Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 23
23 Í IíAUGARDAGUR 4! ÍIÚNÍ 1988. Kristin alþjódarádstefna um bæn og iðrun í Washington D.C.: Hreinsað til eftir hneykslis- mál sjónvarpsprestanna „Kirkjan hefur verið í svínastíunni og allur heimurinn hefur horft á okkur,“ sagði séra Gimenez, prestur í 5000 manna söfnuði á Virginia Beach og upphafsmaður hugmynd- arimiar um ráðstefnuna sem stóð í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, dagana 28. apríl til 5. maí. For- svarsmenn ráðstefnunnar sögðu að hvatinn að samkomunni væri sú trú að kristin kirkja bæri mikla ábyrgð. Hún þyrfti að viðurkenna mistök sín og syndir og leita ráða við félagsleg- um, efnahagslegum og andlegum vandamálum sem hrjá bandarísku þjóðina og heiminn allan og samein- ast í bæn fyrir raunhæfum lausnum. Tilgangur ráðstefnunnar var að safna miklum fjölda fólks til bæna, iðrunar og sáttargjörðar. Ráðstefnan bar heitið „Washington for Jesus 88“ og var sótt af fólki frá öllum fylkj- um Bandaríkjanna og yfir 114 þjóð- um víðs vegar að úr heiminum, fólki frá öllum kirkjudeildum og kynþátt- um veraldar. í ljósi nýlegra hneykslismála í röð- um kristinna sjónvarpspredikara gerðu Gimenez og samstarfsfólk hans sér vonir um að hundruð þús- unda kæmu þarna saman til bæna og iðrunar. Og þeim varð að ósk sinni þrátt fyrir að þennan föstudag væri veðrið í Washington ekki sem best - köld gola og smáskúrir um miöjan daginn. Auk áherslunnar á bæn og iðrun var sáttargjörð milli fólks af ólíkum htarhætti og frá hinum ýmsu kirkju- deildum ofarlega á baugi. og söngvarar. Allt kvöldið og nóttina áður en ráðstefnan hófst stóð þar reyndar yfir samfehd dagskrá krist- inna tónlistarmanna sem dró að íjöldamargt ungt fólk. Kostnaður við ráðstefnuhaldiö var áætlaður 2 milljónir dollara en varð í reynd nokkru lægri og var greiddur að fullu með þátttökugjöldum og gjöfum þátttakendanna. í tengslum viö „Washington for Jesus 88“ var haldin þriggja daga alþjóðleg ráðstefna kristinna leið- toga undir forsæti Loren Cinning- ham, stofnanda kristniboðshreyfing- Söngvarinn Pat Boone ávarpar ráð- stefnuna. Hundruð þúsunda sóttu ráðstefnuna Washington for Jesus 88. Kirkjan og pólitíkin Ráðstefnan dró ekki taum neins stjórnmálaflokks - þarna var fólk bæði úr röðum demókrata og repú- blikana og því ekki hægt að stimpla hana sem „kristnu hægribylgjuna" eða „nýju hægribylgjuna“. En þótt ráðstefnan væri ekki flokkspólitísk og enginn forsetafram- bjóöendanna fengi að koma þar fram, flutti Reagan forseti hvatningará- varp til ráðstefnugesta og var það sýnt á fjórum stórum sjónvarps- skjám sem komið hafði verið fyrir á svæðinu. Einn aðstandenda „Was- hington for Jesus 88“, Ted Pantaleo, sagði eftir sams konar ráðstefnu sem haldin var í Washington D.C. árið 1980: „Ég álít að Reagan hafi unnið forsetakosningarnar vegna þess sem þar gerðist.“ Á ráðstefnunni árið 1980 var Jimmy Carter, þáverandi forseti, beðinn um að ávarpa ráð- stefnugesti en hann varð ekki við þeirri ósk. Lyftistöng fyrir Pat Robertson? Sumir fjölmiðlar hafa gagnrýnt „Washington for Jesus 88“ og talið ráðstefnuna eiga að vera lyftistöng fyrir sjónvarpspredikarann og repú- blikanann séra Pat Robertson sem tekiö hefur þátt í forsetakosningun- um að þessu sinni en hefur ótvírætt beðið Iægri hlut fyrir þeim Robert Dole og Bush, flokksbræðrum sín- um. Sú rödd hefur heyrst að „Was- hington for Jesus 88“ eigi að greiða götu séra Robertsons í forsetakosn- ingunum árið 1992. Kristnir úr öllum röðum Skipuleggjendur ráðstefnunnar sögðu það út í hött aö reyna að „stimpla" alla ráðstefnugesti bók- stafstrúarmenn, evangelíska, karis- matíska eða eitthvað annað vegna þess að þarna var líka margt fólk úr röðum kaþólskra og biskupakirkju- manna. Það sem sameinaði þennan fjölda var sú játning og trú að Jesús Kristur er Drottinn og því væri að- eins einn samnefnari fyrir þennan annars ólíka hóp, og það væri orðið „kristinn". Mikill aðbúnaður - fjölbreytt dagskrá Stóru sviöi var komið fyrir á The Mall, framan við Smithsonian kast- alann. Geysimiklir hátalarar trón- uðu til beggja hhða við sviðið en fjær var komið fyrir fjórum stórum sjón- varpsskjám til þess að allir gætu fylgst með því sem gerðist á sviðinu. Þar fluttu um 140 þjóðkunnir kristn- ir leiðtogar stutt ávörp og bænir, en þess á milli komu fram hljómsveitir arinnar Youth With A Mission (Ungt fólk með hlutverk). Þá rástefnu sóttu yfir 1000 leiðtogar úr öllum heims- hornum. Þar var umræðuefnið hvernig kristin kirkja geti orðið áhrifameiri á sviði þjóðfélagsmála og stuðlað að meira réttlæti í heiminum og um leið flýtt fyrir útbreiðslu kristninnar um heiminn. Hin mikla þátttaka í „Washington for Jesus 88“ virðist ótvírætt benda til þess að kristnar kirkjur og hreyf- ingar í Bandaríkjunum séu að rétta úr kútnum eftir bakslagið sem nýleg hneykslismál sjónvarpsprestanna Jim Bakkers og Jimmy Swaggarts ollu. Friðrik Schram INNRÖMMUN Sérverslun með innrömmunarvörur Tilbúnir álrammar Litir: Gull, silfur og grátt Stærðir: 13x18cm 29,7x42cm 50x60cm 15x21 cm 34x40cm 50x70cm 18x24cm 40x40cm 56x71 cm 20x25cm 30x45cm 60x80cm 21 x29,7cm 40x50cm 62x93cm 24x30cm 41x61cm 70x90cm 28x35cm 42x59,4cm 70x1 OOcm 35x35cm 50x50cm 60x90cm 30x40cm 46x61 cm Smellurammar Stórkostlegt úrval af Gallerí plakötum Alhliða innrömmun Næg bilastæði RAMMA A MIÐSTOÐIN ^ ' Sigtúni 10 - sími 25054 Skáhallt á móti Bilaþvottastöðinni Blika /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.