Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Undir í samkeppni
Helgarpósturinn kemur ekki út. Útvarpsstöðin Bylgj-
an minnkar við sig. Þannig gengur í samkeppni fíölmiðl-
anna. Sumir halda það ekki út.
Helgarpósturinn var nokkuð gott vikublað, meðan
hann var og hét. Hann var oft hressandi. Blaðið af-
hjúpaði nokkur mál, meðal annars Hafskipsmáhð. Síðan
varð Helgarpósturinn eitt fórnarlamba gjaldþrota Haf-
skipsmálsins. Hafskip fór á höfuðið. Helgarpósturinn fór
einnig á höfuðið, líklega eins og hann hefði einblínt um
of á Hafskip, of lengi, svo að blaðið hætti að vera ferskt.
Lengi áður en blaðið hætti, var deyfð yfir því. Lesendur
sáu, að blaðið var ekki svipur hjá sjón. Þá loddi lengst
af við blaðið, að ekki var vandléga htið á heimildir.
Margt var jafnan í því blaði, sem ekki fékk staðizt, byggt
á ónákvæmum upplýsingum. Engu að síður er sjónar-
sviptir að því, að Helgarpósturinn kemur ekki út. En
tapið var orðið gífurlegt. Núverandi stjórnendur eru
jafnvel að krefjast rannsóknar á framferði fyrrverandi
stjórnenda. Máhð er orðið hneykshsmál, Helgarpóstsins
sjálfs. Flestir landsmenn mundu kjósa, að þetta blað
kæmi út að nýju og næði sama ferskleika og þegar bezt
gekk.
Bylgjan dregur saman seghn. Fréttir þeirrar útvarps-
stöðvar verða hér eftir aðeins svipur hjá sjón. Bylgjan
fór vel af stað. Tónhst þeirrar stöðvar bar um margt
af. Fréttirnar voru oft góðar. En samkeppnin reyndist
stöðinni of hörð, enda margir um hituna. Nú verður
breyting á, breyting sem ekki er ástæða til að fagna.
Vissulega er rétt hjá bylgjumönnum, að aðrir Qölmiðlar
sinna fréttum vel og raunar miklu betur en útvarps-
stöðvarnar. En sorglegt er, að aðstandendur Ríkisút-
varpsins, rásar eitt og rásar tvö, geta sífeht gengið að
skattborgurunum th að halda uppi rekstri sínum og
gera hinum frjálsu útvarpsstöðvum því erfitt fyrir. Séu
rásir Ríkisútvarpsins reknar með haha, er bara seilzt
dýpra í vasa skattborgaranna. Rétt væri, að einstakhng-
ar tækju við Ríkisútvarpinu, auðvitað með ákveðnum
skyldum. Rásirnar yrðu því reknar í raunverulegri sam-
keppni við aðrar stöðvar. Þetta gildir einkum um rás
tvö, sem hiklaust á að selja og það sem fyrst.
En það eru ekki bara ríkisfjölmiðlarnir alþekktu, sem
njóta óeðlilegrar aðstöðu. Flokksblöðin eru ríkisstyrkt.
Þannig er haldið uppi öhum blöðunum nema Dagblað-
inu Vísi, sem hafnar ríkisstyrk. Blöðin Alþýðublaðið,
Þjóðvhjinn og Tíminn entust ekki lengi án ríkisstyrkja
eða annarra hlunninda af hálfu ríkisins. Það er DV sízt
áhyggjuefni, að þessi blöð koma út. En það eru rang-
indi, að fjölmiðlar hfi á ríkisstyrkjum. FJölmiðlar eiga
að standa og faha með því, hvort fólk vhl kaupa blöð
og lesa eða horfa á sjónvarpsstöðvar eða hlusta á út-
varpsstöðvar. Við getum verið þakklát því útvarps-
frelsi, sem thtölulega nýlega fékkst. En það á ekki að
láta okkur hta ffamhjá þeim göhum, sem á þessu eru
eins og sakir standa. Ekki þarf að amast við flokks-
blöðum, ef flokksmenn vhja halda úti hugvekjum th
sinna manna. En skattborgarar eiga að fá að vera í friði.
Skattgreiðendur eiga að vera í friði fyrir stjórnmála-
mönnum, sem hirða fjármuni órétthega fyrir eigin blöð.
