Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Qupperneq 2
 H IJUb M MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Fréttir Varð að hætta framleiðslu vegna salmonellumáls: Krefúr ríkið um fimmtán milljónir í skaðabætur „Þetta mál varö að deilumáli milli Hollustuverndar og yfirdýralækn- isembættisins. HeObrigðisfulltrú- inn á Suðurlandi lét stöðva alla dreifingu á vörum frá mér en ég mátti halda áfram að framleiða. Ég gat auðvitað ekki framleitt enda- laust á lager þannig að ég neyddist til að hætta þessu. Ég var nýbúinn að stækka við mig, var í nýju húsi og reksturinn gekk vel. Markaðúr- inn var góður og viðskipti traust, framleiðslan var ódýr og því gat ég selt á lágu verði. Það. stefndi sem sagt allt í hagnað af búinu hjá mér á síðasta ári og sem dæmi um þetta get ég nefnt að í júní í fyrra vant- aði mig kjöt til að fullnægja eftir- spum viðskiptavina á meðan birgðir hlóðust upp hjá öðrum,'* sagði Ingimundur Bergmann Garð- arsson, fyrrverandi kjúklinga- bóndi að Vatnsenda í Flóa. í júlímánuði í fyrra veiktist fólk af salmonellumengun eftir að hafa keypt kjúklinga i verslun í Reykja- vík. Sýni voru tekin úr kjúklinga- leifunum, sem að sögn Ingimundar voru komnar inn í bílskúr á disk heimiliskattarins. Sama salmon- ellutegund og fólkið varð veikt af fannst síðan á búi Ingimundar. Hann var strax látinn hætta dreif- ingu á afurðum sínum og síðan var búið skoðað hátt og lágt. „Það fannst hér salmonellutegund sem er búin að vera hér lengi, enda er salmonella í flestum kjúkhngum. Það þarf einungis að matreiða þá rétt,“ sagði Ingimundur. „íslandsmeistarar í vit- leysu“ Hann neyddist vegna þessa til aö bregða búi sem áður framleiddi eitt tonn á viku, en þar starfaði hann ásamt fjölskyldu sinni. Hann vinn- ur nú fyrir sér sem fangavörður á Litla-Hrauni. Ingimundur segist hafa barist fyrir því að fá þetta leið- rétt. Heilbrigðisráðuneytið hafi viljað bæta tjónið og beðið um auk- afjárveitingu en því hafi verið hafnað af fjármálaráðuneytinu. „Ég hef gefist upp á að fara frið- samlega leið að þessu og nú er málið í höndum lögfræðings. Ég tel að óeðlilegt hafi verið að stöðva einungis okkur en ekki önnur kjúklingabú sem eru litlu betri. Tjón mitt vegna stöðvunarinnar var um síðustu áramót um 15 millj- ónir króna en inni í þeirri tölu er ekki mat á viðskiptavild og miski. Ég á ekki annan kost en að fara í mál því aö ef ég fæ engar skaðabæt- Ingimundur Bergmann Garðars- son bóndi er þungorður um stöðv- un á dreifingu afurða sinna, segir hana hafa verið óeðlilega og verk óábyrgra embættismanna. ur get ég ekki greitt skuldir min- ar,“ sagði Ingimundur. Um salmonelluskýrsluna, sem nú er nýkomin út og fellir þungan dóm yfir alifuglarækt, sagði Ingimund- ur: „Með heilbrigðisráðherra starfa menn sem eru íslandsmeist- arar í vitleysu. Skýrslan er rugl og á vart við rök að styðjast. Það er kannski ekki hægt að búast við öðru þegar ábyrgðarlausir og ómarkvissir embættismenn gera úlfalda úr mýflugu. Salmonella gerir engum mein ef fólk matreiðir kjötið á réttan máta. Ef fara á eftir tillögum þessarar nefndar þá vor- kenni ég þeim mönnum sem ætla að stánda í svona rekstri. En þrátt fyrir aö mér sé illa við þessa emb- ættismenn, eftir það sem þeir hafa gert mér og fjölskyldu minni, þá vona ég að þeir þurfi aldrei að þola það sem þessi fjölskylda hefur þurft að þola,“ sagði Ingimundur Bergmann Garðarsson. JFJ Nauðlending á Sandskeiði: Hreyfillinn var í gangi A laugardag varð eins hreyfils flugvél af gerðinni Jodel að lenda á Sandskeiði vegna þess aö flugmaður varð var við torkennileg hljóö í