Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 53
LAUGARDAGUR 2. JtJLÍ 1988. 65 Afmæli Pétur Sigurðsson Pétur sjómaöur Sigurösson, Goö- heimum 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Pétur fæddist í Keflavík 2. júlí 1928. Hann lauk gagnfræöaprófi í Reykjavík 1944, fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1949 og farmannaprófi 1951. Pétur var sjómaöur á fiskibátum frá unga aldri, á togurum frá 1944-50 og á togurum og verslunar- skipum frá 1950-62. Hann starfaöi hjá Eimskipafélagi íslands frá 1952. Pétur var þingmaður Reykvíkinga frá 1959-78 og frá 1979-87. Hann hefur verið forstöðumaöur Hrafn- istu í Hafnarfirði frá 1977. Hann var ritari Sjómannafélags Reykjavíkur 1960-76 og ritari Sjómannasam- bands íslands um átta ára skeið. Pétur hefur veriö í Sjómannadags- ráði frá 1959 og formaður þess og stofnana þess frá 1961. Hann var í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1978-87 og hefur setið í stjórn Óð- ins. Pétur vann að stofnun SÁÁ og hefur verið í stjórn samtakanna. Pétur kvæntist 11. september 1952 Sigríöi Sveinsdóttur, f. 1. júlí 1931, skrifstofumanni. Foreldrar Sigríðar: Sveinn, forstjóri í Reykja- vík, Ingvarsson og kona hans, Ásta Fjeldsted Ingvarsson. Pétur og Sigríöur eignuðust tvo syni og tvær dætur en eldri sonur þeirra drukknaði í Chile fyrir fáum árum. Böm Péturs og Sigríðar: Sig- urður, prentari, f. 30. janúar 1955, lést af slysfórum; Ásta f. 13. apríl 1966, er tveggja barna móðir, hefur Pétur Sigurðsson. lokið námi í flugvirkjun og stundar nú nám i tölfræöi í Oklahoma; Skúli f. 19. febrúar 1961, er starfs- maður á barna- og unghngageð- deild Landspítalans að Dalbraut 12; Margrét, f. 3. nóvember 1966, starf- ar viö tannlæknadeild HÍ. Bróöir Péturs er Guðjón Sverrir, f. 17. október 1925, fyrrv. formaöur Iðju, félags verksmiðjufólks, en hann starfar nú hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins og Tæknistofn- un íslands. Kona hans er Valdís Sigurlaug Daníelsdóttir og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Péturs: Sigurður Pét-' ursson, kaupmaður í Keflavík, og kona hans, Birna Ingibjörg Hafliöa- dóttir. Faöir Sigurðar var Pétur, sjómaður í Keflavík, Jónsson, frá Katadal í Húnavatnssýslu, Jóns- sonar. Móöir Sigurðar var Ingi- björg, systir Þórðar, langafa Jóns Guömundssonar á Reykjum og langafa Vigdísar, móður Láru Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Stjórnunarfélagsins. Þórður var afi Erlends Ó. Péturssonar, formanns KR, sem var móöurbróðir Péturs Guðfinnssonar, framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, fóður Péturs leiklistarfræðings. