Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Slæm staða
Staöa ríkissjóðs er slæm eins og glöggt má ráða af
tölum, sem íj ármálaráðuneytið birti fyrir helgi. Tölurn-
ar segja þó að líkindum ekki allan sannleikann. Staðan
lofar ekki góðu fyrir landsmenn.
Fjármálaráðuneytið áætlar nú, að halli á ríkisrekstr-
inum verði 700 milljón krónur á árinu. Margt hefur
breytzt í shkum spám ráðuneytisins síðustu mánuði.
Skammt er síðan ráðuneytið taldi hallann á árinu verða
undir 600 milljónum. Mánuði fyrr taldi ráðuneytið árs-
hallann verða innan við 500 milljónir. Nokkru þar áður
taldi ráðuneytið engan halla mundu verða á ríkisrekstr-
inum á þessu ári. Það væri í samræmi yið svona breyt-
ingar, að ráðuneytið teldi eftir mánuð, að árshallinn
yrði yfir 800 milljónir, og svo koll af kolli. Menn munu
í raun telja líklegt, að ríkið verði í ár rekið með halla,
sem nemur yfir milljarð króna. Þetta eru í raun voveif-
legar tölur. Það átti einmitt að hafa verið útkoman á
fundi ráðherra í fyrrahaust og yfirlýsingum síðasthðinn
vetur, að ríkissjóður yrði ekki rekinn með haha í ár.
Það skiptir meginmáli með tiliiti til verðbólgunnar, sem
magnast við hahareksturinn. En gatið á ríkisrekstrinum
er stærra. Lánsfjárþörf ríkissjóðs er um sex mihjarðar.
Það er hið raupverulega gat á ríkissjóði.
Ríkið leitar út á lánamarkaðinn th að fylla upp í gat-
ið. Það keyrir upp vexti. Lítt stoðar ráðherrum að láta
eins og þeir séu að lækka vexti, meðan stefna þeirra
knýr upp bæði verðbólgu og vexti. Að þessu leyti er
staða ríkissjóðs mjög slæm fyrir þjóðina. Enda gætum
við látið okkur nægja að vitna th ummæla ráðherranna
sjálfra um bölvun, sem fylgir shkri stefnu. Svona um-
mæli heyrast að vísu ekki frá ráðherrunum síðustu
daga. En sé leitað jafnvel nokkra mánuði aftur í tím-
ann, var mikið um shk ummæh.
Yfirlýsingar fjármálaráðuneytisins í lok síðustu viku
eru í hróplegu ósamræmi við upphlaup fjármálaráð-
herra vegna frásagnar í þjóðhagsspá fyrir nokkrum vik-
um. Þá miðaði Þjóðhagsstofnun við, að ríkishalhnn yrði
um 600 milljónir. Fjármálaráðherra æsti sig, taldi hag
ríkissjóðs gerðan verri en hann væri og talaði um vísvit-
andi rangfærslur Þjóðhagsstofnunar. AUt þetta er hðið.
Nú birtir ráðuneytið sjálft upplýsingar um, að halhnn
geti orðið 700 mhljónir, eða meira en Þjóðhagsstofnun
reiknaði með. í þjóðhagsspá voru varnaðarorð um, að
mikið aðhald þyrfti, ætti hagur ríkissjóðs ekki að verða
mun verri. Hafi Þjóðhagsstofnun gert eitthvað af sér,
er það að hafa ekki gert ráð fyrir miklu meiri halla á
ríkissjóði í ár.
Ekki batnar það, þegar htið er til næsta árs.
Nú er gert ráð fyrir 2,5 tU 3 mUljarða haUa á flárlög-
um næsta árs. TU viðbótar því, sem horfir um yfirstand-
andi ár, eru þetta ljótar tölur. Viðurkenna verður, að
eitthvað merkilegt þyrfti að gerast við þessu. Það hljóta
ráðherrar einnig að viðurkenna. Koma þeim þá vafa-
laust í hug skattahækkanir, og einhverjir munu nefna
niðurskurð ríkisútgjalda. Þegar er rætt um skattahækk-
anir frá því, sem áður var ákveðið, til að mæta hallan-
um. En varla kemur strax niðurstaða í því. Ríkisstjórn-
in veit, að almenningur stynur undan skattpíningu.
Samt er jafnhklegt, að niðurskurðartahð reynist mark-
leysa, og meiri skattar verði það, sem út kemur.
Miðað við fengna reynslu verðum við að búast við
hinu versta.
Haukur Helgason
„Sjómenn eru tilbúnir að sigla í land hvenær sem þeim finnst hagsmunum sínum ógnað,“ segir í greininni.
Sturiungaöld á íslandi
Sturlungar
Endalok íslenska þjóðveldisins á
13. öld eru sígilt umhugsunarefni.
