Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Side 25
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
25
dv________________________________________Vísnaþáttur
Allt er mælt á eina vog
Mér varö heldur betur á í messunni í síöasta
þætti þegar ég eignaði HauM Sigtryggssyni vísu sem
er eftír Erling Jóhannesson en hann mun vera
bóndi á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, eför því sem
ég best veit. Haukur vill hafa það sem sannara reyn-
ist og undir engum kringumstæðum skreyta sig
með lánsfjöðrum. Ég tel mér það helst til afsökunar
að ég heyrði Hauk fara með vísuna og þar sem
hann er hagmæltur vel taldi ég víst að hún væri
eftir hann. Bið ég Hauk, Erling og lesendur að virða
mér þetta til betri vegar.
Þá skal tekið fram að höfundur vísunnar Lengi
muna bömin (Man ég tvennt...) er eftir KN.
En nú er best að snúa sér að efni þessa þáttar.
Ætlunin er að fjalla um stjómmál, stjómmálaflokka
og stjómmálamenn.
Haíldóra B. Bjömsson skáldkona vann mörg ár
á Alþingi og varpaði þá oft fram stökum að gefnu
tilefni. A þinginu 1946-1947 kvað hún og var tilef-
nið 180. mál, þingskjal 445:
Það má sjá af þingskjölum
(en þau era stundum margumdeild)
að flutt hefur verið frumvarp um
fávitahæli í efri deild.
Líka er hægt að lesa þar
löngu vituð sannindi
að tillögunni tekið var
með takmörkuðum skilningi.
Er rætt var um sölu kristfjárjarða í Austur-
Húnavatnssýslu kvað Halldóra:
í Húnaþingi viðreisnin góðbændur gisti,
þá græddu þeir sumir, hj á öðrum taprekstur var.
Nú kaupa þeir efnaðir allar jarðir af Kristi.
Þeir ætla ekki að láta hann verða sveitfastan þar.
Fyrir margt löngu var ónefndum þingmanni lýst
á eftirfarandi hátt í Alþýðublaðinu: „Svo er áhuginn
og hitinn mikiil, að svo er stundum sem málefnið
sjálft, er hann flytur, fái orð til að tala með. Hann
ýtir þá gleraugunum upp í hársrætur og slíkum
ákafablæ slær á allt andlitiö, að það er eins og hver
dráttur í því titri. Hann er riddaralið þingsins, eld-
heitur og görmikill, ætíð búinn til atlögu, aldrei
vanbúinn til vettvangs, og gangi ei undan honum,
þá er hann leggur að fyrir alvöm, þá er ekki til
neins fyrir aðra að reyna að komast lengra".
En hvaða eiginleikum ætti góður alþingismaður
að vera búinn? Egill Jónasson á Húsavík svarar
þvi:
Upp skal telja þetta þrennt
það em aðalstigin:
Hann skal hafa meðalmennt,
mælskur vel og lyginn.
Skyldi nokkuð hafa breyst síðan Guðmundur Sig-
urðsson, skáld og gamanvísnahöfundur, orti:
Nú rökkvast byggðin og brosin dvína
er birtist vetrarins ásýnd grá
og veðurguðimir vopn sín brýna
en vofur glotta á hverjum skjá.
Og líkt og kotroskinn kappaskari
■ nú koma þingmenn til starfs á ný
í grennra lagi að gáfnafari
og greiða atkvæði samkvæmt þvi.
Næst kemur vísa eftir Jón Þorsteinsson frá Arn-
arvatni sem nefnist Pólitískur himinn:
Allt er mælt á eina vog
í því svarta skýi,
helmingurinn öfgar og
afgangurinn lygi.
jón M. Pétursson frá Hafnarnesi orti er hann
hlustaði á eldhúsdagsumræður frá Alþingi:
Flækjur smaug hann faglega,
flátt var spaug í svörum.
Fjandi laug hann laglega,
lygin flaug af vörum.
Hvað er það sem helst má prýða stjómmáia-
mann? Jónatan Jakobsson:
Hans var framagatan greið,
greind og mælsku næga hafði.
En staðreyndirnar lönd og leið
lét hann þegar nauðsyn krafði.
Fólk brýtur oft heilann um hvort stjómin muni
standa eða falla, ekki síst þegar ágreiningsmálin
koma fram í yfirlýsingum flokksformanna. Þor-
steinn L. Jónsson í Hafnarfirði botnaði eftirfar andi
vísu, ekki veit ég hver höfundur fyrrihlutans er:
Stjórnin liföi árið af,
þótt yrði henni kvillasamt.
Á loforðunum sínum svaf
svo til loka verður skammt.
Margrét í Dalsmynni hefur áhuga á breytingum
á stjórnarfari:
í einlægni er um það spurt,
hvort ekki er vel til fundið,
að reka íhaldsbáknið burt
úr borginni við Sundið?
Að morgni dagsins sem stjórnarskiptin urðu í
Reykjavík brá svo við að borgarbúar vöknuðu í
slydduhríð og nöpru veðri. Esjan var hvít niður
fyrir miðjar hliðar. Gamali þulur bretti upp krag-
ann og tuldraði í barm sér er hann kom út morgun-
inn þann:
Fölnar birtan, fýkur í skjólin,
fellur krapi á torg.
Endaslepp varð okkur sólin
yfir Davíðsborg.
Sigurður Pétursson sendi Mbl. eftirfarandi pistil
sem svo birtist í blaðinu 25. maí 1982: „Þegar ég var
að ganga í vinnuna í morgundýrðinni í einstakri
veðurblíðu og glöðu sinni eftir skemmtilega kosn-
ingahelgi varð þessi staka til í huga mínum:
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Fjöturinn rauði er fallinn að sinni
og frelsið mun leysa vandann.
Það er bjartari sól yfir borginni minni
og betra að draga andann."
Hér er vist við hæfi að birta vísu Bjarna frá Gröf:
Þegar lífs er þorrin gangan
og þrýtur líf um allan skrokkinn
ég hlýt að leggjast á hægri vangann,
því hitt væri sko að svíkja flokkinn.
Lokaspurningin er þó hvort Qósamaður sem yrk-
ir svo hefur rétt fyrir sér:
Margt eitt undriö framhjá fer,
fljótt vill sundrast tundur.
Stjómarglundrið alveg er
allt að splundrast sundur.
Torfi Jónsson
Akureyri
Afgreiðsla og
smáauglýsingar
Sími
25013
Ritstjórn
Sími
26613
Heimasími
blaðamanns
25384
Opið virka daga
kl. 13-19
laugardaga
kl. 11-13
Skipagötu 13
Akureyri
STÖÐ1OG STÖÐ 2
SAMTÍMIS Á SKJÁNUM
Ef þú átt SANYO VHR 500 myndbandstæki og
myndlykil þá getur þú fylgst með báðum dagskrám
samtímis, þ.e. mynd í mynd!
Þetta er bara einn af mörgum ótrúlegum möguleik-
um sem tækniundur SANYO D 500 digital gerir
þér kleift. Komdu og skoðaðu SANYO D 500 og
þú sannfærist að þetta er tækið fyrir þig.
Verð aðeins: 61.550,
staðgr.
sAfim
skrefi framar
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, sími 91 -691600.
HAPPDRÆTTI
5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno
Dregiö 12. september,
Heildarveromœti vinninga 21,5 milljón.
/j/tt/r/mark