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og skipasmiðs í Eng- ey, Péturssonar, b. í Engey, Guð- mundssonar. Meðal barna Péturs í Engey voru Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar, Sigríður, langamma Péturs Sigurgeirssonar biskups og Péturs Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, Halldóra, langamma Gunn- ars, föður Þorsteins arkitekts. Móðir Péturs, Birna, er dóttir Hafliða, sjómanns í Rvík, bróður Bjarna vígslubiskups, afa Guðrún- ar Ágústsdóttur borgarfulltrúa. Hafliði var sonur Jóns, tómthús- manns í Mýrarholti i Rvík, Odds- sonar, b. á Vindási i Kjós, Loftsson- ar. Móðir Jóns var Kristín Þor- steinsdóttir, systir Kristínar eldri, langömmu Þuríðar Pálsdóttur og Jórunnar Viðar. Móðir Hafliöa var Ólöf, systir Guðnýjar, ömmu Jó- hannesar Zoega hitaveitustjóra. Ólöf var dóttir Hafliða, tómthús- manns í Nýjabæ í Rvík, Nikulás- sonar, og konu hans, Guðfinnu Pétursdóttur, systur Jóns í Engey, afa Sigurðar, fööur Péturs. Pétur tekur á móti vinum og sam- starfsmönnum í Sigtúni 3 í dag kl. 16-18. Palmi Gislason Pálmi Gíslason, formaður Ung- mennafélags íslands og útibús- stjóri Samvinnubankans, Eikju- vogi 25, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Pálmi fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Þriggja ára gamall missti hann fóð- ur sinn en fimm árum síðar giftist móöir hans Kristmundi Stefáns- syni, b. í Grænuhlíð í Torfalækjar- hreppi. Pálmi útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1959 og var kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Hún- vetninga í tvö ár. Hann starfaði við verslunarstörf í Danmörku í tvö ár og var verslunarstjóri hjá KRON í fimm ár. Pálmi hefur unnið hjá Samvinnubankanum frá 1968 og hefur verið útibússtjóri á Suður- landsbraut frá því útibúið þar tók til starfa. Pálmi gekk í ungmennafélag þrettán ára og var formaður frjáls- íþróttadeildar Breiðabliks og gjald- keri félagsins í nokkur ár. Hann var gjaldkeri UMSK og formaður UMSI frá 1979. Hann var í stjórn Norrænna samvinnufélaga og í framkvæmdastjórn Landssam- bands íslenskra samvinnustarfs- manna 1973-79. Kona Pálma er Stella Guðmunds- dóttir, f. 25. apríl 1941, skólastjóri. Foreldrar hennar: Guðmundur Þorláksson náttúrufræðingur, sem nú er látinn, og kona hans, Elisa- beth Þorláksson. Börn Pálma og Stellu eru: Gísli, f. 2. apríl 1962, tölvunarfræðinemi við HI, giftur Hjördísi Ásgeirsdótt- ur, en hún átti eitt barn fyrir og þau eiga eitt barn saman; Guð- mundur Atli, f. 17. júlí 1963, er við nám í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði; Elísabet, f. 6. september 1965, gift Pétri Guðmundssyni, kúlu- varpara og lögreglumanni, og eiga þau tvö börn. Hálfsystir Pálma, samfeðra, er Margrét, kona Halldórs E. Sigurðs- sonar, fyrrv. ráðherra. Hálfsystk- ini Pálma, sammæðra, eru: Einar, b. í Grænuhlíð, f. 1947; Guörún, húsmóðir á Sauðárkróki, f. 1948; Anna, starfsmaður hjá SKÝRR, f. 1950; Helga, húsmóðir í Reykjavík, f. 1953, og Bergdís, kennari á Sval- barðseyri, f. 1958. Foreldrar Pálma: Gísli Pálmason, b. á-Bergsstöðum, og kona hans, Helga Einarsdóttir. Faðir Gísla var Pálmi, b. á Æsustöðum í Langadal, Sigurðsson. Móðir Pálma var Guð- rún, systir Jóns, alþingismanns á Sólheimum, langafa Pálma, alþing- ismanns á Akri. Bróðir Guðrúnar var Erlendur, langafi Örlygs Sig- urössonar listmálara. Guðrún var dóttir Pálma, b. á Sólheimum í Svínavatnshreppi, Jónssonar, b. á