Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 22
22
Veröld vísindanna
Tilraunir til að lækna
parkinsonsveiki mistakast
Ignacio Madrazo Navarro vakti vonir um að hægt væri að lækna parkinsons-
veiki.
Læknar við háskólann í Lundi í
Svíþjóð segja að ástæðulaust sé að
binda vonir við ígræðslu heilavefs til
aö lækna parkinsonsveiki. Sú hug-
mynd kom fram fyrir nokkrum árum
að mögulegt væri að lækna veikina
með því að skipta um vef í heilanum.
Mexíkanskur læknir að nafni
Madrazo Navarro gerði tilraunir
með þessa aðferð og lét hafa eftir sér
að árangurinn væri góður.
Læknar í Bandaríkjunum og Evr-
ópu efuðust þó um að þetta væri
mögulegt. í Svíþjóð var ákveðið að
gera sams konar tilraunir én niður-
staðan hefur veriö önnur en hjá
mexíkanska lækninum. Þar var að-
gerðin gerð á tveim sjúklingum án
verulegs árangurs. Þó hefur verið
ákveðið að halda tilraununum áfram
þar og einnig í Bandaríkjunum.
Parkinsonsveikin stafar af því að
heilinn framleiðir ekki nóg af efni
sem kallað er dópamín. Vonir stóðu
til að með því að græða nýjan vef á
þann stað þar sem dópamín verður
til gæti heilinn farið að framleiða
dópamín á ný. Tilraunir á öpum
bentu til að svo væri og því var
ákveðið að gera einnig tilraunir í
þessa veru á mönnum.
Sænsku læknarnir græddu heila-
vef í sjúklinga sína fyrir níu mánuð-
um. Síðan hafa þeir beðiö eftir bata-
merkjum en ekkert hefur gerst. Að-
gerðin virðist þó ekki hafa aukaverk-
anir þannig að óhætt er talið aö gera
fleiri tilráunir á mönnum.
Miklar sögur hafa gengið um ár-
angur af þessum aðgeröum en þær
hafa aldrei fengist staðfestar. Engar
áreiðanlegar niðurstöður hafa verið
gefnar út fyrr en Svíamir seridu
skýrslu sína frá sér og þá reyndust
þær ekki uppörvandi.
Heilavefurinn, sem notaður er viö
tilraunirnar, er fenginn úr fóstrum
sem hefur verið eytt. Þetta hefur
vakið upp deilur, sérstaklega í
Bandaríkjunum þar sem andstaða
við fóstureyðingar er yfirhöfuö mik-
il. Þar hafa tilraunir af þessu tagi
verið bannaðar þar til ákveðið hefur
verið hvort leyfa eigi að nota fóstur
í læknisfræðilegum tilraunum.
Kapphlaup um þróun taugatölva
Ríkissljórn Japans hefur ákveðið
að leggja verulega Qármuni í þróun
svokallaðra taugatölva sem eiga að
líkja mun betur eftir starfsemi
mannsheilans en hefðbundnar
tölvur. Japanir reikna með að þessi
fjárfesting fari að skila arði
snemma á næstu öld.
Þegar er unnið að þróun tölva af
þessari gerð í Bandaríkjunum en
Japanir hafa haldið að sér höndum
til þessa. Nú segjast þeir ætla að
þróa enn betri útgáfu af taugatölvu
en keppinautarnir og verða fyrri
til að koma þeim á markað.
Lýsingar á taugatölvun líkjast
helst hugdettum sem koma fram í
vísindaskáldsögum og margir efast
um að hægt sé að líkja svo efdr
mannsheilanum sem hönnuðir
tölvanna vonast til.
Hefðbundnum tölvum er lýst svo ,
aö þær séu fljótar að vinna en afar
heimskar. Þær geta aðeins unnið
að einu í verkefni í einu og aðeins
eins og þeim er sagt.
Taugatölvumar eiga að hafa
hæfileika til að læra - ef allt fer að
óskum. Þeim er ætlað að leggja
sjálfstætt mat. á það sem þæF gera
og kanna nýja möguleika. Þetta eru
þó allt draumar enn og nýju tölv-
urnar verða örugglega ekki að
veruleika á þessari öld.
Þótt Bandaríkjamenn hafi enn
forystuna í gerð nýju tölvanna er
reiknað með að Japanir nái frum-
kvæðinu áður en langt um líður.
Þeir hafa áður leikið þann leik.
Bandarísk stjómvöld hafa ekki
sýnt þessu máli viðlíka áhuga og
þau japönsku. Þ6er talið að nýju
tölvumar geti haft verulega þýð-
ingu í hernaði vegna hæfileika
þeirra til aö vinna sjálfstætt. Þeir
em til sem segja að geimvarnaáætl-
un Bandaríkjastjómar geti aldrei
orðið að veruleika án nýju tölv-
anna.
í Japan hefur áætlun stjórnvalda
verið gagnrýnd fyrir að ekki sé
hugað naégilega að framrannsókn-
um á fyrirbærinu því þar er gert
ráð fyrir að nokkur þekkt rafeinda-
fyrirtæki verði styrkt til að þróa
tölvuna. Háskólamenn segja að
meðan ekki sé vitað hvort yfirleitt
er hægt að búa til tölvur af þessari
gerð sé of snemmt að velja fyrir-
tæki til að annast framleiðsluna.
