Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Side 4
4 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Fréttir Biskupskosningan Einhver um- ræða í gangi „Viö erum ekkert farin að velta þessu fyrir okkur enda hefur biskup ekki sagt starfi sínu lausu. Biskup verður sjötugur á næsta ári en getur setið út það ár ef hann kærir sig um,“ sagði séra Magnús Guðjónsson biskupsritari. Að undanfomu hefur verið rætt manna á meðal um hugsanlegar biskupskosningar að ári og hver séu líklegustu biskupsefni. Séra Magnús sagðist vita til þess að einhver um- ræða heföi verið í gangi. í umræð- unni hefðu verið nefnd nöfn þriggja manna, Ólafs Skúlasonar vígslubisk- ups, séra Heimis Steinssonar og Bjöms Bjömssonar guðfræðipró- fessors. Bæði Heimir og Bjöm munu hafa lýst því yfir, að sögn Magnúsar, að þeir saekist ekki eftir kjöri. í lögum um biskupskosningu segir að kjörgengi hafi hver guöfræði- kandidat sem fullnægir þeim skilyrð- um að vera skipaður prestur í þjóð- kirkjmmi. Kosningarétt við biskups- kjör hafa hins vegar: Allir þjónandi prestar og prófastar í þjóðkirkjunni, þjónandi vígslubiskupar og biskup, kennarar guöfræðideildar, sem eru í fóstum embættum eða störfum og guðfræðikandidatar aö mennt, bisk- upsritari með sama skilyrði og kenn- arar guðfræðideildar, svo og prest- vígöir menn sem ráðnir era til sér- stakra starfa innan þjóðkirkjunnar. Einnig hafa kosningarétt kjömir leikmenn, sem sæti eiga á kirkju- þingi þegar biskupskosning fer fram, svo og leikmenn sem sitja í kirkjur- áði og ekki eiga sæti á kirkjuþingi. Að síðustu hefur kosningarétt einn leikmaður úr hveiju prófastsdæmi, þó tveir frá Reykjavíkurprófasts- dæmi sem kjömir em af leikmönn- um. Biskupskosning er skrifleg og leynileg og fer þannig fram að kjör- stjóm sendir þeim sem kosningarétt hafa nauðsynleg kjörgögn ásamt leiðbeiningum, einkum fyrir hvaöa tíma kjörseðili þarf að hafa borist kjörstjóm. Kjósandi skal rita á kjör- seðilinn nafn biskupsefnis en ekki auðkenna hann á nokkum hátt. Er hann síðan sendur kjörstjóm í ábyrgðarpósti í sérstaklega gerðu umslagi. Rétt kjörinn biskup er sá sem fær meirihluta greiddra atkvæða. Fái enginn þann atkvæðafjölda skal kos- ið aftur á miUi þeirra þriggja sem flest fengu atkvæðin. -JFJ Mikill fjoldi á útihátáð á Miklatúni: Tonn af pylsum og tíu þúsund Irtrar af gosi Mikið fjölmenni var á Miklatúni síðdegis í gær þegar lauk söfnun- arátaki fyrir Skógrækt ríkisins. „Söfnunin hefur gengið mun bet- ur en við gerðum ráð fyrir. Núna hafa safnast nærri 1 miUjón flipar og tappar sem er tvöfalt það magn sem við gerðum ráð fyrir í upp- hafi,“ sagði Páll Þorsteinsson, út- varpssjóri Bylgjunnar, í samtah við DV í gær. Bylgjan, Stöð 2 og Vífilfell stóðu saman að þessu söfnunarátaki fyr- ir Skógrækt rikisins. AUs hafa safnast 1.750 þúsund krónur og síö- an munu 100 þúsund krónur bæt- ast við, en sú upphæð er ósóttur vinningur. Söfhunarféð mun verða notað til að gróðursetja 100.000 trjáplöntur nálægt Geysi í Haukad- al. Pylsur og gos I góða veðrinu í gærdag var gífur- legur fjöldi fólks saman kominn á MUdatúni til aö taka þátt í há- punkti átaksins. GriUaðar vom pylsur og svalandi gosdrykkirnir rannu út í hitanum. Áætlað var að hátíðargestimir myndu snæða tæpt tonn af pylsum og drekka 10 þúsund Utra af gosdrykkjum. Nokkurrar óánægju hefur gætt með að í lok söfnunarinnar þraut birgðimar af útvörpunum sem Þessir strákar voru búnir að fá boli fyrir flipana sína. Þeir sögðu systkini sín drekka mikið gos og hefðu hjálpað þeim viö söfnunina. Mikill mannfjöldi var á Mikiatúni i gær á lokadegi söfnunar fyrir Skóg- rækt ríkisins. Helgi Loftsson og Hrafn Bachmann frá Kjötmiðstöðinni kampakátir enda búnir að grilla tonn af pyls- um. DV-myndir GVA þátttakendur fengu. Margfr hafa því aöeins fengið ávísun á tæki sem þeir geta innleyst þegar þau koma til landsins. „Áhuginn kom okkur alveg í opna skjöldu," sagði Pétur Steinn Guðmundsson á Bylgjunni en hann hefur haft umsjón með söfnuninni. „Þessi útvörp era sérhönnuð fyrir okkur og viö gerðum strax pöntun í viðbótarsendingu. Fyrri hluti hennar mun koma tíl lansins um miðjan ágúst og seinni hlutinn í lok september. Laugardaginn 16. júlí vora 50 þúsund krónur dregnar út en það var uppsafnað vinningsfé tveggja daga. Svo skemmtilega vUdi til að vinningshafinn var staddur við Geysi að bíða eftir gosi þegar hann heyrði númerið sitt dregið. -JJ í dag mælir Dagfari Enn era málefni Ríkisútvarpsins og þá sérstaklega