Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 2. JtJLÍ 1988. 65 Afmæli Pétur Sigurðsson Pétur sjómaöur Sigurösson, Goö- heimum 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Pétur fæddist í Keflavík 2. júlí 1928. Hann lauk gagnfræöaprófi í Reykjavík 1944, fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1949 og farmannaprófi 1951. Pétur var sjómaöur á fiskibátum frá unga aldri, á togurum frá 1944-50 og á togurum og verslunar- skipum frá 1950-62. Hann starfaöi hjá Eimskipafélagi íslands frá 1952. Pétur var þingmaður Reykvíkinga frá 1959-78 og frá 1979-87. Hann hefur verið forstöðumaöur Hrafn- istu í Hafnarfirði frá 1977. Hann var ritari Sjómannafélags Reykjavíkur 1960-76 og ritari Sjómannasam- bands íslands um átta ára skeið. Pétur hefur veriö í Sjómannadags- ráði frá 1959 og formaður þess og stofnana þess frá 1961. Hann var í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1978-87 og hefur setið í stjórn Óð- ins. Pétur vann að stofnun SÁÁ og hefur verið í stjórn samtakanna. Pétur kvæntist 11. september 1952 Sigríöi Sveinsdóttur, f. 1. júlí 1931, skrifstofumanni. Foreldrar Sigríðar: Sveinn, forstjóri í Reykja- vík, Ingvarsson og kona hans, Ásta Fjeldsted Ingvarsson. Pétur og Sigríöur eignuðust tvo syni og tvær dætur en eldri sonur þeirra drukknaði í Chile fyrir fáum árum. Böm Péturs og Sigríðar: Sig- urður, prentari, f. 30. janúar 1955, lést af slysfórum; Ásta f. 13. apríl 1966, er tveggja barna móðir, hefur Pétur Sigurðsson. lokið námi í flugvirkjun og stundar nú nám i tölfræöi í Oklahoma; Skúli f. 19. febrúar 1961, er starfs- maður á barna- og unghngageð- deild Landspítalans að Dalbraut 12; Margrét, f. 3. nóvember 1966, starf- ar viö tannlæknadeild HÍ. Bróöir Péturs er Guðjón Sverrir, f. 17. október 1925, fyrrv. formaöur Iðju, félags verksmiðjufólks, en hann starfar nú hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins og Tæknistofn- un íslands. Kona hans er Valdís Sigurlaug Daníelsdóttir og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Péturs: Sigurður Pét-' ursson, kaupmaður í Keflavík, og kona hans, Birna Ingibjörg Hafliöa- dóttir. Faöir Sigurðar var Pétur, sjómaður í Keflavík, Jónsson, frá Katadal í Húnavatnssýslu, Jóns- sonar. Móöir Sigurðar var Ingi- björg, systir Þórðar, langafa Jóns Guömundssonar á Reykjum og langafa Vigdísar, móður Láru Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Stjórnunarfélagsins. Þórður var afi Erlends Ó. Péturssonar, formanns KR, sem var móöurbróðir Péturs Guðfinnssonar, framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, fóður Péturs leiklistarfræðings. