Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. Sérstæð sakamál Dauðínn þurrkaði út skuldina I mars á síðasta ári bjargaði Matt Paterson lífi Helenar Niland. Hann var þá fjörutíu og sex ára en hún tuttugu árum yngri. fíann varð ást- fanginn af henni, en svo komu upp erfiðleikar á milli þeirra og þeir áttu eftir að hafa afleiðingar sem enginn hefði getað séð fyrir. Að kvöldi 10. mars í fyrra var Matt Paterson á leið héim til sín, en hann bjó í Chesterfield á Englandi. Klukk- an var að verða átta um kvöldið og hann var þreyttur. Matt var pípu- lagningamaður og hafði verið að setja miðstöðvarhitun í hús í ná- grenninu. Er hann hafði ekið um hríð fór hann framhjá bíl sem lá úti í skurði og í fyrstu véitti hann honum enga sérstaka athygli, en svo sá hann að afturljósin loguðu. Þá stöðvaði hann bíl sinn og gekk að htla Mini- bílnum sem lá utan vegarins. Meðvitundarlaus ung kona lá fram á stýrið í Minibílnum og úr enni henn- ar blæddi. í fyrstu ætlaði Matt að reyna aö ná henni út en hann gat engar dyr opnað. Þá kom honum til hugar að brjóta rúðu en hætti við þaö, því hann óttaðist að um innri meiðsli gæti verið að ræða og því væri best að hreyfa sem minnst við konunni. Hann hélt því til húss sem var um hálfan kilómetra frá og hringdi á lögreglu. Fljótlega komu svo lögreglubíll og sjúkrabíll á vett- vang og skömmu síðar var unga kon- an komin á sjúkrahús. Þar var hún rannsökuð í skyndi og kom þá í ljós að annað nýrað var sprungið og sömuleiðis miltað. Helen Niland vaknaöi nokkru síðar til lífsins og fékk þá að vita hvað gerst hafði. Þá varð henni ljóst aö hún mátti þakka Matt Paterson að hún var enn á lífi. Hefði hann ekki komið að á þessari stimdu hefði hún að öllum líkindum verið látin áður en hún hefði komist á sjúkrahús. Um hálfum mánuði síðar, þann 28. mars, fékk Helen að fara af sjúkra- húsinu. Þá tók hún leigubíl og ók heim til Matts Patersons til þess að þakka honum lífgjöfina. Er Helen hitti Matt á heimili hans faðmaði hún hann að sér og sagöi að hún gæti aldrei endurgoldið honum það sem hann hefði gert fyrir hana. Viðstödd voru kona Matts, Sylvia, sem var ijörutiu og fimm ára, og son- ur þeirra, Derrick, sautján ára. Matt hafði þá að sjáifsögðu sagt þeim frá því sem gerst hafði en engu að síður komust mæöginin við er þau sáu hve þakklát unga konan var. Sylvía bauö henni til kvöldveröar og seint um kvöldið ók Matt henni svo heim til sín. Aldrei ótrúr konu sinni Þegar Helen steig út úr bíl Matts kyssti hún hann á kinnina og þakk- aði honum á ný lífgjöfina. Svo bætti hún því við aö hún byggi ein og lang- aði hann til þess að fá sér í glas með henni, væri hann velkomin. Augna- tíliit hennar fék Matt til þess að trúa því að hún ætti við annaö og meira en drykk. Á leiðinni heim velti Matt þessum orðum hennar fyrir sér og þá hélt hann aö ímyndunaraflið væri að hlaupa með hann í gönur. Hún var yngri en hann og í þau tuttugu og tvö ár sem hann hafði veið kvæntur hafði hann aldrei haldið framhjá Sylvía Paterson og sonurinn Derrick. konu sinni. Þá fann hann á þessari stundu heldur enga sérstaka löngun til þess. Heim til Helenar Nokkrum dögum síðar var Matt Paterson þó kominn að dyrum íbúð- ar Helenar. Var það forvitni sem rak hann þangað? Hafði hann þörf fyrir að tala við einhverja aðra en konu sína? Eða gat það verið að hann lang- aöi til þess aö sýna að hann gæti feng- ið konu, sem var svona miklu yngri, tíl lags við sig? Matt hefur oft reynt að finna svar við þeirri spumingu síðan, en hvað svo sem það var sem fékk hann til þess að heimsækja Hel- en þetta kvöld varð afleiðingin sú að hann fór upp í rúm með henni og var hjá henni fram yfir miðnætti. Sylvía kona hans trúði skýringu hans, enda hafði hann aldrei gefið henni tilefni til þess að vera með grunsemdir í hans garð vegna annarra kvenna. Þremur vikum síðar, og eftir nokkra ástarfundi með Helen, fannst Matt að hann yrði að segja konu sinni sannleikann. Þó var hana ekki farið að gruna neitt og ef til vill hefðu aldr- ei vaknað neinar grunsemdir með henni, en nú var hins vegar svo kom- ið fyrir Matt að hann vildi fara frá konu sinni til þess að taka saman við Helen. Það sem