Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. DV Fólk í fréttum Guðjón Fiiðriksson Guöjón Friðriksson sagnfræð- ingur var í liði Reykvíkinga sem sigraði í spumingakeppni Sjón- varpsins. Guðjón fæddist 9. mars 1945 í Reykjavík og lauk BA-prófi í íslensku og sögu frá HÍ1970. Guð- jón var í framhaldsnámi í sögu í HÍ 1970-1972 og tók próf í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ1971. Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum við Laugalæk í Rvík 1970-1972 og við Menntaskólann á ísafirði 1972-1975. Guðjón var blaðamaður á Þjóðviljanum 1976-1985 og hefur verið ritstjóri Sögu Reykjavíkur frá 1985. Guðjón hlaut móðurmáls- verðlaun Bjöms Jónssonar 1985 og hefur verið í stjóm Torfusamtak- anna frá 1986, formaður frá 1987. Guðjón er höfundur eftirtalinna rita: Forsetakjör 1980, Vigdís for- seti, 1981, Á tímum friðar og ófrið- ar, heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar, 1983, Togarasaga Magnúsar Runólfssonar, 1983, og Reykjavik bernsku minnar, 1985. Fyrri kona Guðjóns var Þuríður Elísabet Pétursdóttir kennari. Dóttir Guðjóns og Þuríðar er Vé- dís, f. 5. maí 1967. Sambýliskona Guðjóns var Ingiríöur Hanna Þor- kelsdóttir ritari. Dóttir Guðjóns og Ingiríðar er Úlíhildur, f. 3. desemb- er 1978. Guðjón kvæntist Hildi Kjartansdóttur, f. 15. júlí 1947, aug- lýsingastjóra Fiskifrétta. Foreldrar hennar eru Kjartan Ragnars hrl. og kona hans, Ólafía Þorgríms- dóttir. Stjúpsonur Guðjóns er Atli Knútsson, f. 14. mars 1975. Systur Guðjóns em Sesselja, f. 22. júlí 1935, röntgentæknir á Landspítalanum, og Sigrún, f. 31. ágúst 1937, sund- laugarvörður í Laugardalssund- lauginni. Foreldrar Guðjóns voru Friðrik Guöjónsson, f. 6. október 1897, d. 24. mars 1964, trésmiður í Rvík, og kona hans, Sigríður Vigfúsdóttir, f. 1. september 1908, d. 8. ágúst 1964. Friörik var sonur Guðjóns, b. í Laxárholti í Hraunhreppi í Mýra- sýslu, Jónssonar, b. í Hjörsey, Sigurðssonar, bróður Guðmundar, langafa Axels, föður Hannesar Blöndal prófessors. Móðir Jóns var Halldóra Jónsdóttir, systir Vigfús- ar, langafa Guðrúnar, móður Gauks Jörundssonar. Móðir Guð- jóns var Sigríður Haíliöadóttir, b. á Stóra-Hrauni, Kolbeinssonar, bróður Þorleifs ríka á Háeyri. Móðir Friðriks var Steinvör, hálf- systir Magðalenu, ömmu Péturs Kristinssonar, forstjóra Fjárfest- ingarfélagsins. Steinvör var dóttir Guðmundar, b. á Álftá í Hraun- hreppi, Benediktssonar, bróður Guðrúnar,, langömmu Gauks Jör- undssonar. Önnur systir Guð- mundar var Guðríður, langamma Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Móðir Steinvarar var Sigríður Andrésdóttir, b. á Selj- um í Hraunhreppi, Jónssonar og konu hans, Sigríöar Hallbjörns- dóttur, systur Stefáns, langafa Jónatans, föður Halldór's. Móöurbróðir Guðjóns er Helgi, faðir Helgu Hjörvar, skólastjóra Leiklistarskólans. Sigríður er dótt- ir Vigfúsar, b. á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, Helgasonar, b. á Am- arhóli í Flóa, Vigfússonar. Móðir Vigfúsar var Guðrún Árnadóttir, systir Ólafs, afa Ingvars útgerðar- manns