Sólheimum, Benediktssonar, af Eiðsstaðaættinni. Móðir Pálma á Sólheimum var Ingiríður Jóns- dóttir, af Skeggstaðaættinni. Móðir Gísla var Sigríður Gísladóttir, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Móð- ir Sigríðar var Elísabet Pálmadótt- Pálmi Gislason. ir, hálfsystir Guðrúnar, móður Pálma á Æsustöðum. Móðir Pálma, Helga, er dóttir Einars, b. á Grjóti í Þverárhlíð, Helgasonar, b. á Ásbjarnarstööum í Stafholtstungum, Einarssonar, b. á Ásbjarnarstööum, bróður Jóns á Svarfhóli, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts. Einar var sonur Halldórs „fróða“, b. á Ás- bjarnarstöðum, Pálssonar. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, b. á Háreksstöðum í Norðurárdal, Ey- jólfssonar, b. og skálds í Sveina- tungu, Jóhannessonar. Móðir Jóns var Helga Guðmundsdóttir, b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Guð- mundssonar, af HáafeOsættinni, bróður Sigurðar á Háafelli, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófess- ors. Pálmi tekur á móti gestum í dag á heimili sínu, Eikjuvogi 25, Reykjavík. Gudfínna S. Olafsdóttir Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir, Marklandi 16, Reykjavík, er sjötug í dag. Guðfmna er fædd að Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Þuríðar Guð- mundsdóttur og Ólafs Péturssonar bónda. Guðfinna átti 14 systkini, en 12 þeirra eru enn á lífi. Guðfinna giftist 12.10. 1940 Guð- mundi Inga Ágústssyni, skósmið og síðar kaupmanni í Reykjavík. Guðfmna fluttist til Reykjavíkur og fyrsta heimiO þeirra hjóna var á Vatnsstíg 9. Þaðan fluttu þau í Snekkjuvog 12 og þá aö Rauðageröi 52. Börn þeirra eru Maja, Sigrún, Ólöf Hafdís, Kristján og Linda. Barnabörnin eru 13. Guðfinna og Guðmundur ráku söluturn á Bústaðavegi í rúm 20 ár. Guðmundur lést árið 1978. Fyrir tveim árum flutti Guðfinna í Markland 16. Guðfinna verður að heiman á af- mælisdaginn. Guófinna Sigrún Ólafsdóttir. Kjartan Þorleifsson Kjartan Þorleifsson, Hamraborg 16, Kópavogi, verður sjötugur mánu- daginn 4. júlí. Kjartan er fæddur og uppahnn á Eyrarbakka, sonur hjónanna Ágústu Þórðardóttur og Þorleifs Halldórssonar frá Einkofa. Kjartan á tvær systur á lífi en bræður hans tveir eru látnir. Kjartan fluttist til Reykjavíkur 1942 og var á togurunum Skalla- grími og Hallveigu Fróðadóttur 1939-1952. Kjartan var í verka- mannavinnu 1952-1960, verkstjóri í fiskverkun Ingimundar hf. 1960- 1983 og hefur verið í saltfiskmati frá 1984. Kjartan kvæntist fyrri konu sinni 1943, Sigríði Nikulásdóttur, f. 16. júní 1918. Foreldrar hennar voru Nikulás Torfason, verkamaður á Stokkseyri, og kona hans, Helga Sveinsdóttir. Börn Kjartans og Sig- ríöar eru: Bryndís, f. 26. júlí 1943, gift Karli Arasyni, stýrimanni í Rvík; Ágústa, f. 10. maí 1947, gift Ólafi Olafssyni, stýrimanni í Garðabæ; Halldór, f. 11. maí 1949, vélstjóri í Rvík; Helgi, f. 28. nóv- ember 1950, matsveinn í Kaup- mannahöfn; Svanhvít, f. 6. sept- ember 1953, gift Einari Sigurði Sig- urðssyni, verslunarstjóra í kaup- félaginu á