Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 10
10 LAUGARÐAGUR 10. SEPTEMBER 1088. „Illar tungur og gróu- sögur höfðu áhrif' - segir Pétur Bjömsson í Ávöxtun Pétur Björnsson, viðskiptafræð- ingur og annar eigandi Ávöxtunar sf., hefur ekki komiö mikiö fram op- inberlega þótt hann hafi verið um- svifamikill fjársýslumaður. Ármann Reynisson, hinn eigandinn, hefur verið andlit Ávöxtunar út á við. Þeir sem sýsla í viðskiptaheiminum þekkja þó Pétur vel. Hann var um skeið viðskiptafraeðingur hjá Hamp- iðjunni. Rak á sínum tíma eigin skrif- stofu, Pétur Björnsson, þar sem hann var með ýmsa ráðgjöf og endurskoð- un sem viðskiptafræðingur. Faðir hans, Björn Pétursson, rak á þeim tíma Karnabæ með Guðlaugi Berg- maim. Þegar faöir Péturs lést skyndilega árið 1977 tók Pétur við framkvæmda- stjórastööu Karnabæjar. Fyrirtækið óx hratt og um tíma voru um hundr- að manns á launaskrá. Karnabær rak fyrir utan allmargar fataverslan- ir, saumastofu, hljómplötufyrirtæki og hljómtækjadeild. Þrír fram- kvæmdastjórar voru hjá fyrirtækinu og að sögn Péturs hver með sína skoðun á rekstrinum. Það gekk ekki upp til lengdar og endirinn varð sá að fyrirtækjunum var skipt. Steinar yfirtók hljómplötuútgáfuna en Pétur og Bjarni Stefánsson yfirtóku Hljómbæ. Það fyrirtæki óx eins og flestum er kunnugt en árið 1982 stofnaði Pétur Björnsson lítið fyrirtæki, Ávöxtun sf., ásamt Ármanni Reynissyni og Bjarna. Fyrstu árin stjómaði Ár- mann Ávöxtun en Pétur og Bjarni héldu áfram í Hljómbæ. Bjami hætti með Ávöxtun árið 1985 og um sama leyti seldi Pétur honum Hljómbæ. Árið 1986 var Ávöxtun sf. sakað um ólöglega inniánsstarfsemi. Þess var krafist að fyrirtækið setti upp verö- bréfasjóð svipaðan og önnur slík fjár- festingarfyrirtæki störfuðu með. Síö- ar var stofnaöur Rekstrarsjóður Ávöxtunar hf. Flestum er kunnugt um hvernig málin þróuðust á undanfómum vik- um. Ólafur Ragnar Grímsson vakti máls á því á fundi í Kópavogi að eitt, jafnvel fleiri verðbréfafyrirtæki væm á barmi gjaldþrots. Stuttu síðar héldu forráðamenn Ávöxtunar blaðamannafund þar sem þeir viður- kenndu að geta ekki greitt út allt það fé sem sóst hafði verið eftir. Nokkr- um dögum síðar var fyrirtækinu lok- að. Sú saga er kunn en hvað segir Pétur Björnsson um atburðará'sina? Hræðsla greip um sig „Orð Ólafs Ragnars höfðu þau áhrif að innlausnarbeiðnir urðu það marg- ar aö við gátum engan veginn bragð- ist við þeim í upphafi og þær söfnuð- ust upp. Biðin varð alltaf lengri, þetta spurðist út og hræðsla greip um sig. Við höfðum nóg að gera að taka á móti fólki og urðum að útskýra mála- vöxtu. Það komust strax á kreik miklar gróusögur um fyrirtækið. Kannski vomm við of stórir á okkar sviði. Við fómm ýmsar leiðir sem aörir fóm ekki. Það er auðvitað alveg ljóst að ef allir ætla að taka peninga sína út í einu þá er ekki hægt að bregðast við slíku. Það sama hefði gerst hjá samkeppnisaðilum okkar og einnig hjá.bönkunum. Samkeppn- isaðilar okkar em stærri og hafa bankana á bak við sig en það þýðir ekki að allir geti tekiö út peninga sína á einum degi.