Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Utlönd -^ST Bandaríski teiknarinn LURIE telur greinilega að ýmislegt hefti „friðar- vilja" Shamir. Yitzhak Shamir, forsætisráöherra ísraels, sagði í rnorgun aö ísraelsk stjómvöld myndu ekki hverfa frá þeirri stefhu að visa Palestínumönnum, sem þau teþa að hvetji til mótmæla á herteknu svæðunum, úr landi. Shamir sagði að leiðtogum uppreisnar Palestínumanna yrði áfram vísað úr landi þrátt fyrir kröftug mótmæh annarra ríkja, þ.á m. Bandaríkj- axrna, ef róstunum á herteknu svæðunum hnnti ekki í bráð. Palestinu- menn hafa haldið uppi stöðugum mótmælum gegn yflrráðum ísraelshers á Gaza-svæðinu og vesturbakkanum á níunda mánuð. Þijátíu og flórum Palestínumömuun hefur verið vísað úr landi síöan rósturnar hófust og hefur 25 öðrum verið gert að yfirgefa landið. Bandarikin, sem stutt hafa ísraelsstjóm frá stofhun Ísraelsríkis, hafa harðlega mótmælt ákvörðun stjómvalda og tefja fréttaskýrendur að mót- mælþi séu harðvítugustu ávítur sem Bandarikin hafi veitt ísrael. Útnefníngu mótmælt Frá mótmaelunum í Santiago í gær. Fjöldi stjómarandstæðinga í Chile safhaðist saman á götum Santiago, höfuðborgarinnar, í kjölfar tilkynn- ingar stjómarinnar um aö Augusto Pinochet forseti heföi verið útnefnd- ur sem eini frambjóðandinn í for- setakosningunum sem fram fara í landinu þann 5. október nk. Tahð er að am.k. einn maður hafi látið lífið þegar hermönnum og mótmæl- endum lenti saman. Sjö hundruð mótmælendur voru handteknir. Fastlega var búist við því aö Pino- chet, sem ráðið hefur ríkjurn í Chile í fimmtán ár, eða lengur en nokkur annar leiötogi landins, yrði útnefhd- ur. Hijóti hann yfir fimmtíu prósent atkvæða mun hann sitja að völdum í átta ár til viðbótar. HJjóti hann undir helming atk væða mun hann samt sem áður halda völd- um í landinu til marsmánaöar 1990 Símamynd Reuter Augusto PinocheL Simamynd Reuter en þá verður hann að efna til kosninga á nýjan leik. Samkvæmt lögum verður forsetinn að leyfa öðrum frambjóðendum að taka þátt í þeim kosn- ingum sem fara munu fram um sama leyti og þingkosningar eru áætlaðar í Chile. Kosningarnar 5. október verða þær fyrstu í Chile þar sem almenningur fær tækifæfi til aö láta í ljós vilja sinn síðan Pinochet hrifsaði til sín völdin í desember 1973. Með valdatökunni fyrir fimmtán árum steypti herinn Salvador Ahende af stóh. Valdataka Pinochet og hersins var ein sú blóðugasta sem getið er um og voru margir andstæðingar teknir af lífi, vísað úr landi eða fangelsaðir. Sprenging í Suður-Afríku Öflug sprengja sprakk í höfuðstöðvum samtaka sem beijast gegn kyn- þáttamisrétti í Jóhannesarborg í Suöur-Afríku snerama i morgun. Sprengjan olli töluverðum skemmdum og brotnuðu rúöur í bygging- unni. Eldur braust út í nálægu fjölbýlishúsí. Ekkert mannfall varð og er ekki taliö að nokkur hafi slasast alvarlega. rétti hafa aðsetur í húsinu en saratökin hafa barist gegn aöskilnaðar- stefnu suður-afrískra stjórnvalda. Um ehefu milijón kristinna blökku- manna i Suður-Afriku eru meðlirair í samtökunum. Eeuter Breski herinn læt- ur til skarar skríða Hermenn úr sérsveitum breska hersins skutu til bana þrjá hðsmenn IRA, írska lýðveldishersins, í Omagh um 50 kílómetra vestur af Belfast í norðurhluta írlands í gær. Atvikið gerðist nálægt þeim stað sem átta breskir hermenn létu lffið í árás IRA fyrir tíu dögum. Ekki er ljóst hvort mennirnir þrír