Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988.
Fréttir_________________________________________
Framúrakstur á fjáriógum:
Iðnaðarráðuneytið
langstórtækast
Eyðsla ráðuneyta og stofnana umfram fjárlög á árunum 1983 til 1986
A þessu súluriti má sjá framúrakstur á fjárlögum á árunum 1983 til 1986 skipt eftir ráöuneytum. lönaöarráðuneyt-
ið ber þar af. Það fór aö meðaltali fram úr fjáriögum sem nemur 150 prósentum á ári. Næst fylgir æðsta stjórn
ríkisins sem ekki fellur undir neitt ákveðið ráðuneyti. Framúrkeyrsla hennar nam að meðaltali 48 prósentum. Síð-
an fylgja ráðuneytin koll af kolli. Fjármálaráðuneytið er eini pósturinn á fjárlögum sem eyddi minna er Alþingi
gaf heimild til. Þaö skilaði til baka sem nemur 9 prósentum af framlagi fjárlaga.
Iðnaðarráðuneytið átti metiö í
framúrakstri á fjárlögum á árunum
1983 til 1986. Á þeim árum fór ráðu-
neytið að meðaltali 150 prósentfram
úr fjárlögum. Út úr því ráðuneyti
runnu að meðaltali tvöfalt til þrefalt
meiri fjármunir á ári hverju en Al-
þingi hafði samþykkt. Þetta er þre-
falt meiri framúrakstur heldur en
hjá þeim pósti fjárlaga sem næstur
kom.
Á eftir iðnaðarráðuneytinu kemur
æðsta stjóm ríkisins sem ekki fellur
undir neitt ákveðið ráðuneyti. Æðsta
stjóm ríkisins er forseti íslands, Al-
þingi, Hæstiréttur og ríkisstjóm.
Þessir aðilar fóm að meðaltali um
48 prósent fram úr fjárlögum á árun-
um 1983 til 1986.
Síðan fylgja ráðuneytin hvert af
öðm. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið fór 43 prósent fram úr fjárlögum,
utanríkisráðuneytið 39 prósent,
landbúnaðarráðuneytið 33 prósent
og sjávarútvegsráðuneytiö 31 pró-
sent.
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
30% fram úr fjárlögum
Næst á hstanum er stofnun sem er
sérstaklega flokkuð í ríkisreikning-
um, Fjárlaga- og hagsýslustofnun.
Hún fór að meðaltali 30 prósent fram
úr fjárlögum. Þessi stofnun hefur
eftirlit með því að stjórnendur ríkis-
stofnana haldi sig innan ramma fjár-
laga. Það kann þvi að skjóta skökku
við að stofnunin sjálf skuli fara jafn-
langt fram úi;framlögum á fjárlögum
og raun ber vitni.
Viðskiptaráðuneytið kemur næst
með 26 prósent framúrakstur. Þar
næst menntamálaráðuneytið með 24
prósent, Hagstofan með 18 prósent,
félagsmálaráðuneytið með 17 pró-
sent, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðúneytið með 15 prósent og sam-
gönguráðuneytið með rúm 12 pró-
sent.
í þessum hópi eru þrjú fjárfrekustu
ráðuneytin; heilbrigðis-, samgöngu-
og menntamálaráðuneyti. Það hlýtur
að gleðja alla fjármálaráðherra að
þessi ráðuneyti skuli halda sig þó
þetta vel innan ramma fjárlaga. Ef
heilbrigðisráðuneytið færi jafnheift-
arlega fram úr fjárlögum og til dæm-
is æðsta stjóm ríkisins er hætt við
að gatið á ríkiskassanum myndi
stækka um nokkra milljarða á ári
hverju.
Forsætisráðuneytið fór að meðal-
tali tæp 12 prósent fram úr fjárlögum
á umræddum árum og Ríkisendur-
skoðun eyddi 10 prósent umfram
fjárlög.
Eina ráðuneytið sem ekki eyddi
umfram fjárlög á þessum árum var
fjármálaráðuneytið sjálft. Það skilaði
til baka sem nam 9 prósentum af
framlögum sínum að meðaltali.
