Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Áfall fyrír VR Verkfalli verslunarmanna í Reykjavík hefur verið aflýst, en í langflestum öðrum verslunarmannafélögum var tillaga sáttasemjara kolfelld og verkföll halda áfram. Það sérkennilega var að tillagan var einnig felld í Reykjavík en þátttakan var ekki nægileg og leiðir til þeirrar niðurstöðu að tillagan telst samþykkt þrátt fyrir aðra niðurstöðu í atkvæðagreiðslunni sjálfri. Sáttasemjara er nokkur vandi á höndum um að leiða deiluna til lykta eftir að hans eigin tillaga hefur verið felld. Það sama má segja um vinnuveitendur sem varla geta boðið betur en aðrir þurfa að sætta sig við. Fyrir einstök félög, sem enn eru í verkfalli, er afl verkfalls- vopnsins minna eftir að VR hefur helst úr lestinni. Verkfall verslunarmanna hefur leitt margt í ljós, í fyrsta lagi hvað verkfaflsrétturinn er vandmeðfarin. í öðru lagi benda sérsamningar tuga fyrirtækja til þess að deilan hafi ekki beinst að almennum kjörum stéttar- innar heldur verið afmörkuð og tilfallandi. í þriðja lagi kemur í ljós það hyldýpi sem er á milfl lægstu launa og annarra kjara og hversu litla samleið einstakar starfsstéttir eiga, jafnvel innan eigin samtaka. í fjórða lagi hlýtur þessi deila að marka þáttaskil í verkalýðs- hreyfmgunni, vinnubrögðum hennar og vígstöðu. Þetta á ekki síst við um Verslunarmannafélag Reykja- víkur og forystu þess. Tvisvar sinnum voru forystu- menn VR búnir að skrifa upp á og mæla með kjarasamningum. í bæði skiptin voru þær tillögur felld- ar. Þá var blaðinu snúið við og óaðgengilegar kröfur settar fram. Sáttasemjari setti fram sáttatiflögu sem VR forystan taldi lakari en samningana sem hún hafði áður mælt með. Enn er sú tillaga felld, en vegna illskiljan- legra ákvæða í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur situr VR uppi með þá niðurstöðu að tillagan telst sam- þykkt vegna ónógrar þátttöku. Þegar upp er staðið hefur VR tapað þessari orrustu. Fyrst á heimavelli, með því að fá vantraust á eigin samn- inga, síðan á útivelli, með því að sitja uppi með samning sem meirihlutinn er á móti og er lakari en það sem upphaflega var samið um. Félagið verður að aflýsa verk- falli þótt meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslunni hafi verið á móti sáttatillögunni. Lítil þátttaka í allsheijaratkvæðagreiðslu hlýtur að vera áhyggjuefni í VR en um leið bendir hinn mikli flöldi þeirra sem greiddu tillögunni atkvæði til að alvar- legur klofningur sé uppi 1 félaginu, klofningur sem leiðir óhjákvæmilega af þeim mikla launamun sem ríkir milli hópa innan VR. Það er mat þeirra sem jafnvel eru innstu koppar í búri að tillaga sáttasemjara hafi skorið VR forystuna niður úr snörunni, losað hana úr sjálfheldunni. Ef þetta er rétt og eins hitt, að sáttatillagan hafi verið verri en ekkert, þá vaknar sú spurning hvort það hafi verið rétt ákvörðun að fara fram af sflkri hörku sem gert var. Var ekki hægt að sækja rétt og hagsmuni hinna lægst laun- uðu í félaginu með öðrum hætti, þannig að hinir betur settu réðu ekki úrsfltum með fjarveru sinni þegar leitað var álits félagsmanna á sáttatillögunni? Hér verða engin ráð gefin til félagsmanna í VR varð- andi hverjir veljist þar til forystu. Það gera þeir upp við sjálfa sig. En það er ljóst að átökin að undanfórnu kalla á mikla uppstokkun í starfsemi og vinnubrögðum VR ef félagið ætlar að standa undir nafni sem stærsta verka- lýðsfélag landsins og gera sig gildandi í kjarabaráttu komandi ára. Ellert B. Schram Maddama Fram- sókn tók jóðsótt Allir hafa heyrt talaö um blind náttúruöfl. Þá er átt við aö engin skynsamleg eða rökræn hugsun sé á bak við það sem