og Kristins, fyrrv. fram- kvæmdastjóra, Vilhjálmssona. Ólafur var einnig langafi Svein- bjarnar Dagfmnssonar ráðuneytis- stjóra. Systir Guðrúnar var Guöbjörg, langamma Rúnars Guð- jónssonar, sýslumanns í Borgar- nesi. Móðir Sigríðar var Sesselja Helgadóttir, b. og formanns á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, Jóns- sonar og konu hans, Guðríðar, systur Jóns, föður Guðna prófess- ors, föður Bjama prófessors. Bróðir Guðríðar var Guðmundur, afi Karls Guðmundssonar leikara. Guðríður var dóttir Guðmundar, b. og formanns á Gamla-Hrauni, Þorkelssonar, b. og formanns í Mundakoti, Einarssonar, spítala- haldara í Kaldaðarnesi, Hannes- sonar, lögréttumanns í Kaldaðar- nesi, Jónssonar, ættföður Kaldaðarnesættarinnar. Móðir Guðmundar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Mundakoti, Ara- sonar, b. í Neistakoti, Jónssonar, b. á Gijótlæk, Bergssonar, b. .í Brattholti, Sturlaugssonar, ætt- föður Bergsættarinnar. Móðir Guðríðar var Þóra, systir Elínar, ömmu Ragnars Jónssonar bókaút- gefanda, föður Jóns Óttars sjón- varpsstjóra. Þóra var dóttir Guðjón Friðriksson. Símonar, b. á Gamla-Hrauni, Þor- kelssonar, bróður Ólafar, langömmu Þorkels, föður Salóme alþingismanns. Móöir Símonar var Valgerður Aradóttir, systir Magn- úsar í Mundakoti. Móðir Þóru var Sesselja Jónsdóttir, b. á Óseyrar- nesi, Símonarsonar og konu hans, Guðrúnar Snorradóttur. Móðir Guðrúnar var Þóra Bergsdóttir, systir Jóns á Grjótlæk. Afmæli Sveinbjörn Matthíasson Sveinbjörn Matthíasson deildar- stjóri, Rauðalæk 47, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sveinbjörn er fæddur í Reykja- vík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1955, lauk námi í símvirkjun hjá Póst- og símaskólanum 1963, tók meist- arapróf í rafeindavirkjun og hefur sótt námskeið heima og erlendis. Sveinbjörn hefur gegnt ýmsum störfum hjá Pósti og síma, m.a. á símstöðinni í Reykjavík og á tækni- deild. Þá hefur hann tekið þátt í leiklist- arstarfi, starfaði í leikfélaginu Grímu og tók þátt í sýningum þess, auk þess sem hann hefur leikið nokkur hlutverk í sjónvarpi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í kvik- myndinni Útlaganum. Kona Sveinbjörns er Jónína, hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans, dóttir Guðmundar Jónassonar, sem er látinn, og eftir- lifandi konu hans, Þórunnar Jónsdóttur. Synir Sveinbjarnar og Jónínu eru Guðmundur, f. 6.11.1967, línumað- ur hjá hússtöðvardeild hjá Pósti og Hálldór Sigfússon, fyrrv. skatt- stjóri Reykjavíkur, til heimilis að Hjálmholti 4, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Halldór fæddist að Kraunastöð- um í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu og ólst upp í Aðaldal og í Reykjahverfi. Halldór stundaði nám við Pit- mans School í London 1933. Hann var við skrifstofustörf hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík 1930-34, en þau störf voru einkum fólgin í rannsóknúm á gjaldþrotabúum. Hann starfaði hjá endurskoðunar- deild Landsbanka íslands hluta árs 1934. Halldór var skattstjóri í Reykjavík 1934-78. Hann var for- maöur niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur 1934-Al. Þá sat hann í milliþinganefnd í skatta- og tolla- málum 1938-41, auk þess sem hann starfaði að fleiri málum á sviði skattamála. Kjördóttir Halldórs er Sigrún HaUdórsdóttir húsmóðir, f. 23.2. 