“ - Af hveiju höföuð þið ekki þessa baktryggingu? „Við höfðum aldrei sóst eftir því við litum á Ávöxtun sem einkafyrir- tæki og vildum hafa það þannig. Hins vegar vorum við farnir að huga að slíkri breytingu og vomm búnir aö líta í kringum okkur eftir banka- stofnun til samstarfs. Á það er að líta að allar bankastofnanir í landinu eru komnar með slíka starfsemi og það má heita furðulegt að þeir hafi ekki komið til okkar og spurt hvort við værum til sölu. Við fengum menn til að meta fyrirtækið og eigurnar inn í hlutafélag og vorum með þreifmgar í gangi. Ætlunin var að bjóða helm- inginn til sölu.“ Okkar tjón er mest - Ávöxtun er í raun þrjú fyrirtæki. Hversu mikið á Ávöxtun í sjóðunum tveimur? „Eigendur Ávöxtunar og íjölskyld- ur þeirra eiga öll þrjú fyrirtækin." - Nú hefur Ávöxtun sf. fengið starfs- leyfið aftur. Fyrirtækið skuldar sjóð- unum um sjötíu milljónir. Getur fyr- irtækið- greitt þær skuldir? „Við reynum að borga þær og setj- um tryggingu fyrir því.“ - Hafið þið þá tryggingu? „Við teljum okkur hafa hana. Vita- skuld höfum við orðið fyrir tjóni en það er mest okkar persónulega. Við byrjum á aö leggja niður fyrirtækið en við eigum eignir sem alltaf er hægt að koma í verð. Ég reikna meö að við þurfum tíma til þess.“ - Þið hafið keypt íbúðir og gert þær upp. Hafið þið hagnast á þeim við- skiptum? „Viö höfum keypt íbúðir og selt þær aftur en hagnaöurinn er enginn. Það stóð auðvitað til en íbúðaverð hefur staðið í stað og markaðurinn er erfiður. Illa hefur gengið að selja íbúðir og það er hluti af vandamál- inu.“ - Hvað erum við að tala um margar íbúðir? „Tuttugu íbúðir víða um bæinn eru í okkar eigu. Við höfum keypt npkkr- ar sjoppur og þær hafa veriö seldar með kaupleiguformi. Fyrirtæki höf- um við ekki keypt til aö reka þau.“ - Hvað með Kjötmiðstöðina? „Við keyptum hlutabréf í henni á sínum tíma. Þaö var ekki upp í skuld.“ - Hafiö þið keypt fyrirtæki vegna skuldasöfnúnar hjá ykkur? „Nei, en við stofnuðum fyrirtæki með aðila sem var verktaki hjá okkur í sambandi viö tölvuvæðingu, Hug- hönnun. Verkefnið gekk ekki upp. Við ætluðum okkur aö nýta þau verðmæti sem voru fyrir hendi.“ - Hvað á Ávöxtun og sjóðimir í mörgum fyrirtækjum? „Sjóðirnir eiga ekkert fyrirtæki en Ávöxtun á í þremur fyrirtækjum. Við höfum selt R'agnarsbakarí. Það hefur verið talað um að viö höfum selt Veitingamanninn en Kjötmið- stöðin átti það fyrirtæki." Vorum kærðir - Fyrirtækið Ávöxtun var sakað um á sínum tíma að vera ólöglegt inn- lánsfyrirtæki. Var fyrirtækiö hugsað sem innlánsstofnun strax í upphafi? „Fyrirtækið byrjaði mjög lítið með það markmið að vera ráðgefandi í íjármálum og með umboðssölu á verðbréfum. Aðalviöskiptin fólust í sölu ríkisskuldabréfa. Fljótlega þró- aðist það upp í að fólk stofnaði inn- lánsreikninga hjá okkur. Við byggð- um upp bókhalds- og tölvukerfi í kringum það. Sú starfsemi fór í taug- arnar á einhverjum sem endaði með því aö við vomm kærðir og teknir til rannsóknar. Það leiddi til þess aö við sættumst á þaö. að hætta innláns- kerfinu og fara þá leið sem aðrir höíðu farið. Verðbréfasjóður Ávöxt- unar er byggður upp með sama hætti og