Eflaust em einhveijir sem þakka það
góðum skilningi ráðuneytisins áfjár-
þörf sinni við ákvörðun fjárlaga frek-
ar en aðhaldssemi í rekstri.
-gse
Skömmtunaikeifid íferskfisksölu sniðgengið:
Meira selt
eriendis en
kvótinn segir
til um
Utgerðarmenn og fiskútflytjend-
ur sniðganga takmarkanir sjóm-
valda á útflutingi á óunnum þroski
og ýsu. Um 1200 tonn af ferskum
þorski og ýsú frá íslandi hafa verið
seld á Bretlandsmarkaði fyrstu
þtjá daga vikunnar, samkvæmt
upplýsingum frá íslenskum um-
boðsfyrirtækjum í Grimsby og
Hull. UtanrQdsráðueytið heimilaði
aðeins útflutning á 850 tonnum.
Föstudaginn 15. júlí og mánudag-
inn 18. júlí veitti viöskiptadeild ut-
anríkisráðuneytisins gámaútflytj-
endum leyfi til að flytja út og selja
550 tonn af þorski og ýsu í þessari
viku. Landssamband íslensfcra út-
vegsmanna notaði heimild sina til
að gefa aighngaleyfi fyrir 250-300
tonnum af ýsu og þorski.
Fiskur úr 80 gámum var seldur á
mörkuðunum í Hull og Grimsby á
mánudag og í gær. Magniö er sam-
tals 1040 tonn og umboösaöilar í
Bretlandi fullyrða að ekki minna
en 70 prósent af aflanum, eða 730
tonn, hafi veriö ýsa og þorskur.
Fjögur íslensk skip og bátar seldu
samtals rúm 500 tonn af þorski og
ýsu fyrstu þijá daga vikunnar.
Samkvæmt þessum upplýsingum
hafa um 350 tonn af ýsu og þorski
verið veriö flutt til Bretlands íleyf-
isleysi. Stefán Gunnlaugsson,
deildarstjóri viðskiptadeildar utan-
ríkisráðuneytisins, sagðist ekki
kannast við umframútflutning á
gámafiski og kvaðst að svo stöddu
ekki geta sagt til um aögerðir ráðu-
neytisins vegna málsins.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag-
fræðingur fijá LÍÚ, var ekki búinn
að fa tölur um skipasölur í Bret-
landi og vildi hvorki játa né neita
upplýsingum umboösfyrirtækj-
anna. Hann benti þó á aö þegar
skip og bátar fengju heimild til að
sigla væri fiskurinn enn ekki
veiddur og því ekki hægt að áætla
með neinni nákvæmni hvað yrði
selt úr þeim þegar landað yrði í
Bretlandi. pv
Leigubifreiðastjórar eru jafnan mættir á Akureyrarflugvöll þegar vélar Flug-
leiöa koma þangað, enda von á viöskiptavinum. Þessir tveir heiðursmenn
voru mættir þar til leiks á dögunum og eins og sjá má fannst þeim hávað-
inn mikill-er „Fokkerinn" renhdi í hlað. DV-mynd gk, Akureyri.
Ibúar við Tjamargötu:
Kæra stækkun ráðhúslóðar
Lóðaeigendur við Tjamargötuna í
Reykjavík hafa lagt fram kæru gegn
bygginganefnd Reykjavíkur vegna
þeirra ákvörðunar að stækka lóðina
Tjamagötu 11 og Vonarstræti 11 um
342%, ennfremur úthlutun þeirrar
nefndar á þessu viðbótarsvæði til
Reykjavíkurborgar.
í kæra, sem send hefur verið til
félagsmálaráðherra, segir eftirfar-
andi:
„Þar sem okkur er ekki kunnugt
um neinar sérstakar eignarheimildir
Reykjavíkurborgar á umræddum
3.065 fermetrum lands umfram aðra,
sjáum við okkur knúna til að kæra
hér með þessa úthlutun."
Lóðaeigendur fóm fram á við bygg-
inganefnd Reykjavíkur að hún gerði
grein fýrir eignarheimildum sínum
við Tjömina með bréfi 27. júní síðast-
liöinn og óskuðu eftir svari 8. júlí sl.
en hafa ekki enn fengið svar og
kærðu þess vegna meðan kærufrest-
ur var.
