Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. LífsstOl Trúin flytur fjöll og þókn- unarhrifin gera kraftaverk Það heyrist oft þegar talað er um „hollefnin" að þessi og hinn hafi feng- ið mikla bót meina sinna. Jafnvel virt- irmeðlimirsamfélagsinsskrifaíblöð- in og „vima" um undralækningar sem jaöra við kraftaverk. Meira að segja hefur ráðherra vitnaö um ágæti tiltekins hoDefnis. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar þessa fólks eiga vísindamenn í mestu vandræðum með að fá sömu niðurstöður og telja fjölmargir þeirra að um tímasóun sé að ræða ef rann- saka eigi allar fullyrðingar sölu- manna um ágæti ýmissa hollefna. En hvað er það þá sem gerir það að verkum að fólk haldið illvígum sjúkdómum sýnir batamerki undir eftirliti læknis? Þar sem ljóst er að ekki er hollefn- um að þakka hlýtur eitthvað annað að vera að gerast. Meira en ímyndunin ein í raun er ekki hægt að ræða áhrif hollefna án þess að tala um þóknun- arhrifin (placebo effect). Þau eru skilgreind sem meðferð eða hluti meðferðar sem hefur ósérhæfð áhrif á sjúkdóm eða einkenni hans hjá sjúklingum. í ensk-íslenskri orðabók Amars og Örlygs er „placebo“ þýtt sem: a. óvirkt efni gefið til að full- nægja þörf sjúklings fyrir lyfjameð- ferð; b. óvirkt efni notað til saman- burðar við rannsókn á virkni lyfs. Skilgreiningin nær í raun ekki ein- göngu til óvirkra efna eins og sumra hollefna eða „platlyfja“ heldur er um Ólafur Sigurðsson Frjálst,óháð dagblað a Askrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt: • Þærlosaáskrífendur við ónæði vegna inn- heimtu. greiðslumátisem tryggirskilvísar greíðslur þráttfyrir annireðaf}arvistir. e Þær létta blaðberan- umstörfinen hann heldurþóóskertum tekjum. e Þæraukaóryggi. Blaðberaremtil dæmisoftmeðtölu- verðar fjártiæðir sem geta glatast Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. matvælafræðingur mjög flókiö fyrirbrigði að ræða. Þeir þættir, sem taldir eru hafa áhrif á hvort þóknunarhrifin eigi sér stað, eru samspil læknis og sjúklings, umhverfi læknisins eða meðferðar- aðila, samspil hugar og handar (t.d. athöfn) og jafnvel litur óvirka efnis- ins hefur áhrif. Þóknunarhrifin hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í lækningum löngu áður'en nútíma læknavísindi urðu til og gera enn. Óvirk efni hafa verið notuð til að minnka sársauka vegna hjartakveisu, gigtar og við meðferð á háum blóðþrýstingi og kvefi, svo að fátt eitt sé nefnt. Ovirk efni eru ekki eingöngu notuð þegar sjúkdómur tengist geðslagi sjúklingsins heldur geta þóknunarhrifin einnig slegið á einkenni vefrænna sjúkdóma. Það skiptir því öllu máli að sá sem notar þóknunarhrifin geri sér rækilega grein fyrir því hvað um sé að ræða og noti þau á raunhæfan hátt til góðs fyrir sjúklinginn. Röng notkun á þóknunarhrifum er ekkert annað en skottulækning og ber að reyna að Neytendur forðast þau verði þeirra vart þar sem þeirra er ekki vænst. Sölufólk hollefna liggur undir ámæli Þeir aðilar, sem selja hollefni, hafa fæstir menntun til að beita þóknun- arhrifum á réttan hátt. Ákafi og stað- föst trú þeirra á góð áhrif ýmissa hollefna er vel til þess fallið aö vekja þóknunarhrif hjá fólki sem er misvel statt á sál og líkama eftir langvinna sjúkdóma sem ekki hefur tekist að ráða bót á. Það er því ámælisvert þegar sölu- fólk hollefna (í góðri trú) vekur upp þóknunarhrif hjá fólki með sjúkdóm, sem veldur því aö það leitar ekki lækninga fyrr en um seinan. Mörg dæmi eru um að einmitt þetta hafi gerst eriendis, m.a. hjá krabbameins- sjúklingum sem notuðu „laetrilé“ (stórvarasamt blásýrulyf). Virk efni myndast Þó svo að ekki sé nákvæmlega vitað hvað gerist þegar þóknunarhrifin eiga sér stað eru til vísbendingar um að losun „endorphina" (vellíðunar- homóna) eigi sér stað. Einnig er talið að óvirk efni, notuð til að vekja þókn- unarhrif, geti örvað myndun „inter- ferons“ sem vinnur gegn veirusjúk- dómum og hefur verið prófað við krabbameinslækningar. Skyldi einhver hugsa sem svo: „Því ekki aö nota hollefnin til þess að vekja þóknunarhrif sem mynda áð- urnefnd efnasambönd?" þá er því til að svara að hliðarverkanir þeirra eru margvíslegar og margar varasamar, sbr. mikla fjölgun slæmra ofnæmis- tilvika á Landspítalanum, líklega vegna neyslu blómafijókorna. Einnig ber að hafa það í huga að það er lítilvæg ástæða fyrir neyslu hollefna ef virknin á að byggjast á þóknunarhrifunum einum saman. Einnig vara þau mjög stutt og eru því skammgóður vermir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.