Sjónvarpsins til umræðu í fjölmiðlum eftir að dokt- or Sigrún Stefánsdóttir sagöi í tímaritsviðtaU að útvarpsstjóri hefði tvívegis boðiö sér yfirmanns- stöðu í Sjónvarpinu en svikiö jafn- harðan. í fyrra skiptið bauð hann henni starf dagskrárstjóra en réð Hrafii og síðan bauð hann Sigrúnu stöðu Ingva Hrafns en réð svo Boga. Doktomum sámaði þetta að vonum og lætur þess jafnframt get- ið aö þegar útvarpsráð fiaUi um mannaráðningar þá sé eingöngu farið eftir póUtík en ekki reynslu eða menntun umsækjenda. Út- varpsstjóri er í viðtaU í helgarblaði DV og segir hann þar aö þaö séu takmörk fyrir því hvað hægt sé aö ganga langt í blaðri og yfirlýsinga- gleði. Eftir að hafa lesiö viðtaUð getur Dagfarið tekið heUs hugar undir þessi orð. Hins vegar sýnast engar líkur á að blaðrið í útvarps- sfjóra komi 1 veg fyrir frekari yfir- lýsingar starfsmanna hans. Mark- ús kvartar undan því að útvarps- ráð grípi fram fyrir hendur sér og ráði annað fólk tU starfa en hann sjálfur vilji fá. Nú er það víst svo aö útvarpsráð er bara umsagnaraö- Ui um stöðuveitingar en útvarps- Og enn er blaðrað stjóri óbundinn af þeim umsögn- inn, enda réð hann Ingva Hrafn á sínum tíma gegn vfija útvarpsráðs. En nú bregður svo viö að Markús viU fara í einu og öUu að vilja út- varpsráðs sem alltaf er aö gera honum einhverja bölvun. Þess vegna lofaði hann Sigrúnu frétta- stjórastöðunni og studdi hana leynt og ljóst þar tU hann komst aö því að hún átti Utinn stuðning innan ráðsins. Þá svissaði hann yfir á Boga þegar í ljós kom að hann var aö skapi ráðsmanna. Það hljóta aU- ir að skijja að ekki er hægt að standa við gefin loforð ef það hefur óþægindi í fór með sér. Magnús Erlendsson, útvarpsráðsmaður frá Sjálfstæðisflokknum, er gripinn blaðri og yfirlýsingagleði eins og fleiri þessa dagana. í ÞjóðvUjanum um helgina segir Magnús mistökin í þessu máU vera þau að útvarps- stjóri skyldi gefa doktor Sigrúnu loforð sem hann hefði svo ekki get- að staðið við. Og Magnús segir líka að faglegt mat ráði ákvörðunum ráðsins og komi póUtík ekkert við. En þá gerir Sigrún Magnúsi þann óleik að lýsa því yfir í sama blaði að Magnús hafí sagt sér að hann ætlaöi að greiða henni atkvæði sitt. Síðar hafi svo komið í ljós að hann hafi gefið fleiri umsækjendum sama loforð. Er ekki annað að sjá en að Magnús sé þar með kominn í enn verri kUpu en útvarpsstjóri sem lofaði þó ekki nema tveimur stuöningi og sveik ekki nema ann- an þeirra. Og Sigrún vUl ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar Magnúsar Erlendssonar um að póUtík ráði engu í útvarpsráði og lái henni hver sem vUl. Enda segir útvarps- stjóri í DV að ráðið hafi meðal ann- ars átt að gæta þess að póUtískt jafnvægi ríkti meðal starfsmanna. Auðvitað getur Sigrún því sjálfri sér um kennt því að hún var ekki skrifuö inn í neinn flokk þegar hún sótti um og hver getur treyst Ut- lausu fólki fyrir fréttastjórastöðu, hvaö sem Uður menntun og starfs- reynslu. Þar fyrir utan segir Ingvi Hrafn að Sigrún hafi ekki þau bein sem þurfi tU að bera þunga frétta- stofunnar. Ingvi getur trútt um tal- að sem hefur slík bein að það end- aði með að fréttastofan gat ekki borið þau. Svo segir Ingvi Hrafn líka að enginn fréttamanna hafi vfrjað fá Sigrúnu sem yfirmann en Sigrún segist hafa átt vísan stuðn- ing aUra samstarfsmanna. Svona getur fólk nú blaðrað fram og tíl baka. Og heltekinn yfirlýsingagleði segir útvarpsstjóri svo í DV að Hrafn Gunnlaugsson sé mikUl at- orkumaöur og það sé ekki víst að hans vinnuálág henti til frambúð- ar. Það er eflaust rétt hjá Markúsi að atorkumenn henti ekki Sjón- varpinu en þess ber þó að gæta að Hrafni hefur verið hleypt út úr búrinu með reglulegu irúlUbiU til aö hann geti tappað af hjá Svíum. Á meðan hefur staðgengUl hans einbeitt sér að því að seinja yfirlýs- ingar til höfuðs Ögmundi frétta- manni. Markús Öm kvartar mjög undan því að hann geti ekki borgað fólki laun efdr eigin geðþótta. Þetta er auðvitað grábölvað en það er þó bót í máU að hann getur lækkað laun fólks að geðþótta spamaðar- ráðgjafa Ríkisútvarpsins sem er víst launahæsti maður stofnunar- innar þótt hann sinni aðeins niður- skurðinum í Ujáverkum. Að lokum vUl Dagfari svo taka undir þau orð útvarpsstjóra að það séu takmörk fyrir hvað hægt sé að ganga langt í blaðrinu. Ef menn eru að opna á sér þverrifuna er aUtaf hætta á að sitthvað óþægUegt komi í ljós og því ber vinnuhjúum Markúsar að halda sig á mottunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.