Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988.
Spumingin
Hvaö finnst þér um nýju
alnæmisauglýsinguna?
Hinrik Þórhallsson: Mér flnnst hún
mjög góð og er mjög ánægður með
hana.
Hermann Sigurðsson: Mér finnst
hún ágæt, ekkert athugavert við
hana, og hún er vel gerö.
Steinunn Sigurðardóttir: Mér finnst
hún koma skemmtilega á óvart og
koma nvjög vel út.
Sigríður Sigurjónsdóttir: Mér finnst
hún falleg erótík.
Jón Karlsson: Mér finnst hún góð,
eitthvað þarf aö gera í þessum mál-
um og þetta er ekkert verra en hvað
annað.
'sak Sigurgeirsson: Mér finnst hún
:óð, hún vekur athygli og er alls
kert hneykslanleg.
Lesendur
Fra Kvikmyndaeftirlrti ríkisins:
Vinnum saman
í lesendadálkum DV þriöjudaginn 26.
apríl er birt hugleiðing frá Aslaugu
um meint misræmi í merkingum
myndbanda. Hún getur þess réttilega
að mikill meirihluti myndbanda er
merktur þessum rauðu, gulu eða
grænu miðum, sem vonandi allir
þekkja núorðið, en á þeim er tilgreint
það aldursmark sem viðkomandi
mynd hefur hlotið við skoðun hjá
Kvikmyndaeftirliti ríkisins.
Hjá Aslaugu gætir hins vegar mis-
skilnings þegar hún heldur að
einhver happa- og glappaaðferö ráði
því hvaða miða dreifingaraðilar líma
á spólumar og ennfremur að þær
ábendingar, sem erlendir aðilar
prenta á kápurnar, séu einhver stóri
sannleikur sem okkur beri að fara
eftir.
Hver einasta mynd er skoðuð og
metin af skoðunarmönnum Kvik-
myndaeftirlitsins og hlýtur aldurs-
mark við hæfi, þar sem almenn
viðhorf og gildismat í okkar eigin
þjóðfélagi ræður niðurstöðunni, - en
ekki mat framleiðanda eða kvik-
myndaeftirlits annarra landa.
Auðvitað er endalaust hægt aö
deila um dóma á einstökum myndum
eins og alltaf þegar um svo huglægt
mat er aö ræða sem hér og vísast
verður það seint að allir verði sam-
mála.
Það er líka náuðsynlegt aö benda á
þaö, vegna skrifa Áslaugar, að þó að
mynd sé merkt með grænum miða,
og þar með leyfð til sýningar fyrir
alla aldurshópa, fer því fjarri að þar
með sé sjálfgefið að um bamamynd
sé að ræða. Slíkt verður hver og einn
„Þó að mynd sé merkt með grænum miöa er ekki sjálfgefið að um barna-
mynd sé að ræða“, segir hér m.a.
að meta í hverju tilfelli.
Ég vil engu að síður þakka Áslaugu
fyrir að vera svona vel á vaktinni og
hvet fólk til að taka vel eftir leið-
beiningum Kvikmyndaeftirlitsins
um aldursmörk á myndböndum og
fara eftir þeim.
Það er geysimikilvægur þáttur í
vernd bama og ungmenna að allir
taki hér höndum saman. Við öll, jafnt
foreldrar sem starfsfólk í mynd-
bandaleigum, eigum að gæta þess að
aðeins séu á boðstólum myndir sem
hafa verið skoðaðar hjá Kvikmynda-
eftirlitinu og merktar era merkimið-
um þess því til sönnunar.
Lögum samkvæmt er algjörlega
óheimilt að leigja út óskoðaðar
myndir. Starfsfólki myndbandaleig-
anna ber líka að sjálfsögðu að fara
eftir merkingunum og neita að leigja
yngri börnum myndir en aldurs-
mark kveður á um.
