Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 17
DU LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. 17 Breiðsíðan DV-myndbrot vikimnar Þaö er engu líkara en sú stutta sé aö hvetja kusu gömlu í nautaat. En sú gamla lætur ekki plata sig í leiki. Lítur einungis meö vanþóknun á krakkakjánann og hugsar sjálfsagt með sér: „Þessi börn þekkja ekki einu sinni muninn á tudda og alvöru mjólkandi kú.“ Litla stúlkan gafst upp eftir smáþóf við kusu og fór að velta fyrir sér hvaö þetta væri sem héngi þarna niður. Er von að bamið viti það, að- eins tveggja ára gamalt? En þá kom mamma með söguna um grasið og mjólkina. Það er ekki að sökum að spyija að nú eru öll mjólkurglösin gefin af Búkollu í sveitinni. -ELA DV-mynd JAK Guðmunda Jónsdóttir í lottóinu: „íslendingar óvenju getspakir" stefni að því aö taka stúdentspróf um jólin. Ég hef verið að dunda við nám- iö í mörg ár en undanfarin tvö ár hef ég verið í fullu námi. Þetta hefur gengið ágætlega en er svolítið erfitt þegar maður er að sýsla í mörgum hiutum og er auk þess með þriggja ára bam,“ sagði Guðmunda. „Þetta er dálítið strembið á próftímum." Guðmunda, sem er 29 ára, sagðist hafa hug á að halda áfram námi við Háskóla íslands og þá í félagsfræði. „Ég gæti vel hugsað mér að taka fjöl- miðlanámskeiðin sem boðið er upp á. Áður en að því kemur ætla ég að taka mér eitthvert frí. Sjónvarpsmið- ilhnn höfðar til mín og ég gæti vel hugsað mér að prófa frétta- mennsku,“ sagði Guðmunda. Hún hætti sem sjónvarpsþula um áramótin ’86-’87 en þá var öllum þulum Sjónvarpsins sagt upp. „Það stóð til að breyta starfinu og gera vinnudaginn lengri. Á þeim tíma hentaði það mér ekki sökum anna svo ég hætti. Þar að auki var starfiö illa borgað. Mér líkaði alltaf vel á Sjónvarpinu en undir það síðasta urðu miklar mannabreytingar óg margt af því fólki, sem ég þekkti, hætti og fór að vinna annars staðar. Þá fór ég að finna fyrir leiða á starf- inu og þessari kvöldvinnu sem fylgdi því.“ Guðmunda sagði að ekki stæði til að hún færi í frekari dagskrárgerð, lottóið væri ágætt en i kvöld breytist það frá því sem verið hefur. „Erlend- is er fólk míög undrandi á því að lottóvinningarnir gangi svo oft út sem hér hefur verið raunin. íslend- ingar eru míög getspakir eftir því að dæma. Með nýja leiknum bætist við sjötta talan, vinningspottar verða fleiri og auk þess verða vinningarnir hærri. Það ætti að gera leikinn meira spennandi og einnig ættu pottamir að verða hærri þar sem erfiðara verður að fá fimm rétta,” sagði Guð- munda. „Það verður að minnsta kosti gaman að sjá hvort íslendingar verða áfram jafngetspakir þegar töl- urnar eru orðnar 38," sagði Guð- mundaJónsdóttir. -ELA ,Það var Þorgeir Ástvaldsson sem kom að máh við mig og bauð mér þetta starf. Þeir vildu fá manneskju sem væri vön sjónvarpsvélunum og ég sló til,“ sagði Guðmunda Jóns- dóttir í samtali við Breiðsíðuna er hún var spurð hvað komið hefði til að hún tók að sér að kynna lottótöl- ur. Guðmunda var um sex ára skeið sjónvarpsþula og líklegast flestum kunn síðan. Fjórir skipta með sér að kynna lottóið. Guðmunda starfar einnig sem flug- freyja hjá Flugleiðum, auk þess sem hún hefur setið í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahhð. „Ég Guðmunda Jónsdóttir er aftur komin á skjáinn - nú í lottóinu sem breytist i kvöld. DV-mynd Brynjar Gauti Sigurbjörg Kristjánsdóttir hefur fengið nýtt starf hjá Rafha. í stað þess að afgreiða eldavélar ætlar hún að selja Göflurum áfengi. Sigurbjörg var i óðaönn að raða upp í hillur í vikunni. DV-mynd KAE Áfengið komið í Hafnarfjörö: Brennivín í eldavélaplássi Afengisverslun verður opnuð í Hafnarfirði á mánudag. Sennhega eru ekki margir atvinnurekendur sem myndu nota þann dag tU opnun- ar en þeir eru ekki hjátrúarfullir hjá ríkinu. Hafnfirðingar hafa lengi beð- ið efdr áfengisverslun enda var mik- ill meirihluti í bænum jákvæður er kosið var um útsöluna fyrir nokkr- um árum. Kaupmenn í bænum telja að bæjarbúar versh fremur í Reykja- vik, t.d. í Kringlunni, þar sem er áfengisverslun, heldur en í sínu eigin bæjarfélagi. Þeir voru því margir kaupmenn- imir sem buðu ÁTVR frítt húsnæði undir útsöluna en ekki voru allir jafnheppnir og Rafha. Sú verslun hýsir nú hina nýja áfengisverslun og útvegar ríkinu bæði frítt húsnæði og fría starfskrafta í stað mjöðsins. Undanfarna daga hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæðinu í Rafha. Áfengisverslunin er smækk- uð útgáfa af „Ríkinu” í Kringlunni. Alhr eru sammála um að sjálfsaf- greiðsluformið sé mun hentugra og skemmtilegra en gamla kássu- stemmningin sem menn muna úr eldri áfengisverslunum. Útsölustjór- inn er Sverrir Valdimarsson en hann var áður í Kringlunni sem aðstoðar- útsölustjóri. Er DV leit inn í hina nýju verslun í vikunni voru starfsmenn í óðaönn að raða flöskum í hihur. „Ríkið“ í Hafnarfirði er fremur htil verslun og spumingin er þvi sú hvort bjórinn kemst fyrir líka. Æth Rafha láti þá ekki aðeins meira af eldavélapláss- inu? Hvað er ekki gert þegar brenni- vinið er annars vegar? -ELA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.