Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. Kasparov nálgast Fischerstyrk sigraði glæsilega á fjögurra manna móti í Amsterdam Heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína á íjögurra manna móti í Amsterdam sem lauk sl. sunnudag. Er yfir lauk hafði Kasp- arov tveimur og háifum vinningi meira en landi hans Anatoly Karpov og innbyrðis úrslit þeirra' irnðu 3-1 Kasparov í vil. Mótið sprengdi kvarða alþjóða- skáksambandsins, var í 17. styrk- leikaflokki af 16 mögulegum! Auk K-anna tveggja tóku þátt hollensku stórmeistaramir Jan Timman og John van der Wiel. Mótið var hugs- að sem nokkurs konar landskeppni Sovétríkjanna og Hollands en í þeim skilningi varð keppnin þó aldrei spennandi. Van der Wiel var bersýnilega lakastur fjórmenning- anna en tvo af þremur vinningum sínum hirti hann af landa sínum Timman. Kasparov hlaut 9 vinninga í 12 skákum (tefldar voru flórfaldar umferðir) sem er sérdeilis glæsileg- ur árangur. Hann vann eina skák af Timman, tvær af Karpov og þrjár af Van der Wiel. Öðrum skákum Kasparovs lauk með jafntefli en eins og heimsmeistara sæmir tap- aði hann ekki skák. Sigur hans á mótinu hlýtur því að teljast afar verðskuldaöur. Um 2. sætið börð- ust Karpov og Timman og hafði Karpov betur, hlaut 6,5 vinninga en Timman 5,5 v. Innbyrðisskákum þeirra lauk öllum með jafntefli en Karpov markaði betur á Van der Wiel, leyfði aðeins eitt jafntefli gegn honum í fjórum skákum en með Hollendingunum tveimur var hins vegar jafnræði. Þessi yfirburðasigur Kasparovs leiðir hugann ósjálfrátt að öðrum snillingi skákarinnar sem var þekktur fyrir allt annað en meðal- mennsku. Sá er huldumaðurinn Bobby Fischer sem hætti opinber- lega að tefla eftir heimsmeistara- einvígiö við Spassky í Reykjavík 1972. Fischer er í felum í Pasadena í Kaliforníu og enginn veit hvort hann er með hálfum eða öllum mjalla. Þó koma upp sögusagnir um meistarann öðru hveiju sem flestar benda til að hann fylgist grannt með öllu sem gerist á skák- sviðinu og hafi aldrei verið sterk- ari. Spassky mun hafa heimsótt hann sl. haust en harni er þögull sem gröfin um það hvað þeim fór í milli. Annars mun Spassky hafa í hyggju að setjast að í Kaliforníu í eitt ár sem sumir segja að sé í beinum tengslum við endurkomu Fischers í skákheiminn. Það er önnur saga. Fischer hefur átt flest Eló-stig allra, 2785 stig, efdr að hafa þurrk- að út Tajmanov og Larsen og leikið Petrosjan grátt í áskorendaeinvígj- unum 1971. Samkvæmt tölunum er hann sterkasti skákmaður allra tíma en vitaskuld verður að taka slíkri fullyrðingu með fyrirvara þar eð öll tormerki eru á að bera saman meistara mismunandi tíma- bila. Kasparov hefur 2750 stig og eftir mótið í Amsterdam nálgast hann stigatölu Fischers óðfluga. Líklegt er að hann hafi bætt við sig um 20 stigum frá því á stigahstan- um 1. janúar. Karpov hefur 2715 stig en aðrir