Söguritarar íslendingasagna til-
greina ýmsar ástæður fyrir hnign-
un réttar og stöðugum átökum ver-
aidlegra höfðingja um auð og völd.
Að lokum gengu íslendingar Há-
koni gamla Noregskonungi á hönd
eins og kunnugt er. Þar með lauk
Sturlungaöld og þeim grimmilegu
mannvígum sem henni fylgdu. Þeg-
ar reynt er að rýna í dýpri ástæður
fyrir allri óáran Sturlungaaldar
kemur manni í hug ein skýring sem
lítið hefur verið hampaö. Um þær
mundir var allt nýtanlegt land
numið og komið í eignarhald. Dalir
allir voru nýttir upp að heiðar-
brúnum og jafnvel afréttur einnig
til beitar. Jarðir höfðu safnast á
hendur fárra stóreignamanna og
var sjálfur Snorri Sturluson þeirra
atkvæðamestur og frægastur, en
sex ættir eru gjarnan sagðar at-
kvæðamestar. Ungt fólk fékk ekki
jarðir til ábúðar nema gegn háu
verði eða úr hendi einhverra af
höfðingjunum, en böggull fylgdi þá
gjaman skammrifi, því hollusta viö
höfðingjana gat fylgt með í kaupun-
um. í raun var þá ríkjandi vanþró-
að lénsveldi með mjög skertu at-
vinnufrelsi. Erlendis þurfti kon-
ungsvald yfir lénsherrum til að
halda ríkisskipan saman, en styij-
aldir milli lénsherra voru algengar
samt.
Þrælatak tiltekinna valdamanna
á atvinnumöguleikum ungs fólks
hefur skapað rótleysi og mikið
framboð af lausamönnum, sem
áttu ekki annan kost en að láta ota
sér út í hemað á vegum valda-
braskara. Sturlungaöld á síðari
hluta tuttugustu aldar á sér vissa
samlíkingu, þótt óliku sé saman aö
jafna aö öðm leyti.
Hákon gamli er nú í Brussel
Valdastreita hagsmunaforingj-
anna á íslandi er nú komin út í
öfgar og skylmingaþrælar hóta ís-
lenskum stjómvöldum og öllum
þeim sem bregðast til varnar gegn
sérhagsmunakröfum. Hagsmuna-
ágreiningurinn er aðalskýringin á
verðbólgunni sem endurspeglar í
raun óuppgerðan ágreining á milli
sérhagsmunahópanna. Einstakir
ráðherrar em meira að segja full-
trúar tiltekinna sérhagsmuna og
em á vissan hátt Gissur Þorvalds-
son, Sturla Sighvatsson, Þorvaldur
Vatnsfirðingur o.s.frv. Það er því
engin furða þótt Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra sé að missa þolin-
mæðina. Áður fyrr þurfti að leita
út fyrir landsteinana til þess aö fá
„skikk“ á hlutina á íslandi.
Nú heyrast svipaðar raddir. Sum-
ir vilja binda íslensku krónuna
Evrópugjaldmiðlinum ECU vegna
þess að íslenska krónan er ekki
gjaldmiðill heldur gúmmítékki sem
endurspeglar íslenska Sturlunga-
öld. ASÍ telur sig þurfa að leggja
bráðabirgðalög ríkisstjómar Þor-
steins Pálssonar undir Evrópu-
ráðið. íslenskir útvegsmenn vilja
sumir landa fiski í erlendum höfn-
um og gera kröfu um aö ráðstafa
einir gjaldeyrinum. í raun gætu
þeir og vildu smnir bara búa er-
lendis og senda skip sín til íslands
til að sækja auðlindina og landa
KjaUarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
henni erlendis og setja andvirðið á
banka þar. Nú vilja allir fá lán er-
lendis sem bera miklu lægri vexti
en unnt er að fá á íslandi. Næsta
stig í fyrirgreiðslu í íslenskum at-
vinnumálum er pólitísk úthlutun á
erlendum lánum til þess aö halda
fyrirtækjum gangandi. Er það
furða þótt Valur Arnþórsson kaup-
félagsstjóri hafi verið ráðinn
bankastjóri við Landsbanka ís-
lands?
í raun sannri eram við íslending-
ar farnir að leita á náðir Hákonar
gamla í nýjum stíl vegna þess að
okkur tekst ekki að halda okkur á
mottunni heima fyrir.