sjóðir Fjárfestingarfélagsins með hlutdeildarbréf. Mér finnst það hins vegar ekkert betra kerfi. Gamla kerf- ið okkar var mjög gott. Ég veit ekki af hverju það var ólöglegt. Þetta var fiárvarsla og mér skilst að það sem hafi verið ólöglegt hafi veriö loforð okkar um ákveðna ávöxtun. Sénni- lega var það litið hornauga að við næðum e.t.v. ákveðnum vaxtamun sjálfir. Það kom fram að ekki væri hægt aö ákæra okkur heldur við- skiptamenn okkar. Þeir voru að okra á okkur samkvæmt gömlu okurlög- unum. Ég veit ekki hvar þessi gömlu okurlög eru í dag en þau féllu um sjálf sig um tíma þegar dæmt var í okurmáli sem frægt var.“ - Hvernig gátuð þið boðiö hærri vexti en aðrir? „Vextirnir voru teknir af þeim kröfum sem við keyptum inn. Sjóð- urinn stóð undir sér en það er regin- misskilningur að við höfum boðið hærri vexti en aðrir. Það er hægt að fá sömu tölur í öllum sjóðunum. Kaupþing var með miklu hæmi vexti en við á tímabili. Á sínum tíma, þeg- ar viö buðum 12% vexti, bauð Fjár- festingarfélagið 26% Vexti utan verð- bólgu og auglýsti það á strætó. Ég skildi ekki hvernig þeir gátu það. Þeir keyptu kröfur á svipuðu verði og við.“ Einstaklingar með lágar upphæðir - Hveijir eru það helst sem kaupa hlutdeÚdarbréf og hver er meðaleign hvers og eins í sjóðnum? „Það er alls kyns fólk, þversnið af þjóðfélaginu. Allt einstaklingár sem eiga tiltölulega litlar upphæöir. Með- alupphæð er á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund." - Hversu margir einstaklingar eiga peninga hjá sjóðnum? „Viö höfum ekki talið þá saman en þeir eru mjög margir, skipta hundr- uöum.“ - Hafið þið notað fiármagn úr sjóð- unum í íbúðir og fyrirtæki Ávöxtun- ar? „Við höfum notað þetta fiármagn og gert það í ákveðnum tilgangi. Til að auka ávöxtun. Við höfum ekki notað þetta fiármagn til aö auðga sjálfa okkur. Við notuðum Ávöxtun sf. sem framkvæmdaraðila- til að koma þessari ávöxtun á. Fyrst og fremst til að taka af óvissuna, hagnað eða tap.“ - íhverjuerufiármunirnirtryggðir? „Þeir eru tryggðir í fasteignum að mestu leyti. Einnig sjálfskuldar- ábyrgð og fleiru.“ - Hvað eru miklar líkur á að eigend- ur þessa fiármagns fái það til baka? „Ég hef trú á að þeir fái það allt til baka nema ávöxtunin getur minnkað eitthvað. Annars fer það alveg eftir því hvernig farið verður með málið. Ég tel að þáö skili sér allt meira eða minna. Það er gert ráð fyrir að eitt- hvað tapist en það á vera til varasjóð- ur fyrir því. Þær kröfur, sem eru í sjóðnum, bera vexti.“ - Af hveiju voruð þið ekki í Verð- bréfaþingi íslands? „Við tókum þátt í fundarhöldum sem stóðu yfir þegar til stóð að stofna þetta þing. Um svipað leyti lentum við í kærunni og meðan á því stóð töldu hinir að viö værum ekki gjald- gengir þar inn. Síðan höfum við aldr- ei sótt um aö ganga í Verðbréfaþing- ið. Við sáum engan sérstakan hag í því. Það er enginn stimpill að vera í þessu Verðbréfaþingi." Ólafur Ragnar og kjaftasögur - Eftir að Avöxtun var lokað segir Ólafur Ragnar Grímsson að hann hafi átt við ykkar fyrirtæki. Hvað haföi hann fyrir sér á sínum tíma um að fyrirtækið stæði illa? „Ég gat