Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Qupperneq 20
Reykjavík, 30. maí Kæri vin Ég ætla að byrja á aö ítreka það sem ég sagði við þig í símann á föstudaginn þegar þú hringdir. að þú þarft ekki að gera þér neinar vonir um hasar út af forsetakosn- ingunum. Flokkur mannsins, sem stendur að mótframboði gegn Vig- disi, hefur ekki annað fram að færa en bull og kjaftæði sem þjóðin hef- ur skömm á og öllum almenningi finnst þetta mótframboð niðurlæg- ing fyrir embætti forseta íslands. Persónulega finnst mér framlag Flokks mannsins til þjóðmálaum- ræðu á svipuðum nótum og fram- lag Votta Jehóva til trúmála, enda aðferðirnar um margt keimlíRar. En auövitað getur það htið svo út þarna þar sem þú ert búsettur að um einhverja keppni verði að ræða þótt engum heilvita manni hér á Islandi detti slíkt í hug því þjóðin stendur einhuga að baki forseta sínum hér eftir sem hingað til. Það er líka um nóg annað að ríf- ast en forsetaembættið. Til dæmis hefur mikið verið deilt um bráöa- birgðalög sem ríkisstjórnin gaf út eftir að bankarnir höfðu fellt geng- ið. Það kom í ljós að margir áttu erfitt með að skilja sum ákvæði laganna og þetta með bann við verðtryggingu var í rauninni ekki það sem stjómin hafði ætlað sér með lagasetningunni. Það ku þurfa að gefa út ný bráðabirgðalög til skýringar á hinum bráðabirgðalög- unum og er þá vonandi aö menn skilji hver annan - alla vega til bráðabirgða. Svo eru þeir Stein- grímur og Jón Baldvin að rífast út af viðbótarreikningum vegna nýju flugstöðvarinnar. Nú er Jón sestur kirfilega ofan á kassann en Stein- grímur stendur með reikninga í höndunum upp á hátt í 200 milljón- ir og vill endilega fá aö seilast eftir þessu smáræði í kassa fjármálaráð- herra. Segist hafa lofað því að þetta fengist greitt og hótar illu ef Jón Baldvin ljúki ekki upp kistlinum. En fjármálaráðherra er ekki í framboði á Reykjanesi og er hinn þverasti. Segist meira að segja þurfa heimild frá Alþingi til að borga meira í flugstöðina. Hún ætl- ar að verða dýr fyrir rest þessi blessuð flugstöð. Það væri kannski í lagi ef hún þjónaði sínu hlutverki sómasamlega en það gerir hún ekki. Alla vega ekki varðandi það sem snýr að farþegum. Aðstaða til innritunar virðist í engu betri en var í gömlu flugstöðinni og þaö er sami slagurinn viö færibandiö þeg- ar komiö er tO landsins. Auðvitaö er bót í máli að fá sæmilegan biðsal og rana út að vélunum en þau þægindi eru í engu samræmi við kostnaðinn. Það besta við flugstöð- ina er auðvitað fólkið sem þar starfar, alltaf jafnalúölegt og hjálp- fúst og á það jafnt við um starfsfólk flugfélaganna sem ríkisins. Ekki nenni ég að fara að tína til fréttir af tíðarfari, grassprettu eða fiskgengd. Enda virðast þessi atriði ekki skipta þjóöina öllu máli lengur eins og þú veist. Nú snýst allt um laxeldi og refarækt. Seiðaeldis- menn sitja allt í einu uppi með um fjórar milljónir af laxaseiðum sem Bréftílvmr Sæmundur Guðvinsson enginn vill kaupa og vilja þá ala seiðin upp sjálfir en heimta að rík- ið láni þeim peninga til þess arna. Og Jón frá Seglbúðum kafar upp að olnboga í hvern sjóöinn á fætur öðrum í þeirri von að einhvers staðar finnist nokkrar krónur handa þessum snillingum. Á með- an ganga refabædnur um og reyta hár sitt í örvilnan þvi öll refabú landsins eru komin á hausinn. Þeir fullyröa að þeim hafi verið lofað gulli og grænum skógum ef þeir bara hættu að framleiða kjet og smjer og færu að skófla út refa- skinnum í staðinn. Staöreyndin sé hins vegar sú að aleiga þeirra sé komin í refinn en enginn vilji kaupa skinnin nema á spottprís, langt undir kostnaöarverði. Og nú verði ríkið aö koma til skjalanna og bjarga málum. Út í hvað ætli vesalings