Skattgreiðendur eiga að losna undan því oki að greiða
af tekjum sínum, th þess að uppi sé haldið óvinsælum
útvarpsstöðvum. Eins og Bylgjan er í vanda, eiga rásir
Rikisútvarpsins að fmna fyrir vandanum, ef ekki er nóg
á þær hlýtt.
Haukur Helgason
.„í júníblaði Voga er grein eftir Ólaf G. Einarsson alþingismann, þar sem hann víkur „smekklega" að Kvenna-
listanum. Þar er hann þó einstaklega seinheppinn og hefði þurft að lesa Morgunblaðið sitt betur.“
Sannleiksleit er
ýmsum þraut
Sjálfstæðismenn í Kópavogi reka
pólitík sína af mikilli elju, gefa m.a.
út blaðið „Voga“ mánaðarlega í
40-50 þús. eintökum - eða álíka og
Morgunblaðið - og dreifa „ókeypis
inn á heimili í Reykjaneskjördæmi
og í stóran hluta Reykjavíkur",
eins og segir í blaðinu. Sú hugul-
semi er þó sennilega nýtilkomin,
a.m.k. hefur undirrituð ekki
kynnst þessu blaöi fyrr en á síðasta
vetri. Síðan hafa 4 tölublöð dottið
inn um póstlúguna, og hvað sem
gerst hefur fram að þeim tíma, þá
vill svo til, að Kvennahstann hefur
borið á góma í þeim öllum.
Því miður virðast þó sjálfstæðis-
menn ekki kunna að vanda til
heimilda í skrifum sínum í þessu
vitt útborna blaði, og því er nauð-
synlegt að svara þeim með fáeinum
orðum, þar sem rangfærslur úr
þeim hafa ratað inn í málflutning
annarra. Ætlunin var að gera það
í Vogum með góðfúslegu leyfi rit-
nefndar, en hún þarf sitt sumarfrí
eins og aðrir, og nýtt tölublað mun
ekki væntanlegt fyrr en í septemb-
er. Því er DV beðið fyrir nokkur
orð, enda hefur ein rangfærslan úr
Vogarskrifum verið borin inn á síö-
ur DV nýlega.
Rangfærslur
Fyrst skal nefna greinarkorn eft-
ir Þorstein Halldórsson í aprílblaði
Voga, sem hann nefnir „Skinhelgi
Kvennalistans" og fjallar þar aðal-
lega um afstöðu Kvennalistans til
lagasetningar um fæöingarorlof í
þinglok 1987.
Póhtísk bhnda var svo augljós í '
þessari stuttu grein, að hún virtist
ekki svara verð; en síðan hefur
komiö í ljós, að margir sjálfstæðis-
menn halda hinu sama fram um
afstöðu Kvennahstans í þessu máli
og virðast vilja koma því inn hjá
almenningi. Þeirra á meöal er
formaðurinn sjálfur, sem endurtók
vitleysuna úr nafna sínum Hall-
dórssyni í sjónvarpsþætti í maí sl.,
og Sólveig Pétursdóttir varaþing-
maður, sem enn klifar á því sama
í grein í júlíblaöi Voga. Allt þetta
fólk heldur því blákalt fram, að
Kvennahstinn hafi „ekki“ haft
„þrek til að greiöa málinu at-
kvæði“, eins og Þ.H. orðaði það og
nafni hans Pálsson eitthvaö á svip-
aða leiö í sjónvarpsþættinum, og
S.P. segir orðrétt: „Hinar ágætu
Kvennahstakonur höfðu hins veg-
ar ekki fyrir því að ljá þessu góða
máli hðsinni sitt.“
Sannleikurinn
Kvennalistinn flutti sinn fyrsta
vetur á þingi og árlega þar eftir
frumvarp til laga um lengingu fæð-
ingarorlofs í 6 mánuði og jafnan
rétt til fuhra orlofsgreiöslna. Jafn-
framt var flutt frumvarp um tekju-
öflun vegna kostnaðar viö fæðing-
Kjállariim
Kristín Halldórsdóttir
þingkona kvennalistans
arorlof, sem var meira en ríkis-
stjórnin gerði, þegar hún loks tók
við sér og lagði fram frumvarp um
fæðingarorlof tveimur vikum fyrir
þingslit 1987.