ekki áttað mig á að hann ætti viö okkur. Hann hafði aldrei komiö til okkar og spurst fyrir um eitt né neitt. Ætli hann fari ekki eftir . kjaftasögum eins og aörir. Ólafur er fyrrverandi þingmaður í Reykjanes- kjördæmi. Hugsanlega hefur honum þótt grunsamlegt hve mikinn at- vinnurekstur við vorum með í því kjördæmi. Ætli fyrirtæki okkar borgi ekki um tvö til þrjú hundruð milljónir í laun á þessu ári. Við eig- um hluta í Kjötmiðstöðinni og ég á íslensk matvæli og togarann Hersi sem gerður er út á rækju frá Hafnar- firði.“ - Á Ármann Reynisson einnig í ein- hveijum fyrirtækjum fyrir utan Ávöxtun? „Það held ég ekki.“ - Að hve miklu leyti koma fyrirtæki þín inn í rekstur Ávöxtunar? „Þau eru í viðskiptum þar.“ - Getur þú útskýrt þaö nánar? „Það eru fyrirtæki sem hafa fengið peninga sjóöanna að láni. Mér hefur þótt betra að vita í hvaö þeir hafa farið og hafa hönd í bagga þar. Manni óar stundum við því að miklir fiár- munir fari í einhverja aðila út um allt og þess vegna er betra að vita af þeim þar sem maður þekkir til. Hugsunin á bak við fasteignavið- skipti okkar voru þau sömu, aö kaupa góðar eignir og selja til aðila sem viö þekkjum. Þetta hefur veriö gagnrýnt og þar höfum við legið und- ir höggi. Maður eins og Ólafur Ragn- ar veit að atvinnureksturinn er ekki sterkur í dag. Það má vel leiða líkur að því að fyrirtækin standi ekkert allt of vel og þar með að okkar staða sé ekkert sérlega góð. Þegar upp er staðið hlaupum við ekkert til þessara fyrirtækja og biðjum um aðstoö - það er bara staöreynd." Allir að tapa peningum - Þið hafið þá orðið fyrir barðinu á kreppunni? „Það eru allir að verða fyrir barö- inu á þessari.kreppu. Viö erum ekki þeir einu. Þetta ástand er komið hjá okkur núna en það eru alls staöar að tapast þeningar. Ég sá í gær heila bók um kröfulýsingar á hendur einu fyrirtæki. Þar átti einn banki kröfu upp á marga tugi milljóna. Það er víða sem þrengir að.“ - Hefur þú hugmynd um stöðu ann- arra verðbréfasjóða? „Ég færi ekki að tjá mig um það. Ég sé enga ástæðu til að kasta rýrð á þá. Þeir virðast þó vera farnir að veifa einhveijum flöggum um aö það hafi verið Ávöxtun sem átt var við. Ég mundi í þeirra sporum ekki veifa neinu. Að minnsta kosti ekki hrósa sér á okkar kostnað. Ég veit það bara ■ aö það gæti ekkert þeirra leyst upp hálfan sjóðinn á nokkrum dögum.“ - Jafnvel ekki þó bankarnir standi á bak við? „Þetta eru fyrst og fremst hlutafé- lög og ég held að bankamir sætti sig við að tapa hlutafénu ef eitthvað svona gerist. Þeir fara ekki aö yfir- draga hjá Seðlabankanum í það óendanlega." - Nú hefur þú starfaö hjá Ávöxtun og sjóðunum í tvö ár og ert sjálfsagt kunnugur rekstri margra fyrirtækja. Er ástandið jafn slæmt og talað er um? „Ja, ef ég væri að stofna verðbréfa- markað í dag þá veit ég að minnsta kosti hvernig ég færi að. Þetta er mikið vandamál og ég sá það fyrir. Þess vegna vildi ég ekki setja pening- ana í hin og þessi fyrirtæki. Þar af leiðandi fengum við þá gagnrýni á okkur að við værum að braska. Við- skipti em bara viðskipti." - Eraö þið þá ekki braskarar? „Jú, sjálfsagt er maður það. Ég sé þó ekki mun á að kaupa gamalt hús, gera upp og selja eða kaupa nýja bíla utanlands og selja hér.