Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Marlee Matlin talar Margir álíta aö Marlee Matlin hafi verið ótrúlega heppin og aö hún ætti að vera ánægö með þaö sem henni hefur tekist hingað til. En hin heyrn- arlausa leikkona er nú ekki aldeilis á því aö taka saman föggur sínar, þakka fyrir sig í Hollywood fyrir Children of a Lesser God, og hverfa í fjöldann. Úm þessar mundir glímir hún viö hlutverk í tveimur kvikmyndum þar sem þess er krafist að hún tali. Reyndar hefur Marlee þegar sýnt hæfileika sína til að tala, því þegar hún veitti Michael Douglas óskarinn fyrr á árinu þá sagði hún nokkur orð. Ólíkt því sem gerðist með Söru í myndinni Children of a Lesser God, þá er Marlee ekkert hrædd við að tala. Þó að framburður hennar sé dálítið óskýr, þá getur hún vel gert sig skiljanlega. Henni finnst gaman að tala og segist reyndar sjálf tala of mikið. Fékk loks talhlutverk Hlutverkin tvö sem hún leikur núna, eru einmitt það sem hún hefur verið að bíða eftir, síðan hún hlaut talkennslu. Hún segir að nú fái hún upp í hendumar handrit þar sem ekki fyrirfinnist heymarlaus per- sóna. Sumir leikstjóranna geti tekist á við heymarleysi hennar, en aðrir ekki. Marlee fann það sem hún var að leit.a eftir þegar henni var boðið að leika í myndinni Walker, sem tekin var upp í Níkaragúa. Mynd þessi er byggð á staðreyndum og fjallar um Wilham Walker sem réöst inn í Ník- líkt hlutverki Söm. Áður en hún varð tíu ára, hafði Marlee farið með aðalhlutverkin í Galdrakarlinum í Oz, Mary Poppins og Pétri Pan í leikhúsi fyrir heyrnar- lausa. Hún hætti svo að leika þegar hún fór í framhaldsskóla og aðrir hlutir áttu allan huga hennar. Síðar ætlaði hún að verða verjandi heyrn- arlausra glæpamanna en það breytt- ist allt saman þegar góður vinur hvatti hana til að sækja um hlutverk Söru í Children of a Lesser God, sem átti að fara aö sýna í leikhúsi heima- bæjar hennar. Hún fékk hlutverkið, og áður en hún vissi af þá var búið að bjóða henni að leika í kvikmynd- inni. Varð ástfangin af mótleikara sínum Það kom svo ekki að sök að mjög góðir straumar mynduðust milh Marlee og William Hurt, sem lék á móti henni. Reyndar urðu þau ást- fangin og bjuggu saman í tvö ár, en leiðir skhdu og nú eru þau góðir vin- ir. Marlee er enn mjög viðkvæm fyrir því sem viðkemur heymarlausum. Hún myndi vhjasjá myndir textaðar, og hún myndi einnig gjarnan viljá ryöja leiðina fyrir aðra heymarlausa leikara í Hollywood. Marlee sagöi að þeir sem heyrnarlausir væru héldu oft að Children of a Lesser God væri fyrir þá, en svo væri ekki. Myndin íjallaði um heyrnarlausa en væri fyr- ir fjöldann, þar sem markmiðið með henni væri að sýna líf heyrnleys- ingja. Pakkað fyrir sumaríríið Flestir kannast við vandræðin sem hefjast þegar á að troða sumarleyfis- farangrinum í bílinn. En fæstir eiga þó við sama vanda að stríða og hún Beta Bretadrottning. Heillin þurfti að leigja 12 metra langan vöruflutninga- bil er hún hélt í fimm daga sumarfrí til Skotlands. Ekki var hún ein með allt þetta drasl þvi í fylgdarliðinu voru 100 starfs- menn og þurftu þeir auðvitað að taka með sér farangur líka. Svo inn í bíl- inn fór