gerist. Umrót höfuðskepnanna er iðulega með þeim hætti. Sprengingarnar og umrótið fyrir flokksþing Fram- sóknarflokksins nú um daginn voru þess eðhs aö búast mátti við miklum tíðindum. Ummæli ýmissa forustumanna flokksins voru með þeim hætti að búast mátti við meiri háttar umróti. Menn veltu því fyrir sér hvort ríkisstjórnin riðaði til falls, hvort Steingrímur ætlaði að gera kröfu til þess að verða forsæt- isráðherra aftur eða hvaða önnur stórmerki þessi merka samkunda heföi í för meö sér. Niðurstaða flokksþingsins var því jafnóráðin þegar til var stofnað og rassaköst höfuðskepnanna. Endur fyrir löngu bjó fólk við rætur fjalls eins sem byrjaði að gjósa. Þar sem fólkið þekkti lítt til slíkra fyrirbæra taldi það að fjalliö hefði tekið jóðsótt, þ.e. ætti von á afkvæmi. Vissulega bjuggust allir við því að afkvæmi fjallsins tignarlega yrði í stíl við það, hátt, tignarlegt, og fagurt. Raunin varð önnur. Niður fjallslilíðina hljóp lítil mús. Töldu áhorfendur þá að þar væri komið afkvæmi fjallsins tignarlega og urðu eðlilega fyrir vonbrigðum. Ferð án fyrirheits Þó að Framsóknarflokkurinn sé að því leyti ólíkur fjallinu, sem minnst var á hér að framan, að hann er ekki hár, tignarlegur og allra síst fagur, þá var væntingum vegna flokksþings hans eins varið og hjá fólkinu forðum, sem beið eftir afkvæmi eldfjallsins. Niður- staðan varð líka með sama hætti í báðum tilvikum. Framsóknarmenn létu í veðri vaka fyrir flokksþingiö að ríkis- stjómin þyrfti að gera aðgerðir hið bráðasta og ekki yröi við þaö unað að framsóknarúrræðin yrðu hundsuð. Okkur sem fmnst Framsóknar- flokkurinn vera ein alvarlegasta tímaskekkjan í íslenskum stjórn- málum kom þetta nokkuð á óvart, ekki síst vegna þess að vandamálin eru aðallega vegna þess að fylgt hefur verið framsóknarúrræðum og framsóknarstefnu í hartnær tvo áratugi. Annað sem kom á óvart og sýnir að Framsóknarflokkurinn líkist blindu náttúruafli var að enginn vissi á þeim tíma, sem framsóknar- gosið byrjaði, hvaða úrræði það eiginlega væm sem mennirnir voru að tala um. Samráðherrar framsóknarmanna vissu þaö alla- vega ekki. Helst var þá fyrir að álykta að framsóknarráðherrarnir hefðu tekið upp vinnubrögð Steingríms Hermannssonar, en á sínum tíma vildi hann senda forseta lýðveldis- ins til að selja trefla í Sovét fyrir ÁLASÍS. Á þeim tíma læddi Stein- grímur bókun að ritara ríkisstjórn- arinnar eftir að ríkisstjórnarfundi lauk. Samráðherrar Steingríms fréttu síðan af bókuninni í gegnum fjölmiðla, enda Steingrímur í bein- línutengslum við þá. í ljósi ofangreindra vinnubragða utanríkisráðherra getur enginn láð þeim Þorsteini og Jóni Baldvin, þótt þá setti hljóða, fyrst, er þeir heyröu um aðgerðir Framsóknar- flokksins. Ljóst má vera að eitthvað alvárlegt er að hjá Jóni Baldvin þegar slíkt skeður. Þegar í ljós kom að hvorki leyndust tillögur hjá rit- ara ríkisstjórnarinnar né fjölmiðl- um fékk Jón Baldvin málið aftur og sagðist ekki geta hundsað tillög- ur sem ekki væru til. Menn biðu því spenntir eftir til- lögum þeim sem Framsóknarmenn töldu að mundu ráða úrslitum um KjáUarinn Jón Magnússon lögmaður ummæh voru þó með þeim hætti að ekki er hægt annaö en gaum- gæfa þau. Annars vegar er hér um að ræða ummæU Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra um fjármagns- markaðinn og lánskjaravísitöluna og þar sem hann talaði um að „velta um borðum víxlaranna". Hin ummælin voru orð Stein- gríms Hermannssonar, formanns flokksins, í setningarræðu fundar- ins, þegar hann veittist með vægast sagt ósmekklegum og ósæmilegum hætti að nágranna sínum úr röðum iðnrekenda. Steingrímur ætti að aðgæta, áður en hann kastar shkum steinum úr eigin glerhúsi, hvort slíkum um- mælum gæti ekki verið fundinn betri staður með neyðarlegum „Fólk ætti að skoða hvort Jón Helgason landbúnaðarráðherra sé ekki einmitt sá víxlarinn sem mesta nauðsyn ber til að sé velt um koll...