Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 29
8S p«pr TMT'TT, t UITOAnflA.niIA.I LAUGARDAGUR 4. JÚNl 1988. 29 Hinhlidin • Guðlaugur Bergmann var einn af þeim sem opnuðu Norðurá í Borgarfirði i liðinní viku. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðjónsdóttur sem heldur á vænum laxi sem tók hjá Guðlaugi á Bryggjunum. DV-mynd G. Bender „Stefni að því að léttast á þessu ari" segir Guölaugur Bergmann, verslunarmaður og laxabani „Ég veiddi minn fyrsta lax í Ölfusá á heimatil- búna stöng þegar ég var átta eða níu ára gamall,“ segir Guölaugur Berg- mann sem margir segja aö sé einn snjallasti lax- veiðimaður landsins. Laxveiðitímabilið er hafið og Guðlaugur var einn af mörgum veiði- mönnum sem opnuðu Norðurá í Borgarfirði. Eins og kom fram í DV í vikunni fékk Guðlaugur vænan fisk fyrs.ta daginn og naut þar dyggrar að- stoðar konu sinnar, Guð- rúnar Guðjónsdóttur, sem fylgir bónda sinum jafnan við veiðar á sumr- in. Við slógum á þráðinn upp í veiðihúsið í Norð- urá í vikunni og svör Guðlaugs fara hér á eftir: Fullt nafii: Guölaugur Bergmann. Fæðingardagur og ár: 20. október 1938. Maki: Guðrún Guðjónsdóttir. Börn: Fimm, Ragnar, Ólafur, Daní- el, Guöjón og Guðlaugur. Biflreiö:Langur Pajerojeppi, árgerð 1985. Starf: Verslunarraaður. Laun: Ura 200 þúsund á mánuöi. Annars bý ég til mín laun sjálfur og þau geta verið mismunandi. Áhugamál: Ég er mikill áhugamað- ur um veiði, félagsmál og þjóðmál ásarat mörgu fleiru. Hvað hefur þú fengiö margar tölur réttar í lottóinu? Eg spfla aldrei í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lifa lífinu. Hvaö finnst þér leiðiniegast að gera? Mér finnst leiðinlegast að þurfa að sofa þegar sólin er sem hæst á lofti. Umsjón: Stefán Kristjánsson Hvað er þaö neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Ætli það sé ekki þegar ég átti Wagoneer jep- pann og þaö sprakk þrívegis hjá mér þegar ég var að aka á milli veiðistaða. Uppáhaldsmatur: íslenskur lamba- hryggur. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ætli þeir séu ekki jafnir í efsta sætinu Ás- geir Sigurvinsson og Arnór Guöjo- hnsen. Uppáhaldstímarit: Ég les aldrei tímarit en þú getur sagt Veiðimað- urinn. Fallegasta kona sem þú hefhr séö fyrir utan konuna þína: Eli2abeth Taylor. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Hlutlaus. í hvaða sæti hafnar íslenska lands- liðið í handknattleik á ólympíuleik- unum? Ég vona aö það haldi sjötta sætinu frá síðustu heimsmeistara- keppni. Hvaöa persónu langar þig mest til aö hitta? Hún heitir. Margaret Thatcher. Uppáhaldsleikari: Þeir era margir góöir, ég segi Paul Newman. Uppáhaldssöngvari: Ég sjálfur þeg- ar ég er í góðu skapi. Uppáhaldsstjómmálamaöur: Steingrímur Hermannsson. Hlynntur eða andvigur bjórnum: Hlynntur. Hlynntur eöa andvígur veru vam- arliðsins hér á landi: Hlynntur. Hver útvarpsstöðvanna finnst þér best? Ég hlusta lítið á útvarp. Æth það sé ekki bara sú stöð sem ég hitti á hvetju sinni þegar ég leita á tækinu í bílnum. Uppáhaldsútvarpsmaður: Get ekki gert upp á milli Páls Þorsteinsson- ar og Hallgrims Thorsteinssonar. Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér, Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég kann betur viö Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það var Ingvi Hrafn Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaöur. Norð- urá. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR, KR og aftur KR. Eitthvað sérstakt sem þ. -.tefnir að á þessu ári: Að léttast. Hvað ætlar þú aö gera í sumarfrí- inu? Veiöa lax. -SK TIL SÖLU 25 tonna LINK BELT lítið notaður, í mjög góðu ástandi, allur nýyfirfarinn. Uppl. í síma 43722. REYKHOLT Tiiboð óskast í að fullgera 1. hæð, einangrun og lagnir í kjallara og 2. hæð í húsi A, mötuneytishúsi, í Reykholti í Borgarfirði. Flatarmál 1. hæðar er 598 m2 en hússins alls um 1600 m2. Einangrun útveggja er um 620 m2 og múrhúðun útveggja um 250 m2. Verkinu í heild skal lokið fyrir 1. júní 1989, en hluta verks- ins fyrir 1. september 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 10. júní 1988 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 21. júní 1988 kl. 14.00. II\II\IKAUPAST0FI\IUI\1 RÍKISIIMS __________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Sumartími í HAGKAUP verslanir verða opnar sem hér segir: Skeifan mánud. - fimmtud. .........9 - 1830 föstud.........9 - 21 laugard..........lol^að , »• '’0\ , Kringlan mánud - fimmtud. ........10 - 19 föstud.........10 - 21 laugard............lokað Kjörgarður mánud. - fimmtud...,.....9 - 18.. föstud.........9 - Í’9;. laugard.........lokað Njarðvík mánud. - fimmtud.......10 - 19 föstud.....10 -20 laugard.......10 - 14 Akureyri mánud. - miðvikud.......9- 18 fimmtud.........9 - 20 föstud..9 - 19 laugard.lokað HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.