Hagsmunarekstur Sfurlung-
anna
Tilrauninni ísland er ekki lokið
og ekki er útséð um það hvemig
henni lýkur. Þjóðarskuldir eru
orðnar yfirgengilegar og enn sjáum
við fram á ellefu milljarða við-
skiptahalla. Viö skulum ekki
gleyma því að Nýfundlendingar
týndu sjálfstæði sínu. Einstakir
hagsmunaforingjar bíta í skjaldar-
rendur og senda skylmingaþræla
gegn öllum röddum sem þeir telja
stangast á við hinn eina sanna rétt-
trúnað. Sjómenn em tilbúnir að
sigla í land hvenær sem þeim finnst
hagsmunum sínum ógnað. Auðvit-
að eiga forystumenn þeirra að ann-
ast hagsmunavörslu fyrir stéttina,
en þeir geta ekki almennilega tekið
þátt í því að minnka útgerðarkostn-
að og ofveiði ef það þýðir fækkun
sjómanna. Útgerðarmenn bjóðast
til að opna botnlokann á skipum til
að fækka þeim ef þeir fá skipin
„keypt“ út úr veiðum. Þeir bjóða
sumsé hagræðingu í greininni gegn
greiðslum! Landbúnaöurinn býður
minnkun á offramleiöslu og þrúg-
andi útflutningsbótum meö því að
minnka framleiðslu á hvern fram-
leiðanda án þess að fækka þeim.
Auövitað hækkar þaö verð en þaö
dregur úr neyslu og eykur niöur-
greiðsluþörf. Bændm' bjóða þannig
aukið óhagræði gegn greiðslum og
viröast komast upp með það. Land-
búnaðarráðherra er verðugur
sporgengill Orms Svínfellings.
Iðnaðarforystan krefst að sjálf-
sögöu sambærilegra skilyrða og
ríkja í nágrannalöndum en það
þýðir erlend lán og auknar þjóðar-
skuldir. Verslunin vill líka flýja
íslenskan fjármagnsmarkað eins
og aðrir, og enginn hefur enn kom-
ið böndum á fjárfestingar í þeirri
grein og um leið á íjölda verslana.
Sambandiö mun líklega fá sérstaka
fyrirgreiðslu í formi erlendra lána,
en það er fyrst og fremst verslunar-
deild Sambandsins sem stendur
illa. Tryggingafélögum og bönkum
mun öragglega ekki fækka nema
gegn greiðslum. Svona má lengi
telja.
Rætur vaxtavandans
Búið er að skrifa mikið um ís-
lenska fjármagnsmarkaðinn og
þátt hins opinbera í að sprengja
upp vexti. Allir hafa sínar skýring-
ar. Hvers vegna em svona margir
tilbúnir að taka lán með drápsvöxt-
um? Em íslendingar ábyrgðarlaus-
ir eða svona heimskir? Hvers vegna
stjómast ekki vaxtastig af greiðslu-
getu fyrirtækja og einstakhnga
eins og annars staðar? Lítum nánar
á. Sá sem fjárfestir í fiskkvóta getur
greitt mjög háa vexti af lánsfé ef
hann tryggir sér þar með kvótann
til frambúðar. Hversu margir telja
sig vera að fá kvóta til frambúðar,
þ.e. að tryggja sér sérréttindi á
kostnað annarra? Hvers vegna er
kaupmaður tilbúinn að greiða tugi
prósenta í raunvexti vegna vöru-
kaupa? Hvers vegna er venjulegur
íslendingur tilbúinn að greiða svo-
kallaðá okurvexti vegna bíla-
kaupa? Það er vegna þess að hann
treystir því ekki að tollar á bílum
verði ekki hækkaðir og að gengis-
felling muni ekki veröa, en hún ein
getur borgað honum aftur háa
vexti. Það er í raun öll óvissan, sem
birtist í mismikilli verðbólgu og
skyndibreytingum á öllum sköpuð-
um hlutum, sem er búin að afsiða
íslendinga. Vaxtaverkimir eru í
raun aðeins önnur hhð á verð-
bólgudraugnum. Auk þess fer nú
vaxandi að skerða atvinnufrelsi
með kvótum á ýmsum sviðum.
Kapphlaup vegna öflunar kvóta
framkalla óeðhlega eftirspum eftir
fjármagni. Framsóknarmenn í öll-
um flokkum eru að brjóta í bága
við íslensku stjómarskrána varð-
andi atvinnufrelsi. Mér hefur verið
sagt að þetta ákvæði stjómarskrár-
innar sé fengið frá Dönum, en þeir
hafa sama ákvæði í sinni stjómar-
skrá til að afnema síðustu leifar
lénsveldistímans. Nú erum við ís-
lendingar að stíga inn í nýja léns-
veldistíma, en um leið erum viö aö
afturkaha Sturlungaöld.
Jónas Bjarnason
„Valdastreita hagsmunaforingjanna á
Islandi er nú komin út í öfgar og skylm-
ingaþrælar hóta íslenskum stjórnvöld-
um og öllum þeim sem bregðast til
varnar gegn sérhagsmunakröfum.“