áEvrópu
Geimlíflræölngar,
sem undanfarið hafa
beint sjónuxn sínum
tilhiminsíleitaðlífi,
segja góðar líkur á
aö frana megi líf I
einhvetju formi á
Evrópu, einu af
tunglum Júpiters.
„Eg þori að leggja
allar eigur mínar aö
veöi fyrir því aö á
Evrópu em lífræn
efhasambönd,“ er
haft eftir dr. John
Oro, geimlífiræðingi
viö háskólann í Hou-
ston í Texas.
Úrslit þessa veð-
máls ættu að verða
Ijós um mitt ár 1990
þegar geimfarið
Galileo lendir á Evr-
ópu. GeimfariÖ verð-
ur sent á loft næsta
haust frá geimferöa-
stofhun Bandaríkj-
anna.
Geimliffræöingar veðja nú á lif þarna úti.
Vísindamenn hafa lengi
vitað aö tennur mannskepn-
unnar eru alltaf að minnka.
Komiö hefur í Ijós að þessi
þróun hefur verið ömst síö-
ustu lOþúsund árin. Þá hafa
tennumar raitmkaö tvöfalt
örar en næstu 90 þúsund
árin á undan.
Líöræöingar spá því aö
tennur manna haldi áíram
að minnka í framtíðinni
vegna þess aö stórar tennur
skipta engu um lifsafkomu
manna.
Undanfarin 25 ár hafa
fomleifafræðingar látiö
safna tönnum víðs vegar úr
heiminum og borið þær
saman viö tennur úr for-
sögulegum mönnum.
Tennur nútímamanna em
að jafnaði helmingi minni
en þær tennur sem forfeöur
okkar notuöu til að japla á
hráu mammútakjöti fyrir
100 þúsund árum.
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
Vasasjónvarpið frá Sony er það fyrsta með litaskjá.
Vasasjónvarp með litmynd
Þróunin í gerð sjónyarpstækja er
ör um þessar mundir. Ýmist er reynt
að framleiða tæki með stórum skjá
og skarpri mynd eða ódýr vasasjón-
vörp með litaskjá.
Nokkuð er síðan fyrstu vasasjón-
vörpin komu á markaðinn en þau
hafa aldrei náð verulegfi útbreiðslu,
bæði vegna þess aö til þessa hefur
orðið að notast við svarthvíta skjái
og einnig hafa tækin þótt nolckuð
dýr.
Nú hefur rafeindafyrirtækið Sony
sent frá sér lítið sjónvarp með lita-
skjá. Reiknað er með að þetta tæki
verði selt á 20 til 30 þúsund íslenskra
króna.
Það sem staðið hefur í vegi fyrir
þróun vasasjónvarpa er að mynd-
lampar hafa orðið að vera óþægilega
stórir. Að vísu fundu menn út fyrir
löngu að auðvelt er að búa til mynd-
lampa með litlum skjá en risavöxn-.
um aukabúnaði.
Aftan á hefðbundnum myndlömp-
um er fyrirferðarmikil rafeinda-
byssa sem erfitt hefur reynst að fella
inn í lítil tæki. Það var ekki fyrr en
búnir vom til svokallaðir kristals-
skjáir að þessi rafeindabyssa varö
óþörf. Kristalsskjáimir höfðu þó
þann galla að geta aöeins sýnt svart-
hvíta mynd.
Mörg rafeindafyrirtæki hafa lagt
mikla fjármuni í að þróa kristalsskjái
með eðlilegum htum. Nú hefur þaö
tekist hjá Sony. Litaskjárinn er sett-
ur saman í þremur lögum sem hvert
hefur sinn grunnlit. Bak við skjáinn
er haft dauft ljós. Þegar ljósið berst
í gegnum kristalana kemur fram
eðlileg htmynd.
Sá galli er þó á gjöf Njaröar að
horfa verður á beint á miðjan skjá-
inn. Ef horft er á hann frá hhð leys-
ist myndin upp og verður óskýr.
Hjörtu springa
ekki úr harmi
Þaö er gömul trú að fólk geti
dáið úr harmi. Þessi trú hefur ver-
ið studd með rannsóknum á lífslík-
um ekkla og ekkna sem eiga aö
vera minni en annars fólks á sama
aldri.
Nú hefur þetta verið kannaö enn
á ný og niöurstaðan gengur þvert
á hina gömlu trú. Aö vísu kom í
ljós aö þeir sera höföu misst maka
sína úr sjúkdómum, sem rekja má
til reykinga eða slæras mataræðis,
liiöu oft ekki lengi við harm slnn.
Dánarorsökin var þó oftast sú sama
og hjá makanum.
Ahrif harmsins vora líka könnuð
hjá þeim sem höfðu misst nána
ættingja í ísrael. Þar var miöaö við
foreldra sem áttu syni sem fallið
höfðu á vígvelh. Rannsóknin sýndi
að líEslíkurnar minnkuöu ekki hjá
þeim sem eftir lifðu. Reyndar töldu
þeir sem stóðu að rannsókninni að
nær væri að rannsaka áhrif lífsvilj-
ans á langlífi.
Harmur hefur engin áhrlf á lifslíkur
manna.