“ áframhaldandi stjórnarsamstarf og framvindu íslenskra þjóðmála að öðru leyti. Og gosinu lauk Þeir sem þekkja til Framsóknar- flokksins þuritu að sjálfsögðu ekki að ætla að afkvæmi fundar hans yrði stórbrotiö, en sennilega hefur fleirum farið eins og mér þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Mér datt í hug sagan af fólkinu sem taldi litlu músina sem hljóp niöur fjallshlíð- ina eftir gos eldfjallsins vera afkvæmi fjallsins. . Niðurstaða fundar Framsóknar- flokksins var sambærilegt af- kvæmi miðað við það sem látið var í veðri vaka í upphafi að til stæöi og það sem tahð yar afkvæmi eld- fjallsins forðum. Ég reikna með að þær tillögur, sem samþykktar voru á umræddum fundi, gleymist því jafnfljótt og muni hafa jafnmikil áhrif á gang íslenskra þjóðmála og umræðan á Alþingi fyrir nokkrum árum um hvort skrifa skyldi bók- stafmn z í íslensku máh eða ekki. Eftirtektarverð ummæli Ýmis ummæli, sem viðhöfð voru á fundi framsóknarmanna, voru miklu merkilegri en tillögur þeirra og væri verðugt að gera það að frekara umtalsefni síðar. Tvenn Jón Helgason landbúnaðaráð- herra. - „Ber mesta ábyrgð á hækkun lánskjaravísitölunnar þó að mörgum kunni að finnast það skrýtið," segir m.a. í greininni. ábendingum um fyrirtækiö sem hefur rekið Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina og staðið fjárhags- lega undir flokknum. Eignastaða þessa fyrirtækis og launamál forstjóra þess hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum að undanfornu. Mér er mjög til efs að nokkur flokksleiðtogi (Ólafur Ragnar að vísu undanskilinn) mundi telja virðingu sinni samboð- ið að veitast að fyrirtækinu eða þeim einstaklingi sem þar gegnir framkvæmdastjórastöðu í setning- arræðu á flokksþingi flokks síns með sama hætti og Steingrímur veittist að nágranna sínum. Stóð engum nær Svo eru það ummælin hans Jóns míns Helgasonar. Hann setti út á hækkun lánskjaravísitölu o.fl. Það var gott að það skyldi einmitt vera þessi Jón sem vakti máls á þessu og að nauðsyn bæri til að velta um borðum víxlaranna. Það stóð þetta nefnilega engum nær. Jón Helga- son landbúnaðarráðherra ber mesta ábyrgð á hækkun lánskjara- vísitölunnar, þó að mörgum kunni að finnast það skrýtið, það vill nefnilega þannig til að við fram- fylgjum stefnu hans og Framsókn- arflokksins í landbúnaðarmálum. Sú stefna veldur því aö matvörur, mikilvægustu neysluvörur fólks- ins, hækka án alls samhengis og samræmis við aðra hluti í þjóö- félaginu. Meðan verðlækkun á matvörum í löndum í okkar heimshluta hefur dregið úr verðbólgu þar hefur hækkun búvara hér magnað verð- bólguna og þannig stuðlað að hækkun lánskjaravísitölunnar. Einungis kartöfluskatturinn, sem Jón Helgason leggur á þjóðina til að vemda óaröbæra atvinnustarf- semi í eigin kjördæmi, veldur dágóðri hækkun lánskjaravísitölu. Því er nú því miður þannig farið að á meðan hvorki er pólitískur vilji né hugrekki til aö taka á vandamálum landbúnaðar og sjáv- arútvegs getur fastgengisstefna eða önnur 1 sjálfu sér skynsamleg úr- ræði ekki komið í veg fyrir verð- bólgu heldur eingöngu tafið framgang hennar um stundarsakir eins og nú er að koma í ljós. Fólk ætti aö skoða hvort Jón Helgason landbúnaðarráðherra sé ekki ein- mitt sá víxlarinn sem mesta nauðsyn ber til að sé velt um koll til að komið verði í veg fyrir verð- bólguholskeflur með reglulegu millibili. Jón Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.