Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Page 31
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. 43 x>v Fréttir Meridskonu minnst: Stytta af Jósefínu Zoega afhjúpuð á sjúkra- húsinu Rótíeit Jack, DV, Tjöm, Vatnsnesi: Laugardaginn 16. júlí sl. var af- hjúpuö brjóstmynd af frú Jósefmu Helgadóttur Zoega á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Mættar voru dætur Jósefmu, Helga og Evelyne, og tengdasonur, Hafsteinn Guðmunds- son. Ræöur fluttu séra Róbert Jack og Karl Sigurgeirsson verslunar- stjóri. Frú Evelyne afhjúpaði stytt- una af móður sinni og flutti stutta ræðu. Kirkjukór Hvammstanga- kirkju söng tvo sálma. Frú Jóseflna lagði á sínum tíma grundvöll að sjúkrahúsinu á Hvammstanga. í fjölda ára vann hún fórnfúst og óeigingjamt starf, bæði á vegum Kvennabands Vestur-Húna- vatnssýslu og eigin, við að afla fjár til sjúkahússins. Kona mikilla fram- kvæmda og orku, m.a. stjórnaði hún Kvennabandshátíð á Hvammstanga um langt árabil en þessi hátíö var haldin árlega í júlí. Fékk hún nafnið Jósefínuhátíðin. Frú Jósefína var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var enskur, Hobbs að nafni, en seinni maður hennar var Skúli Guðmundsson alþingismaður og ráðherra. Bæði eru látin fyrir mörgum árum. Einn bróðir Jósefínu, hinn þjóðkunni maður Helgi Zoega, er enn við bestu heilsu, kominn yfir áttrætt. Þaö hefur ekki verið mikið sumar hér um slóðir. Bæði þoka og kuldi hefur komið í veg fyrir góöa gras- sprettu og minna er um ferðafólk á Vatnsnesveginum en verið hefur undanfarin ár. Vonandi er að ágúst- mánuður komi með vermandi sólar- geisla yfir þetta hérað. Suðuriand: Talsverð ölvun um helgina Talsverð ölvun var á tjaldstæöun- um á Suðurlandi um helgina. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var mik- ið um fólk í útilegu, sérstakiega á Þingvöllum og Laugarvatni. Voru 17 manns teknir grunaðir um ölvun við akstur en ekki hlutust slys af. Ölvað- ur bílstjóri olli árekstri á Selfossi í gær. -hlh aðeins SKYNDIHAPPDRÆTTI DAS BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Umboðsmenn: Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfirði, Lykill Njarðvíkum, Bílabragginn—Borgarnesi, Bílasala Vesturlands Vestmannaeyjum, Garðar Arason mmr[ með 2,8 Itr. V6 vél, sjálfskiptingu, sportinnréttingu og vandaðasta búnaði sem fáanlegurer, auk fullkominna hljómflutningstækja. Traustur jeppi fyrir kr.1775.000. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.