1941, ekkja eftir Sigurjón Magnús- son, en þau eignuðust fiögur böm. HaUdór á þijú systkini á lífi. Þau eru Bjöm Sigfússon, fyrrv. há- skólabókavörður, kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur, en fyrri kona hans, síma í Reykjavík, og Matthías, f. 24.5. 1974, nemi. Systkini Matthíasar: Bjarni, starfsmaður hjá sakadómara, f. 27.4. 1934; Margrét, ritari á Land- spítalanum, f. 10.1. 1936, gift Hjálmtý Hjálmtýssyni bankafull- trúa; Þórunn hjúkrunarfræðingur, f. 17.5. 1942, gift Vilhjálmi Leifi Tómassyni; Matthildur söngkenn- ari, f. 21.5. 1947, gift David Hem- stoke flugvirkja. Móðir Sveinbjarnar var Sigrún Bjarnadóttir Melsteð, f. 11.5. 1902, d. 18.8.1965. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson Melsteð, prófastur á Klausturhólum, Pálssonar Melsted amtmanns, og Steinunn Bjarnadóttir, amtmanns og skálds, Thorarensen. Kona Bjarna var Þórunn Guðmundsdóttir frá Mið- engi í Grímsnesi. Faðir Sveinbjarnar var Matthías, aðalvarðstjóri í Reykjavík, f. 16.10. 1904, d. 13.10. 1975, sonur Svein- bjarnar Erlendssonar frá Leiru- bakkahóli í Landsveit, Svein- björnssonar, b. á Hóli í Landsveit. Kona Sveinbjörns, föður Matthías- ar, var Margrét Þorsteinsdóttir í Droplaug Sveinbjarnardóttir, er látin; Arnþóra, húsmóðir í Reykja- vík, er fráskilin, en maður hennar var Runólfur Jónsson, starfsmaður hjá Pósti og síma, og Hólmfríður, ekkja Bjartmars Guðmundssonar, alþingismanns frá Sandi. Foreldrar Halldórs voru Sigfús Bjarnarson b. og hreppstjóri á Kraunastöðum og Stóru-Reykjum, f. 22.12. 1872, d. 6.6. 1958, og Hall- dóra Halldórsdóttir húsmóðir, f. að Kálfaströnd við Mývatn 20.5. 1884, d. 20.4. 1955. Sigfús var sonur Björns, b. á Granastööum í Köldukinn, Magn- ússonar, prest á Grenjaðarstað, Jónssonar, prests á sama stað, Jónssonar, prest á Hafsteinsstöð- um, Jónssonar, prests á Holtsmúla, Gunnlaugssonar. Systir Magnúsar var Margrét, amma Ólafs Friöriks- sonar verkalýðsleiðtoga. Önnur systir Magnúsar var Guðný, amma Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz bankastjóra. Móðir Björns á Granastöðum var Þórvör Skúladóttir, prests á Múla, Tómassonar, bróður Helgu, ömmu Helga Hálfdanarsonar, lektors og sálmaskálds, afa Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns. Helga Sveinbjörn Matthiasson. Arnarbæli í Grímsnesi Vigfússon- ar í Fíflsholtshjáleigu. Móðurbræður Sveinbjörns voru Páll Melsteð stórkaupmaður, Brynjólfur vegaverkstjóri og Gunnlaugur byggingameistari. Bróðir Bjarna Jónssonar var Bogi Th. Melsteð, sagnfræðingur í Kaupmannahöfn. Ömmubróðir Sveinbjörns var Guðmundur, afi Errós. Systir Margrétar var Ing- unn, amma Ingva Þorsteinssonar náttúrufræöings. Halldór Sigfússon. var einnig langamma Hálfdanar, föður