Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Síða 40
... 52 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Jarðarfarir Fréttir Þolreið hesta til Þingvalla: Fóru þrjátíu kíló- metra á tveim tímum Helgi Sigurðsson dýralæknir skoðar einn þátttökuhestinn við endamarkið á Spóahólum. DV-mynd GVA Júlíus Guðjónsson andaðist 16. júlí í Borgarspítalanum. Hann var fæddur 28. júní 1905 á Neistastöðum í Flóa. Hann var lengst af sjómaður, en starfaði hjá Verkamannabústööum 20 síðustu starfsár sín. Hann giftist Guðrúnu Sigurósk Jónsdóttur og eignuðust þau tvö börn. Guðrún and- aðist 8. maí 1935. Seinni kona Júlíus- ar er Ingibjörg Bjömsdóttir og eign- uðust þau tvö böm. Einnig ól hann upp tvö börn Ingibjargar frá fýrra hjónabandi. Útfór Júlíusar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Svanhildur Þorvarðardóttir, áður til heimilis á Hjarðarhaga 46, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. júlí. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steingrímur Karlsson, fyrrverandi veitingamaður, lést í Borgarspítalan- um 20. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. júlí kl. 15. Hrefna Siguijónsdóttir, Barmahlíð 53, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 26. júlí kl. 15. Guðlaug Siguijónsdóttir hár- greiðslumeistari, Skeiðarvogi 69, verður jarðsungin í Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.30. „Ég ákvað að ríða á vaðið og fram- kvæma þessa hugmynd mína. Þetta hefur aldrei verið prófað hér á landi áður,“ sagði Þórarinn Jónasson í Laxnesi í samtali við DV. „Erlendis er þolreið viðurkennd keppnisgrein og eru Englendingar núverandi heimsmeistarar." Á laugardag lögðu tuttugu hestar af stað frá Laxnesi í átt að Þingvöll- um. Leiðin er rúmir 30 kílómetrar og komu hestarnir tveimur tímum síðar í mark á Spóahólum. Allir hest- arnir luku keppni en fjórir voru dæmdir úr leik eftir ákveðnum regl- um. Áður en hestarnir lögðu af stað voru þeir skoðaðir vandlega af dýra- lækni. Meðal annars var tekin blóð- • prufa, skeifur athugaðar og hvort einhver sár væru á hestinum. Þegar hestarnir komu í mark voru þeir aft- ur skoðaðir af dýralækni og hjart- sláttur mældur. Refsistig voru gefin ef hestarnir voru t.d. með gjarðarsár, sár í munnvikum eða ef hesturinn haföi slegið sig. „Við ákváðum að takmarka fjöld- ann núna við tuttugu hesta. Miðað við þann áhuga sem hestamenn sýndu geri ég ráð fyrir að á næsta ári veröi þáttakendur vel yfir hundr- að,“ sagði Þórarinn. „Hinn almenni hestamaður hefur ekki svo mörg tækifæri til að reyna hestinn sinn í keppni. Einu skilyrðin eru þau að eigándinn treysti hesti sínum til að fara leiðina, hestamir séu sæmilega á sig komnir og knapi sé orðinn 15 ára. Þórarinn benti einnig á að íslenskir hestar hefðu farið þvert yfir Amer- íku og staðið sig mjög vel. Þessi leið til Spóahóla væri góð-smalaferð og stysta vegalengdin sem keppt væri á í þolreið. Erlendis væri lengsta leiðin um 100 mfiur og á næsta ári yrði far- in tveggja daga þolreið. Þáttökuskil- yrði þá yrðu að hestur hefði lokið þolreið til Þingvalla. Bandag sigraði Sigurvegari í þolreiðinni vár hest- urinn Bandag. Bandag er 12 vetra og undan hryssu frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði og Sörla frá Sauðárkróki. Eigandi og knapi er Öm Bjarnason, auglýsingasljóri. „Ég undirbjó héstinn aðeins síð- ustu vikuna fyrir keppni,“ sagði Örn í samtali við DV. „Ég hef að vísu allt- af notað hann mikið en síðustu vik- una tók ég hann í reið á hverjum degi. Einnig gætti ég þess að svelta hann aöeins og hafði hann inni síö- ustu nóttina." Bandag fór leiðina á tveimur tím- um og 15 mínútum. Hann var að vísu ekki með besta tímann en fékk aðeins 5 mínútur í refsistig fyrir púls. Eðli- legur tíma fyrir þessa vegalengd er 5-6 tímar. „í svona keppni eru það aðrir eðlis- þættir sem njóta sín en í kappreiðum. I þolreið eru það brokk og valhopp sem gilda en í kappreiðum tölt og skeið,“ sagði Örn Bjamason. -JJ Sýningar Myndlistarsýning í Ferstiklu