Hvammstanga; Guð- bjartur, f. 18. nóvember 1957, fanga- vörður í Rvík, og Bára, f. 21. apríl 1963, saumakona í Rvík. Kjartan kvæntist seinni konu sinni 10. ágúst 1979, Kristínu Maríu Krist- insdóttur, f. 10. júní 1928, handa- Kjartan Þorleifsson. vinnukennara í Kársnesskóla í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Kristinn Friðfmnsson, bygginga- verkamaður í Rvík, og kona hans, María Jónsdóttur. Börn Kristínar frá fyrra hjónabandi eru: Guðbjörg Jóna Jakobsdóttir, f. 5. október 1949, skrifstofumaður í Kópavogi; Þórður, f. 7. janúar 1954, húsasmið- ur á Seyðisfirði, kvæntur Grétu Garöarsdóttur, og Jón Kristinn, f. 11. júli 1959, matreiðslumaöur í Borgarnesi, kvæntur Guörúnu Daníelsdóttur. Kjartan og Kristín taka á móti gestum í sal Sjálfstæðisflokksins í Hamraborg 1 í Kópavogi laugar- daginn 2. júní, eftir kl. 20. Sigmar Eiríksson Sigmar Eiríksson, bóndi í Lang- holti, Hraungerði í Flóanum, verð- ur fertugur á sunnudaginn. Sigmar fæddist í Norðurgarði á Skeiðum og bjó um tíma á Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum. í Langholt fluttist hann fyrir nokkrum árum. Foreldrar Sigmars eru Rósa Pét- ursdóttir, 18.9. 1919, og Eiríkur Valdimarsson, f. 29.7.’ 1915. Sigmar á sjö systkini. Sigmar kvæntist 31.12. 1972 Sig- ríði Ásmundsdóttur, f. 7.1. 1954. Þau eiga þrjú börn, Ásmund, f. 24.7. 1975; Arnar, f. 25.10. 1976; Eirík, f. 22.5. 1987. Sigmar tekur á móti gestum í Félagsheimili Hveragerðis (\úð hliðina á Eden) í kvöld, laugardags- kvöld, eftir ki. 20. Leiðréttingar í afmælisgrein um Hólmfríði Þórdísi Ingimarsdóttur, sem birtist 25.6., var rangt farið með afmælis- daga barna hennar. Hildur Kristín Jakobsdóttir verslunarmaður er fædd 7.3.1935; Oddný Jakobsdóttir, ráðgjafi hjá SÁÁ, er fædd 4.2.1936; Sigurjóna Jakobsdóttir læknaritari er fædd 4.2.1936. Stjúpbörn Þórdís- ar eru Ásgeir H. Karlsson, verk- fræðingur, f. 13.1. 1927, kvæntur Ingibjörgu Johannesen, kennara og löggiltum skjalaþýðanda, Ásgeir er látinn; Katrín H. Karlsdóttir, vinnur hjá Flugleiðum í Stokk- hólmi, f. 27.11. 1932, maki Bragi Guðmundsson verkfræðingur, þau shtu samvistum; Halldóra Karls- dóttir, kaupmaður í Borgarnesi, f. 17.2.1936, maki Aðalsteinn Péturs- son, læknir á Borgarnesi. Aðal- steinn er látinn. Fóstursynir Þór- dísar eru Steingrímur V. Björg- vinsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 31.5.1944, maki Anna Hákonardótt- ir, þau slitu samvistum; Karl Dav- íðsson, gleraugnasmiður á Akur- eyri, f. 4.11. 1949, maki Margrét Eyfells. Fyrri maður Þórdísar var Jakob V. Þorsteinsson, f. 1.6. 1912. Þau slitu samvistum. Seinni maður Þórdísar var Karl Hjálmarsson, f. 17.12. 1900. Karl lést 11.7. 1964. í afmælisgrein um Guðjón Magn- ússon, sem birtist 28.6., var sagt að Guðjón hefði verið oddviti frá 1956-1961 en rétt er að Guðjón var oddviti 1956-1971. Þá var tengda- móðir Guðjóns, Sólveig Benjamíns- dóttir, sögð frá Krossanesi í Árnes- hreppi, en hún er að sjálfsögðu frá Krossnesi í sama hreppi. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.