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og skipasmiðs í Eng- ey, Péturssonar, b. í Engey, Guð- mundssonar. Meðal barna Péturs í Engey voru Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar, Sigríður, langamma Péturs Sigurgeirssonar biskups og Péturs Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, Halldóra, langamma Gunn- ars, föður Þorsteins arkitekts. Móðir Péturs, Birna, er dóttir Hafliða, sjómanns í Rvík, bróður Bjarna vígslubiskups, afa Guðrún- ar Ágústsdóttur borgarfulltrúa. Hafliði var sonur Jóns, tómthús- manns í Mýrarholti i Rvík, Odds- sonar, b. á Vindási i Kjós, Loftsson- ar. Móðir Jóns var Kristín Þor- steinsdóttir, systir Kristínar eldri, langömmu Þuríðar Pálsdóttur og Jórunnar Viðar. Móðir Hafliöa var Ólöf, systir Guðnýjar, ömmu Jó- hannesar Zoega hitaveitustjóra. Ólöf var dóttir Hafliða, tómthús- manns í Nýjabæ í Rvík, Nikulás- sonar, og konu hans, Guðfinnu Pétursdóttur, systur Jóns í Engey, afa Sigurðar, fööur Péturs. Pétur tekur á móti vinum og sam- starfsmönnum í Sigtúni 3 í dag kl. 16-18. Palmi Gislason Pálmi Gíslason, formaður Ung- mennafélags íslands og útibús- stjóri Samvinnubankans, Eikju- vogi 25, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Pálmi fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Þriggja ára gamall missti hann fóð- ur sinn en fimm árum síðar giftist móöir hans Kristmundi Stefáns- syni, b. í Grænuhlíð í Torfalækjar- hreppi. Pálmi útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1959 og var kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Hún- vetninga í tvö ár. Hann starfaði við verslunarstörf í Danmörku í tvö ár og var verslunarstjóri hjá KRON í fimm ár. Pálmi hefur unnið hjá Samvinnubankanum frá 1968 og hefur verið útibússtjóri á Suður- landsbraut frá því útibúið þar tók til starfa. Pálmi gekk í ungmennafélag þrettán ára og var formaður frjáls- íþróttadeildar Breiðabliks og gjald- keri félagsins í nokkur ár. Hann var gjaldkeri UMSK og formaður UMSI frá 1979. Hann var í stjórn Norrænna samvinnufélaga og í framkvæmdastjórn Landssam- bands íslenskra samvinnustarfs- manna 1973-79. Kona Pálma er Stella Guðmunds- dóttir, f. 25. apríl 1941, skólastjóri. Foreldrar hennar: Guðmundur Þorláksson náttúrufræðingur, sem nú er látinn, og kona hans, Elisa- beth Þorláksson. Börn Pálma og Stellu eru: Gísli, f. 2. apríl 1962, tölvunarfræðinemi við HI, giftur Hjördísi Ásgeirsdótt- ur, en hún átti eitt barn fyrir og þau eiga eitt barn saman; Guð- mundur Atli, f. 17. júlí 1963, er við nám í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði; Elísabet, f. 6. september 1965, gift Pétri Guðmundssyni, kúlu- varpara og lögreglumanni, og eiga þau tvö börn. Hálfsystir Pálma, samfeðra, er Margrét, kona Halldórs E. Sigurðs- sonar, fyrrv. ráðherra. Hálfsystk- ini Pálma, sammæðra, eru: Einar, b. í Grænuhlíð, f. 1947; Guörún, húsmóðir á Sauðárkróki, f. 1948; Anna, starfsmaður hjá SKÝRR, f. 1950; Helga, húsmóðir í Reykjavík, f. 1953, og Bergdís, kennari á Sval- barðseyri, f. 1958. Foreldrar Pálma: Gísli Pálmason, b. á-Bergsstöðum, og kona hans, Helga Einarsdóttir. Faðir Gísla var Pálmi, b. á Æsustöðum í Langadal, Sigurðsson. Móðir Pálma var Guð- rún, systir Jóns, alþingismanns á Sólheimum, langafa Pálma, alþing- ismanns á Akri. Bróðir Guðrúnar var Erlendur, langafi Örlygs Sig- urössonar listmálara. Guðrún var dóttir Pálma, b. á Sólheimum í Svínavatnshreppi, Jónssonar, b. á