skákmenn hafa ekki náð 2700 stiga markinu. Skák Jón L. Árnason Mótið í Amsterdam þótti í dau- fara lagi en innbyrðisbarátta Karpovs og Kasparovs bætti það margfalt upp. Einkrnn dró til tíð- inda í skákum þeirra er Kasparov hafði hvítt. Karpov beitti Caro- Kann vöm í bæði skiptin en skák- imar urðu þó ólíkar. í þeirri fyrri lét Kasparov öllum illum látum og fómaði tveimur mönnum fyrir sókn en í seinni skákinni fór hann sér hægar. Þrengdi smám saman að Karpov uns hann gat sig hvergi hrært. Fyrri skák þeirra verður að telja þá mögnuðustu sem þeir hafa nokkm sinni teflt. Hún var miklu fremur í anda rómantísku meistar- anna heldur en rökhyggju nútím- ans. Það var öllum ljóst sem á horfðu að mannsfómir Kasparovs stóðust ekki en hið ótrúlega gerðist að Karpov fótaði sig ekki í vöm- inni. Til að bæta gráu ofan á svart féll hann svo á tíma er hann hafði enn dágóða möguleika til að verj- ast. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann vörn. 1. e4 c6. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 í seinni Caro-Kann glímu þeirra félaga lék Kasparov 5. Rg5 og eftir 5. - RgfB 6. Bd3 e6 7. Rlf3 Bd6 8. 0-0 h6 9. Re4 Rxe4 10. Bxe4 0-0 11. c3 e5 12. Bc2 He8 13. Hel exd4 14. Hxe8+ Dxe8 15. Dxd4 De7 16. Bf4 Bxf4 17. Dxf4 hafði hann þægilegri stöðu og eftir slaka taflmennsku Karpovs náði hann miklum þrýst- ingi. 5. - RgfB 6. Rg3 Reynslan hefur sýnt að hvítur hefur eftir litlu að slægjast eftir 6. Rxf6 RxfB 7. c3 eins og Kasparov og Karpov tefldu í tvígang í Sevilla eða 7. Re5 Be6 eins og varð uppi á teningnum í 3. einvígisskák Jó- haxms og Kortsnojs í Saint John. 6. - e6 7. Bd3 Be7 8. 0-0 c5 9. De2 0-0 10. Hdl Dc7 11. c4 cxd4 Annar möguleiki er 11. - He8!? sbr. gamla skák, Tal - Ciric, Budva 1967. 12. Rxd4 a6 13. b3 He8 14. Bb2 b6 15. Rh5 Bb7 16. Rxe6?! Ákaflega freistandi en fórnin stenst því miður ekki. 16. - fxe6 17. Dxe6+ Kf8! Karpov fellur ekki í gildmna 17. - Kh8? 18. Df7! Rxh5 19. Dxh5 RfB 20. Df7 og vinnur. 18. Bxh7 Rc5 Og nú hafði Karpov vitaskuld hvorki áhuga á 18. - Rxh5 19. Dg8 mát, né 18. - Rxh7 19. Bxg7 mát! í stað þessa bægir hann hættunni frá með ískaldri yfirvegun. 19. Dh3 Rxh7 20. Bxg7+ Kg8 21. Bb2 Dc6! 22. Hd4 Re4 23. Hel Reg5 24. Dg4 Ba3! 25. Bc3 Ekki gekk 25. Hxe8 + Hxe8 26. Bc3 vegna 26. - Hel mát. Hvítur er glat; aður og nú hefði Karpov getað gert, út um tafliö í leiknum: £ 1 £ 4 k Af A 2 A.SA A í i A A 2 ABCDEFGH 25.-Hxel + ? Eftir 25. - Bb2! er ekki annað að sjá en hvítum séu allar bjargir bannaðar. Sem fyrr má ekki drepa biskupinn vegna mátsins í borðinu. Karpov teflir ekki sem nákvæmast en vinningurinn er þó enn innan seilingar. 26. Hxel He8 27. Bd2! Bcl 28. h4 Bxd2 29. Hxd2 Hel + ? En nú fórlast honum alvarlega. Með 30. - De4! myndi svartur án efa tryggja sér sigurinn. T.d. 31. Rf6+ Rxf6 32. Dxg5+ Kf7ogtjaldiö fellur. 30. Kh2 He4? 