Helga, skálds og leikritaþýð- anda. Móðir Sigfúsar var Hólmfríður Pétursdóttir, b. í Reykjahlíð, Jóns- sonar, prests í Reykjahlíö, Þor- steinssonar, ættfööur Reykjahlíö- arættarinnar. Systir Hólmfríðar var Petrea, amma Jakobs Gíslason- ar orkumálastjóra. Hálldóra var dóttir Halldórs, b. á Kálfaströnd við Mývatn, Sigurðs- sonar b. þar Tómassonar. Halldór Sigfússon Þorbjörg Þórarinsdóttir Þorbjörg Þórarinsdóttir, Austur- görðum I, Kelduneshreppi, er áttræö í dag. Þorbjörg fæddist í Kollavík í Þist- ilfirði. Hún giftist 7.10. 1939 Birni Haraldssyni, skólastjóra, oddvita og b. í Austurgörðum, f. 31.5. 1897, d. 1985. Foreldrar Bjöms voru Har- aldur Ásmundsson, b. í Austur- görðum, og kona hans, Sigríður Sigfúsdóttir. Þorbjörg og Björn eignuðust þijú börn. Þau eru Þórarinn, sölumaður í Reykjavík, f. 11.7.1940, var giftur Ólöfu Báru Ingimundardóttur en þau eru skilin og eiga þau tvær dætur; Sigríður Hildur Svava, kennari í Hafnarfirði, f. 27.5. 1946, gift Agli Friðleifssyni, tónlistar- kennara og stjórnanda Kórs Öldutúnsskóla, en þau eiga eitt barn saman, Sigríður átti þrjú börn fyrir og Egill tvö; Guðný Halldóra, starfsmaður hjá Fiskeldisstöðinni Árlaxi í Kelduhverfi og húsmóðir, f. 5.9.1950, gift Jónasi Þór Þórðar- Þorbjörg Þórarinsdóttir. syni sjómanni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þorbjargar voru Þórar- inn, b. í Kollavík í Þistilfirði, Guðnason og kona hans, Kristlaug Guðjónsdóttir. Til hamingju með daginn 95 ára Kristjana Jónsdóttir, Múla I, Aðal- dælahreppi, Þingeyjarsýslu, er níutíu og fimm ára í dag. 90 ára Erna Bareuther, Langagerði 110, Reykjavík, er níræð í dag. 85 ára Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kára- stíg 13, Hofsósi, er áttatíu og fimm ára í dag. Sigurbjörg Jónsdóttir, Gýgjarhóli, Stsfðarhreppi, Skagafirði, er áttatíu og fimm ára í dag. 75 ára Ortrut G. Jónsson, Drápuhlíð 15, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristóbert Rósinkarsson, Hásdeit- isbraut 26, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Herold Guðmundsson, sendiráðinu í Kaupmannahöfn, er sjötugur í dag. Björn Gestsson, Björgum II, Arnar- neshreppi, Eyjafjarðarsýslu, er sjötugur í dag. 60 ára Sigrún A. Höskuldsdóttir, Eini- lundi 4C, Akureyri er sextug í dag. 50 ára Haraldur Thorlacius, Kársnes- braut 27, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Fanney Halldórsdóttir, Laugavegi 76, Reykjavík, er fimmtug í dag. 40 ára__________________________ Steinn Árni Sigurðsson, Starmói 2, Njarðvík, er fertugur í dag. Hörður Haraldsson, Laugarnesvegi 112, Reykjavík, er fertugur í dag. Jóhanna Pétursdóttir, Sæbergi 5, Breiðdalshreppi, Suður-Múlasýslu, er fertug í dag. Kristín Sveinsdóttir, Eskihlíð 1, Sauðárkróki, er fertug í dag. Björn Gústafsson, Vesturlands- braut, Arnarholti, Reykjavík, er fertugur í dag. Pétur Helgason, Hranastöðum, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, er fer- tugur í dag. Guðfmna Guðvarðsdóttir, Borgar- síðu 17, Akureyri, er fertug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.