Sólheimum, Benediktssonar, af Eiðsstaðaættinni. Móðir Pálma á Sólheimum var Ingiríður Jóns- dóttir, af Skeggstaðaættinni. Móðir Gísla var Sigríður Gísladóttir, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Móð- ir Sigríðar var Elísabet Pálmadótt- Pálmi Gislason. ir, hálfsystir Guðrúnar, móður Pálma á Æsustöðum. Móðir Pálma, Helga, er dóttir Einars, b. á Grjóti í Þverárhlíð, Helgasonar, b. á Ásbjarnarstööum í Stafholtstungum, Einarssonar, b. á Ásbjarnarstööum, bróður Jóns á Svarfhóli, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts. Einar var sonur Halldórs „fróða“, b. á Ás- bjarnarstöðum, Pálssonar. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, b. á Háreksstöðum í Norðurárdal, Ey- jólfssonar, b. og skálds í Sveina- tungu, Jóhannessonar. Móðir Jóns var Helga Guðmundsdóttir, b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Guð- mundssonar, af HáafeOsættinni, bróður Sigurðar á Háafelli, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófess- ors. Pálmi tekur á móti gestum í dag á heimili sínu, Eikjuvogi 25, Reykjavík. Gudfínna S. Olafsdóttir Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir, Marklandi 16, Reykjavík, er sjötug í dag. Guðfmna er fædd að Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Þuríðar Guð- mundsdóttur og Ólafs Péturssonar bónda. Guðfinna átti 14 systkini, en 12 þeirra eru enn á lífi. Guðfinna giftist 12.10. 1940 Guð- mundi Inga Ágústssyni, skósmið og síðar kaupmanni í Reykjavík. Guðfmna fluttist til Reykjavíkur og fyrsta heimiO þeirra hjóna var á Vatnsstíg 9. Þaðan fluttu þau í Snekkjuvog 12 og þá aö Rauðageröi 52. Börn þeirra eru Maja, Sigrún, Ólöf Hafdís, Kristján og Linda. Barnabörnin eru 13. Guðfinna og Guðmundur ráku söluturn á Bústaðavegi í rúm 20 ár. Guðmundur lést árið 1978. Fyrir tveim árum flutti Guðfinna í Markland 16. Guðfinna verður að heiman á af- mælisdaginn. Guófinna Sigrún Ólafsdóttir. Kjartan Þorleifsson Kjartan Þorleifsson, Hamraborg 16, Kópavogi, verður sjötugur mánu- daginn 4. júlí. Kjartan er fæddur og uppahnn á Eyrarbakka, sonur hjónanna Ágústu Þórðardóttur og Þorleifs Halldórssonar frá Einkofa. Kjartan á tvær systur á lífi en bræður hans tveir eru látnir. Kjartan fluttist til Reykjavíkur 1942 og var á togurunum Skalla- grími og Hallveigu Fróðadóttur 1939-1952. Kjartan var í verka- mannavinnu 1952-1960, verkstjóri í fiskverkun Ingimundar hf. 1960- 1983 og hefur verið í saltfiskmati frá 1984. Kjartan kvæntist fyrri konu sinni 1943, Sigríði Nikulásdóttur, f. 16. júní 1918. Foreldrar hennar voru Nikulás Torfason, verkamaður á Stokkseyri, og kona hans, Helga Sveinsdóttir. Börn Kjartans og Sig- ríöar eru: Bryndís, f. 26. júlí 1943, gift Karli Arasyni, stýrimanni í Rvík; Ágústa, f. 10. maí 1947, gift Ólafi Olafssyni, stýrimanni í Garðabæ; Halldór, f. 11. maí 1949, vélstjóri í Rvík; Helgi, f. 28. nóv- ember 1950, matsveinn í Kaup- mannahöfn; Svanhvít, f. 6. sept- ember 1953, gift Einari Sigurði Sig- urðssyni, verslunarstjóra í kaup- félaginu á Hvammstanga; Guð- bjartur, f. 