Matt sagði Sylvíu varð henni mikiö áfall en hún bauðst þó til þess að fyrirgefa honum ef hann héti því að eiga ekki fleiri fundi með Helen Niland. Allt kom þó fyrir ekki því Matt var búin að taka sína ákvörðun. í upphafi gekk allt vel fyrir þeim Matt og Helen. Er þau höfðu búiö saman í hálft ár fóru þó ýmiss konar vandamál að gera vart við sig. Helen hafði þá fengið að finna fyrir því hve mjög það skertí fjárráð Matts að þurfa að greiða mánaöarlega til konu sinnar og sonar. Var hún þá komin að þeirri niðurstööu að það tæki Matt langan tíma að kaupa fyrir þau íbúð en að auki var Matt heimakær og vildi helst sitja fyrir framan sjón- varpið á kvöldin. Helen var aftur á móti gefin fyrir það að fara út og skemmta þér. Helen verður þreytt Um þetta leyti fór Helen að hafa á því orð við Matt að hann ætti að taka saman við konu sína á nýjan leik. Hann sagði hins vegar viö Helen að hann væri búinn að færa svo miklar fórnir hennar vegna að hann myndi aldrei fara frá henni. Hann hefði yfirgefið konu og son og að auki ætti Helen sér lífið aö þakka. Hún yrði að endurgjalda sér það meö ást sinni. Helen gerði honum aftur á móti ljóst að hún heföi ekki mikla trú á því aö þau gætu orðið hamingju- söm til frambúðar. Helen verður ástfangin Sannleikurinn var líka sá aö Hel- en gat ekki endurgoldið ást hans lengur því hún var orðin ástfangin af öðrum og yngri manni. Hann hét Douglas Beckwith, var tuttugu og níu ára og átti miklu meira sameiginlegt með henni en Matt og vann að auki í sama fyrirtæki og hún. Hún hafði þekkt hann í ár og þau byrjuðu að fara út saman í nóvember í fyrra eða um sjö mánuðum eftir að Helen fór aö búa með Matt. Douglas Beckwith vissi um sambúð Helenar og Matts og bað hana um að binda enda á hana. En af ein- hveijum ástæðum dró Helen að segja Matt frá Douglas. Grunsemdir vakna með Matt Eftir nokum tíma fannst Matt eitthvað einkennilegt við hegðan Helenar og fór hann þá að gruna að ekki væri allt með felldu um fjarvist- ir hennar að heiman. Það var þó ekki fyrr en á jólunum, er Matt kom í heimsókn til konu sinnar fyrrver- andi, Sylvíu, að hann fékk staðfest- ingu á því að Helen væri með öðrum manni. Sylvía sagði honum þá frá sambandi Helenar við yngri mann og sagðist hafa séð þau saman á krá kvöldiö áður. 4. janúar byrjaði Helen að vinna eftir áramótafríiö. Þann dag beið Matt í leyni fyrir utan skrifstofu hennar er hún kom frá vinnu. Hún birtist með Douglas Beckwith við hhð sér en hann ók þeim heim til hans og þar fyrir utan beið Matt í tvær stundir. Þá birtíst Helen á tröppum hússins ásamt Douglas sem kvaddi hana meö kossi. Fór hún svo að leita aö leigubíl. Er Helen kom heim var Matt kom- inn þangað nokkrum mínútum á undan henni. Þá var klukkan um átta um kvöldið. Örlagastundin í lífi Matts og Helen- ar var nú runnin upp. Hann spurði hana hvar hún hefði verið og svaraði hún þvi þá til að hún hefði farið á krá með nokkrum vinkvenna sinna. Matt kreppti hnefana því hann vissi að hún var að segja ósatt en það var sama hve oft hann spurði hana. Hún vildi ekki segja honum sannleikann og allt í einu varð Matt gripinn svo mikilli reiði að hann missti alla stjórn á sér. Hann fór að slá Helen og sparka í hana og því hélt hann áfram þar tíl hún var látín. Játaði verknaðinn Matt hringdi skömmu síðar til lögreglunar og tilkynnnti um verkn- aðinn. Hún kom þegar á vettvang og þá reyndi hann að gera grein fyrir því sem gerst hafði. Hvernig mátti það vera að unga konan, sem hann hafði bjargað frá dauða, skyldi nú hggja liöið lík við fætur hans? Þeirri spurningu hefur hann ef til vill ekki getað svarað enn. Á lögreglustöðinni gaf Matt Paret- son nákvæma skýrslu og um leið var hann settur í tveggja daga varðhald. Þegar hann kom svo fyrir rannsókn- arrétt, lýstí hann þegar í stað sök á hendur sér. Síðan tók við lengra varðhaid sem vara mun þar til dóm- ur verður kveöinn upp í máli hans. Lögin gera ráð fyrir að dæma megi hann í allt að fimmtán ára fangelsi. Matt Paterson stendur því í stórri skuld þótt verknaöurinn sem hann gerðist sekur um hafi þurrkað út skuld þá sem Helen Niland stóð í við hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.