Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Frétdr J Celine Dion sigraði fyrir Sviss með eins stigs mun: Ég hef aldrei séð Eurovision fyrr „Það voru allir búnir að spá mér voru óbærilega spennandi," sagði tíma eftir að keppninni var lokið sigri en ég átti samt ekki von á að Celine Dion, sigurvegari Eurovisi- og þegar hún gekk í salinn dundu ég stæði uppi sem sigurvegari. Síð- on-keppninnar 1988. við mikO fagnaðarlæti blaðamanna ustu mínútumar í stigagjöfinni Celinehéltblaðamannafundhálf- og ljósmyndara frá öllum helstu Taugaspenna hjá Bretum: Scott Fitzgerald frá Bretlandi nagar neglurn- ar en félagi hans, Ronnoe Hazelhurst, heldur fyrir andlitið þegar Ijóst varð að Bretar voru einu atkvæði frá sigri. Simamynd Reuter Celine Dion frá Montreal i Kanada grætur í lok söngvakeppninnar þegar Ijóst varð að hún hafði sigrað með eins stigs mun. Simamynd Reuter dagblöðum í Evrópu. Celine reif í hár sér og var enn í mikilli geðshræringu eftir sigur- inn. „Hvað á égað segja við ykkur,“ sagði hún. „Ég er 21 árs, mig dreymir um að verða heimsfræg söngkona og held að ég hafi nægan tíma fyrir mér. Ég er hamingjusöm yfir að hafa fengið tækifæri til að vera með í keppninni." Þakklát Svisslendingum Celine er frá frönskumælandi hlutanum í Montreal í Kanada og hefur aldrei búið í Sviss. Það eru aðeins átta mánuðir síðan rödd hennar var uppgötvuð af kassettu hjá svissnesku útgáfufyrirtæki og var spólan send höfundi lagsins. Celine var fengin til að syngja lagið í febrúar og nú í Dublin. „Ég er þakklát Svisslendingum fyrir að hafa valið lagið mitt og gefið mér þetta tækifæri," sagði hún enn- fremur. Þegar Celine var spurð um hana sjálfa sagði hún: „Ég er úr stórri fjölskyldu, 8 systur og 5 bræður og ég er yngsta barnið. Við syngjum öll í fjölskyldunni og þrjú okkar eru atvinnusöngvarar. Ég byrjaði söngferil minn í Kanada fyrir sjö árum,“ sagði hún. Blaðamenn voru undrandi á að „svissneska“ söngkonan væri í raun kanadísk og umboðsmaður hennar afsakaði það með því að segja að reglur Eurovision segðu einungis að lagahöfundurinn ætti að vera frá því landi sem keppir fyrir. Einn blaðamannanna spurði Celine hvort hún hefði nokkurn tímann áður séð Eurovision- keppnina. „Nei, ég hef aldrei séð hana fyrr. Eurovision er ekki vin- sæl í Kanada vegna þess að hún er ekki sýnd þar. Hins vegar veit fólk sem starfar í „bisness“ um hana.“ Ætlar að læra ensku Celine var spurð hvort hún hefði einhvern tímann komið til Sviss og hún svaraði kröftuglega já. Þá varð allsheijarhlátur meðal blaða- manna. Umboðsmaöur hennar bætti þá við að Celine heíði gefið út plötur sem komið hefðu út í Frakklandi og að fólk í Sviss þekkti hana vel. Hann bætti við að ákveð- ið væri að gera plötu með henni á ensku en Celine talar litla ensku. Höfðu blaðamenn í flimtingum að hún þyrfti að læra ensku ef hún ætlaði sér að verða heimsfræg. „Hún ætlar að læra ensku," svar- aði umboðsmaðurinn. Hún var loks spurð hvernig tón- list hún syngi í Kanada. „Ég er popp- og rokksöngkona. Ég get sungið öll lög,“ svaraði hún. Það var greinilegt að blaðamenn vissu ekki fyrir keppnina að söngkonan væri frá Kanada því að það kom mjög á óvart. Það var létt yfir blaðamannasalnum og undir lokin var Celine farin að hlægja og reyndi að svara spurningum á ensku. Greinilegt var að umboðs- maður hennar og aðrir Svisslend- ingar vildu ekki fleiri spurningar um ætterni hennar og þjóð því að þeir shtu blaðamannafundinum snögglega og sögðu að það væri beðið eftir sigurvegaranum frammi í sal. -ELA Grfuriegur fjöldi við EHiðavatn og Helluvatn í gærdag: Silungurinn farinn að taka „Þetta er góð byrjun á sumrinu og hér nær maður upp fínni æfingu fyr- ir þaö sem maður á eftir að veiða í sumar. Er búinn að fá 4 urriða og þeir tóku svartan killer meö gulu baki,“ sagði Geir Thorsteinsson ár- maður við Helluvatn, rétt innan Elliðavatns í gærmorgun.. En þá Veiðivon Gunnar Bender hafði Geir fyrstur manna veitt fisk í vatninu og á öðrum stað hafði Jó- hann V. Helgason, ungur veiðimað- ur, fengið 4 fiska á spún. Geir sagðist ætla aö reyna innar í Helluvatni, þar væru til 4-5 punda urriðar og kannski fengi hann einn til aö taka.* „Ég veiddi þessa fióra silunga á spún og þeir fengust héma í kringum stífluna,“ sagði Jóhann V. Helgason. v Um morguninn, er við mættum, voru ekki mjög margir við veiðar en þeim mun fleiri að fylgjast með í bfi- um sínum. En þegar hlýnaði flölgaði veiðimönnum og áhugamönnum líka, skipti hundruðum við Elhða- vatn og Helluvatn. Veiðimennimir voru á öhum aldri og áhuginn var mikil. „Pabbi, hann tók, ég fann kipp- -:nn,“ sagði einn fiögurra ára um leið )g ánamaðkurinn og flotholtið vora iregin inn fimlega. Er við hurfum á braut var silung- enda hafði hlýnað. Samt þótti mönn- bleikjan, þetta var mestaht urriði urinn farinn að taka í ríkari mæh um silungurinn dyntóttur, alla vega sem fékkst. G.Bender Geir Thorsteinsson með urriðana sína fjóra við vatnið í gærmorgun. fundur um almennings* samgöngur Á morgun klukkan 20 gangast Útvarp Hafnarfiörður og Fjarðar- pósturinn fyrir almennum borgarafundi í Gaflinum um al- menningssamgöngur, en eins og kunnugt er hafa Landleiðir sér- leyfi á strætisvagnaferðum til og frá Hafnarfirði. Á páhborði sitja Ágúst Hafberg, forsfióri Landleiða, Jón Gestsson hópferðahafi, Magnús Jón Árna- son, formaöur bæjarráðs, og Svend Aage Malmberg haffræð- ingur, en hann er fulltrúi neyt- enda. DV ræddi við Fríðu Proppé, en hún er einn af forsvarsmönnum fundarins: „Málefhi Landleiða hafa verið mikið liitamál hér í bænum og margir óánægöir með almenn- ingssamgöngur. Ýmsir flokkar settu málið á oddinn í síöustu bæjarstjómarkosningum, en ekkert. hefur breyst enn, þótt meirihluti hafi breyst í bæjar- sfiórn. Ætlunin er aö koma á virkri Qölmiölun hér í bænum með þvi að halda slíka borgara- fundi reglulega þvi nóg er af málum.“ -PLP DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.