Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
31
Lífsstíll
Holur fyrir tré sem eiga aö koma
næsta vor er heppilegt að undirbúa
núna. Moldin er stungin upp gróflega
og blandað saman við hana hús-
dýraáburði. Auk þess má bæta kalí-
eða fosfóráburöi saman viö. Ef um
mómold er að ræða má blanda kalki
saman við hana.
Holumar verða að vera nægilega
djúpar. Þannig skal hafa í huga að
ösp og víöitegundir þarf aö gróður-
setja dálítið dýpra á nýja staönum.
Birki og reynitegundir eiga þó að
vera í svipaðri hæð og þær voru í.
Aö öðru leyti er ágætt að athuga beð-
in vel í garðinum núna og gá hvort
bæta þarf við mold fyrir veturinn.
Ef rætur eru famar aö koma upp á
yfirborðið verður að skýla þeim með
jarðvegi.
Gróðursetningu fyrir vorið
er heppilegt að undirbúa á
þessum árstíma. Sérstak-
lega fyrir stórar plöntur.
saman geta greinar þeirra slegist til
í vetrarvindi - sært greinar og börk.
Með þetta í huga er vert að huga að
trjánum og klippa greinar sem hugs-
anlega eru til óþurftar. Hér er aðeins
um fyrirbyggjandi „snyrtingu“ að
ræða fyrir veturinn. Vöxtinn er auö-
vitað betra að sjá þegar laufm eru
fallin og því er í sumum tilfellum
betra að bíða þangað til.
Fjölærar plöntur hafa margar all-
myndarlega stöngla sem geta slegið
frá sér og sært næstu plöntur. Þá er
óhætt að khppa af því þeir vaxa aftur
næsta ár. Afklippur af trjám og
plöntum nota margir til aö skýla
plöntum í beðum. Þannigéru stöngl-
ar eða greinar og jafnvel lauf lögð
yfir til skjóls. Þess verður þó að gæta
að leggja afklippumar ekki of þétt
saman.
Gróðursetning undirbúin
fyrir vorið
Vorið eða fyrri hluti sumars er
besti tíminn til að gróðursetja trjá-
plöntur. Því betur sem jarövegur er
undirbúinn því meiri líkur eru á að
trén lifi. Stór tré, sem flutt eru á
milli staða, em viðkvæm hvað þetta
snertir. Þau verða að geta fest rætur
sem best -og fengið sem besta nær-
ingu.
Þar sem tré hafa verið nýlega gróð-
ursett verður að tryggja að rót þeirra
hreyfist ekki. Það gerist stundum í
miklum vindi og er sérlega bagalegt
þar sem plönturnar eru að festa ræt-
ur. Trén verður því að festa vel með
þar til gerðum útbúnaði.
Fyrir veturinn er skynsamlegt að huga að sumarvexti gróðursins - athuga hvort trjágreinar
og stilkar á fjölærum plöntum geta slegið frá sér í vetrarvindi. Þannig getur „haustsnyrt-
ing“ verið tii góðs.
Snjóskaflar og saltfok
Fyrstu árin eru mikilvægust fyrir
uppvöxt gróðursins. Á löngum og
köldum vetri verður því að hlúa vel
að öllum plöntum. Snjóskaflar eru
auðvitað ekki mjög hhðhollir við-
kvæmum gróðri. Því skyldi gera fyr-
irbyggjandi ráöstafanir, a.m.k. þar
sem nýlega hefur verið gróðursett.
Þar sem mikhr snjóskaflar mynd-
ast má þannig setja grindur eða því-
umlíkt til vamar. Og bæta jafnvel
striga við á mihi tíl frekari mótstöðu.
Barrtré ná fallegum vexti sé vel að þeim hlúð fyrstu árin.
Særok er vágestur í görðum
margra sem búa við sjó. í saltinu eru
ýmis konar efni eins og klór sem
brennir frá sér að einhverju leytí.
Þetta er ráðlegast að forðast með því
að úða vatni yfir plönturnar - helst
í þíðu. Þetta má gera bæði á lauflaus
tré og sígræn barrtré þó svo þaö sé
gert að vetri.
Sumir garðyrkjumenn segja það
þjóðsögu eina aö ýmsar trjátegundir
þrífist ekki í sumum sjávarþorpum
eða á stöðum nálægt sjó. Svo kann
að vera að illa hafi tekist tíl við rækt-
un þar sem ræktunarskilyrði hafa
verið mjög fjandsamleg gróöri. Hafi
fólk- hins vegar þohnmæði og áræði
virðist svo vera að því takist það sem
það ætíar sér í ræktun. En þá er
mikilvægt að gróðurinn sé vel nærð-
ur með áburðargjöf og vökvun, salt
skolað í burtu og reynt að mynda sem
ahra best skjól í garðinum. Það þýðir
ekki að gefast upp.