18. nóvember 1957, fanga- vörður í Rvík, og Bára, f. 21. apríl 1963, saumakona í Rvík. Kjartan kvæntist seinni konu sinni 10. ágúst 1979, Kristínu Maríu Krist- insdóttur, f. 10. júní 1928, handa- Kjartan Þorleifsson. vinnukennara í Kársnesskóla í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Kristinn Friðfmnsson, bygginga- verkamaður í Rvík, og kona hans, María Jónsdóttur. Börn Kristínar frá fyrra hjónabandi eru: Guðbjörg Jóna Jakobsdóttir, f. 5. október 1949, skrifstofumaður í Kópavogi; Þórður, f. 7. janúar 1954, húsasmið- ur á Seyðisfirði, kvæntur Grétu Garöarsdóttur, og Jón Kristinn, f. 11. júli 1959, matreiðslumaöur í Borgarnesi, kvæntur Guörúnu Daníelsdóttur. Kjartan og Kristín taka á móti gestum í sal Sjálfstæðisflokksins í Hamraborg 1 í Kópavogi laugar- daginn 2. júní, eftir kl. 20. Sigmar Eiríksson Sigmar Eiríksson, bóndi í Lang- holti, Hraungerði í Flóanum, verð- ur fertugur á sunnudaginn. Sigmar fæddist í Norðurgarði á Skeiðum og bjó um tíma á Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum. í Langholt fluttist hann fyrir nokkrum árum. Foreldrar Sigmars eru Rósa Pét- ursdóttir, 18.9. 1919, og Eiríkur Valdimarsson, f. 29.7.’ 1915. Sigmar á sjö systkini. Sigmar kvæntist 31.12. 1972 Sig- ríði Ásmundsdóttur, f. 7.1. 1954. Þau eiga þrjú börn, Ásmund, f. 24.7. 1975; Arnar, f. 25.10. 1976; Eirík, f. 22.5. 1987. Sigmar tekur á móti gestum í Félagsheimili Hveragerðis (\úð hliðina á Eden) í kvöld, laugardags- kvöld, eftir ki. 20. Leiðréttingar í afmælisgrein um Hólmfríði Þórdísi Ingimarsdóttur, sem birtist 25.6., var rangt farið með afmælis- daga barna hennar. Hildur Kristín Jakobsdóttir verslunarmaður er fædd 7.3.1935; Oddný Jakobsdóttir, ráðgjafi hjá SÁÁ, er fædd 4.2.1936; Sigurjóna Jakobsdóttir læknaritari er fædd 4.2.1936. Stjúpbörn Þórdís- ar eru Ásgeir H. Karlsson, verk- fræðingur, f. 13.1. 1927, kvæntur Ingibjörgu Johannesen, kennara og löggiltum skjalaþýðanda, Ásgeir er látinn; Katrín H. Karlsdóttir, vinnur hjá Flugleiðum í Stokk- hólmi, f. 27.11. 1932, maki Bragi Guðmundsson verkfræðingur, þau shtu samvistum; Halldóra Karls- dóttir, kaupmaður í Borgarnesi, f. 17.2.1936, maki Aðalsteinn Péturs- son, læknir á Borgarnesi. Aðal- steinn er látinn. Fóstursynir Þór- dísar eru Steingrímur V. Björg- vinsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 31.5.1944, maki Anna Hákonardótt- ir, þau slitu samvistum; Karl Dav- íðsson, gleraugnasmiður á Akur- eyri, f. 4.11. 1949, maki Margrét Eyfells. Fyrri maður Þórdísar var Jakob V. Þorsteinsson, f. 1.6. 1912. Þau slitu samvistum. Seinni maður Þórdísar var Karl Hjálmarsson, f. 17.12. 1900. Karl lést 11.7. 1964. í afmælisgrein um Guðjón Magn- ússon, sem birtist 28.6., var sagt að Guðjón hefði verið oddviti frá 1956-1961 en rétt er að Guðjón var oddviti 1956-1971. Þá var tengda- móðir Guðjóns, Sólveig Benjamíns- dóttir, sögð frá Krossanesi í Árnes- hreppi, en hún er að sjálfsögðu frá Krossnesi í sama hreppi. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.