Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 46
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
r.r.Qr < T CT <~1 Y * CT mf T CT P A r CTTTr~\ /, fTCl A- ^TT A
Ferðamál
Þröng á þingi á ferjunni á Yangtsefljoti, þar sem annaö farrými er fyrsta, og þar fram eftir götunum.
,,Eins og sinfónía af
hamarshöggum''
„Maöur hafði alltaf séð Kína í liill-
ingum sem eitthvað hreinlegt, aust:
urlenskt og snyrtilegt, en það stóðst
ekki. Það kom okkur mest á óvart.
En byggingamar og annað sem er
að sjá í Kína, svo og mannlífið, stend-
ur undir hverju sem er. Það er alveg
ótrúleg upplifun að sjá það, hreint
ævintýri."
Þetta segja þau Bjöm Br. Bjömsson
og Hrefna Haraldsdóttir sem ferðuð-
ust um Kína í fimm vikur á síðast-
hðnu hausti og heimsóttu fjöldann
allan af stöðum, ekki alla í alfaraleið
hins venjulega vestræna ferða-
manns.
Það var vorið 1987 sem þau ákváðu
að fara í langt og gott ferðalag þegar
haustaöi og tóku að safna farareyrin-
um. Kína kom hins vegar ekki inn í
myndina fyrr en nokkm síðar. „Það
má eiginlega segja að það hafi verið
skyndiákvörðun að við völdum
Kína,“ segja þau. „En Kína er náttúr-
lega einhver gamall draumur sem
alialangartilaðsjárætast ogvið
„Bömin stoppa þar sem þau eru og
kúka og plssa beint á gangstéttina."
höfðum hitt fólk sem hafði fariö til
Kína.“
Bjöm og Hrefna vildu ferðast um
landið upp á eigin spýtur, en ekki í
skipulagðri hópferð. Hér á landi mun
ekki vera hægt að fá vegabréfsáritun
fyrir slíkt ferðalag, heldur veröur aö
gefa upp fyrirfram alla áfangastaöi
og hversu lengi ætlunin er að dvelja
þar. Þess vegna bragðu þau á það ráö
aðfarafyrsttilHongKong þarsem
greiðlega gekk að fá áritun sem
heimilaði þeim að ferðast hvert á
land sem er í Kína, nema til þeirra
héraða sem em lokuð erlendum
ferðamönnum. Þannig komust þau
ekki til Tíbet, eins pg ætlunin var,
þar sem þar stóðu yfir óeirðir.
Menningarsjokk í Kanton
Frá Hong Kong héldu þau meö
feiju og komu til Kanton í dumb-
ungsveðri klukkan sex að morgni.
„Það má segja að það hafi þyrmt svo-
lítið yfir okkur þegar viö komum
þangað, bæði er svo margt af fólki
úti á götunum og manni fannst þetta
mjög framandi. Við fengum bara
menningarsjokk."
Kanton er mikil móttökustöð fyrir
þá ferðamenn sem kpma til Kína frá
Hong Kong og heimamenn slást um
að fá þá upp í leigubílana sína. í
Kanton dvöldu þau mjög skamman
tíma, en náðu samt að gæða sér á
dúfum og snákum og öðrum undar-
legum mat.
„Þar erú svo mikil læti og margt
af fólki og skrýtin lykt, sem við upp-
lifðum ofsalega sterkt, að hugsunin
var bara sú aö koma sér í burtu. Það
hlyti að vera betra einhvers staðar
annars staðar. En svojafnaöi maður
sig smám saman og aðlagaðist þessu.
Nokkrum vikum síðar hittum við
fólk í Peking sem hafði upplifað þetta
alveg nákvæmlega eins.“
Eitt klósett í hverfinu
Borgin Wuhan stendur við Yang-
tsefljót inni í miðju Kína. Þar státa
menn af lengstu brúnni yfir þetta
rúmlega 5500 kílómetra langa fljót,
sem er hið lengsta 1 Kína. Wuhan er
miðstöð iönaöar og þar er lítiö um
ferðamenn, kannski heldur ekki
mikiðaðsjá.
„Þaö var ny ög gaman að vera í
Wuhan: því þar sá maður hiö daglega
kínverska líf. Manni viröist Kínverj-
ar búa í einu litlu herbergi við gang-
stéttina. Þeir em alltaf meö opiö út
á götu og era með helminginn af
eldamennskunni úti. Þeir framlengja
húsið út á gangstéttina og veitir ekki
af, því þrengslin era ógurleg."
