Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Utlönd 9 Sovéskur hermaður horfir á brynvarða bifreið sína sökkva í á við Kabul, en bifreiðin varð fyrir flóði í ánni. Símamynd Reuter Eftirlitsmenn til undirbún- ingsviðræðna Hópur tilnefndra eftirlitsmanna frá Sameinuöu þjóðunum fór á laug- ardag frá Islamabad til Kabul, þar sem þeir munu eiga undirbúning- sviöræður við afgönsk stjórnvöld og yfirmenn sovéska herliðsins í Afgan- istan. Eftirlitsmenn þessir eru skipaðir til þess að hafa yfirumsjón með því að samkomulagið um brott- flutning sovésks herliðs frá Afganist- an verði haldið. Yfirmaður eftirhtsmannanna er RauU Halminen, hershöfðingi frá Finnlandi, og hafa hann og menn hans átt viðræður viö stjórnvöld í Pakistan um framkvæmd samkomu- lagsins sem Pakistanir og Afganir gerðu með sér en Bandaríkiamenn og Sovétmenn undirrituðu til trygg- ingar. Samkvæmt samningi þessum, sem undirritaður var þann 14. apríl, á brottflutningur þeirra hundrað og fimmtán þúsund sovéskra her- manna, sem eru í Afganistan, að hefjást í þessum mánuði. Skæruliðar, sem barist hafa gegn stjórnarher Afganistan og sovéska hemum í landinu, áttu ekki aðild að samkomulagi þessu. Þeir hafa heitið því að halda baráttu sinni áfram þar til síðasti sovéski hermaðurinn er farinn frá Afganistan og komið hefur verið á islamskri ríkisstjóm í landinu. RAUÐAKEOSS HÚSIÐ Heyðarathvarf FORELDRAR OG ANNAÐ ÁHUGAFÓLK UM MÁLEFNI BARNA OG UNGLINGA FUNDUR - LEIÐIR - ATHAFNIR Ólafur Oddsson, forstöðumaður Rauða kross-húss- ins og Jón K. Guðbergsson áfengisfulltrúi stjórna fundi um vímuefnamál. * Hefur þú áhyggjur af vímuefnaneyslu barna og unglinga? Hvað getum við gert núna? Getum við rætt opið um vímuefnamál? Getum við stöðvaö innflutning vímuefna? Getum við stöðvað dreifingu vímuefna? Getum við komiö í veg fyrir neyslu vímuefna? * Af hverju vímuefni? Ólafur Oddsson svarar spurningunni og bendir á mögulegar leiðir til úr- bóta. Tími: Fyrsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 að Borgartúni 28 í húsakynnum Vímu- lausrar æsku. ÁHUGI - ORÐ - ATHAFNIR SAGAN UM HJÓNIN SEM MINNKUÐU VIÐ SIG, OG BREYTTU UL* Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréfum hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur ferandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt lífi þeirra — til hins betra! En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Helgi var skrifstofustjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofuna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og bömin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, - tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo... Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling frá Fjárfestingarfélaginu. Bæklingurinn var um Tekjubréf. í bæklingnum stóð, að með Tekjubréfum gæti venjulegt fólk safiiað sér sparifé og jafiivel lifað af vöxtunum - verið þannig á föstum tekjum hjá sjálíu sér. Helga fannst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dálítið efins fyrst í stað. .. .tóku þau sig til Helgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Hann ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum, að hann bauð Helga 760.000 krónur, ef hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspyrnunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað ’ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllurnar í sundinu ætla síðan á matarlistamám- skeið hjá Elínu og Hilmari B. í Hafnarfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinnuna, „rýma til fyrir yngri manni,“ segir hann og glottif. Hann vitinur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fyrir sínum Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði bömin em flutt að heiman. Dóra og Helgi em um sextugt. Þau em við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem em 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem eru nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fer 36.318 krónur á mánuði fyrir hálft starf á skrifstofunni. Samtals em þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst. P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt bömin, sem búa í Mosfellsbæ.“ * Petta er alveg satt. Sogunni og nöfhum hefur að vísu verið breytt - af augljósum ástæðum. FJÁRFESTINGARFÉLAGD __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ ósarfslA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.