Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Síða 5
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. dv Fréttir Nýi móttökudiskurinn, sem mun miðla okkur efni frá ólympíuleikun- um, er ekki stór miðað við stóra Skyggni sem er 32 metrar í þver- mál. Verið er að koma honum fyrir þessa dagana með aðstoð banda- rísks sérfræðings. DV-mynd GVA Nýr diskur fyrir ÓL: Stórauknir möguleikar á möttöku myndefnis Nýr móttökudiskur til móttöku á sjónvarpsefni um gervihnött er kom- inn til landsins ög unnið er að upp- setningu hans við Skyggni þessa dag- ana. Diskurinn er ekki stór miðað við risana þarna við Úlfarsfell, 5,5 metrar, en stóreykur möguleika sjónvarpsins á móttöku myndefnis frá aðildarstöðvum Evrópusam- bands sjónvarpsstöðva, EBU. Verður diskurinn fyrst og fremst notaður til móttöku efnis frá ólympíuleikunum í Seoul en eftir leikana getur íþrótta- deild og fréttadeild fengið efni um diskinn í gegn um gervihnöttinn Eutelsat-F2. Eftir áramót er ráðgert að fá enn stærri disk uppsettan við Skyggni í stað þessa en það hefur ekki verið ákveðið enn. „Það er sífellt verið að biðja um meiri þjónustu og því veröur að setja upp fleiri diska. Ólympíuleikarnir eru sendir um einn af fjórum gervi- hnöttum EBU, Eutelsat-F2, en við höfum ekki haft disk á honum til þessa. Þetta er þannig að hver diskur er stilltur á einn gervihnött og fleiri hnettir kalla á fleiri diska,“ sagði Gústav Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma, við DV. Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjón- varpsins, sagði við DV að ef diskur- inn virkaði á fullnægjandi hátt gæti fréttastofan móttekið fréttapakka frá aðildarstöðvum EBU, Eurovision News, þrisvar til fjórum sinnum á dag. „Diskurinn mun auka öryggi fréttasendinga og magn efnis til muna. Framboð efnis verður meira og móttaka þess ódýrari. Þetta mun hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir fréttastofuna. EBU er með tvær rásir stöðugt í notkun þannig að ef eitthvað markvert gerist þá er hægt að senda myndir út um allt undir eins,“ sagði Bogi Ágústsson. íþróttadeildin mun fá aögang að 2-3 íþróttapökkum í viku með tilkomu disksins og shkar sendingar verða því reglulegri en oft áður. Munu ís- lendingar geta sent efni í þennan pakka og hafa möguleika á að sitja fundi þar sem efni hans er ákveðið. Nefna íþróttamenn sem dæmi að jafnteflisleikurinn við Sovétmenn hafi verið sendur um daginn og farið víða um Evrópu. -hlh EF ÞU TEKUR UPP RUSL ✓ / A VEGI ÞINUM VERÐUR BORGIN ÞÍN HREIN! Öll þekkjum við þá vellíðan sem fylgir hreinu og snyrtilegu umhverfi innan dyra. Sama lögmál ræðurlíka á götum úti! Þegar þú beygir þig eftir rusli á förnum vegi sýnir þú sjálfum þér og öðrum Reykvíkingum tillitssemi - og leggur þitt af mörkum til betra mannlífs í borginni okkar! HREIN BORG. BETRI BORG! ARGUS/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.