-GKr
1H mótsvið
feijuflugmann
Landhelgisgæsluniii barst
hjálparbeiðni frá bandarískum
ferjuflugmaimi í nótt þar sem
hann var á leiðinni milli Narss-
assuaq á Græniandi og Keflavík-
ur í lítilli 4 sæta Toma Hawk flug-
vél. Óttaöist flugmaðurinn að
hafa ekki nægilegt eldsneyti til
aö ná landl Fór flugvél flugmála-
stjórnar tU móts við vélina og var
f sarafloti við hana frá hálfþijú.
Þyrla landhelgisgæsluimar bætt-
ist í hópinn frá kl. rúmlega 4 og
var lent á Keflavíkurfiugvelli rétt
fyrir hálflimm.
Miðað viö áætlun átti fugvélin
þá eldsneyti eftir til 9 mínútna
flugs. Að sögn landhelgisgæsl-
imnar er það mjög lítið afgangs-
eldsneyti við lendingu. Hafði
heyrst um áhyggjur af ferðum
mannsins frá Kanada í gærkvöldi
og því komu vandræði hans ekki
aftan að mönnum hér.
-hlh
Skoðanakötuiun Skáís:
Mlnnkandi fylgi
Kvennalista
Fylgi Kvennalistans fer minnk-
andi ef marka má nýja skoðana-
könnun Skáís og Stöðvar 2. Hann
er þó enn næstvinsælasta stjóm-
málaaflið.
Samkvæmt könnuninni myndu
23,3% þeirra sem tóku afstöðu
kjósa Ustann. I fyrri könnunum
hefur Kvennalistinn haft um 30%
fylgi.
Þaö virðast helst vera Sjálf-
stæðis-, og Framsóknarflokkur
sem hirða fylgi Kvennalistans.
Sjálfstæðisflokkur er með 32,8%
fylgi og Framsóknarflokkurinn
er með 20,3% fylgi.
Einnig var spurt um fylgi ein-
stakra stjómmálamanna. Þar
kom fram aö Steingrímur Her-
mannsson er langvinsælastur
allra stjómmálamanna. Hann er
með meira en helmingi fleiri at-.
kvæði en sá næstvinsælasti sem.
er Halldór Ásgrímsson. Þorsteinn"
Pálsson er í þriðja sæti.
-PLP
Rassía hjá lögreglunni:
78 færðir
til skoðunar
78 bílar vora færðir til skoðun-
ar af lögreglunni í Reykjavík í
gær. 17 þeirra misstu númerin.
Restin fékk rauðan eða grænan
miða og hvítan, en einhverjir
höfðu einfaldlega trassaö að fara
með bíiinn i skoöun.
Að sögn lögreglunnar er rassía
sem þessi gömul venja fyrir versl-
unarmannahelgi en Óskar Óla-
son, sem áöur var yfirlögreglu-
þjónn umferðardeildar, stóð fyrir
svona aögerðum þá. Þá vom
margír á gömlum druslum. Þrátt
fyrir nýlega bíla í dag er mjög
mikiö um bíla í óökuhæfú ástandi
eða því sem næst
-hlh
Straumur til Eyja
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem DV aílaöi sér hjá Bifreiöastöð
Islands og Flugleiðrum virðist að-
alfólksstraumurinn um verslun-
armannahelgina ligsja á þjóð-
hátíöina í Vestmannaeyjum.
Hjá BSÍ var DV tjáð að áhuginn
á Atlavík og Melgeröismelum
væri mikffl en áberandi að fólk
færi ekki endilega á hinar skipu-
lögðu hátíðir. Þannig væri mikiö
um pantanir í Þórsmörk og á
Laugarvatn.
Einar Sigurðsson, blaöafulltrúi
Flugleiða, segir föstudaginn fyrir
verslunarmannahelgi einn af
stærri dögum ársins hjá félaginu.
Verða famar 29 fiugferðir frá
Reykjavík þann dag. -hlh