Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Lífsstni Hugað að vetrarundir- búningi í garðinum Nú er tími til kominn aö búa garö- inn undir veturinn. Þá gildir einu hvort um rótgróinn garð er aö ræða eða lóö sem enn á eftir að skipu- leggja. Þessi árstími er nefnilega mjög heppilegur tíl að fara að huga að skipulagi garðsins. Trjágröður má undirbúa með ýms- um hætti. Athuga t.d. vöxt sumarsins og fyrirbyggja að greinar slái frá sér í komandi vetrarvindi. Einnig er heppilegt núna að undirbúa jarðveg- inn fyrir gróðursetningu á komandi vori. Ef sígrænar píöntur eru í garð- inum er sjálfsagt að athuga hvort um lús er að ræða því núna er tími greni- lúsarinnar. Hana er hægt að losna _inö með eitri. Skjól fyrir sígrænar plöntur Sígrænum plöntum er ráðlegt að skýla með striga. Stungið er niður Garðskála er nauðsynlegt að opna reglulega á veturna svo ekki myndist slagi. Frost getur verið til góðs í skálunum - það útrýmir skorkvikindum sem eru til óþurftar. Loðin grasflöt ver sig betur gagnvart kulda en snöggslegin. Greinar klipptar - svo þær sláist ekki í Fyrir veturinn er ráðlegt að huga að vexti sumarsins. Ef tré eru þétt þremur til fjórum stöngum og strig- inn festur á þær umhverfis plöntum- ar. Líka má setja svokallaðan akrýldúk sem fæst viða. Þessi efni skýla vel gegn vindi. Þó blæs aðeins í gegn, sem er aðeins til góðs. Ung barrtré eru viðkvæm á fyrstu vaxt- arárum og á þetta sérstaklega við í þannig tilfellum. Þegar hvasst er verður svo að athuga festíngar því striginn getur gert illt verra ef hann slæst í greinar og stofn. Þegar sígrænar plöntur eru gróð- ursettar er mikilsvert að velja þeim staö þar sem morgunsólar og mikils vinds gætir ekki. Fyrstu árin eru mikilvæg og fái plöntumar góða umönnun og gott skjól (og næringu ~áð sjálfsögðu) verða þær fljótt falleg- ar. Þessu búa plönturnar að þegar fram í sækir - verða sterkar og falleg- ar. Tími til að athuga grenilús Seinni hluta sumars og þegar líða fer á haustíð kemur tími grenilúsar- innar. Þetta fyrirbæri er svipaö maðkinum sem oft étur blöð annarra trjátegunda fyrri hluta sumars. Grenilúsin er seinni til og því er ráð að huga aö því núna. Á greni hggur lúsin inn á milli nálanna á greinunum. Hana á að vera hægt að sjá með berum augum. í gangi líkt og með maðkinn sem ytír- leitt er úöaö gegn. Hægt er að eitra fyrir grenilús. Þannig er hægt að kalla til aðila sem sjá um að úða, eða gera ráöstafanir sjálfur. Hjá garðplöntustöðvum er hægt að útvega sér þar tíl gert eitur. Þá er mikilvægt að kynna sér vel leiðarvísi og nota efnið á réttan hátt svo ekki verði til óþurftar. Ef ekkert er að gert kemur lúsin að öllum líkindum aftur næsta ár. Þannig nær hún að setjast að í plönt- unni og verpa og gerir sama ógagn aö ári liðnu. Séu plöntumar vel nærðar með áburðargjöf minnka lík- ur fyrir því að lúsin setjist að. Þann- ig eru plönturnar best búnar undir að veijast ágangi þessara svokölluðu óþrifa. Kalíáburður heppilegur núna Til að auka frostþol trjáplantna er mjög gott að bera kalíáburð í jarð- veg. Fyrir tegundir, sem eru laufgað- ar langt fram eftir hausti, s.s. gljá- víði, hentar þetta afar vel. Að vori búa plöntumar svo að þessum stuön- ingi. Reyndar má líka bera fosfóráburð á núna því hann er svo lengi að leys- ast upp að ekki verður hætta á að hann stuðli að ótímabæmm vexti. íslenskur jarðvegur er líka talinn það fosfórsnauður að hann má vel við þessu og það hjálpar til við rótar- vöxt. Snjóskafla má hindra gagn- vart gróðri með ýmsum hætti. Stór tré, sem flutt hafa verið milli staða, er mikilvægt að festa vel. Ræturnar eru að tryggja festu sína og mega ekki hreyfast þegar tréð tek- ur vind á sig. Hún em grænbrún á títinn. Lúsin spillir verulega fyrir vexti plönt- unnar. Furulús er dálítið frábmgðin, hún er hvít með loðna brúska og sést betur. Skemmdir vegna lúsar koma ekki strax í ljós. Ákveðin hringrás er hér Heimilið iHAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregiö 12. september. Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón. /i/tt/r/mark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.