Möguleikinn er alltaf fyrir hendi
að rækta fallegan garð. í þessu sam-
bandi er mikilsvert að leita sér ráö-
gjafar hjá sérfróðum og jafnvel fleiri
en eirnun.
gróðurinn mjög gjaman og mest þeg-
ar sólar nýtur við.
Þess verður þó að gæta að skýla
plöntum ekki um of með mosa eða
öðm slíku. Nái loft ekki að leika
nægilega vel um gróðurinn er hætta
á að stofn eða stílkar fúni. Þessu má
þó yfirleitt bjarga með því að klippa
þau svæði af.
En hvemig skyldi vera best að út-
vega sér mosa til að skýla gróðri?
Víða þar sem vegaframkvæmdir eru
eða þar sem verið er að grafa, t.d. á
hraunsvæðum, ættí að vera nægilegt
af mosa. Þannig er möguleiki að
koma í veg fyrir að rífa upp jarðveg
á hrjóstrugu og viðkvæmu landi.
Ekki er ósennilegt aö á Reykjanesi
séu svæði þar sem nauösynlega hef-
ur þurft að ryðja svæði þar sem
mosi hefur verið gróinn.
Garðskálar
Þær tegundir, sem hafðar eru utan-
húss á sumrin, þola yfirleitt við í
ókyntum garðskálum eða gróður-
húsum á vetuma. Frost verður aldr-
ei eins mikið og utanhúss og plönt-
Undirbúningur grasflata
Og svo er það grasflötin sem reynd-
ar nýtur æ minni vinsælda í görðum.
Það em nefnhega ekki allir jafn vhj-
ugir að slá. Hanna garðinn þannig
að hth sem engin grasflöt sé í garðin-
um.
Grasflatir þarf ekki aö undirbúa
sérstaklega fyrir veturinn. Aðalat-
riðið er að leyfa grasinu að vaxa
þannig aö það nái allavega 5 cm
hæð. Of snöggt gras er verr varið
gegn kulda. Það er því ekki skynsam-
legt að slá mikið í septembermánuði.
Fosfóráburð eða kalí má svo bera á
túnið - áburö sem ekki stuðlar að
ótímabærum vextí. Best er að bera
áburð sem þennan á þegar vind
hreyfir ekki mikiö. Þetta er fínt duft
sem fýkur gjarnan og því verður að
dreifa á sem jafnast.
Skýlt með tómum pottum
í vissum tílfellum geta tómir plast-
eða leirpottar komið að góöu gagni
utanhúss á veturna. Þeim má hvolfa
yfir smáar og viðkvæmar plöntur tíl
skjóls í beðum. í þessu sambandi má
nefna ýmsar sígrænar eða suðrænar
plöntur, s.s. fíölærar lúisiur - lág-
vaxnar og ekki miklar um sig.
Svo skjólpottarnir fíúki ekki má
setja steinvölur ofan á. Aðalatriðið
er að gat sé á botninum þannig að
lofti um plöntuna.
Mosi á veturna
Mosi nýtist einnig vel í þessum th-
gangi. Hann má gjarna setja að stilk-
um á rósaplöntum sem eru við-
kvæmar gagnvart kulda. Mosinn
heldur líka rakanum vel niðri -
þannig er minni hætta á að plönturn-
ar vindþorni. í miklum vindi þornar
Sígrænum trjám er mikil-
vægt að skýla á veturna.
Svona vel gerð tréumgjörð
er að vísu ekki nauðsynleg.
Fjögur prik með striga eða
akryldúk eiga að nægja.
umar fá a.m.k. frið fyrir köldum
vindi. Rósaplöntur t.d., sem settar
eru inn í gróðurskála á veturna,
þurfa á hvíld að halda. Sé stöðugur
hití fá þær ekki þessa hvíld. Sé hins
vegar um forræktun að ræða gegnir
öðru máli.
í garðskálum verður einnig að
forðast slaga. Hættan á því er mest
þar sem raki hefur verið og síðan
frýs. Því er skynsamlegt að opna út
reglulega og reyna að halda loftjafn-
vægi sem bestu. Ef aht er lokað verð-
tr hætta á að aht bráðni og saggi.
luldinn getur einnig verið til góös
því þannig þrífast síður skorkvikindi
og annað slíkt.
ÓTT.