“ Asnaskapurað kaupa Ragnarsbakarí - Nú stóð til að breyta lögum þannig að verðbréfafyrirtæki mættu ekki eiga fyrirtæki. Ef þessi lög væru að ganga í gildi núna og umræða Ólafs Ragnars hefði aldrei komið tíl hvað hefðuð þið þá gert? „Við vorum búnir að selja Ragn- arsbakarí. Að vísu var ekki gengið frá því fyrr en tveimur dögum síðar en sala á fyrirtæki tekur lengri tíma en það. Það var meðal annars út af þessum nýju lögum. Hins vegar hent- aði sá rekstur okkur engan veginn. En við vorum farnir að undirbúa okkur undir þessi nýju lög.“ - Það er ekki mjög auðvelt aö sjá hvað rekstur bakarís úti á landi skipti verðbréfafyrirtæki máli. Hvers vegna keyptuð þið bakarí? „Reksturinn skipti okkur ná- kvæmlega engu máli. Við keyptum þennan hlut, kannski af tómum asnaskap. Hugsunin var að endur- reisa og endurskipuleggja fiárhag fyrirtækisins." - Áttuð þið einhverjar kröfur í bak- aríinu? „Ekki krónu. Viö sóttum um lán úr Iðnþróunarsjóði til þess að endur- skipuleggja og treysta fiárhag bakar- ísins en fengum nei. Einnig reyndum við að fá bankafyrirgreiðslu án ár- angurs. Þeir tóku ekki einu sinni við- skiptavíxla. Ástæða þess að við feng- um ekki lán úr Iðnþróunarsjóði var sú að Ávöxtun átti meirihluta í fyrir- tækinu." - Var Ávöxtun illa liðið fyrirtæki? „Það virðist vera. Maður hefur heyrt ýmislegt. Ég veit ekki af hverju það var.“ - Hafið þið grætt á Ávöxtun sf.? „Nei. Á síðasta ári komum við út með tap og enginn hagnaður sem af er þessu ári á Ávöxtun sf. Sjóðimir verða gerðir upp núna og vonandi fær fólkið hveija krónu en því miður þarf það að bíða. Við munum gera Ávöxtun sf. upp í rólegheitum með lögmönnum okkar. Það er enginn til- gangur lengur með því fyrirtæki. Það em bæði kröfur og eignir sem ganga þarf frá. Vonandi stendur það á sléttu, annars missi ég eitthvað af mínum einkaeignum. Það er mikil áhætta og ábyrgð sem fylgir sam- eignarfélagi. Aðrir eru með stór hlutafélög og ef eitthvað kemur upp á þá tapa þau einungis hlutafénu. En við hoppum ekkert í burtu. Ef við hefðum verið með hlutafélag væri maður kannski á sólarströnd núna. Við höfðum trú á þessum rekstri og ætluðum að standa og falla með hon- um.“ Á hlut í Fjárfestingarfélaginu - Hefðir þú kosið að eitthvert annað fiárfestingarfyrirtæki tæki yfir sjóð- ina? „Já, það hefði ég kosið. Við hefðum gjarnan viljaö að annaö stóru fyrir- tækjanna hefðu tekiö við okkar sjóð- um. Til dæmis Fjárfestingarfélagið. Eg er hluthafi þar. Það kom upp vandamál hjá okkur, við emm minni og þeir hefðu átt að taka myndarlega á þessu máli. Koma og bjóða okkur aðstoð og hreint út sagt bara út á „gúddviir þess fólks sem átti við- skipti viö okkur. Þeir hefðu fengið það margfalt til baka.“ - Leituðuð þið til þeirra? „Já, við vorum búnir að reyna allt. Við bæði leituðum til annarra fiár- festingarfyrirtækja og einnig til einkaaðila að koma inn með fiár- magn. Við gerðum allt sem viö gátum þegar við sáum aö við gætum ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.