Við hjá Kvikmyndaeftirlitinu
kappkostum aö stunda fagleg og
vönduð vinnubrögö. Við vitum að
það mælist vel fyrir, og markmiðið
er myndbandamarkaður, þar sem
farið er að lögum í hvívetna.
27. apríl 1988,
Kvikmyndaeftirlit ríkisins.
Auður Eydal
Hvenær
Bjarni hringdi:
Nú er maður orðinn svo dofinn
fyrir fréttum frá fiskvinnslunni um
að allt stefni í þrot að ekki þýðir leng-
ur að hrópa „Úlfur, úlfur“. Nú spyr
maður bara; Hvenær kemur úlfur-
inn? Flestar fréttir um þrot og
skipbrot hjá fiskvinnslunni hefjast
með svofelldum orðum; „Stefnir í
þrot á næstu vikum“, eða „Ekki
verður mikið lengur hiægt að halda
þessu gangandi" eða „Ef ekki verður
að gert stöðvast fiskvinnslan“.
Svona eru þessar upphrópanir
búnar að dynja á þjóðinni en aldrei
stöðvast fiskvinnslan né kemur úlf-
urinn. Nú er ég ekki að óska eftir
stöðvun fiskvinnslustöðva en það er
bara hvorki sniðugt né marktækt
þegar forsvarsmenn þessarar at-
Fiskvmnslan í þrot:
kemur úHurinn?
vinnugreinar era sífellt aö höfða til
ríkisvaldsins um fyrirgreiðslu og
biðja um gengisfellingu á gengisfell-
ingu ofan, sem er til þess eins að
þyngja baggann hjá öllum almenn-
ingi, en sjá engin önnur úrræði.
Það er heldur ekki trúverðugt hjá
þessum mönnum, sem ekkert hafa
gert annað en biðja um gengisfell-
ingu eða leiðréttingu á gengi, þegar
þeir söðla svo skyndilega um og segja
að þeir séu í raun ekki að biðja um
gengisfellingu heldur eitthvað allt
annað - bara aö ríkið framkvæmi
það, ekki þeir! En nefna aldrei hvaö
þetta „annað“ á að vera.
Það er staðreynd að bankamir
halda fiskvinnslimni gangandi og
hafa gert lengi. Það hlýtur því aö
vera mál bankanna hvað þeir ætla
að gera, ekki ríkisins. Ég veit ekki
betur en bankamir gangi hart að
venjulegum lántakendum og sjái
ekkert gegnum fingur sér þótt ein-
hver sé að missa húsið eða hafi ekki
bolmagn til að standa við gerðan
lánssamning. Og með réttu. En rétt
skal þá líka vera rétt og ekki gilda
bara fyrir suma.
Ég neita að trúa því að allt muni
lagast í fiskvinnslunni þótt gjaldeyrir
verði gefinn fijáls, eins og margir
fiskvinnslurekendur vilja. Það yrði
til að skapa algjöran glundroða. Þess
vegna er eina úrræðið nú að gera þá
aðila í fiskvinnslunni upp sem era
verst settir og skulda mest og krefj-
ast lagfæringar og endurskipulagn-
ingar hjá hinum sem betur standa.
Ráðhúsið Ijótt?
Sjáið bara bensínstóðina
Mosfellingur hringdi: með ráðhúsið og Davíð. Það var mál
Mig langaöi bara, að gefnu tilefni, til komið að þeir reyndu að gera eitt-
að óska Reykvíkingum til hamingju hvað að gagni við þessa Tjöm sína
mótum Vesturlandsvegar og Langatanga.
og nýta sér það land, sem þeir eiga
sjálfir, 1 staö þess að vera sífellt að
reyna að leggja undir sig lönd ná-
granna sinna.
Þaö er auðvitaö kjörið að nota
Tjömina undir ráöhús, því þar er nóg
rýmið. Þar er heldur engin hætta á,
að farið verði fram á að halda leið-
togafund um heimsfriðinn, því þetta
hús verður ekki gott að veija með
hemaðarmætti, líkt og enn er þó
hægt að gera með Höfða.