hafi tekið þátt í þeirri árás. Bresk yfirvöld segja að hermenn- irnir hafi gripið til vopna eftir að hðs- menn írska lýðveldishersins hafi hafið skothríð að þeim úr bifreið sem þeir hafi tekið traustataki fyrr um daginn. Við leit í bifreiðinni fundust skotvopn. Það voru hermenn úr sérsveitum breska hersins sem voru ábyrgir fyr- ir dauða þriggja liðsmanna IRA í Gíbraltar í mars síðasthðnum. Her- mennirnir skutu hðsmennina til bana í kjölfar bílsprengju að sögn yfirvalda. Síðar kom í ljós að menn- irnir voru óvopnaðir. í yfirlýsingu Sinn Fein, stjórn- málalegu deildar IRA, saka samtökin ríkisstjórn Margrétar Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, um morð að yfirlögðu ráði. Frá því að bresku hermennimir átta létu lífið í árás liðsmanna IRA fyrir tíu dögum hefur verið búist við því aö breski herinn láti til skarar skríða gegn hryðjuverkaöldu írska lýðveldishersins. Margir telja að at- 'vikið í gær sé upphafið að því. Tom King, Irlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, tilkynnti í síð- ustu viku að yfirvöld hefðu lokið við allsherjarendurskoðun á öryggis- málum breska hersins á Norður- írlandi. Hann gaf engar nánari skýr- ingar á því hvernig yfirvöld hygðust bregðast við auknum árásum IRA. Talsmaður bresku stjórnarinnar neitaði því að fleiri breskir hermenn hefðu verið sendir til írlands eins og komiö hefur fram í fréttum í Bret- landi. Liðsmenrí IRA hafa aukið mjög umsvif sín upp á síðkastið og gert skyndiárásir á breska hermenn á írlandi, Bretlandi og í Evrópu. Tutt- ugu og sex breskir hermenn hafa fallið í þessum árásum það sem af er árinu. írski lýðveldisherinn hefur misst tuttugu hðsmenn síðasthðinn 21 mánuð. Reuter Breski herinn lokaði af svæðið þar sem þrir liðsmenn IRA voru skotnir til bana í gær. Símamynd Reuter Walesa ræðir við stjómvöld Lech Walesa, leiötogi Samstöðu, hins bannaöa verkalýðsfélags í Pól- landi, mun eiga viðræður við innan- ríkisráðherra landsins, Czeslaw Kiszczak, í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Walesa ræðir opinberlega við pólsk stjórnvöld í sjö ár eða síðan herlög voru sett á í landinu í kjölfar mikilla verkfaha árið 1981. Verkfóll standa enn yfir í Póllandi og munu Walesa og innanríkisráð- herrann ræða hvernig hægt sé að leysa þau. Einn helsti ráðgjafi Sam- stöðu, Tadeusz Mazowiecki, sagði í samtali Við blaðamenn í gær að hann vonaðist til að viðræðumar myndu auka skilning yfirvalda á kjörum Pólverja og að umræður um lögleið- ingu Samstöðu myndu fylgja í kjöl- farið. Hann sagði einnig að verkfólhn, sem hófust þann 15. þ.m. og lamað hafa kolaframleiðslu Póllands þrátt fyrir harðar aðgerðir lögreglu, myndu halda áfram þar til kröfum verkfallsmanna yrði mætt. Lögregla braut á bak aftur verkfóh í nokkmm þeirra náma sem stöðvuðu fram- leiðslu í síðustu viku en verkfalls- menn hafa engan bilbug látið á sér finna. Verkfallsmenn krefjast bættra launa, auk þess að Samstaða verði viðurkennd. Talsmaður pólsku stjómarinnar hafði áöur sagt að samningaviðræður verkfallsmanna og yfirvalda, auk stjórnarandstæð- inga, um framtíð Póllands gætu haf- ræður Walesa og innanríkisráðherr- ist um leið og verkfallsmenn hæfu ansséuundirbúningurfyrirþærvið- vinnu á nýjan leik. Talið er að við- ræður. Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, í augum skopteiknarans Lurie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.