöðvun útflutn- ingsframleiðslunnar, sem nú blasir við. Fundurinn telur að rekstrarvandi sjávarútvegsins verði ekki leystur nema verðmyndun á gjaldeyri verði frjáls. Frá fundi Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum sl. mánudag. DV-mynd BB Alþjoðleg mafvæla- sýning í Reykjavík næsta sumar Ákveðið hefur verið að halda al- þjóðlega matvælasýningu í Laug- ardalshölhnni dagana 6. til 15. mai á næsta ári. Það eru fyrirtækin Alþjóðlegar vörusýningar sf. og Industrial Trade Fairs Internatio- nal sem að þessari sýningu standa, en þetta eru sömu aðilar og héldu sjávarútvegssýningarnar 1984 og 1987. Sýningin næsta sumar nefnist „Icefood 89“ og er ætlunin að sýn- ingin nái yfir allar tegundir matvæla. SamhUða sýningunni verður efnt til sérstakrar kynning- ar á sjávarréttum á hótelum og veitingastöðum borgarinnar og nefnist kynningin „Iceland Seafood Festival“. Þá er í ráði að Samtök norrænna matreiðslumanna haldi 50. ársþing sitt í Reykjavík meðan á sýning- unni stendur. í tengslum viö ársþingiö fer fram Norðurlanda- keppni í matreiöslu og verða verk meistaranna kynnt sérstaklega á sýningunni í Laugardalshöll. -S.dór Mokveiði hjá Þingeyrarbáti Sigmjón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Róið hefur verið frá Þingeyri til Ðskjar í vetur, sem á öðrum stöðum á Vestfiörðum. MikiU og góður afli hefur borist þar á land og er óhætt að fullyrða að áhöfnin á Mána ÍS 54 hafi verið betri en enginn í þeim efn- um. Máni ÍS er 9.9 tonna bátur og í 16 róðrum færði hann að landi 102 tonn af fiski, sem þýðir að meðaltaU 6.4 tonn í róðri. Aflinn hefur að mestu leyti farið til vinnslu í frystihúsinu á Þingeyri en nú hefur því verið hætt og eru þeir félagar á Mána farnir að leggja upp hjá fiskvinnslufyrirtækinu Kög- urási á Suðureyri. Skipstjóri á Mána ÍS er Magnús Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.