Allt þetta þvaöur um bílastæða-
skort og umferöaröngþveiti er
auðvelt að slá út með einu penna-
striki seinna, og bara fylla upp meira
af Tjöminni, þegar í ljós kemur að
það reynist óhjákvæmilegt.
Og hvað það snertir að húsið sé
Ijótt, eins og sumir segja, þá er það
bara fyrirsláttur. Við Mosfellingar
eigum nú þegar hús í svipuðum stíl,
og Reykviítingar geta bara komið að
skoða það, til þess að sannfærast.
Hér á ég við bensínstöðina á mótum
Vesturlandsvegar og Langatanga. -
Lítið bara á hana, kæra grannar, og
vitið, hvort ég hef ekki rétt fyrir mér.
DV
Innan dyra hjá útvarpsstöðinni Rót.
Útvarpslogin skoðuð:
Er fjölmiðla-
frelsi til?
Konráð Friðfmnsson skrifar
Nú eru liðnir margir mánuðir síð-
an nýju útvarpslögin tóku gildi og
ætti því fólk að geta myndað sér
skoðun mn ágæti þeirra hvað úr
hveiju. Ég fylli ekki þann flokk
manna sem vill loka diskóstöðvun-
um, öðru nær. En mikið afskaplega
er ég orðinn þreyttur á síendurteknu
gauli þeirra - og er þó mikill áhuga-
maður um poppmenningu.
Mér er með öllu fyrirmunað að
skilja þá er segja kinnroðalaust að
einkastöðvamar, er byggja afkomu
sína alfarið á auglýsingatekjum, séu
fijálsar og óháðar og geti þess vegna
leyft sér dagskrárgerð að eigin vali.
Þetta er mikill misskilningur. Sann-
leikurinn er sá aö engir miðlar era
jafn kirfilega njörvaðir niður og ein-
mitt þeir sem hengja sig á þann
tekjulið.
Þeim ber nauðsyn til að reyna
ávallt að falla í kramið hjá hús-
bændum sínum, auglýsendum, og
hafa þar af leiðandi ekki fijálsar
hendur, fjarri því. Enginn mun geta
sannfært mig með neinum rökum
um annað vegna þess að þau era
ekki til staöar. Það er ekki og verður
aldrei um að ræða „fijálst auglýs-
ingaútvarp". Slíkt fer einfaldlega
ekki saman. Hins vegar má deila um
flesta hluti og sá miðill einn getur
státað af fijálsræði er hafnar til-
kynningaleiðinni sem fjáröflun.
Á sínum tíma stóð ófáum stuggur
af nýju Ijósvakalögunum. Menn
töldu að peningamenn hérlendir
fengju of miklu ráðið í gegnum aug-
lýsingamarkaðinn. í þá átt stefnir í
dag, hver svo sem ástæðan er. Fljót-
lega, að lokinni lagasetningu, heyrð-
ust háværar raddir er töldu afar
brýnt að hefja rekstur á „öðravísi"
hljóðvarpi er ætti ekkert undir aug-
lýsingum en væri þó í anda gömlu
gufunnar til mótvægis við diskó-
drottningamar. Upp úr þeim bolla-
leggingum fæddist síðan útvarp Rót.
Aðstandendur hennar era hin
ýmsu félagasamtök. Mörg þeirra áttu
ekki upp á pallborðið hjá öðrum fjöl-
miðlum. Einnig fær maðurinn á
götunni kærkomið tækifæri til að
viðra hugmyndir sínar opinberlega,
hafi hann einhveijar. í mínum huga
réttlætir útvarp Rót nýju lögin til
fullnustu.
Niöurstaða mín er því sú að hljóð-
varpið sé athyglisverðasta framtakið
hingað til. En vissulega þarf einhver
að borga brúsann. Hann er greiddur
með framlögum einstaklinga (áskrif-
enda) og samtökum er að Rót standa.
htrmgio
í síma
27022
millikl.
13 og 15,
eða skrifið.