Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
3
Fréttir
Jóhannes Kristinsson gámavinur:
Sakar fjóra fréttamenn
um að vera á mála hjá
SÍS og Solumiðstoðinni
„Þegar þessir menn koma á mark-
aðina í Hull og Grimsby þá eru ævin-
lega menn frá Sambandinu og Sölu-
miðstöðinni með þeim. Við höfum
verið að hugsa um að auglýsa eftir
blaðamanni sem vinnur á stórum
fjölmiðli. Það er skoðun allra sem eru
í útflutningi á ferskum fiski að þessir
fjórir menn séu á mála hjá Samband-
inu og Sölúmiðstöðinni. Það er ekki
eðlilegt hvað þeir ráðast heiftarlega
á þessa atVinnugrein. Þeir sjást ekki
þegar vel gengur. Ef einhver von er
um að halli undan fæti þá eru þeir
mættir með allar sínar græjur,"
sagði Jóhannes Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Gámavinum í
Vestmannaeyjum.
Jóhannes ber fjóra fréttamenn
þungum sökum. Hann segir þá vera
á mála hjá Sambandinu og Sölumið-
stöð hraöfrystihúsanna. Frétta-
mennirnir fjórir eru þeir Ólafur Sig-
urðsson hjá Sjónvarpinu, Gissur Sig-
urðsson hjá Ríkisútvarpinu, Páll
Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 og
Hjörtur Gíslason hjá Morgunblað-
inu.
Jóhannes sagði að einn þessara
manna hafi í vor ætlaö að taka fyrir
í frétt hvað fersfiskútflutningurinn
væri óhagstæður. Þegar annað hafi
komið í ljós þá hafi verið hætt við
að vinna fréttina.
„Hefði maðurinn verið hlutlaus þá
heföi hann átt að klára fréttina sem
hann var langt kominn með að
vinna. Svona hefur þetta oft verið.
Þessir menn koma aldrei með já-
kvæðar fréttir frá þessari grein. Við
köllum fjórmenningana „antigáma".
Þetta eru fullyrðingar hjá mér. En
svona er þetta. Það er kannski
áhætta fyrir mig að segja þetta. Þeir
kannski hefna sín á mér. Ég held
samt að þeir séu búnir að hefna sín
nóg,“ sagði Jóhannes Kristinsson.
-sme
Hjöriur Gíslason á Morgunblaölnu:
Tílhæfiilaus ásökun
„Ég hef heyrt þetta frá honum áð- honum,“ sagði Hjörtur Gíslason,
ur. Ég hef ekki séð ástæðu til að gera blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar
athugasemdir við þetta. Þetta er að ásakanir Jóhannesar Kristinssonar
mínu mati tilhæfulaus ásökun hjá voru bornar undir hann. -sme
Gissur Sigurðsson hjá Ríkisútvarpinu:
Þetta er ekki svaravert
„Ef hann vill vera með ærumeið- fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, þeg-
ingar þá verður hann aö taka afleið- ar ummæh Jóhannesar Kristinsson-
ingum þeirra. Þetta er ekki svara- ar voru borin undir hann.
vert,“ sagði Gissur Sigurösson, -sme
Ólaíur Sigurðsson, Sjónvarpinu:
Er ekki vilhallur _
„Ef hann getur fundið það út að
ég sé á móti fólki sem selur í gámum
þá vil ég gjarna að hann sýni það.
Ég tel ekki aö svo sé. Ég tel það vera
átvinnustarfsemi sem eigi að fara
fram eins og hver önnur. Það jafn-
vægi, sem verður að fmna í þessum.
málum, hef ég ekki á hraðbergi. Ég
sé ekkert athugavert viö þá atvinnu-
starfsemi. Ég tel þetta í hæsta máta
eölilegt og æskilegt og eigi rétt á sér
með öðru.
Ef þessi maður er með svona ásak-
anir verður hann að finna þeim stað.