Nú stendur yfir sýning á myndverkum eftir Bjama Þór Bjamason frá Akranesi í Ferstiklu á Hvaifjarðarströnd. Á sýn-- ingunni em oliukritarmyndir, coUage og grafík (einprent). Myndimar em til sölu og stendur sýningin tU 13. ágúst nk. Tilkyiiningar Loftbrú til Vestmannaeyja Um verslunarmannahelgina verður leiguflug Sverris Þóroddsonar með loft- brú tU Vestmannaeyja. Flogið verður frá HeUu og Reykjavik. Upplýsingar í síma 28011 í Reykjavík og 98-75165 á umboðs- skrifstofunni á HeUu. Færeysktioðnuskíp tekið innan 200 mflna markanna Varðskipið Týr stóð færeyska loönuskipið Sjurður Tollaksson FD 848 að ólöglegum veiðum 11,5 sjómfiur innan við mörk íslensku fiskveiðilögsögunnar í gær- kvöldi. Var færeyska skipið aö veiðum þar sem heitir Slétta. Sjurður er nú á leið til Húsavíkur í fylgd Týs og er væntanlegur þangað i kvöld. Ekki er vitað hve raikið Sjuröur haföi veitt þegar hann var staðinn að verki. Helgi Hallvarðsson hjá Land- helgisgæslunni segir þetta í fyrsta skipti sera erlent skip sé tekið að ólöglegura veiðum innan 200 mílna markanna. ______________________-hlh Ferðalög Utivistarferðir MiðvUtudaginn 27. júfí og fimmtudaginn 28. júlí verða famar Þórsmerkurferðir kl. 8, sérstaklega ætlaðar sumardvalar- gestum. Hægt er áð dvelja tU fóstudags, sunnudags, mánudags eða lengur. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands Miðvikudaginn 27. júli kl. 20 verður kvöldferð í BláfjöU og upp á fjaUið með stólalyftunni. Sýningar á Light Nights Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights em í Tjarnarbíói við Tjömina í ReykjavUt. Sýningar em fjögur kvöld í viku, á fimmtudags-, fostudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningamar kl. 21. Sýnt verður aUan júU og ágúst. Síðasta sýning verður 28. ágúst. Þetta er 19. sumarið sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýningum á Light Nights í Reykjavík. Menning Æskufólk í Kristskirkju Camerata Nova Gunnsteinn Olalsson stjórnar Camerata Nova í Kristskirkju. Alltaf er fallegt og vissulega áhugavert að sjá og heyra unga ' fólkið sem er að læra að spila úti í löndum. Þeirra á meðal er áreiðan- lega margt talentið sem á eftir að láta ljós sitt skína. Við skultam bara vona að viö lifum það. Á laugardaginn hóaði Gunn- steinn Ólafsson, sem stundar nám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn í Þýskalandi, saman rúmlega 30 krökkum að spfia músík eftir Lars Erik Larsson, Stravinsky, Beethov- en og Mozart. Þetta var í Krists- kirkju sem kannski er ekki beint ákjósanlegur staður fyrir hljóm- sveit þó þar megi vissulega gera ýmislegt ef beitt er lagi. Tónleik- amir hófust með Consertino eftir Larsson, fyrir kontrabassa og # strengi, og var einleikari Hávarður Tryggvason en sá hefur margvakið Tónlist Leifur Þórarinsson mikla athygli fyrir óvenjulega músíkalskan leik. Og Hávarður brást ekki að þessu sinni, það var full og eðlileg músíkeining í öllu sem hann gerði og hljómsveit og stjórnandi fylgdu honum fast og fallega eftir. Hins vegar var Kon- sert í D eftir Stravinsky heldur daufur hjá krökkunum, þar vant- aði alla snerpu og æskuglóð. En kannski er nú ekki heiglum hent að blása lífi í þetta „miðlungsmeist- arastykki“ sem Stravinsky samdi í hvelli fyrir Paul Sacher (súkkulaöi og lyf) í Sviss 1946. Því miður féll niöur arían Ah, perfido eftir Beethoven, vegna veikinda söngkonunnar ágætu, Signýjar Sæmundsdóttur. Signý er einn mest „spennandi" sópran okkar þessa dagana og á maður vonandi eftir að heyra í henni á næstunni. Lokaverkið á þessum tónleikum, sem voru haldnir undir nafninu Camerata Nova, var Prag sinfónían eftir Mozart. Þar reyndi mest á stjórnandann og þó hann tæki flesta hluti heldur hægt og dauflega fyrir minn smekk þá var útkoman sfils ekki óskemmtileg. í öllu falli var þetta hin þekkileg- asta samkoma og gott til þess að hugsa aö áheyrendur láta ekki á sér standa þegar mikið liggur við því hver bekkur var þétt setinn í kifkjunni. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.