Reyndar var þar ekki um eitt mál
að ræða, heldur tvö. Hið fyrra fjall-
aði um lengingu fæðingarorlofs úr
3 mánuðum í 6, en að vísu í þrem
stökkum en ekki einu, eins og
Kvennalistinn lagði tíl. Aldrei kom
þó annað tíl greina en að styöja
þetta stjórnarfrumvarp, og þaö
gerðum við Kvennahstakonur
sannarlega.
Hið síðara var um fyrirkomulag
greiðslna í fæðingarorlofi og skipt-
ingu þeirra í „styrk“ og dagpen-
inga, sem eru mismunandi eftir
aöstæðum viðkomandi og t.d. fá
heimavinnandi húsmæður enga
dagpeninga. Þetta fyrirkomulag
töldum við - og teljum enn - órétt-
látt og flókið og gátum ekki stutt
það. Hins vegar vhdum viö ekki
bregða fæti fyrir máhð í heild sinni
og sátum því hjá við afgreiöslu
þessa hluta þess.
Þeir, sem vhja leita sannleikans
um þessi efni, geta fundið hann í
18. og '20. hefti Alþingistíðinda
198&-87.
Ólafur G. og Kvennalista-
„bullið“
En það vefst fyrir fleirum að
vanda th heimilda. í júníblaði Voga
er grein eftir Ólaf G. Einarsson al-
þingismann, þar sem hann víkur
„smekklega“ að Kvennahstanum.
Þar er hann þó einstaklega sein-
heppinn og hefði þurft að lesa
Morgunblaðið sitt betur.
Hann vitnar - án þess þó að geta
heimhdar - í frétt í Mbl. 2. júní, en
hún er byggð á grein í Toronto Sun
í Kanada, sem segir frá ársþingi
kanadískrar kvennahreyfingar,
þar sem Þórhildur Þorleifsdóttir
flutti opnunarræðu og sagði frá
starfi Kvennahstans. I frétt Mbl.
er m.a. þýtt upp úr Sun-greininni
á þá leið, að Kvennalistakonur séu
„að þessu skemmtunarinnar
vegna“ og að „bestu hugmyndir
kvikni út frá þessu bulli".
Þessar setningar hafa greinhega
hitt ýmsa í hjartastað svo rækilega,
að sennhega vilja þeir ekki heyra
sannleikann í málinu. Hann er hins
vegar sá að bullið á hvergi heima
nema hjá Toronto Sun, og öll var
sú grein full af villum og rangfærsl-
um, eins og Þórhildur leiörétti
rækilega í Mbl. 7. júní. Þá grein
hefur Ólafi ekki hentað að lesa,
enda ekki eins hagstætt fyrir keppi-
nauta Kvennalistans að vitna í
hana.
Sighvatur og meira bull
Nú er svo komið í ljós, aö Sig-
hvatur Björgvinsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, treystir Olafi G.
svo takmarkalaust sem heimhdar-
manni, að hann tekur þessa vit-
leysu upp úr Vogum í grein í DV
5. júlí, sem þó fjallar að stórum
hluta um nauðsyn vandaðra
vinnubragða! Það hvarflar kannski
að einhverjum, að Sighvatur hefði
mátt spara vandlætingaroröin í
grein sinni um botnlausa fáfræði
fjölmiölamanna, þekkingarskort
og umræðu á lágu plani, fyrst hann
fellur sjálfur í þennan pytt að leita
ekki réttra heimhda.
Hver skyldi svo koma næst og
fiska rangfærsluna um bullið upp
úr grein Sighvats, sem tók hana
úr grein Ólafs, sem tók hana úr
Mbl., sem þýddi hana úr Toronto
Sun? Eða má vænta þess, að þessi
leiörétting dugi?
Eigum við ekki að lyfta umræð-
unni á örhtið hærra plan, eins og
skáldið sagði?
Kristín Halldórsdóttir
„ Pólitísk blinda var svo augljós 1 þess-
ari stuttu grein, að hún virtist ekki
svara verð, en síðan hefur komið í ljós
að margir sjálfstæðismenn halda hinu
sama fram um afstöðu Kvennalistans
í þessu máli og virðast vilja koma því
inn hjá almenningi.“