Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 37
53 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. dv Knattspyma unglinga Það voru hinir mestu fjörkálfar úr 4. flokki sem sóttu knattspyrnuskólann, kandidatarnir í næsta drengjalandslið. Hér eru þeir að „flippa" út í friminútum og alvörunni er sleppt um stund. Þeir kváðu æfingar nokkuð strembnar en góðar og áttu þeir ekki nógu sterk orð til að lýsa ánægju sinni með veruna á Laugarvatni. „Þetta er alveg frábært," var viðkvæðið. DV-mynd HH „Knattspymuskóli KSÍ er kominn til að vera" Knattspyrnuskóli KSÍ var starf- ræktur á Laugarvatni vikuna 28. ágúst til 2. sept. sl. Unglingasíöa DV brá sér því austur til aö fylgjast með. Á staðnum voru tæplega 80 ungling- ar og var mikið um að vera. Það var því í mörgu að snúast hjá Lárusi Loftssyni, kennara strákanna. Hon- um til aðstoðar var Kristján Guð- mundsson, efnilegur þjálfari 4. fl. ÍR. Til að fræðast nánar um þaö sem fram fór í skólanum látum við Lárus hafa orðið: „Knattspyrnuskólinn er náttúru- lega fyrst og fremst hugsaöur fyrir 4. fl. strákana, hina verðandi - Bjössi minn, á þetta að þýöa að þú sért búinn að skipta um félag??? - segir Lárus Loftsson unglingaþjálfari drengjalandsliösmenn. Þeir eru út alla vikuna. Drengja- og unglinga- landsliðin eru í skólanum sitt í hvoru lagi hálfa vikuna en eyða þó mið- vikudeginum saman. Ég tel þetta ákaflega mikilvægt til að auka kynn- in milh þessara aldurshópa. 4. fl. strákamir kynnast á þennan hátt, bæði æfingum þeirra eldri, ef við getum notað það orð, og ekki síst skapast persónuleg kynni milh drengjanna sem er stórt atriði. Hér er æft tvisvar á dag og þess á milli eru skoðuð myndbönd frá leikj- um. Nú og svo hafa verið haldnir fyrirlestrar og hefur Jón Gíslason matvælafræðingur fjallað um matar- venjur og þá með hhðsjón af holl- ustu. Jón hefur heimsótt skólann öll árin þrjú og hafa erindi hans ávallt vakið mikla athygli. Eyjólfur Ólafsson knattspyrnu- dómari hefur komið og rætt við strákana um samskipti leikmanna og dómara, sem ég tel mjög gagnlegt. Umsjón Halldór Halldórsson Sama má reyndar segja um Sigurjón Sigurðsson lækni, en hann hefur rætt við drengina um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna meiðsla og komið víða við. Eftir þessi þrjú ár, sem skólinn hefur starfað, má segja að við séum búnir að öðlast ákveðna reynslu og er hann núorðið í föstum skorðum og þá hlýtur framhaldið að vera að byggja meira í kringum hann. Reynslutíminn er nefnilega liðinn og sú reynsla hefur sýnt okkur að skól- inn er kominn til að vera. Við náum aldrei að auka við getu þessara stráka nema með því að láta þá koma saman og reyna með sér. Þegar þeir bestu eru sameinaöir ganga hlutimir miklu betur fyrir sig, ekki síst hvað varðar aht er lýtur að æfmgum. Svo er annað að umræðu- efni strákanna er yfirleitt á hærra plani en gerist og gengur hjá flestum félögum. Þetta hlýtur að auka þroska unglingsins. Breyting á næsta ári Meðal þeirra breytinga, sem verða á skólanum á næsta ári, er að hann verður haldinn um miðjan júlí til þess aö hann stangist ekki á við úr- slitakeppnina. Einnig er meiningin að reyna að lengja tímabihð, auk annarra breytinga sem eiga að leiöa til aukinnar kennslu. Ég hef t.d. mikinn áhuga á því að strákamir klæöist skólabúningi, keppnisbúningi, ásamt æfingagaha. Það skapar ákveðna samstööu hjá þeim. Minn draumur er einnig að þegar þeir hafa lokið veru sinni í knattspyrnuskólanum fari þeir út th félaganna úti á landi eða hvar sem er og jafnvel í skólana. Þetta gæti verið hður í að kynna knattspym- una. Að mínu viti á að gera knatt- spymuskóla KSÍ hátt undir höfði, því við erum hér að höndla blómann úr íslenskri unglingaknattspyrnu. Þetta eru framtíðarleikmenn Islands. Við verðum því að reyna að skapa þeim sem besta undirstöðumenntun. Allt shkt stuölar síðan aö bættri knatt- spyrnu í landinu. Þeir strákar, sem sækja skólann að þessu sinni, taka hlutina mjög al- varlega og að mínum dómi eru hér mörg afburðagóð knattspymu- mannsefni. Þeir eru og bjartsýnir á framtíðina. Það er síðan okkar að sjá svo um að draumar þeirra geti ræst. Kostnaðurinn við skólann að þessu sinni greiðir KSÍ að mestu en Lýsi hf. styrkir hann. Svona til gamans má geta þess að strákarnir taka lýsi á hverjum morgni meðan þeir dvelja hér og hefur það fallið í góðan jarð- veg hjá þeim. í sambandi við matarvenjur þá vh ég geta þess að við emm á engan hátt að reyna að umturna matarvenj- um þeirra. Aftur á móti höfum við reynt að benda þeim á að neyta hohr- ar fæðu og að þeir hfi reglusömu lífi. Þeir hafa áhuga á þessum þætti, og það hlýtur aö vera skylda okkar að benda þessum ungu leikmönnum á leiðir til hehbrigös lífemis,“ sagði Láms í lokin. -HH Myndin er af hinum föngulega hópi sem sótti KnaHspyrnuskóla KSÍ: Fremst eru drengirnir í 4. flokki, hinir veröandi drengjalandsliðsmenn. í miðiö er drengjalandsliðshópurinn en hann á að leika tvo leiki gegn Norðmönnum i þessum mánuði heima og heiman í Evrópukeppni lands- liða. Sigri drengirnir í þeirri viðureign fara þeir í úrslitakeppnina sem háð verður í Danmörku næsta sumar. Aftast i hópnum eru svo unglinga- landsliðsmennirnir. Alls voru 75 ungmenni á Laugarvatni á vegum Knatt- spyrnuskólans. DV-mynd HH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.