31. f4 De6 32. Hd8+ Kf7 33. Hd7+! Kf8 34. Dxe6 Hxe6 35. hxg5 He7 36. Hxe7 Kxe7 37. g4 Be4 38. Kg3 Bbl 39. a3 Og áður en Karpov náði að leika 39. - Ba2 40. b4 Bxc4 féll hann á tíma! Úrsht þessarar skákar hljóta að hafa verið mikið áfall fyrir Karpov því að hann var algjörlega heillum horfinn í seinni hluta mótsins. -JLÁ Sigursveitin komstbakdyramegin í úrslitin Valur-Jón-Guðlaugur-Öm báru sigur úr býtum í úrslitaleik við sveit Braga Haukssonar í opnu móti Sparisjóðs Kópa- vogs og Bridgefélags Kópavogs, sem hald- iö var um sl. helgi. Mótið var útsláttarmót með þeim fyrir- vara að sveitir, sem slegnar voru út, áttu aögang að úrslitunmn með því að spila í samhliða sveitakeppni þeirra sveita sem höfðu tapað leik. Leið þeirra félaga í úr- slitin var einmitt þannig og í undanúrslit- mn spiluðu þeir við Jón-Guðna-Anton- ur Þórðaraon spila hér gagn Emi Amþórasynl og Guðlaugi R. Jóhannssyni. Bridge Stefán Guðjohnsen Friðjón og sigruðu naumlega. Hér er skemmtilegt skiptingarspil frá þeim leik, sem bauö upp á ýmsa mögu- leika fyrir báðar sveitir. V/A-V ♦ 2 ¥ KG65 ♦ ÁD2 + KG843 * KG53 ¥ 3 ♦ G8654 + 752 ♦ 76 ¥ Á98 ♦ K1097 + D1096 ♦ ÁD10984 ¥ D10742 ♦ 3. ♦ Á vinna fimm spaða því sagnhafi nær að trompa þijú hjörtu. Jón spilaði hins veg- ar út trompi og þar með virtist spihð tap- að. Friðjón drap í blindum og í stað þess að spila hjarta, sem virðist eina vinnings- vonin, þá spilaði hann tígU. Valur þorði ekki að gefa og átti slaginn á ásinn. Hon- um fannst hann nú þurfa að koma Jóni inn til þess að trompa aftur út og spilaði því hjarta. Jón átti slaginn á ásinn og trompaði aftur út. Friðjón drap aftur í blindum og spfiaði Utlu hjarta. Valur þorði ekki að gefa, lét gosann og þar með var spiUð unnið því Friðjón trompsvínaði drottningunni næst. Valur var of fljótur á sér þegar hann var inni á tígulás. Það lá ekkert á því að spUa hjarta. Hann gat spUað sig út á laufi og eftir það var sagnhafi vamarlaus. Þeg- ar hann spUar hjarta í ijórða slag fær Jón slaginn á áttuna, trompar út og spiUð er tapað. Auðvitað gat Friðjón unnið spiUð með því að spUa hjartadrottningunni í fimmta slag, síðan tíunni næst og fríað þannig sjöið. En hann kaus að spila upp á kóng- inn þriöja hjá vestri eða gosann þriðja hjá austri sem er í sjálfu sér ekkert verri möguleiki. I opna salnum sátu n-s Friðjón og Anton, en a-v Jón og Valur. Þar gengu sagnir á þessa leið: Vestur Noröur Austur Suður 1L lSx) 2S dobl pass pass 3L 4S 5L pass pass 5S dobl pass pass pass En víkjum í lokaða salinn. Þar sátu n-s Guðlaugur og Öm en a-v Guðni og Jón. A-v gátu passað út þrjá spaða: Vestur Noröur Austur Suður 2L pass 3L dobl pass 3T dobl 3H dobl 3S pass pass 4L pass pass 4S pass pass pass x) spaði og annar Utvu1 Sannarlega skemmtUegt spU sem gaf Ef ekki kemur tromp út er auðvelt að báðmn sveitum ýmsa möguleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.