í Wuhan fengu Bjöm og Hrefna aö
kynnast hreinlætisaöstöðu hins
venjulega Kínverja. Þar, eins og víð-
ar f Kína, tíökast ekki salemi í hveiju
húsi, heldur er aðeins eitt í öllu
hverfinu.
„Þetta þekkist langt að á lyktinni.
Iniú er því skipt í karla- og kvenna-
klósett og eftir miðju gólfinu liggur
- Bjöm Br.
Bjömsson og
Hrefna Har-
aldsdóttir
segja frá
fimm vikna
ferðalagi um
Kína
renna, enginn pappír af neinu tagi
og engar hurðir til að loka sig af.“
Kínverjar era síborðandi, jafnt í
Wuhan sem annars staðar, og úti á
öllum götum era litlir einkareknir
matsölustaöir, með pott og eldi und-
ir, borð og bekk, og þar er gestum
og gangandi boðiö upp á alls kyns
mat. Það er þó afskaplega misjafnt
hvort þessi matur er jafnmikið lost-
æti og kínverskur matur þykir á
Vesturlöndum."
Ailir alltaf spýtandi
„Þaö er mikil breidd í matargerð í
landinu og hún er alls ekki sú sama
alls staðar. Svo er auðvitað mikill
munur á þvi hvort verið er að tala
um götuveitingahús, þar sem
kannski 90% eða meira af Kínveijum
borða, eða vestræn hótel í stærri
feröamannaborgunum þar sem hægt
er að borða kínverskan mat fram-
reiddan á vestræna vísu. Manni virð-
ist vera dálítUI munur á því. og þaö
sem Kínveijar boröa er allt annar
matur en sá kínverski matur sem viö
þekktiun áður en við fórum til Kína.
Maður veit oft ekki hvaö maður er
aðborða."
Þau Bjöm og Hrefna vora lengi vel
heldur rög við að borða matinn á
þessum útiveitingahúsum, ekki síst
vegna þess aö þéim fannst sóðaskap-
urinn í kringum matartilbúninginn
vera mikill. Þegar þau áræddu loks
að smakka, reyndist hann vera mjög
góður. Sóðaskapurinn virðist þó ekki
eingöngu bundinn við þessa útistaði,
gera á Vesturlöndum. Pabbi og
mamma ganga bara áfram og bamið
kemur hlaupandi þegar það er búið.“
Á hvað ertu að glápa?
Næsti áfangastaður var Shanghæ.
Þangað var haldið meðfljótabáti nið-
ur Yangtse og var það tveggja daga
ferð. Um borð í bátnum var enn sitt
af hveiju sem kom ferðalöngunum á
óvart. Hjós kom að farrýmin vora
Björn Br. Björnsson og Hrefna Haraldsdóttir: „Kina er gamall draumur."
DV-mynd KAE
heldur nær hann einnig til veitinga-
húsainnandyra.
„í Wuhan komum við á einn slík-
an. Þjónamir vora í hvítum jökkum,
eða jökkum sem vora kannski hvítir
í kringum 1940. Þeir vora orðnir
svartir af skít og slettum. Gestimir
spýttu út úr sér á gólfið beinum og
fitu, og þegar maður gengur inn,
brakar og brestur í þessu á gólfinu.
Á slíkum stað sest maður ekki niöur
og nýtur þess að borða vel og inni-
lega. Og þetta var á þriöja degi okkar
í Kína. Fólk hrækir líka mikið, ekki
bara karlar, heldur líka konur og
krakkar.
Svo viö höldum áfram með hrein-
lætismálin, þá era bömin meö græn-
lenska klauf á buxunum. Þegar þau
era úti að ganga, stoppa þau þar sem
þau era á götunni og kúka og pissa
beint á gangstéttina. eins og hundar
þrjú, annað, þriðja og fjórða, því í
stéttlausu þjóðfélagi er ekkert til sem
heitir fyrsta farrými. Bjöm og
Hrefna ætluðu að fá miða á ööra
(fyrsta) farrými, en þar var þá allt
uppselt. Þau fengu sér því kojur á
þriðja (öðra) farrými og deildu her-
bergi með tíu manns.
„Upplifunin var fyrst og fremst sú
aö þaö var starað á okkur allan tím-
ann. Við vorum þama í tvo sólar-
hringa og reyndum að skoöa okkur
um, vera úti á dekki, en alls staðar
var fjöldi manns að stara á okkur.
Það er eitt af því sem maður upplifir
ifij ög sterkt í Kina og er meira áber-
andi í borgum eins og Wuhan þar
sem ekki era margir ferðamenn. Þar
sjá íbúamir ekki svo mikiö af hvítu
fólki að það er rifið í alla á götunni
og bent á mann og hlegiö. En þetta
erekkiillameint.“