mönnunum verði att næst? Mér dettur í hug sagan af Sigmundi Bjömssyni þá hann var kjötbúðarstjóri á Ákureyri. Sagt er að bóndi framan úr Eyjafirði hafi komið til hans og viljað selja hon- um kálf. Sigmundur taldi öll tor- merki á að kaupa kálfinn því lítið væri spurt um kálfskjöt. En bóndi hélt áfram að nauða í Sigmundi sem loks sagðist mundu kaupa hálfan kálfmn. - Hvað á ég þá að gera viö hinn helminginn? spurði bóndi í öngum sínum. - 0, þú lætur hann bara lifa, svar- aöi Sigmundur að bragði. Eflaust gefast bændur samt ekki upp fyrr en „með fulla hnefana" eins og íþróttafréttamaður á einu dagblað- anna komst að orði á dögunum af öðru tilefni. En talandi um skuldir og ógöngur refabænda og annarra þá leist mér satt að segja ekki á blikuna þegar ég rakst á svohljóð- andi smáauglýsingu í DV um dag- inn: „Innheimtum allt! Hafa hefð- bundnar leiðir brugðist? Reyndu okkur. Hafið samband við...“ Nú þykir mér fokið í flest skjól hjá okkur frændunum. Þú manst hvernig svona innheimtumenn koma fyrir sjónir í bíómyndunum. í dökkum fótum, svartri skyrtu. Dökk sólgleraugu, lívitt bindi og hvítir hanskar. Gefa vikufrest til að greiða upp í topp. Annars kann að henda slys. Ef til vill bara lær- brot í fyrstu atrennu, en ef ekki er greitt tafarlaust eftir slysið þá... Þú veist að þú ert í stórfelldum vanskilaskuldum við lánasjóðinn. Og námsmenn reyna allt til að fá vinnu í sumar. Ef þú ert ekki búinn að fá þér gægjugat á útihurðina þá gerðu það strax. Sjálfur er ég aö kanna verð á ferðum til fjarlægra heimshoma þessa dagana. Aðra leiðina, vel að merkja. Ef það geng- ur ekki upp þá fer ég bara í refinn eða seiðin. Til að komast í sjóðina hans Jóns frá Seglbúðum. Læt þig fylgjast meö framvindu mála. Kær kveðja, Sæmundur P.S. Ætli Steingrímur ráði þessa menn til að innheimta flugstöðvarreikn- ingana hjá Jóni Baldvin? ERÞAÐ 1EÐAXEÐA2 Þettaermerki 1: Hafnarfjarðar X: Mosfellsbæjar 2: Kópavogs Þettaermerki 1: Veðurstofuíslands X: Verslunarskólaíslands 2: Vinnuveitendasambands íslands B Megas hefur nýlega sent frá sér plötuna 1: Höfuðmálin X: Höfuðleður 2: Höfuölausnir G Skákmeistaramir Jóhann Hjartarson og Karpov undirbúa sig nú undir einvígi í borginni Seattle sem er í 1: Bandaríkjunum X: Kanada 2: Mexíkó c HljómsveidnA-haerskipuðpiItumsemeru 1: sænskir X: norskir 2: danskir D Heilbrigðismálaráðherraokkarheitir 1: GuðmundurBjamason X: Friðrik Sophusson 2: JóhannaSigurðardóttir H Rauði kross íslands safnar nú fé til vemdunar vatnsbóla í 1: Súdan X: Angóla 2: Eþíópíu Sendandi E Hið vinsæla leikrit „Þar sem djöflaeyjan rís“ er gert efúr skáldsögum 1: Péturs Gunnarssonar X: Þórarins EldjámS 2: Einars Kárasonar Heimili Rétt svar: A □ E □ B □ C □ F □ G □ D □ H □ Hér eru átta spurningar og | hverriþeirrafylgjaþrírmögu- I leikaráréttusvari.Þóeraðeins ' eittsvarréttviðhverrispurn- | ingu.Skráiðniðurréttarlausn- ir og sendið okkur þær á svar- I seðlinum.SkilafresturerlO | dagar. Aðþeimtímaliðnum drögum við úr réttum lausnum | ogveitumþrennverðlaun.öll • fráPóstversluninniPrimuí I Hafnarfirði. Þau eru: | 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. I 2.100,- | 3. Skærasett, kr. 1.560,- | Íöðruhelgarblaðihéðanífrá I birtastnöfnhinnaheppnuen ■ nýjarspurningarkomaínæsta | helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða x eða I 2, c/o DV, pósthólf5380,125 | Reykjavík. | Vinningshafar í Er það 1 eða X , eða2íþriðjugetraunreyndust I vera: JökullSigurðsson.Hlé- | gerði 12,200 Kópavogur (tösku- sett), Laufey Sigurbergsdóttir, I Löngubrekku25,200Kópavog- | ur(vasadiskóogreiknitölva), ErlaÁsmundsdóttir, Kringlu- | mýril0,600Akureyri(skæra- i sett).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.