Þetta er fáránlegt og rangt að ég sé
vilhallur í þessum málum. En að ég
sé á mála hjá þessum fyrirtækjum
er beinlínis rangt og þarf ekki að
ræða frekar," sagði Olafur Sigurðs-
son þegar ummæh framkvæmda-
stjóra Gámavina voru borin undir
hann.
Páll Magnússon, fréttastjóri á Stöð
2, er í leyfi. Ekki náðist til hans th
að bera ummæli Jóhannesar Krist-
inssonar undir hann. -sme
Aldraðir á
Þingvölium
Regína Thorarensen, DV, Selfoas:
Rjörutiu manna hópur frá
Styrktarfélagi aldraðra í Hafnar-
firði hefur undanfarna daga verið
í heimsókn á Þingvöllum og hefur
hópurinn dvahð á Hótel Valhöll.
Hópurinn gerði sér ferð einn dag-
inn á Selfoss að skoða mjólkurbú
Flóamanna, harðfiskverslun og
kaupfélag KÁ þar sem drukkið var
framsóknarkaffi.
Fólkið gerði góðan róm að glæsi-
leik kaupfélaganna. Séra Heimir
Steinsson, prestur á Þingvöhum,
fór meö eldri borgarana í Þing-
vahakirkju og sýndi hana og þjóð-
garðinn og voru eldri borgarar
sérstaklega ánægðir með staðar-
lýsingu Heimis og þótti hann vel
að sér um þessi mál. Það er auð-
heyrt á eldri borgurum að það er
mikil fróðleiksfýsn í þeim. Dvölin
á Þingvöllum tekur alls viku, en
annar hópur eldri borgara frá
Hafnarfirði kemur í næstu viku.
Fararstjórar í ferðinni voru hjónin
Ragnhildur Guðmundsdóttir og
Jón Kr. Guðmundsson.
LENDIR ÞÚ STUNDUM Á
"MÚR" í SAMSKIPTUM ÞÍNUM
VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR?
Innritun í ný og markviss 12 vikna tungumálanámskeið er nú hafin.
Kennt er tvo daga í viku,
tvær kennslustundir í senn.
Öll enskunámskeið miða að
hinum alþjóðlegu Cambridgeprófum.
Takmarkaður fjöldi nemenda
á hverju námskeiði.
Námskeið verða haldin í:
Ensku, dönsku, sænsku, frönsku,
þýsku, spænsku, ítölsku, portúgölsku,
grísku, japönsku og íslensku fyrir útlendinga
Námskeiðin hefjast 12. og 13. sept. n.k. og lýkur fyrstu vikuna í des.
Innritun og frekari upplýsingar á skrifstofimni í símum: 91-10004
og 91-21655. ,, ,, ^
MALASKOLINN MIMIR
ÁNANAUSTUM 15, RVÍK.
SÍMI: 10004 & 21655.
ILVER REED
skólaritvélin f ár
Allir nemendur þurfa góða rítvél, af hverju
ekkí að velja vél sem endist út námsárín.
SILVER REED er framtíðareign sem kostar
ekki nema 19.800 kr. stgr.
SIIVER REED er handhæg heímílísvél sem
%vw,í>gott er að hafa við hendína
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
_________ r Hverfisgötu 33, simi: 62-37-37
Helstu söluaðilar auk Skrifstofuvéla hf.:
Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar
Akureyri: Tölvutæki/Bókval hf
Gindavík: Bókabúð Grindavíkur
Hafnarfjörður: E. Th. Mathiesen
Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar
Isafjörður: Bókaversl. Jónasar Tómassonar
Keflavík: Nesbók
Ólafsfjörður: Versl. Valberg
Reykjavík: Penninn,
Hallarmúla/Kringlunni/Austurstræti
Tölvuvörur Skeifunni 17
Selfoss: Vöruhús K.Á.
Siglufjörður: Aðalbúðin
Vestmannaeyjar: Kjarni hf
Hella: Mosfell.