mót- or. Að sögn flugmannsins, Ragnars J. Ragnarssonar, reyndist brotinn ventilgormur á einum venth vera orsök hávaðans. Hann sagði að mót- orinn hefði verið í gangi allan tímann og aldrei verið hætta á ferð. Síðdegis á laugardag var gert við bilunina og TF-RJR flogiö til Reykjavíkur. pv Lögreglan búin að slökkva eldinn og bílstjórinn kominn í steininn. DV-mynd Sveinn Hraðakstur endaði í eldhafi Með vodkakass- ana gegnum gat á vallaigirðingunni Saufján ára ölvaður ökumaður slapp litið slasaður úr brennandi bíl eftir aö hafa lent á ljósastaur í Mos- fellssveit á laugardagsnótt. Unghng- urinn ók stolnum bíl en hafði fyrr um kvöldið lent í tveim árekstrum á eigin bíl. Á báðum bílunum keyrði ökumaðurinn á ofsahraða um götur Reykjavíkur með lögregluna á hæl- unum. í Mosfehssveit var lögreglubíl lagt í veg fyrir unglinginn og þegar hann reyndi aö sveigja framhjá rakst hann fyrst á umferðarmerki og síðan á ljósastaur. Við það kviknaði í bílnum og mátti sjá eldtaum á götunni. Lög- reglunni tókst með handslökkvi- tækjum að slökkva eldinn og ná öku- manninum úr bifreiðinni. Að sögn lögreglu er ekki vitað til þess að ökumaðurinn hafi áöur gert sig sekan um svipað afbrot. pv Aðfaranótt föstudags var brotist inn í vínskemmu varnarhðsins á Keflavíkurflugvelh. Þrem kössum af Smimoff vodka var stohð. Innbrotsþjófarnir stálu lyftara frá vamarhðinu og notuðu hann til að brjóta upp hurð vöruskemmunnar. Að sögn Unnsteins Jónssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns, virðist sem þjófarnir hafi boriö vodkakassana niður að girðingu sem hggur um herstöðvarsvæðiö. Þeir hafi síðan klippt gat á girðinguna og komið brennivíninu undan í bíl. „Innbrotsþjófamir em engir við- vaningar. Þeir vissu hvaö þeir voru að gera og vora fljótir að því,“ segir Unnsteinn. Þetta er þriðja innbrotið í vín- skemmu vamarliðsins á mánaðar- tíma og ekki er óhklegt að sömu aðil- ar hafi verið að verki í öll skiptin. Ekkert aðvörunarkerfi er í vín- skemmunni. pv Allir starfsmenn Bylgjunnar fa uppsagnarbréf: Fréttastofan lógð mður Fréttastofa Bylgjunnar verður lögð niður í núverandi mynd. Starfsmönnum fyrirtækisins, bæði fréttastofu og dagskrárgerðar, hef- m- verið tilkynnt að uppsagnarbréf séu á leiðinni. Lausráðið fólk mun hætta um næstu mánaðamót en fastráðnir starfsmenn njóta þriggja mánaða uppsagnarfrests. „Hér er ekki um neinn niður- skurð að ræða. Þeir sem stjórna fyrirtækinu era með hugmyndir um hvemig þeir vilja ná til hlust- enda okkar. Þeir verða að fá fuh- komið frelsi til þess að setja sínar hugmyndir í framkvæmd," sagði Jón Ólafsson, stjómarformaður Bylgjunnar og aðaleigandi. Meðal þeirra breytinga sem að er stefnt er að fréttatímar í núver- andi mynd leggjast af. Þess í staö mun fjögurra manna fréttastofa vinna í náinni samvinnu við dag- skrárgerðina. í stað venjulegra frétta verður áherslan lögð á ýmis- legt fréttatengt efni. „Þaö era svo margir sem sinna hinum daglegu fréttum og gera það vel aö ég held að hlustendur okkar muni ekki sakna þess þó við ein- beitum okkur að annars konar út- færslu," sagði Jón Ólafsson. - En er ekki meginmarkmiðiö meö þessum breytingum að skera niður kostnað og koma á hahalausum rekstri? „Reksturinn er hahalaus nú þeg- ar. Við erum fyrst og fremst að reyna að þjóna hlustendum okkar betur,“ sagði Jón Ólafsson. -gse Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, var vígreifur á Miklatúni i gær þrátt fyrir að starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið tilkynnt um að uppsagnarbréf væru á leiðinni. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.