Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Side 11
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. 11 I- Útlönd Sakar stjórnina um lögleysu Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts og forsetaframbjóð- andi, sakaði í gær Reaganstjómina mn endurteknar ólöglegar aðgerðir. Dukakis sakaði einnig Bush varafor- seta um að hafa þagað yfir aðild sinni að þein). Demókratar hafa reynt aö gera vopnasöluna til írans að kosninga- máli og einnig þá aðstoð sem kontra- skæruiiðum í Nicaragua var veitt í sambandi við hana. Þar að auki hafa bæði Dukakis og Jackson spurt að því hvaða samband menn í Hvíta húsinu hafi haft við æðsta ráðamann Panama, Manuel Antonio Noriega, sem sakaður er um aðild að eiturlyfj- asmygli. Á morgun fara fram forkosningar í Ohio og Indiana og er Dukakis spáð afgerandi sigri á báðum stöðum. Jackson, sem beið ósigur í New York og Pennsylvaníu, reynir hvað hann getur til að sannfæra menn um ágæti sitt og gagnrýnir án afláts stefnu Dukakis sem hefur sig lítiö í frammi núna gagnvart keppínaut sínum. Bush, varaforseti Bandaríkjanna, á kosningaferðalagi i Indiana þar sem forkosningar fara fram á morgun. Símamynd Reuter IRA myrti þrjá breska hermenn írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti í gær á hendur sér ábyrgð á moröun- um á þrem breskum hermönnum í Hollandi í gær. Hermennimir þrír voru myrtir í tveim tilræðum. í öðru tilræðinu var bifreið, sem í voru þrír menn úr breska flughem- um, veitt fyrirsát á bifreiðastæði í bænum Roermond í Hollandi. Skotið var á milli tuttugu og þrjátíu skotum að bifreiðinni. Lét einn hermann- anna lífið samstundis en hinir særðust illa. Um hálfri klukkustund síðar var bifreið þriggja annarra breskra hermanna sprengd í loft upp, eftir að þeir komu út af skemmtistað í bænum Niew Bergan, um fitnmtiu kílómetra sunnan við Roermond. Tveir mannanna í þeim bíl létu lífið og hinn þriðji særðist alvarlega. Að sögn talsmanns breska vamar- málaráðuneytisins vom hermenn- irnir allir í einkaerindum og höfðu komið yfir landamæri Hollands frá Vestur-Þýskalandi. Þeir störfuðu all- ir við bækistöðvar breska flughers- ins í Wildenrath í V-Þýskalandi. í Hollandi vom þeir vegna hátíðar- halda í tilefni aSf fimmtugsafmæli Beatrix Hollandsdrottningar. írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti ábyrgð á tilræðunum þegar á hendur sér og sagði í skilaboðum til Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, að ef Bretar hættu ekki afskiptmn af N-írlandi, yrði her- mönnum þeirra hvergi vært. Taliö er líklegt að morðin á her- mönnunum þrem hafi verið hefndar- ráðstöfun vegna atburðarins á Gíbraltar fyrr á þessu ári, þegar breskir hermenn skutu þrjá af liðs- mönnum IRA til bana. Myrbi þrjátíu og sex Þijátíu og æx vom myrtir í tveim árásum á Srí Lanka um helgina og taliö er aö skæruiiðar úr röðum tamíla hafi staðiö að báðum tilræð- unum. I báðum tilvikum var um árásir á langferðabifreiðar að ræða og vora hinir myrtu farþegar í þeim. Að sögn talsmanna yfirvalda í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, létu tuttugu og sex manns lífiö og þijátíu og fimm særðust þegar bif- reið, sem þeir vom í, ók á jarö- sprengju í austurhluta landsins á sunnudag. indlandshaf Rekinn vegna dráps á Palestínumanni -rj7T7ir—~-:——---------- *;'*-*>■ J -r Israelskir hermenn handtaka unga palestínska stúlku um helgina. Simamynd Reuter ísraelski herinn vék um helgina einum af yfirmönnum hersveitanna á vesturbakkanum úr starfi, eftir að hermenn skutu ungan Palestlnumann til bana í átökum þar. Palestínumaöurinn, Naim Yusef Taha, lést á sunnudag í átökum við þorp nálægt Jenin. ísraelskir hermenn særðu að minnsta kosti fimm Palestinumenn til vlöbótar á sunnudag. Að sögn talsmanna hersins var liðsforinginn, sem fór fyrir sveitinni er felldi Taha, látinn víkja úr stöðu sinni meðan rannsókn málslns fer fram. Að mlnnsta kosti hundrað sextíu og átta PalestJnumenn hafa nú látið lífiö í átökunum sem nú hafa staðið í fjóra mánuði á herteknu svæðimum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Flóttamaður tll S-Kóreu Embættismaöur úr öryggisþjón- ustu Norður-Kóreu hefur flúið til Suður-Kóreu og beðist þar hælis, aö sögn talsmanns utanrikisráðu- neytisins í Seoul. Embættismaöur- inn flúöi um Evrópuland. Kim Jong-min, fjörutiu og fimm ára gamall fyrrum háttsettur emb- ættismaður í öryggisþjónustu N-Kóreu, kom til Seoul á sunnudag með farþegaflugi frá Evrópu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem n-kóreskur embættismaður, nógu háttsettur til þess að bera vegabréf stjómarerindreka, flýr til S-Kóreu. Að sögn utanríkisráðuneydsins í Seoul hafa þijátiu og tveir N- Kóreumenn flúið til S-Kóreu frá því landinu var skipt í tvennt í lok síö- ari heimsstyijaldar. N-kóreski embættismaöurínn kemur til Seoul. Símamynd Reuter Brak bifreiðarinnar sem bresku hermennirnir voru I. Tveir létust í sprenging- unni sem írski lýðveldisherinn hefur lýst sig ábyrgan fyrir. Símamynd Reuter HVAÐ ER FRAMUNDANIEFNAHAGSAÐGERÐUM? VÆRIEKKI RETT AÐ KAUPA NYJAN BIL A GOÐU VERÐI? Eigum örfáa Subaru Sedan árg. 1987 fjórhjóladrifna með vökvastýri Okkar verð frá kr. 579.000,, HAG-PORT Keflavik. 88 Söluaðili: Lik breska hermannsins i bifreiðinni sem ráðist var á. Lögreglan óttaðist að sprengjugildra kynni að vera í bifreiðinni. simamynd Reuter BILASALAN BUK Skeifunni 8, simar, 68-64-77 og 68-66-42 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.