Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. 5 Fréttir Gert að laxi i húsi ísrastar. Tíu manns munu vinna í húsinu. DV-mynd Sveinn Laxaslátrun í Reykjavík í vikunni var tekiö í notkun laxa- sláturhús í Reykjavík. Húsið er vest- ur á Granda og getur aíkastað 3-5 tonnum af laxi á dag. Húsið er í eigu ísrastar hf. og sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Júlíus Ólafsson, að í húsinu væri góð aðstaða til að gera aö og frysta lax. Júlíus sagði að helstu kúnnar húss- ins yrðu laxeldisstöðvar. Þeir hjá ís- röst segjast bjartsýnir á reksturinn. Til að fullnýta aðstöðuna stendur til aö heilfrysta aörar fisktegundir og einnig er í bígerð að heilfrysta þorsk- hausa til útílutnings. Um tíu manns munum starfa í húsinu. pv Ungir sjálfstæöismenn: Samstaða um aðgerðir - annars stjómarslK „Ungir sjalfstæðismenn hafa um árabil hvatt til aðhalds og spamaðar í opinberum útgjöldum og þá ekki hvað síst í undangengnu góðæri þeg- ar öll rök mæltu með því að auknar tekjur þjóðarinnar yrðu nýttar til að greiða niður erlendar skuldir," segir í upphaíi áskorunar sem stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sam- þykkti á stjórnarfundi síðastliöinn laugardag. í áskoruninni segir aö aukning rík- isútgjalda sé alvarlegasta meinsemd- in í efnahagslífinu og þörf sé á rót- tækum aðgeröum gegn verðbólgu. Vegna þessara aðstæðna er tahð rétt að kanna niðurfærsluna, þótt slík lögbinding launa, verðlags og vaxta sé sögð í andstöðu við hugsjónir sjálf- stæðismanna óg megi aldrei leiða til afturhvarfs til hafta- og skömmtun- arstefnu. í áskoruninni er niðurfærslan sögð skammtímalausn og samhhða verði að gera ráðstafanir sem tryggja jafn- vægi og stöðugleika til frambúðar og því sé niöurskurður ríkisútgjalda mikilvægur til að slá á þenslu í efna- hagslífinu og koma í veg fyrir aukna skattheimtu. Segir að náist ekki full- kominn samstaða innan ríkisstjórn- arinnar um raunhæfar aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum eigi aö ijúfa stjórnarsamstarfið en ungir sjálfstæðismenn telja að fyrri að- gerðir ríkisstjómarinnar auki ekki bjartsýni manna á árangur nú. Ungir sjálfstæðismenn leggja til að ríkisútgjöld verði skorin niður um 4 milljarða króna. Þetta veröi gert meö fækkun ríkisstarfsmanna og endur- skipulagningu í hehbrigðis-, trygg- inga- og menntamálum, uppskurði á landbúnaðarkerfinu og auknu sjálf- stæði og ábyrgð ríkisstofnana. Sveit- arfélög geti síðan fylgt eftir góðu for- dæmi ríkisins um niðurskurð. Lagt er til að dregið verði úr erlendri skuldasöfnun og ríkisábyrgð afnum- in en áhættumat og arðsemissjónar- mið verði látin ráða. Lagt er til að eignarhluti ríkisins í Landsbankanum, Búnaðarbankan- um, Útvegsbankanum, Sements- verksmiðju ríkisins, Áburðarverk- smiðju ríkisins og söludeild Pósts og síma verði seld en Skipaútgerð ríkis- ins lögð niður. Lagt er til að komið verði á fót al- mennum hlutafjármarkaði til að auðvelda fyrirtækjum að fá nýtt fjár- magn inn í fyrirtækin. Skattalögum verði breytt svo að fjármagnseigend- ur verði hvattir til að kaupa hluta- bréf. Ennfremur hvetja ungir sjálfstæð- ismenn til þess að frekar verði leitað eftir erlendu hlutafé en erlendum lánum. Að erlendir bankar fái heim- ild til að starfa hérlendis. Vextir verði ekki niðurgreiddir heldur veittir beinir styrkir í gegnum skatt- kerfiö. Að sett verði ný vinnulöggjöf sem tryggi aukið lýðræði í verkalýðs- hreyfingunni. JFJ Alþýðubandalagsmenn vilja kalla Alþingi saman: Hafa ekki sýnt að fram- lag þeirra sé mikils virði - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „Alþingi kemur saman 10. október eins og áður hefur verið ákveðið," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra þegar hann var spurður um þá kröfu þingflokks alþýðubanda- lagsmanna um að Alþingi verði kvatt saman hið fyrsta til að fjalla um þjóð- málin. Segja alþýðubandalagsmenn í bréfi sínu til forsætisráðherra að komast verði hjá því að setja bráða- birgðalög aðeins nokkrum vikum áður en Alþingi kemur saman. „Annars hafa alþýðubandalags- menn ekki sýnt það að undanfórnu að framlag þeirra sé mikils viröi en við sjáum það 10. október hvað í þeim býr,“ sagöi Þorsteinn. -SMJ Tálknabörður: Stunda andlega íhugun í „Pollinum“ aguijón J. agurðsson, DV, ísafirði: í næsta nágrenni Tálknaíjarðar er heitur pottur einn þrælmerkileg- ur. Potturinn, sem er 43 stiga heitur, er mjög vinsæh af þorpsbúum. Hon- um hefur verið gefið nafniö Pohur- inn. Að sögn Bjarna Kjartanssonar, kaupmanns á Tálknafirði, er þessi pohur hin mesta gersemi. Þar koma menn saman á kvöldin, liggja í poh- inum, stunda andlega íhugun, svo sterka að hugur manna tekst á and- legt flug, sem gerir menn betur at- gerva. Þarna flatmaga menn og spá í hin ýmsu málefni, s.s. fiskiríið, al- heims-, innanlands- og hreppspóh- tikina, eilífðarmáhn og horfa á feg- urð himinsins og fjallanna. „Þetta er hrein paradís. Þegar við hggjum þarna á kvöldin og sólin er að setjast þá sjáum við oft glampa á gervihnettina sem eru að sveima yfir okkur. Þetta er engu líkt,“ sagöi Bjarni. Þaö væri óskandi að fleiri sveitar- félög á Vestíjörðum ættu svona poll, því ekki veitir fólki af að geta slappaö af eftir amstur dagsins og stundað andlega íhugun í nokkur þúsund fet- um. Laus staða Staða deildarstjóra í þjóðdeild Landsbókasafns ís- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 26. ágúst 1988 STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK 30 rúmlesta réttindanámskeið Innritun á haustnámskeið er hafin og stendur til 9. september nk. hvern virkan dag frá kl. 8.30-14.00. Sími1-31-94. Öllum er heimil þátttaka. Kennslutími: 12. september - 4. nóvember. Kennt er þrjú kvöld í viku; mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00 - 20.15 og laugardaga frá kl. 9.00 - 13.00. Kenndar eru eftirfarandi greinar: Siglingafræði, stöðugleiki og þókleg sjómennska, siglingareglur, siglingatæki, slysavarnir, eldvarnir, skyndihjálp, fjarskipti og veðurfræði. Samtals 111 kennslustundir. Þátttökugjald kr. 10.000,- Allar nánari upplýsingar í síma 13194 Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Skólastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.