allt frá hattaöskjum til pósthúss. Herinn var fenginn til að afhlaða vagninn. Tina Turner - amman í tónhstariðnaðinum - var svo þreytt og uppgefin eftir síðustu tónleikaferð sína að ekki einu sinni 21 milljón gat fengið hana upp á sviðið aftur. Þetta til- boð kom annars frá svissneskum auðkýfingi sem hafði hugsað sér að fá Tinu til Zúrich th að syngja nokkur lög í afmæli 12 ára gam- als sonar síns. En tilboðið dugði ekki th þó að gott væri og stráksi varð að láta sér nægja aðra skemmtun. Phil Collins og konan hans, Jill, vhja nú eignast barn. Hinn 37 ára gamh tónhstarmaður hefur nú ákveðið að leggja tónhstina á hhluna og helga sig frekar leiklistinni til þess að hann geti komið fyrr heim á kvöldin. Það kemur svo bara í ljós með tímanum hvort þaö hjálpar nokkuð þeim hjónum að eignast erfingja. Samkvæmt skýrslu Consumere Union News Dlgest er meðalaldur jarð- arbúa 23 ár. En fjöldlnn mun vera komlnn yflr fimm billjónir. Fyrir hverja 100 fullorðna á aldrinum 15 til 64 ára eru 65 ungir og aldnlr sem þurfa á elnhvers konar hjálp eða aðstoð að halda. Vangefin ást Michael J. Fox T stjarnan úr Fjölskyldubönd- um - varð alveg æfur er hann komst að því að kærastan hans, hún Tracy Polían, var ekkert að hafa fyrir því að taka nafn síns fyrrverandi, leikarans Kevin Bacon, af dyrunum hjá sér. Mic- hael dró þá kveikjara upp úr vas- anum og sveið nafnspjaldið burt. Marlee Matlin glimir nú við hlutverk þar sem hún talar. aragúa á miðri nítjándu öldinni, og var hann þá studdur af bandarískum fyrirtækjum. Marlee leikur unnustu Wihiams, Ellen Martin, sem var heyrnarlaus í lifanda lífi. Marlee seg- ist ekki hafa tekið hlutverkinu af stjórnmálalegum ástæðum, heldur vegna þess að hlutverkið væri gjöró- Leikarinn Dudley Moore mun taka mestu áhættu ferils sins í september nk. þegar hann leikur ásamt eigin- konu sinni í myndinni Sketch. Mynd- in mun fjalla um rithöfund sem verð- ur ástfanginn af ungri vangefinni stúlku. Dudley sagði að það væri einhver hræösla í mönnum gagnvart van- gefni. í myndinni væri stúlkan að- eins líthlega þroskaheft og milli hennar og mannsins myndast ein- stakt samband. Hann hefði langað til aö gera þessa mynd með konu sinni um leið og hann las handritið. Eins og kom í ljós, þá gat Dudley ekki fundið neinn í langan tíma sem fjármagna vhdi myndina með hon- um og Brogan Lane eiginkonu hans. Brogan er fyrrverandi fyrirsæta og hittust þau fyrst árið 1982, en hafa verið gift síöan í febrúar. Vhdu kvik- myndaverin að hann fengi aðra leik- konu í hlutverk stúlkunnar, en Dud- ley tók þaö ekki í mál. Á endanum gáfust þau upp. Nú hafa þau þó ráöist í gerö mynd- arinnar með hjálp bresks framleið- anda og leikstjórn hennar er í hönd- Dudley Moore lét draum sinn verða að veruleika og gerði mynd um ást manns á þroskaheftri stúlku. um þess er skrifaði handritið. Mun myndin því verða óháð. Er Dudley mjög spenntur yfir viðtökum mynd- arinnar, þó að hann leiki nú í Arthur H. „Ég vil gera þaö sem ég hef gaman af að gera - og fjandinn eigi afleiðing- amar. En auðvitað er það ekki alltaf hægt,“ sagði Dudley Moore.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.